Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 40
Umbætur í orku- og umhverfis-
málum efla samkeppnishæfni
Orku- og umhverfis-
mál hafa áhrif á sam-
keppnishæfni Íslands.
Leiðin að minni losun
gróðurhúsalofttegunda
er eitt af mikilvægustu
verkefnum samtímans.
Mikill árangur í þeirri
baráttu hefur náðst hér
á landi á síðustu ára-
tugum, m.a. með nýt-
ingu endurnýjanlegra
orkugjafa. Þá hefur at-
vinnulífið leitað leiða á eigin for-
sendum til að breyta framleiðsluferl-
um eða öðrum þáttum til að lágmarka
áhrif á umhverfið. Þessi aukna
áhersla hefur leitt og mun áfram leiða
til þróunar í grænni tækni, umhverf-
isvænni framleiðsluferlum og orku-
skiptum í samgöngum svo dæmi séu
tekin.
Metnaðarfull markmið á sviði um-
hverfis- og loftslagsmála verða áskor-
un fyrir samfélagið en að sama skapi
verða til tækifæri til þess að þróa
nýja tækni og aðferðir til að gera
hluti öðruvísi og betur. Ýta þarf undir
slíka framþróun með jákvæðum hvöt-
um í stað þess að einblína alfarið á
boð og bönn.
Á vettvangi raforkumála fagna
Samtök iðnaðarins því að stjórnvöld
hafi tekið tillit til ábendinga samtak-
anna um úrbætur á því
sviði en betur má ef
duga skal til að stuðla
að aukinni samkeppn-
ishæfni allra eininga í
virðiskeðju raforku-
mála.
Samtök iðnaðarins
hafa lagt til umbætur í
orku- og umhverfis-
málum til að ná enn
frekari árangri á þessu
sviði. Í fyrsta lagi er
nauðsynlegt að breyta
tilgangi og markmiðum
Loftslagssjóðs þannig
að sjóðurinn fjármagni umbreytingu í
atvinnulífi sem dregur úr losun.
Tekjur vegna sölu á losunarheim-
ildum renni þannig óskiptar í sjóðinn.
Í öðru lagi er mikilvægt að skapa
fjárhagslega hvata til að stuðla að
umhverfisvænum breytingum. Horfa
ætti til fordæma erlendis, s.s. starf-
semi hins norska ENOVA-sjóðs sem
styrkir verkefni sem draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda, þróa orku-
og umhverfistækni og efla raforku-
öryggi. Í þriðja lagi verður að draga
úr flækjustigi í stjórnsýslu vegna
uppbyggingar í raforkukerfinu, s.s.
hvað varðar leyfisveitingar og um-
hverfismat. Einfalda þarf málsmeð-
ferð með rafrænum lausnum fyrir
leyfisveitingar framkvæmda, skipu-
lagsferli, mat á umhverfisáhrifum og
aðra stjórnsýsluferla. Þá þarf að sam-
ræma ferli, forðast endurtekningar á
ferlum og einfalda kæruheimildir.
Síðast en ekki síst þarf að vinna að
því að gera fyrirtækjum kleift að
framleiða raforku úr auðlinda-
straumum í starfsemi sinni og selja
inn á almennan markað. Ryðja þarf
úr vegi lagalegum hindrunum sem og
samningsbundnum takmörkunum til
að koma slíku kerfi á og afhendingu
inn á almennan raforkumarkað.
Tækifærin eru til staðar og því þarf
að koma breytingum á sem allra fyrst
til að tryggja enn frekar framboð á
raforku og efla raforkuöryggi.
Árangur í orku- og umhverfis-
málum styður við nýsköpun og frek-
ari verðmætasköpun. Með þessum
umbótum eflum við samkeppnishæfni
Íslands og verðum betur í stakk búin
til að endurreisa hagkerfið.
Eftir Lárus M.K.
Ólafsson
Lárus M.K.
Ólafsson
»Metnaðarfull mark-
mið á sviði um-
hverfis- og loftslags-
mála verða áskorun
fyrir samfélagið en að
sama skapi verða til
tækifæri.
Höfundur er viðskiptastjóri á
iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka
iðnaðarins.
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Uppáhalds L’Occitane
vörurnar okkar
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
L’Occitane stelpurnar mæla með sínum uppáhalds vörum.
Kynntu þér vörurnar í versluninni okkar í Kringlunni eða á loccitane.is
Konur eru nú tæp
40% þingmanna og
45% ráðherra. Þær eru
nú í æ ríkara mæli í
fyrstu sætum í forvali
og prófkjöri flokkanna,
sem bendir til þess að
konur verði mögulega í
meirihluta þingmanna
á næsta þingi. Það ber
vissulega að fagna
slíkri þróun ef satt
reynist að konur hafi
meira hyggjuvit en karlar samanber
hinar oft tilnefndu „hagsýnu hús-
mæður“.
Þótt flestir telji að Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra hafi
komist vel frá sínu starfi þá er stað-
reynd að sumar aðrar konur í rík-
isstjórn hennar hafa lent undir
smásjá fjölmiðla vegna aðgerða
sinna í málum sem aðallega tengjast
dóms-, mennta- og heilbrigðis-
málum.
Greinarhöfundur starfaði í ára-
tugi innan heilbrigðisþjónustunnar
og hefur fylgst með afar umdeildri
framgöngu Svandísar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra á síðasta kjör-
tímabili. Má þar nefna
aðför að starfsemi
sjálfstætt starfandi
lækna, deilur um fjár-
mögnun hjúkrunar-
heimila, vistun biðlista
sjúklinga í liðskipta-
aðgerðir á erlendri
grundu, sóttvarnar-
reglugerð sem ekki
stóðst lög og fram-
göngu hennar í mál-
efnum krabbameins-
leitar kvenna sem
leiddi til dreifðrar
stjórnunar leitar sam-
hliða útvistun grunnrannsókna leg-
hálskrabbameinsleitar til erlendrar
rannsóknarstofu. Ráðherra segist
hér fara að ráðum „bestu sérfræð-
inga“ en hlustar ekki eftir ráðlegg-
ingum annarra sérfróðra kunn-
áttuaðila og hunsar ábendingar
fjölmenns hóps kvenna sem stofnað
hafa til fésbókarhópsins „Aðför að
heilsu kvenna“.
Reynsla síðasta kjörtímabils
bendir þannig til að í komandi þing-
kosningum skipti kyn einstakra
frambjóðenda ekki öllu máli heldur
ættu kjósendur frekar að byggja
mat sitt á trúverðugleika einstakra
frambjóðenda og málefnalegri
stefnu stjórnmálaflokkanna.
Eftir Kristján
Sigurðsson
» Framganga Svandís-
ar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra hef-
ur verið afar umdeild á
síðasta kjörtímabili.
Kristján
Sigurðsson
Höfundur er prófessor emeritus,
fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri á
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og
Kvennadeild Landspítala.
kiddos@simnet.is
Prófkjörsþankar –
skiptir kyn
þingmanna máli?
Það hefur verið haft fyrir orðtak, að
fyrsta kynslóð byggi upp, önnur
haldi gangandi en sú þriðja setji á
hausinn. Ekki er þetta algilt en samt
freistandi að bera saman við þró-
unina í landinu frá aldamótum 1900
til dagsins í dag. Örsnauð en stór-
huga lagði þjóðin upp, skóp sér sjálf-
stæði með heppni aðstæðna og of-
urtrú og náði langt.
Svo skiptust á skin og skúrir,
kreppur, hernám og stríðsgróði. Að-
stoð þegar allt var komið í þrot, en
síðan tæknivæðing og uppbygging
til lífsgæða.
Allir voru með og leti þótti til
skammar. Þá fóru fáir á fjöll og að
skokka vissi ekki á gott, þar hlyti
eitthvað að hanga skakkt.
En nú eru að taka við þeir sem
ekki meta puðið. Þeim þykir sjálf-
sagt að hafa allt og því ekki eftir efn-
islegu að slægjast.
Þráin verður þá eftir því sem þyk-
ir vanta: frjálsum tíma á fjöllum eða
í ræktinni. Áhugamál sem hægt
verði að telja upp í afmælisviðtölum
framtíðar.
Svona er þetta í dag. Við erum rík
þjóð og getum boðið öðrum að vinna
störfin. Er eitthvað að því?
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma
569-1100 frá kl. 10-12.
Fjórða kynslóðin
Morgunblaðið/RAX
Frí Gengið á fjöll í frítímanum.