Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 44

Morgunblaðið - 29.04.2021, Page 44
Dj Dóra Júlía dorajulia@k100.is Með hækkandi sól og mikilli von byrjar menning borgarinnar að iða af lífi og veitir mörgum gleði. Það er svo skemmtilegt að gera sér daga- mun, finna fyrir innblæstri og sköp- unargleði fólksins og hafa augun opin fyrir listviðburðum í kring. Ljósmyndarinn og listakonan Anna Maggý er að setja upp einka- sýninguna The Perfect Body næst- komandi laugardag 1. maí í listgall- eríinu Þulu. Anna Maggý hefur vakið mikla athygli fyrir sköpunarkraft sinn, hún stundaði nám í Ljósmynda- skólanum og hefur síðan þá starfað sjálfstætt sem ljósmyndari og leik- stjóri. Ljósmyndir hennar hafa prýtt síð- ur tímarita um allan heim og birti Vogue Italia meðal annars myndir eftir hana þar sem stóð að hún væri talin einn besti íslenski ljósmyndari sinnar kynslóðar. Sýningin The Perfect Body er sería af listrænum ljósmyndum þar sem Anna Maggý brýtur upp full- komleikann og skapar einstakar ab- strakt myndir af líkamanum undir vatni. Myndirnar sýna fram á hvað ófullkomleikinn er fallegur. Hún segir þó að hún hafi ekki áhuga á fegurð heldur snúist þetta um kraft myndanna og vill hún færa mörkin á milli samfélagslega sam- þykktrar fegurðar og þess sem er ekki talið fallegt. Til þess notast hún við kraft formleysisins. Í lýsingu viðburðar stendur meðal annars: „Í gegnum tíðina hefur mannveran og samfélagið reynt að skapa hina fullkomnu manneskju. Við erum föst í líkamanum, forminu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okkur er ætlað að sjá brenglun, ófullkomleika, eitthvað sem hægt er að bæta eða breyta, skipta út, hliðra, ummynda. Hinn skapaði fullkomleiki er þó jafn síbreytilegur og tunglstaðan frá degi til dags. Mörkin eru óljós og skolast sífellt til.“ Sterkur punktur sem vert er að minna sig á og mikilvægt að fagna margbreytileikanum sem felst í því að hvert og eitt okkar býr yfir ein- stökum líkama. Með verkum sínum vill Anna Maggý deila einstöku sjónarhorni og kalla fram áhugavert og forvitnilegt andrúmsloft. Fá fólk til þess að staldra við í huganum. Hún vill enn fremur bjóða hverjum og einum áhorfanda upp á rými til að geta túlkað ljósmyndir hennar á eigin hátt. Virkilega áhugavert og skemmti- legt verkefni og ég mæli með því að gera sér ferð í listgalleríið Þulu, Hverfisgötu 34 (á Hjartatorgi og gengið inn frá Laugavegi). Sýningin stendur til 23. maí. Skoðar kraftinn sem felst í formleysinu Ljósmynd/Anna Maggý Listrænar Myndir Önnu Maggý eru margbreytilegar. Ljósmynd/Anna Maggý Einstakar Myndirnar eru abstrakt og fallegar. Ljósmyndarinn og lista- konan Anna Maggý setur upp einkasýninguna The Perfect Body í listagall- eríinu Þulu hinn 1. maí næstkomandi. Sýningin er sería af listrænum ljósmyndum þar sem Anna Maggý brýtur upp fullkomleikann og skapar einstakar myndir af lík- amanum undir vatni. Ljósmynd/Anna Maggý Allskonar Myndirnar sýna margbreytilega líkama. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Er ekki kjörið að grilla? Frábært úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Klassísk gæða hönnun á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.