Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
✝
Kristófer Már
Kristinsson
fæddist í Reykjavík
3. ágúst 1948. Hann
lést á Landspít-
alanum 19. apríl
2021.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Kristinn Magn-
ússon, stýrimaður
og verkstjóri, f. 2.
nóvember 1895, d.
1956, og Ágústa Sigríður Krist-
ófersdóttir, húsfreyja og starfs-
maður heimilishjálparinnar í
Reykjavík, f. 17. nóvember
1908, d. 1998.
Systkin hans eru Margrét, f.
1930, d. 2012; Eva, f. 1931, d.
2006; Svala, f. 1934; Ásgeir, f.
1939, d. 2017; Óli, f. 1941, d.
1997; og Kristinn Magnús, f.
1946.
Fyrri kona hans var Margrét
Skagfjörð Gunnarsdóttir, f.
20.9. 1950, d. 2013. Börn þeirra
eru: 1) Daði Már, kvæntur Ástu
Hlín Ólafsdóttur, börn þeirra
eru Sólveig, Margrét Björk, Atl-
frá MH og nam kennslu- og upp-
eldisfræði við Kennaraháskóla
Íslands. Hann lauk leiðsögu-
prófi frá Ferðamálaskóla Ís-
lands, BA-prófi í íslensku og
MSc-prófi í umhverfis- og auð-
lindafræði frá Háskóla Íslands.
Hann var kennari við Héraðs-
skólann í Reykholti á árunum
1973 til 1984, síðar fram-
kvæmdastjóri Bandalags jafn-
aðarmanna. Hann var í eitt ár
fréttaritari RÚV í Brussel,
fréttaritari og blaðamaður
Morgunblaðsins þar í borg á ár-
unum 1987 til 1993 og for-
stöðumaður Evrópuskrifstofu
atvinnulífsins 1993 til 2004.
Hann starfaði síðar sem leið-
sögumaður og kennari við
Ferðamálaskóla Íslands. Krist-
ófer var varaþingmaður Banda-
lags jafnaðarmanna og tók oft
sæti á Alþingi á árunum 1983 til
1986. Hann starfaði mikið í
skátunum á yngri árum og tók
virkan þátt í starfi ungmenna-
félaganna í Borgarfirði þegar
hann bjó þar.
Kristófer verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag, 29. apr-
íl 2021. Boðið hefur verið til út-
fararinnar, sem verður streymt:
https://youtu.be/VDJ7QzNnrfI
Streymishlekk má líka nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
as og Gunnhildur.
2) Ágústa, gift Óla
Jóni Jónssyni, börn
þeirra eru Ásdís,
Tómas og Jón
Kristófer. 3) Gísli
Kort, kvæntur Auð-
björgu Björns-
dóttur, börn þeirra
eru Björn Kort,
Ágústa Kort og
Helgi Kort. 4)
Gunnar Tómas,
kvæntur Katharinu Schumac-
her, börn þeirra eru Elísa og
Theodór. Eftirlifandi eiginkona
Kristófers er Valgerður Bjarna-
dóttir, viðskiptafræðingur og
fv. alþingisþingmaður. Börn
Valgerðar eru: 1) Guðrún Vil-
mundardóttir, sambýlismaður
hennar er Ólafur Kristjánsson,
börn Guðrúnar eru Gylfi Þor-
steinn og Eyja Sigríður. 2) Bald-
ur Hrafn Vilmundarson, sam-
býliskona hans er Erna Helga
Pálsdóttir, börn þeirra eru
Mikael Hrafn, Valgerður Freyja
og Kristófer Páll.
Kristófer lauk stúdentsprófi
Það var alltaf gaman að koma
til ömmu og afa þegar við systk-
inin vorum lítil. Stundum gerði
amma pönnukökur og við afi
horfðum á mynd. Ég átti sérstak-
an stól sem var lítill sem ég gat
sett við hliðina á hans. Við horfð-
um á gamlar myndir sem hann
hafði margoft séð en hann horfði á
þær með mér með fullri athygli.
Stundum birtust á skjánum gaml-
ir kunningjar hans úr skátunum,
sagði hann manni.
Eitt sinn vorum við í útilegu og
eftir matinn sagði afi okkur syst-
kinunum sögu. Hún varð löng og
ansi flókin þar sem í hvert sinn
sem hann ætlaði að nema staðar
bentum við honum á lausa enda og
báðum hann um að halda áfram.
Sögusviðið var stórt, persónurnar
voru margar en rauði þráðurinn
var blár miði. Hún var fyndin og
skemmtileg en gekk kannski ekki
alveg upp.
Síðustu árin var ég tíður gestur
í mat á Skúlagötu. Við fórum yfir
mál málanna og afi sagði nokkrar
sögur tengdar því sem bar á
góma, stundum voru þær langar
en aldrei of. Hann hafði heyrt og
séð margt og mikið og það var
fróðlegt og skemmtilegt að heyra
hann segja frá því. Þótt hann hafi
ekki lifað jafn lengi og margir
gera í dag þá átti hann langa ævi.
Gylfi Þ. Gunnlaugsson.
Ávallt var hressandi að hitta
Kristófer Má og ræða við hann um
landsins gagn og nauðsynjar.
Hann var skemmtilegur, marg-
fróður og lýsti oft skoðunum frá
öðru og skarpara sjónarhorni en
aðrir.
Við kynntumst þegar hann tók
að sér að rita fréttir fyrir Morg-
unblaðið frá Brussel undir lok ní-
unda áratugarins og ég fór þar
með ritstjórn erlendra frétta.
Fyrir þá sem þekkja ekki fjöl-
miðla frá fyrri tíð er erfitt að setja
sig í spor þeirra sem skrifuðu er-
lendar fréttir á þessum árum. Þær
voru ekki aukastærð eins og
stundum núna heldur fylltu til
dæmis að jafnaði forsíðu Morgun-
blaðsins.
Evrópusamstarfið var í gerjun,
aðildarviðræður Íslendinga að
sameiginlega markaðnum, EES, á
döfinni. Hlutur Evrópumálanna
varð sífellt meiri og heitari á ís-
lenskum stjórnmálavettvangi.
Áhuginn á því sem gerðist í Bruss-
el jókst í samræmi við það.
Sem Brussel-blaðamaður
Morgunblaðsins fjallaði Kristófer
Már um þessi mál af miklum
áhuga og sífellt meiri þekkingu
eftir því sem tengslanet hans í
Evrópuheimi Brusselborgar
stækkaði. Það var ekki heiglum
hent þá frekar en núna að átta sig
á gangi Evrópumálanna og átök-
um um hagsmuni einstakra ríkja
á bak við tjöldin eða á opnum
vettvangi.
Þeir voru þarna samtímis við
blaðamennsku Kristófer Már og
Boris Johnson, síðar forsætisráð-
herra Breta, sem varð Brussel-
fréttaritari The Daily Telegraph.
Íslendingar töldu Jacques De-
lors, forseta framkvæmdastjórn-
ar ESB, sér hliðhollan enda mót-
aði hann pólitískan grunn
EES-samningsins af hálfu sam-
bandsins. Boris Johnson lagði
hins vegar fæð á Delors vegna
evrópskra samrunaáforma hans.
Eftir fimm ára blaðamennsku
í Brussel varð Kristófer Már í
september 1993 fyrsti forstöðu-
maður Evrópuskrifstofu atvinnu-
lífsins í Brussel, að henni stóðu
Félag ísl. iðnrekenda og Vinnu-
veitendasamband Íslands. Þegar
Kristófer Már réðst þar til starfa
lá EES-samningurinn fyrir og
Íslendingar urðu að fylgjast náið
með framkvæmd hans og gæta
hagsmuna sinna á þessum nýja
samstarfsvettvangi sem síðan
opnaði íslenskt samfélag og
leiddi til jákvæðra breytinga á
því.
Kristófer Már var frum-
kvöðull í samskiptum Íslendinga
utan opinbera kerfisins við ESB
á mótunarárum EES-samstarfs-
ins. Hann vildi ganga lengra og
var ekki alltaf sáttur við að sitja
utan dyra þegar fulltrúar ESB-
ríkjanna réðu ráðum sínum en
það spillti ekki áhuga hans á að
miðla upplýsingum um fram-
vindu mála í Brussel.
Það auðveldaði Kristófer Má
að vinna þetta brautryðjanda-
starf hve hann átti auðvelt með
að skapa tengsl við fólk og naut
sín í líflegum samræðum. Hann
var kankvís og vingjarnlegur.
Minningin um hann er björt og
ánægjuleg.
Undir lokin var sjúkdómslega
hans stutt og höggið því þyngra
en ella fyrir hans nánustu sem
við Rut vottum innilega samúð.
Blessuð sé minning Kristófers
Más Kristinssonar.
Björn Bjarnason.
Vinur minn Kristófer Már hef-
ur lokið sinni jarðvist. Horfinn er
af sviðinu um aldur fram einstak-
ur og óvenjulegur maður, maður
sem iðulega var með hlýlegt
glettnisbros og spaugsyrði á
vörum. Kristófer var sannur lífs-
kúnstner sem kunni ætíð vel að
meta hið fagra, góða, og skemmti-
lega í lífinu. Alveg eins og per-
sónuleikinn, var starfsferill hans
og lífshlaup um margt sérstakt og
óvenjulega fjölbreytt: kennari og
sveitarstjórnarmaður til margra
ára, varaþingmaður, blaðamaður,
fulltrúi í Brussel til fjölda ára og
loks kennari og leiðsögumaður á
sviði ferðamála. Skopskyn hans
var einstakt og leiftrandi, en aldr-
ei meiðandi eða á kostnað ann-
arra. Sýn hans til þjóðmála og
stjórnmála byggðist ætíð á leit að
góðum rökum, samkvæmni í mál-
flutningi og réttlæti.
Ég þakka mínum kæra vini
ógleymanlegar samverustundir
yfir rúmlega 20 ára tímabil. Hvíl í
friði minn kæri vinur og blessuð sé
minning þín.
Hermann Sveinbjörnsson.
Það var fyrir 18 árum síðan að
leiðir okkar Kristófers lágu fyrst
saman. Hann kom hingað í Ferða-
málaskóla Íslands og óskaði eftir
að fara í leiðsögunám.
Það fór ekki milli mála að hann
var maður vel lesinn og fróður.
Árið eftir bar svo við, að kennar-
inn sem var búinn að vera hjá okk-
ur til fjölda ára var að flytja til út-
landa og þurfti ég þá að finna
staðgengil fyrir hann. Leitaði ég
þá til Kristófers og var hann tilbú-
inn að taka að sér kennslu sem
spannaði frásagnir um landið,
bókmenntir og sögu.
Síðan þá, eða í 17 ár, hefur hann
verið aðalkennari hér við skólann
og kennt um helming alls þess
námsefnis sem kenna þurfti. Aldr-
ei var komið að tómum kofunum
þar sem hann var hvort sem spurt
var um fjöll, ártöl eða atburði úr
sögu. Frásagnarhæfileikar Krist-
ófers voru einstakir. Hann talaði
hægt og skýrt og nemendur biðu
oft í ofvæni eftir því að heyra hvað
hann mundi segja næst. Það var
ekki svo sjaldan að ég fékk spurn-
ingar frá nemendum: „Hvernig
veit hann og getur munað þetta
allt?“ Sérstakur húmor KMK eða
Kristó eins og hann var iðulega
kallaður lífgaði heldur betur upp á
kennslutímana.
Á sumrin var Kristófer leið-
sögumaður. Vann hann mest fyrir
eina ferðaskrifstofu og líkaði það
vel. Var þá mest verið að fara
dagsferðir út frá Reykjavík. Hef
ég það fyrir víst að ákveðnar er-
lendar ferðaskrifstofur settu þær
kröfur fyrir ferðum sínum hingað
til lands að KMK væri leiðsögu-
maður hópsins. Var hann einstak-
lega vel liðinn af farþegum, ferða-
skrifstofum og öðrum
leiðsögumönnum. Lá hann aldrei
á liði sínu við að upplýsa aðra um
einhver efni sem þurfti svör við.
Má segja að KMK hafi verið nokk-
urs konar „Leiðsögumaður Ís-
lands“.
Oft og tíðum fékk ég spurning-
ar við innritun nýrra nemenda
hvort sami kennari væri og í fyrra
en þá hafði einhver kunningi, eða
náskyldur, bent viðkomandi á að
fara í skólann þar sem Kristófer
kenndi.
Sérkenni KMK voru með sér-
stökum hætti. Meðal annars gekk
hann alla daga með slaufu sem
vakti sérstaka athygli og átti hann
til að skipta margoft um slaufu í
hringferðum okkar.
Á mörgum útskriftarbekkjar-
myndum má sjá að allur bekkur-
inn ber slaufu honum til heiðurs.
Táknrænt dæmi um hug hans með
slaufurnar var að undirskrift hans
á prófskírteini nemenda KMK
myndaði slaufu.
Í gegnum tíðina fórum við sam-
an í margar dagsferðir með nem-
endur og síðan í skólalok var ávallt
farið í fimm daga hringferð um
landið. Eru þær að minnsta kosti
17 sem við fórum saman, en núna
förum við hvor í sína áttina. Ég
einn með stóran hóp nemenda í
hringferð, en hann í Sumarlandið.
Það segir um hug hans til skól-
ans og nemenda, að hann hringdi í
mig nokkrum sinnum af spítalan-
um og hafði miklar áhyggjur af
kennslunni sem eftir var vetrar.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Kristó fyrir samstarfið á liðnum
árum og óska honum góðrar ferð-
ar í hinstu för.
Friðjón Sæmundsson,
skólastjóri Ferðamála-
skóla Íslands.
Glöggur maður hafði á orði, að
maður væri alltaf að skrifa um
sjálfan sig þegar minningargrein
væri rituð. Sjálfsagt er talsvert til
í því, enda er minningin nátengd
samskiptum við hinn látna.
Ég kynntist Kristófer í aðdrag-
anda kosninga fyrir röskum ald-
arfjórðungi þar sem við unnum
saman og áttum vináttu hvor ann-
ars æ síðan. Kristófer var vel gef-
inn maður til orðs og æðis, hann
var stilltur, skemmtilegur og
drengilegur. Allir þessir kostir
hans komu fram í margvíslegum
samverustundum, sem við Elín
eiginkona mín áttum með Krist-
ófer og Völu, hvort sem var í
hestaferðum með öðru góðu fólki
um Skagafjörð þar sem slóðir
Bólu-Hjálmars allt úr Blönduhlíð
fram í Hildarsel í Austurdal voru
kannaðar, og síðar um Borgar-
fjörð eða á tveim jafnfljótum á
Spánarströndum og í New York.
Alls staðar var Kristófer eins og
heima hjá sér og vissi allt um flest.
Og svo líka á heimilum okkar í
góðu yfirlæti og gleði. Það eru
þessar samverustundir sem mað-
ur saknar. Þá má ekki gleyma
sameiginlegum spekistundum
nokkurra vina þar sem við reynd-
um að fá botn í Sturlungu. Þetta
voru skemmtistundir mánaðar-
lega í a.m.k. þrjá vetur, sem fylgt
var eftir með vettvangsferðum.
Og þar var Kristófer í essinu sínu.
Hann hafði sterkar pólitískar
skoðanir, öfgalausar og vel
ígrundaðar. Ekki veit ég hvort við
kusum nokkru sinni sama flokk-
inn, en hitt veit ég, að við vorum
oftar sammála en ekki. Hann
nálgaðist pólitísk viðfangsefni af
tilfinningum en ekki síður af
skarpskyggni og rökvísi, og lét
aldrei draga sig út í vitleysislegar
rökræður þótt flokkslínur byðu
upp á slíkt.
Mér þykir líklegt að Kristófer
hafi liðið bezt í stöðu fræðara,
fyrst sem kennari, og nú síðast
sem leiðsögumaður og kennari á
ný. Ég hefi fyrir því orð nemenda
hans úr Reykholti og ferðalanga
sem nutu frábærrar þekkingar
hans um land og þjóð, þar var eng-
um spurningum ósvarað.
Vinar er saknað í stað. Það er
svo margt órætt og svo margt sem
átti eftir að athuga. En svona er
þetta nú samt. Elskulegri vinkonu
okkar, Völu, sendum við innileg-
ustu samúðarkveðjur og börnum
hennar, svo og börnum Kristófers.
Góður maður er genginn.
Pétur Kjartansson.
Vinátta okkar Kristófers hófst
þegar ég hélt til starfa í Brussel.
Hann sá mig álengdar, þar sem ég
hafði síðla laugardags tyllt mér til
kaffidrykkju, eða hvað það nú var,
á Stockel og sagði stundarhátt við
Baldur: „Þessi talar íslensku.“
Hafði ég hvorugan séð áður að
mig minnir. Tókum við nú tal sam-
an um heima og geima og ekki síst
pólitíkina, ég sagði á mér deili og
hann á sér og hví okkur hefði rekið
á sömu fjöruna þarna í Belgíu og
áður en ég vissi var ég kominn
með kvöldverðarboð í vasann.
Þau Kristó og Vala voru
höfðingjar heim að sækja og
veittu vel og var jafnan kátt á
hjalla þegar við hittumst hjá þeim
eða okkur. Kristó var stórfróður
maður, sanngjarn og víðsýnni en
almennt gerist. Hann var sagna-
maður og var það svo að engu
samtali lauk án þess að einhver
saga – sönn eða login – væri sögð.
Einhverju sinni fórum við Erna
með þeim Kristó og Völu til Din-
ant sem er smábær sunnanvert í
Vallóníu og stendur á bökkum ár-
innar Meuse. Áttum við góða
kvöldstund við svignandi borð þar
undir klettinum þunga og að
morgni skyldi kirkja Vorrar frúar
skoðuð. Kristó leiddi gönguna.
Hann fræddi okkur trúleys-
ingjana um margt sem við hefðum
betur vitað. Í lok göngunnar gekk
hann að fonti við kirkjudyrnar og
laugaði hendur sínar og andlit
með tilheyrandi krossmörkum.
Þegar hann krossaði á enni sér
hváði ég við og spurði til hvers
þetta væri gert. Þá svaraði Kristó:
„Þú veist, þetta er eins og með
bílatryggingarnar – maður veit
aldrei hvenær reynir á þetta.“
Kristófer naut þeirrar sérstöðu
að hafa einn allra jarðarbúa fengið
mér stuttbuxur og hatt að gjöf í
lok einhverrar veislunnar hjá
þeim í Bxl.
Vinátta hans var kröfulaus og
þótt langt um liði á stundum var
sami þráðurinn tekinn upp næst
þegar tilefni gafst.
Farnist þér vel vinur á ferð
þinni.
Eiríkur Baldursson og
Erna G. Árnadóttir.
Það var mikil gæfa að eiga
Kristófer Má að vini. Við hittumst
á unglingsaldri í gegnum skátana
og Úlfljótsvatn, en þar var hans
annað heimili í uppvextinum.
Kristófer hafði misst föður sinn
ungur en mágur hans, Björgvin
Magnússon, rak skátaskólann á
Úlfljótsvatni og þar naut hann
einnig nærveru Grétu systur sinn-
ar. Heima á Staðarhóli við
Dyngjuveg bjó Kristófer við gott
atlæti hjá móður sinni, kjarnakon-
unni Ágústu Kristófersdóttur.
Hún var þungamiðja fjölskyld-
unnar, og þangað sótti stórfjöl-
skyldan. Það var mikið skrafað og
hlegið við stóra borðið hennar
Ágústu á Staðarhóli. Hún fylgdist
glöggt með öllu og lá ekki á skoð-
unum sínum, sem voru engin hálf-
velgja. Í minningunni eru heim-
sóknirnar til Kristófers vinar míns
að Staðarhóli sveipaðar ljóma og
hlýju. Við vorum duglegir í göngu-
ferðum um fjöll og firnindi, sem þá
þótti sérviskulegt og vart á færi
annarra en furðufugla eins og
skátanna. Ekki var langt að fara
upp að Tröllafossi, eða inn í Mar-
ardal, og klífa síðan Skeggja eða
kanna Stíflisdalinn. Þegar Krist-
ófer eignaðist rússajeppa sem
mátti taka af blæjurnar hófst nýr
kafli í þessum ævintýrum. Krist-
ófer mætti alltaf í þessar ferðir vel
undirbúinn, hafði grúskað í
Ferðafélagsbókum og öðru efni.
Það kom því ekki á óvart að síðar á
lífsleiðinni skyldi hann gerast leið-
sögumaður í fullu starfi. Þar naut
hann sín vel enda sögumaður með
afbrigðum góður.
Við félagarnir störfuðum er-
lendis um árabil; hann sem fulltrúi
íslensks atvinnulífs í Brussel en ég
hjá Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun SÞ (FAO) í Róm, svo það
var um nóg að ræða þegar við hitt-
umst. Kristófer fylgdist vel með
og var víðlesinn, sannfærður Evr-
ópusinni og sá aukna alþjóðasam-
vinnu sem leið til aukinnar far-
sældar og friðar í heiminum.
Hann var sannkallaður þjóð-
félagsrýnir í bestu merkingu þess
orðs og glöggur á þróun mála.
Hans aðalsmerki var að sjá jafnan
spaugilegu hliðarnar á málunum.
Það var því ekki leiðinlegt að rölta
um stræti Brussel og Rómar með
slaufuklæddum Kristófer og ræða
heimsmálin.
Þegar heim var komið tókum
við upp fyrri háttu og ferðuðumst
saman um Ísland, að vísu í hlýju
og regnheldu hjólhýsi eins og
heldri borgurum sæmir. Þar var
ég í sæti þiggjandans því að venju
lögðum við upp í vandlega undir-
búnar ferðir af hans hálfu og kom
fyrir að mér var úthlutað lesefni
áður en lagt var í hann. Í þessar
ferðir okkar kom Kristófer jafnan
vel nestaður sem fyrr enda mikill
sælkeri og smekkmaður í hví-
vetna.
Kristófer Már
Kristinsson
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Ástkær systir okkar og mágkona,
AÐALBJÖRG S. GUNNARSDÓTTIR
Assý,
Lindargötu 61,
lést á Landspítalanum Fossvogi 20. apríl.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 30. apríl klukkan 13.
Björg Gunnarsdóttir Finnbogi Sigurðsson
Ágústa Gunnarsdóttir
Þorvarður Gunnarsson Þórlaug Ragnarsdóttir
Jón Gunnarsson Sigríður G. Sverrisdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og
tengdadóttir,
VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR,
myndlistarmaður og kennari,
lést þriðjudaginn 27. apríl á
krabbameinsdeild Landspítalans.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson Eyjólfur Orri Helgason
Erla Bil Bjarnardóttir
Ingibjörg Helgadóttir Eyjólfur Ingimundarson