Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 39

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Bólusetning Þéttskipað var í Laugardalshöll í gær þegar stór hópur fólks var boðaður í bólusetningu, m.a. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hefur skipulagið þótt til mikillar fyrirmyndar. Árni Sæberg Við getum ekki leng- ur látið nægja að tala um loftslagsbreytingar, nú er kominn tími að- gerða. Það er fullkomin firring að loftslagsvand- inn verði leystur á ráð- stefnum eða með skrif- ræði stjórnvalda. Við þurfum aðgerðir og við þurfum að nýta þá hvata sem við þekkjum og duga. Arðbærar lausnir í loftslagsmálum mega ekki lengur vera bannorð. Grænt hagkerfi byggt á íslenskum lausnum og hugviti sem skapar verðmæt störf og eykur samkeppnishæfni er það sem við eig- um að stefna að. Í sérhverri ógn leyn- ast líka tækifæri og það er gömul saga og ný að knýjandi aðstæður leysa oft- ar en ekki úr læðingi framfarir og hugvit sem allir geta haft ávinning af. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp það sem við höfum nú þegar gert til þess að sporna við loftslags- breytingum. Við getum verið stolt af því að vera samfélag sem notar endurnýjanlega orku- gjafa, vatnsafl og jarð- hita, til raforku- framleiðslu og húshitunar. Þetta er meira en flestir geta sagt. Þessa staðreynd förum við jafnan með í samtölum við aðrar þjóðir jafnt í tvíhliða- og á alþjóðavettvangi. Við höfum góða sögu að segja og margt fram að bjóða sem heimurinn þarfnast í þessari bar- áttu. Jarðvarminn uppspretta framfara Við Íslendingar erum í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að þekkingu og færni í jarðhitamálum, má í því sambandi nefna að íslensk fyrirtæki eiga sinn þátt í uppbyggingu jarð- varmaveitu í Kína, þeirri stærstu í heimi. Og við miðlum því áfram sem við erum góð í. Sérþekking Íslands á þessu sviði er orðið eitt helsta framlag okkar til þróunarsamvinnu, með rekstri Jarðhitaskólans og með stuðn- ingi við ríki í austanverðri Afríku í samstarfi við alþjóðastofnanir og sjóði. Reynsla íslenskra fyrirtækja er einnig dýrmæt og hefur því verið lögð áhersla á að gefa þeim möguleika á að taka þátt í verkefnum í þróunarríkj- unum í gegnum svokallaða ráð- gjafalista og heimsmarkmiðasjóð utanríkisráðuneytisins. Innan fjölþjóðastofnana höfum við lagt áherslu á mikilvægi fjárfestinga í endurnýjanlegum orkugjöfum og einnig heitið því sjálf að auka okkar þátttöku og stuðning við loftslags- tengd þróunarverkefni. Aðgangur þróunarríkja að sjálfbærri orku er grundvöllur að efnahagsframförum á forsendum sjálfbærrar þróunar. Ís- land hefur tekið að sér hlutverk heimserindreka í tengslum við ráð- herrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra orku þar sem við munum leggja áherslu á hlutverk hennar til að ná heimsmarkmiðunum. Gas í grjót Jarðhiti er ekki eina græna lausnin sem hefur verið þróuð á Íslandi, við höfum einnig þróað aðrar lausnir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem eiga erindi jafnt hér á landi sem um allan heim. Carbfix-aðferðin, þar sem koltvísýringi er umbreytt í stein djúpt í jarðlögum með náttúrulegum ferlum, er ein slík lausn. Þessi aðferð er mikilvæg á alþjóðavísu, því ef stöðva á hlýnun loftslags þá þarf að binda koltvísýring í stórum stíl frá iðn- aði sem ekki getur á nægilega skömm- um tíma farið í orkuskipti eða nýtt sér nýja tækni. Utanríkisráðuneytið hefur lagt á það áherslu að aðstoða fyrirtæki á borð við Carbfix við að koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum. Mörg ríki stefna að því að nota vetni sem orkubera í þeirra orkuskiptum. Fylgst er náið með þessari þróun og við höfum verið í tvíhliða samskiptum við mörg þeirra sem sóst hafa eftir samstarfi á þessu sviði. Það er mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að þessi þróun er að eiga sér stað í dag, þetta er ekki einhver framtíðarmúsík. Ísland hefur mikla möguleika á að taka þátt í þeirri umbreytingu sem er hafin í stærstu hagkerfum heims. Að byggja betri framtíð á grænum og arðbærum lausnum er forsenda þess að við náum eigin markmiðum í lofts- lagsmálum og eflum um leið útflutn- ing byggðan á íslenskri sérþekkingu. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Við höfum góða sögu að segja og margt fram að bjóða sem heim- urinn þarfnast í þessari baráttu. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Loftslagsógnir og arðbærar lausnir Það er ólíklegt að framleiðsla malbiks sé ofarlega á lista yfir þau verkefni sem borgar- búar telja nauðsynlegt að Reykjavíkurborg sinni. Staðreyndin er samt sem áður sú að borgin rekur eigin mal- bikunarstöð og hefur gert í meira en 80 ár. Lengi vel þótti eðlilegt að hið opinbera væri yfir og allt um kring, en á síðustu áratugum hefur ýmislegt breyst. Meðal annars það að einkareknum malbiksstöðvum hefur fjölgað sem geta auðveldlega full- nægt malbiksþörf borgarinnar og miklu meira en það. Nú liggur fyrir að lóð borgarfyrir- tækisins Malbikunarstöðvarinnar Höfða verður lögð undir íbúðabyggð, líkt og lóðir annarra fyrirtækja á Ár- túnshöfða, og þarf stöðin því að víkja fyrir árslok 2022. Gera mætti ráð fyr- ir að þetta væri kjörið tækifæri fyrir borgina til að láta af umsvifum sínum á malbiksmarkaði, en í stað þess hef- ur hún úthlutað nýrri lóð undir starf- semina á Esjumelum og hyggur á samtals 1,7 milljarða króna lántöku í ár og næsta ár til að fjármagna flutn- inginn. Ekkert hefur komið fram um að borgin áformi að selja frá sér reksturinn. Samkeppniseftirlitið Reykjavíkurborg Malbikunarstöðin Höfði hf., sem er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. (sem er svo aftur í eigu Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna, sem sömuleiðis eru aðallega í eigu borgar- innar), rekur grjótmulningsstöð og tvær malbikunarstöðvar, leggur út malbik og annast hálkueyðingu og snjómokstur. Engin þessara verk- efna eru þess eðlis að borgin geti ekki boðið þau út og keypt þjónustu af einkaaðilum og til að gæta allrar sanngirni er það einmitt það sem hún gerir. Hún á það bara til að kaupa þjónustuna af sjálfri sér. Það hefur eðlilega vakið tortryggni enda selur fyrirtækið verktökum efni til að leggja og býður svo sjálft í sömu verk og þeir með góðum árangri. Um þann góða árangur var einmitt skrifað í úttekt Viðskiptaráðs um Malbiksborgina Reykjavík árið 2017. Þar kom fram að Höfði var valinn í 73% af útboðum Reykjavíkurborgar um malbiksyfirlagningu á árunum 2008-2016. Athugun á útboðum árin 2017-2020 leiðir svo í ljós að hlutdeild Höfða hefur aukist enn frekar, í 91% – í eitt skipti af ellefu vann annað fyrirtæki þess háttar útboð á vegum borgarinnar. Þáverandi stjórnarformaður Höfða svaraði athugasemdum Við- skiptaráðs á sínum tíma. Í svarinu kom meðal annars fram að tilvist fyrirtækisins tryggði samkeppni, þar sem aðeins eitt annað fyrirtæki framleiddi malbik á suðvesturhorni landsins. Fyrirtækin eru nú orðin þrjú, fyrir utan Malbikunarstöðina Höfða. Auk þess má nefna að á Ís- landi starfar stofnun sem er ætlað að stuðla að virkri samkeppni, hvort sem er á malbiksmarkaði eða öðrum: Samkeppniseftirlitið. Reykjavíkur- borg hefur því engum skyldum að gegna í þessu sambandi og hefur alltaf haft þann valkost að selja Höfða. Líka þegar minni samkeppni var í greininni, og þá til nýrra aðila þannig að áhrif á samkeppni væru engin. Nægt framboð af malbiki Þrír einkaaðilar eru nú með starfs- leyfi fyrir fullbúnar malbikunar- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Colas í Hafnarfirði, Malbikstöðin á Esjumelum og Munck, sem er með fullbúna stöð í Hafnarfirði sem er ekki í rekstri vegna verkefnaskorts. Við þessar aðstæður ætlar borgin sér að færa tækjabúnað sinn upp á Esj- umela fyrir 1,7 milljarða króna lánsfé, að hlið glænýrrar malbiksstöðvar einkaaðila sem kostaði 2,5 milljarða króna að koma upp. Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands skora á Reykjavíkurborg að nýta tækifærið og losa sig út úr rekstri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Önnur fyrirtæki á þessum markaði hafa þekkingu og getu til að sinna þessari mikilvægu þjónustu. Því er engin ástæða til að stærsta sveitarfélag landsins sitji beggja vegna borðsins og sé í beinni og virkri samkeppni við einkaaðila um að framleiða og leggja malbik. Eftir Sigurð Hann- esson og Svanhildi Hólm Valsdóttur » Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Ís- lands skora á Reykja- víkurborg að nýta tæki- færið og losa sig út úr rekstri Malbikunar- stöðvarinnar Höfða. Sigurður Hannesson Sigurður er framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins. Svanhildur er fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Það þarf ekki borg til að reka malbiksstöð Svanhildur Hólm Valsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.