Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Lifandi píanótónlist öll föstudags- og laugardagskvöld Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Borðapantanir í síma 558 0000 eða á www.matarkjallarinn.is TAKE AWAY 25% afsláttur af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr. gildir ekki með öðrum tilboðum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Veiðarnar hafa gengið ótrúlega vel, en það er segin saga að þá hrapar verðið og fáir vilja kaupa,“ segir Jón Vilhjálmur Sigurðsson, skipstjóri á Hilmi ST 1 frá Hómavík. Hann hef- ur stundað grásleppuveiðar á hverju ári í hátt í 20 ár og man ekki eftir öðrum eins mokstri og nú í vor. Afli hefur víðast hvar verið góður og nú er svo komið að kaupendur hrogna eru farnir að halda að sér höndum. Sumir eru hættir að kaupa hrogn og aðrir munu hafa tilkynnt um verð- lækkun eða að þeir taki aðeins við í nokkra daga í viðbót. Met slegin á vertíðinni Met hafa verið slegin á grásleppu- vertíðinni og í vikubyrjun var Sig- urey ST 22 frá Drangsnesi komin með rúmlega 85 tonn. Trúlega hafa Jón Vilhjálmur og synir hans, Sig- urður og Ágúst, komið með mest magn að landi úr einum róðri. Feðg- arnir komu með 27 tunnur af hrogn- um í land nýlega, en þeir skera grá- sleppuna um borð. Upp úr sjó hefur aflinn þennan dag trúlega verið um 12,6 tonn af grásleppu, en mest hafði Jón Vilhjálmur áður fengið um sjö tonn í róðri. Félagar þeirra á Hlökk ST 66 komu með litlu minni afla að landi einn daginn og margir fleiri hafa aflað vel. Í upphafi vertíðar var miðað við 40 veiðidaga, en þeim hefur verið fækkað í 35 til að tryggja öllum sem stunda grásleppuveiðar jafn marga daga. Samkvæmt því hefðu vertíðar- lok hjá þeim á Hilmi verið 10. maí, en óvissa er með framhaldið, að sögn Jóns Vilhjálms. Fiskkaup sé hætt að taka við hrognum frá þeim og fyrirtæki í Búðardal kaupi hrogn af þeim út mánuðinn. Jón Vil- hjálmur segist gera sér vonir um að geta selt eitthvað af hrognum til Ag- ustsson í Stykkishólmi, en það sé ekki ljóst. Kaupedur ganga úr skaftinu „Kaupendur hafa verið að ganga úr skaftinu hver af öðrum, það er bölvað,“ segir Jón Vilhjálmur. Auk vandræða með að losna við hrogn fæst lítið fyrir hveljuna eða búkinn miðað við síðustu ár og því er skorinni grásleppu hent í sjóinn aftur. Slíkt brottkast var heimilað með reglugerð sem gefin var út í vor vegna birgða frá undanförnum ár- um og erfiðrar stöðu á mörkuðum, einkum í Kína. Jón Vilhjálmur segir ekki annað hafa verið í stöðunni fyr- ir þá en að skila búknum strax aftur í lífríkið. Í upphafi vertíðar var algengt að 130 kónur fengjust fyrir kílóið af óskorinni grásleppu, um hundrað krónum lægra en í fyrra. Í fyrra var eingöngu komið með óskorna grá- sleppu að landi. Jón Vilhjálmur segir að góður afli hjálpi til svo veiðarnar beri sig, en segir ekki gott hversu mjög verðið fyrir hrognin hafi lækkað frá síðasta ári. Þeir róa frá Hólmavík og eru með netin út af Ófeigsfirði og við Selsker, sem í bókum er einnig kall- að Sælusker. Tíðarfar hefur yfirleitt verið gott í vor og í góðu veðri á 16 mílna hraða eru þeir hálfan þriðja tíma á miðin. Þeir róa á Hilmi ST, 12 metra plastbát af gerðinni Kleó- petra 38, sem smíðaður var hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000. Spurður um ástæður góðs afla segir Jón Vihjálmur að ástand hrognkelsastofnsins sé greinilega gott. Menn velti fyrir sér hvort minni og sum árin engar loðnuveið- ar eigi þátt í vexti stofnsins. Meðan ekki sé veitt í flottroll eigi seiði grá- sleppunnar hugsanlega meiri mögu- leika, en meiri rannsóknir vanti. Vertíð hlaðin óvissu Heimilt var að leggja net 23. mars og þann dag sagði á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda að vertíðin væri hlaðin óvissu, sem sannarlega hefur komið á daginn. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er miðað við að veiði fari ekki umfram 9.040 tonn. „Miðað við metveiði í fyrra kom mælingin ekki á óvart þó fæstir hafi búist við 74% sveiflu milli ára. Með- altal ráðgjafar stofnunarinnar á átta ára tímabili [2013-2020] er 5.386 tonn. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að markaðurinn hiksti við slíkum tíðindum og ekki hefur Covid-19 haft áhrif til góðs,“ sagði á heimasíðu LS 15. apríl. Góð vertíð, en talsverð verðlækkun - Skipstjóri á Hólmavík man ekki eftir öðrum eins grásleppuafla - Ekki sjálfgefið að losna við aflann Ljósmynd/Júlíana Ágústsdóttir Komið úr róðri Feðgarnir á Hilmi í höfn á Hólmavík, frá vinstri Sigurður, Jón Vilhjálmur og Ágúst, sem heldur á Gunnari. Vilhjálmur Snær fyrir framan. Gjöful grásleppuvertíð 12.585 kg 20. apríl Hafði sl. mánudag farið í sjö róðra, einnig með hæsta meðaltal í róðri 7.238 kg *Tölur fyrir 2021 miða við 26. apríl **Sama dag árið 2020 Gott veður Tími milli vitjana: 2,05 dagar 2,25 dagar 2020 Sigurey STmeð 85.216 kg Árið 2020: Norðurljós NS með 64.567 kg Fimm bátar með yfir 60 tonn, þrír á sama tíma í fyrra 2021 2020 Fjöldi á veiðum 133 bátar 152 bátar Afli samtals 3.709 tonn 3.287 tonn* Meðaltal á bát 27,9 tonn 21,6 tonn Meðaltal í róðri 2.853 kg 1.895 kg Meðmestan afla í róðri Aflahæstur Hilmir ST Heimild: LS Allmörg fyrirtæki víða um land taka við grásleppu og grá- sleppuhrognum á vertíðinni. Meðal þeirra er Vignir G. Jónsson ehf. á Akranesi, dótturfyrirtæki Brims, sem hefur unnið kavíar úr grá- sleppuhrognum í áratugi. Jón Helgason framkvæmdastjóri segir að staðan sé þannig núna að veiði sé mjög góð og fyrirtækið hafi ekki haft tök á að bæta við bátum í við- skipti. Fyrirtækið greiðir 130 krón- ur fyrir kílóið af heilli grásleppu. „Við einbeitum okkur að því að taka sem lengst við grásleppu frá okkar viðskiptavinum, sem sumir hafa verið lengi hjá okkur. Eins og staðan er núna getum við samt engu lofað um hversu lengi við getum tekið á móti,“ segir Jón. Fyrirtækið sker grásleppuna og saltar hrognin á Vopnafirði og á Akranesi og er sterkt á nær- svæðum þessara staða, en er einn- ig með báta í viðskiptum annars staðar að. Nú er unnið að því að salta hrognin og útbúa hráefni fyr- ir kavíarframleiðslu síðar á árinu. Eins og fram kemur hér á síð- unni eru einhverjir kaupendur farnir að kippa að sér höndum. Farið er að saxast á fjölda veiði- daga hjá mörgum og í byrjun vik- unnar höfðu 14 bátar lokið vertíð. Bæta ekki við bátum í viðskipti VIGNIR G. JÓNSSON Á AKRANESI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.