Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 30

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikil óánægja er meðal íbúa fjöl- býlishúsa við Þorrasali í Kópavogi með áform um nýjan veg, Vorbraut, og ca. 200 metra langan umferðar- stokk rétt sunnan við húsin. Þessi umferðarmannvirki verða í landi Garðabæjar. Fimm stór fjölbýlishús standa við Þorrasali, 3-7 hæðir hvert. Úr hús- unum er fagurt útsýni yfir nálægan golfvöll og síðan út á Reykjanes. Þegar fólk keypti íbúðir í húsunum við Þorrasali átti það ekki von á því að vegur yrði lagður rétt við húsin síðar meir með tilheyrandi ónæði og skerðingu á útsýni. Aðalfundur húsfélagsins Þorrasal- ir 1-3 var haldinn í gækvöldi og sagði Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður húsfélagsins, fyrir fundinn að álykt- un gegn þessum áformum yrði tekin þar til afgreiðslu. „Þessi vegarlagning Garðabæjar neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum í Kópavogi er alvarlegt skipulagsslys. Verði af lagningu vegarins verður um gríðarlegan umferðarþunga að ræða. Það er með ólíkindum að mönnum skuli detta svona nokk- uð í hug á 21. öld- inni,“ segir Aðal- steinn. Hann segir að eðlilega sé íbúða- eigendum í Þorrasölum brugðið við þess- ar fréttir enda nýja veginum ætlað að liggja við lóðarmörkin á fjölbýlis- húsunum. Um sé að ræða verulega skerðingu á nánd við náttúruna, frið- sældina og græn svæði. Vegurinn verði aðeins fáeina metra frá svefn- herbergjum fólks. Það sem sé alvar- legast sé að veginum muni fylgja aukin slysahætta, sérstaklega fyrir börn. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík á nokkrar íbúðir í Þorrasöl- um 1-3 og eru þær ætlaðar félags- mönnum til orlofsdvalar svo og ef þeir þurfa að leita lækninga í Reykjavík. Það er ástæðan fyrir því að Aðalsteinn, formaður Framsýnar, tók að sér formennsku í húsfélaginu á sínum tíma. Þegar nýtt deiliskipulag var aug- lýst í fyrrasumar bárust mótmæli frá íbúum í Þorrasölum 1-3 sem gerðu alvarlegar athugasemdir. „Húseig- endum var ekki kunnugt um það þegar þeir fjárfestu í Þorrasölum að til stæði eða til skoðunar væri að byggja upp fjölfarinn akveg í bak- garði Þorrasala 1-3 með tilheyrandi óþægindum,“ sagði í athugasemd húsfélagsins. Rýri verðgildi íbúðanna Auk slysahættu komi vegurinn til með að rýra útsýni íbúa, ekki síst á jarðhæð, auk þess sem búast megi við að því að verðgildi íbúðanna lækki vegna takmörkunar á útsýni og akvegar í bakgarðinum. Fleiri húsfélög og einstaklingar sendu inn athugasemdir við deiliskipulags- auglýsingu Garðabæjar. Fram kom í auglýsingu Garða- bæjar í fyrrasumar að til stæði að byggja upp hverfið Hnoðraholt norð- ur. Samkvæmt deiliskipulagstillög- unni er gert ráð fyrir íbúðabyggð í fjölbýli, rað- og einbýlishúsum. Land hallar til vesturs og norðurs. At- vinnuhúsnæði verður á norðvestur- hluta skipulagsreitsins. Hæðir íbúð- arhúsa verða á bilinu 1-4. Atvinnuhúsnæði verður fjórar hæðir með inndreginni 5. hæð þar sem hún er hæst. Fjöldi íbúða verður 448 og atvinnuhúsnæði verður um 20.000 fermetrar. Heildarbyggingarmagn ofanjarðar verður um 64.000 m2. Áætlaður fjöldi bílastæða er um 1.050. Til að gera þessa uppbyggingu mögulega þarf að koma fyrir teng- ingu við gatnakerfi Kópavogs, rétt við Þorrasali. Í athugasemdum við deiliskipulagið hafnaði skipulagsráð Kópavogs tengingu fyrirhugaðs hverfis í Hnoðraholti að Arnarnes- vegi í Leirdalsopi. Vegarlagning á kynntum stað væri ekki framkvæm- anleg vegna nálægðar við 13. braut golfvallar GKG og fjölbýlishúsa við Þorrasali og muni hún rýra mjög gæði golfvallarins sem og byggðar- innar við Þorrasali. Hinn nýi akveg- ur verði með allt að 9 þúsund bíla umferð á sólarhring; 13. brautin á golfvellinum verði ónothæf og þessi mikla umferð muni jafnframt valda hávaða-, svifryks- og sjónmengun í fjölbýlishúsunum við Þorrasali. Skipulagsráðið benti á þann möguleika að umrædd tenging yrði sett í niðurgrafinn stokk á þeim stað þar sem tengibrautin fer meðfram fjölbýlishúsum við Þorrasali. Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins 17. apríl sl. hafa bæjarstjórar Kópavogs og Garða- bæjar, þeir Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Einarsson, gert með sér samkomulag um stokkalausnina. Var það undirritað í mars sl. Sam- komulagið hefur verið samþykkt í bæjarstjórnum Kópavogs og Garða- bæjar. Gagnrýnt hefur verið að það hafi verið gert án þessi að kostnaðar- áætlun fyrir stokkinn liggi fyrir. Þessi lausn hugnast ekki íbúum við Þorrasali, eins og komið hefur fram. Hver borgar fyrir stokkinn? Kostnaður við stokkinn liggur ekki fyrir enda ekki búið að hanna hann. En á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 18. febrúar sl. nefndi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjar- fulltrúi töluna tveir milljarðar. Fram kom í umfjöllun Morgun- blaðsins á dögunum að bæjarstjóri Kópavogs telur eðlilegt að Garðabær beri kostnaðinn en bæjarstjóri Garðabæjar telur eðlilegt að sveit- arfélögin skipti með sér kostnaðin- um. Það á svo eftir að koma í ljós hvort skattgreiðendur í Kópavogi samþykki að leggja fram fjármuni til að byggja umferðarstokk í Garðabæ. Morgunblaðið/sisi Þorrasalir Fjölbýlishúsin standa við bæjarmörk Kópavogs og Garðabæjar. Hinn nýi vegur mun liggja fyrir framan húsin og umferðarstokkurinn mun liggja fyrir framan húsið lengst til hægri. Áformin alvarlegt skipulagsslys - Mikil óánægja er meðal íbúa fjölbýlishúsa við Þorrasali í Kópavogi með áform um nýjan veg og stokk sunnan við húsin - Veruleg skerðing á nánd við náttúru og friðsæld - Aukin slysahætta fyrir börnin Aðalsteinn Á. Baldursson Goldie 2.0, 2 litir 10.995 kr./st. 36-41 withMemory Foam SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS Léttir og sumarlegir! SKECHERS Ræs ehf. hlýtur Hvatningarverð- laun Kópavogs 2021 en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Ræs, sem er í eigu Helgu Guð- rúnar Gunnarsdóttur, býður upp á þjálfun í vatni með áherslu á að þjóna einstaklingum sem eru komn- ir um og yfir miðjan aldur. Þetta eykur verulega valmöguleika í heilsueflingu og þá ekki síst fyrir eldri aldurshópa. Fram kemur í tilkynningu að námskeið Helgu Guðrúnar í Sund- laug Kópavogs hafi notið mikilla vinsælda. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Helgu Guðrúnu viðurkenningu og blóm í blíðskaparveðri á sundlaug- arbarminum í gær við mikinn fögn- uð þátttakenda. Í tilkynningunni segir að hug- myndin með verðlaununum sé að veita viðurkenningu fyrirtæki í Kópavogi sem hafi með starfsemi sinni stuðlað að heilsueflingu Kópa- vogsbúa. Auglýst var eftir tilnefn- ingum fyrr á þessu ári og var sam- dóma álit dómnefndar, sem skipuð var stýrihóp lýðheilsumála í Kópa- vogi, að veita Ræs ehf. verðlaunin. Fékk hvatningarverðlaun Hvatning Helga Guðrún Gunnarsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson við afhend- ingu Hvatningarverðlauna Kópavogs í Sundlaug Kópavogs í gær. - Kópavogur veitir Ræs ehf. viðurkenningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.