Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga www.spennandi-fashion.is LURDES BERGADA HÖNNUN FRÁ BARCELONA Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Mannfall af völdum kórónuveirufaraldursins á Ind- landi rauf í gær 200.000 manna múrinn. Vægðarlaus veirubylgja eirði engu og nýsmitaðir streymdu til sjúkrahúsa eða sendu fjölskyldur sínar úrkula vonar á götur út í leit að súrefni sem mikill hörgull var sagð- ur á. Sýkingar af völdum veirunnar eru fleiri á Indlandi síðustu sjö dagana en í nokkru öðru ríki heims. Önn- ur smitbylgjan herjar á landið og þótt því sé haldið fram að dauðsföllin í henni séu rétt rúmlega 200 þús- und orðin telja sérfræðingar að manntjónið sé í raun meira. Tíðni nýsmits og dauðsfalla hefur rokið upp í þessu 1,3 milljarða ríki ólíkt Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum sem byrjuð eru að fóta sig fyrstu skrefin aftur til eðlilegs lífs. Veiran hefur lagt 3,1 milljón manna að velli í ver- öldinni víðri og í þeim efnum er hlutfall indverskra þegna hátt. Á sólarhring þar til í gær greindust 360.000 nýsmit og rúmlega 3.000 manns létust af völdum kórónuveirunnar. Eins og ljós í myrkrinu barst sú fullyrðing Ugurs Sahins, annars stofnenda BioNTech, samstarfsaðila lyfjaframleiðandans Pfiz- er, að hann væri vongóður um að bóluefni fyrirtækis- ins virkaði gegn öllum afbrigðum veirunnar sem væru á sveimi og þjökuðu Indverja. Það er til marks um ástandið í höfuðborginni Nýju-Delí að þar hefur stórum bílastæðum verið breytt í bálstofur til að bregðast við vaxandi andlát- um. Fyrr en varði leiddi starfsemin til skorts á eldivið fyrir líkbálin. Þungamiðja kórónuveirufaraldursins hefur verið í ríkinu Maharashtra í vesturhluta Ind- lands. Þar er ríkidæmi mest í landinu og þar er að finna borgina Mumbai (áður Bombey) sem er mið- stöð fjármála í Indlandi. Í gær sýktust þar 66.000 manns á einum sólarhring sem er meiri fjöldi en í nokkru öðru ríki. Í Maharashtra er að finna rúman fjórðung allra hinna 17,9 milljóna sýkinga og tæp- lega þriðjung 201.000 látinna til þessa. Örvinglaðir ættingjar hinna veiku hafa safnast saman í stórum hópum við spítalana og apótekin í leit að lyfjum og annarri læknismeðferð, oftast með litlum árangri. Þrítug kona, Priyanka Mandal, 30, kvaðst hafa leitað að súrefni fyrir veika móður sína í viku en ekkert haft upp úr krafsinu. „Lyf standa heldur ekki til boða … ég hef heimsótt fimm eða sex stórar lyfjabúðir. Og mér er sama hvað ég þarf að bíða hér lengi, ég á engan annan að en móður mína.“ Heillavænlegt fullt tungl Þrátt fyrir vaxandi veirusmit blótuðu um 25.000 manns goðin í fyrradag, á lokadegi Kumbh Mela- helgihátíðarinnar í borginni Haridwar í norður- hluta landsins. Heillavænlegt tungl dró mannskap- inn að bökkum Ganges til síðasta hátíðarbaðsins. Til hátíðarinnar hafa streymt milljónir manna, fæstir með andlitsgrímu. Hefur stjórn Narendra Modi forsætisráðherra sætt mikilli gagnrýni fyrir að leyfa það. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð. Hafa þau meðal annars sent þangað súrefni og aðrar hjálp- arvörur. Í þessu hnattræna átaki sendi Singapúr í gær tvær flutningaflugvélar fullar af súrefnis- birgðum og Þjóðverjar sögðust ætla að senda 120 loftræstitæki og hefja eigin framleiðslu súrefnis. Rússar boðuðu einnig neyðarhjálp, þar á meðal súrefni, lofthreinsitæki, lyf svo og milljónir skammta af bóluefninu spútník. Ennfremur sögð- ust Svisslendingar myndu styrkja indversku spít- alana með sem svarar milljón dollurum. Loks virð- ist sem Indverjar muni fá milljónir skammta bóluefnis AstraZeneca sem Joe Biden Bandaríkja- forseti sagðist myndu flytja úr landi til þjóða í brýnni þörf. Útlit þykir fyrir að vandi Indverja eigi eftir að aukast enn. Fólk hefur látist bíðandi eftir rúmi á sjúkrahúsum sem eru að hrynja undan álagi vegna súrefnisskortsins. Í byrjun maí fer af stað mikið bólusetningarverkefni í Indlandi og gátu 18 ára og eldri byrjað að skrá sig í gær. Vegna álags áttu flestir erfitt með að skrá sig. Aðeins 1,8% Indverja hafa fengið bólusetningu það sem af er fyrir kór- ónuveirunni. Frá því kórónuveirufaraldurinn spratt af stað í ársbyrjun 2020 höfðu að minnsta kosti 3.137.725 dáið af hennar völdum klukkan 10 í gærmorgun að íslenskum tíma, samkvæmt samantekt AFP- fréttastofunnar. Að minnsta kosti 148.657.380 höfðu sýkst. Langmestur meirihluti hefur jafnað sig af veikinni en sumir glímt við ýmis einkenni vik- um og mánuðum saman. Í fyrradag, þriðjudag, lét- ust 14.536 manns um heimsbyggðina alla og 844.389 nýsmit greindust. Flestir hinna nýlátnu voru Indverjar með 3.239 einstaklinga, Brasilía með 3.086 og Bandaríkin með 724. Þar í landi er heildardauðinn af völdum kórónuveirunnar kom- inn í 573.381 manns og smitin orðin 32.176.051. Á eftir Bandaríkjunum hefur Brasilía verið verst sett með 395.022 dauðsföll og 14.441.563 smit. Í þriðja sæti er Mexíkó með 215.547 andlát og 2.333.126 smit, Indland er í fjórða sæti með 201.187 dauðsföll og 17.997.267 smit og í fimmta sæti er Bretland með 127.451 dauðsföll og 4.409.631 tilfelli veirusmits. Sé miðað við íbúafjölda kemur í ljós að dánar- tíðnin er mest í Ungverjalandi eða 279 dauðsföll á hvert hundrað íbúa. Í öðru sæti er Tékkland með 272 dauðsföll, Bosnía-Hersegovína með 257, Svart- fjallaland með 235 og Búlgaría 232. Þegar á heildina fyrir einstök svæði heims er lit- ið eru andlátin af völdum kórónuveirufaraldursins orðin 1.059.028 í Evrópu og smitin 49.895.378. Í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi hafa 904.431 manns dáið og 28.377.041 sýkst. Samanlagt hafa 597.446 látist og 33.368.241 sýkst í Bandaríkj- unum og Kanada. AFP Örvænting Ættingjar kórónuveirusjúklinga bíða við bráðadeild JLNM-sjúkrahússins í Nýju-Delí. Vægðarlaus veirubylgja - Indverjar þurfa súrefni og lyf - Þjóðir heims hafa blandað sér í vanda Indlands og boðið fram aðstoð - Hvergi fleiri sýkingar af völdum kórónuveirunnar Sjö fyrrverandi liðsmenn ítölsku hryðjuverkasamtakanna Rauðu her- deildanna voru handteknir í Frakk- landi í gær. Bíða þeir þess að verða framseldir til Ítalíu. Francois Mitterrand, fyrrverandi forseti og leiðtogi Sósíalistaflokksins, hafði veitt þeim skjól en handtakan er sögð vera tilraun af hálfu núverandi forseta, Emmanuels Macrons, til að mýkja ítölsk yfirvöld. Frakkland var lengi griðastaður liðsmanna Rauðu herdeildanna sem stóðu fyrir hryðjuverkum á áttunda og níunda áratug nýliðinnar aldar. Árið 1985 var svonefnd „Mitterrand- kennisetning“ samþykkt við litlar vin- sældir Ítala. Samkvæmt henni hlutu hryðjuverkamennirnir landvist gegn því að þeir afneituðu ofbeldisverkum og væru ekki eftirlýstir fyrir morð eða aðra „blóðglæpi“ í heimalandi sínu. Í tilkynningu frá forsetahöllinni sagði að Macron hefði veitt samþykki sitt fyrir handtökunni. Hafi mennirn- ir verið eftirlýstir fyrir „alvarlegustu glæpi“. „Frakkland, sem einnig hefur orðið fyrir barðinu á hryðjuverka- mönnum, skilur hina fortakslausu nauðsyn þess að draga illvirkjana fyr- ir rétt í þágu fórnarlamba þeirra,“ sagði þar. „Þetta framsal er liður í þeirri afar brýnu vegferð að byggja upp Evrópu laga og réttar með gagn- kvæmt traust sem hyrningarstein.“ Öfgahópar vinstrimanna eins og Rauðu herdeildirnar sáðu ringulreið á Ítalíu á tímabili sem nefnt hefur verið „árabil blýsins“ vegna allra þeirra skotvopna sem beitt var í hryðjuverk- unum. Herdeildirnar voru illræmdust þessara samtaka og bera ábyrgð á mannránum og morðum. Meðal fórn- arlamba þeirra 1978 var Aldo Moro forsætisráðherra en fjórir lífverðir hans voru drepnir og einn særður. Frakkar góma sjö hryðjuverkamenn - Mitterrand hafði veitt þeim skjól AFP Hryðjuverk Herdeildin drap fjóra lífverði forsætisráðherra Ítalíu. Nánast allir jöklar heims rýrna á vaxandi hraða sem skilað hefur rúmlega fimmtungi hækkunar sjáv- arborðs það sem af er öldinni. Alþjóðleg sveit vísindamanna hefur kannað alla jökla veraldar, um 220.000 talsins, til að finna út raunverulegan hraða bráðnunar þeirra. Undanskildu þeir íshellu Grænlands og Suðurskautslands- ins. Með greiningu gervitungla- mynda kom í ljós að á árunum 2000- 2019 töpuðu jöklarnir um 267 millj- örðum tonna af ís ár hvert. Í ljós kom að á bráðnuninni hægði á austurströnd Grænlands, á Íslandi og Skandinavíu. Skýrist það af komu og lægri lofthita . AFP Lítið er eftir af mörgum jöklinum. Bráðnun vex og höfin hækka Boris Johnson forsætisráðherra Breta þvertekur fyrir að hafa brotið reglur er hann lét fríska upp á embættis- íbúð sína í Down- ingstræti í Lond- on. Yfirkjörstjórn Bretlandseyja hefur tekið málið til formlegrar skoðunar, en Johnson kveðst sjálfur hafa greitt fyrir breytingarnar. Kjörstjórnin sagði í gær að nægar ástæður væru til að ætla að brot kynnu að hafa átt sér stað sem kallaði á rannsókn. „Ég hef að öllu leyti fullnægt siðareglum og reglum um ráð- herraábyrgð,“ sagði Johnson í þinginu í gær. Hann hefur sætt harðri gagnrýni og kröfum um að hann skýri þinginu frá hver borg- aði lagfæringarnar. agas@mbl.is BRETLAND Boris Johnson Boris neitar allri sekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.