Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Efst í huga mér við andlát
mömmu er þakklæti. Hjarta mitt
er yfirfullt af þakklæti fyrir allt
sem við mamma áttum saman.
Hún var mikill hluti af lífi mínu
og tók þátt í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur. Hún lá ekki á skoð-
unum sínum ef hún var ósátt við
eitthvað, sérstaklega á mínum
yngri árum, en hún bar alltaf hag
minn fyrir brjósti og vildi bara
það sem var mér fyrir bestu.
Fyrir það er ég þakklát. Það sem
einkenndi hana voru G-in tvö,
glaðværð og gjafmildi. Hún gat
aldrei átt pening nema deila hon-
um með öðrum. Gott dæmi sem
ég vil nefna hér lýsir svo mikið
því sem hún var. Ein jólin
hringdi hún í Emil Hörð mann-
inn minn og spurði hvort hann
vantaði ekki eitthvað, því nú ætti
hún nóg af pening. Hún hafði
hringt í bankann og ætlaði að fá
yfirdrátt á reikninginn fyrir jóla-
gjöfum. Starfsmaður bankans
sagði að hún þyrfti þess ekki
enda stæði reikningurinn í um
500 þúsund. Hún þakkaði fyrir
upplýsingarnar og hringdi beint
í Emil og vildi endilega deila
þessari óvæntu upphæð. Vantar
þig ekki eitthvað eða hvað get ég
gefið þér, voru algeng orð af
munni elsku mömmu og fyrir
það er ég þakklát. Glaðværðin
var aldrei langt undan og kaus
hún hana frekar en leiðindi og
fýlu. Í veikindum hennar sl. þrjú
ár voru það þeir kostir sem héldu
henni uppi. Hvað ég á eftir að
sakna mömmu mikið get ég ekki
tjáð mig um, en er þakklát fyrir
að hafa fengið að hafa hana í lífi
mínu í 58 ár.
Enn og aftur takk fyrir sam-
veruna í öll þessi ár, elsku
mamma mín.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir.
Hæ amma.
Mig dreymdi þig síðastliðna
sunnudagsnótt. Ég sótti þig við
Laugaveginn og átti að skutla
þér til sólarlanda. Við spjölluð-
um um daginn og veginn. Mér
fannst ótrúlegt að jarðarförin
þín væri handan við hornið. Þú
varst ekki veik, ekki vitund.
Við beygðum inn á stóra hrað-
braut sem lá svo langt sem augað
eygði í átt að stórri grasbreiðu,
það var kvöld, himinninn var
heiður og sólin sat lágt, beint af
augum.
Næturljóð MA-kvartettsins
hljómaði í útvarpinu.
„Þetta er svo fallegt lag,“
Elsa Jóhanna
Gísladóttir
✝
Elsa Jóhanna
Gísladóttir
fæddist í Reykjavík
24. janúar 1941.
Hún andaðist 11.
apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Hafdís H.
Rosenberg, f. 1916,
d. 1990, og Gísli
Guðni Jónsson, f.
1909, d. 1980.
Börn: Gísli Már,
Hjörtur Gísli og Jóhanna Sigrún
Jónsbörn og Haraldur Thorla-
cius.
Eftirlifandi sambýlismaður
Elsu Jóhönnu er Þórður Mar-
teinn Adólfsson.
sagðir þú og lokaðir
augunum. Þú kunn-
ir ekki textann en
raulaðir með eins og
þú gerðir svo oft, og
það gerði ég líka.
Svo fór ég að gráta.
„Oh, þessir ung-
lingar,“ sagðir þú og
klappaðir mér á öxl-
ina, eins og þú værir
að sýna æsku minni
samúð.
Þegar laginu lauk stöðvaði ég
bílinn. Fram undan var falleg
strönd með hvítum sandi, það var
logn. Þú steigst út úr bílnum og
þakkaðir mér fyrir farið. Þú lok-
aðir dyrunum og gekkst í átt að
ströndinni.
Hilmar Rafn Emilsson.
Elsku vinkona, nú ert þú farin
og komin í sumarlandið til þeirra
sem þér þótti svo vænt um. Ég
ætla að reyna að bera smyrsli á
sárin og setjast niður umkringd
minningum um öll góðu árin okk-
ar sem við áttum saman, en við
kynntumst þegar þú varst 4 ára
og ég 5 ára og höfum því verið
vinkonur í 77 ár.
Margs er að minnast frá æsku
okkar og unglingsárunum enda
alltaf fjör í kringum þig. Má þar
nefna ógleymanlegar minningar
á leikvellinum þar sem nú er
Vesturbæjarskóli. Við fórum
einnig í margar ferðir á bryggj-
una út í Örfisey að veiða mar-
hnúta og kom mynd af okkur á
forsíðu Vikunnar, sem þú síðan
gafst mér í afmælisgjöf fyrir
nokkrum árum síðan.
Þér var margt til lista lagt og
elskaðir að mála, fara í veiðiferðir
og að prjóna. Það var því erfitt
fyrir þig að þurfa að hætta að
gera þessa hluti þegar sjóninni
fór að hraka en þú gafst ekki upp
og reyndir.
Það var yndislegt að koma til
þín og Dodda og sjá hvað garð-
urinn hjá ykkur var fallegur og
þakinn blómum og trjám þegar
fór að vora. Þú hafðir svo gaman
af öllum dýrum og áttir fugla og
hunda sem þú elskaðir að dekra
við.
Það var aðdáunarvert að sjá
hvað þú varst alltaf jákvæð og
hvernig þú vannst úr veikindun-
um þínum, alltaf hringdir þú í mig
á hverju kvöldi til að bjóða mér
góða nótt og athuga hvernig ég
hefði það. Sorg fjölskyldu þinnar
og vina er mikill og sár, en dauð-
inn er líka kærkominn þegar
heilsan er farin að bila. Elsku
Doddi, Hanna Rúna, Gísli, Hjört-
ur, Halli og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar.
Hvíl þú í friði elsku vinkona og
hafðu þökk fyrir allt.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöð-
um hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Þín vinkona,
Eygló Fjóla
Guðmundsdóttir.
Í dag kveðjum við yndislega
konu sem var æskuvinkona móð-
ur okkar. Elsa eins og hún var
alltaf kölluð var mikið á okkar
heimili enda mæður okkar miklar
vinkonur og því samgangur mik-
ill. Það var alltaf gaman að sitja
og spjalla við Elsu enda vildi hún
fá að fylgjast með okkur systk-
inunum og einnig börnunum okk-
ar. Það var svo gaman að fylgjast
með hvað hún var dugleg að tak-
ast á við ný verkefni og lét ekkert
stoppa sig.
Það var ótrúlegt að fylgjast
með Elsu berjast við hina ýmsu
sjúkdóma í gegnum ævina. Aldrei
fundum við fyrir vonleysi eða vor-
kunn heldur styrk og baráttu eins
og henni var tamt með alla hluti
sem hún tók sér fyrir hendur.
Það er með miklum söknuði og
trega sem við kveðjum góða vin-
konu hennar mömmu.
Minningin um yndislega og
góða konu lifir áfram í hugum
okkar. Elsku Doddi, Hanna
Rúna, Gísli, Hjörtur, Halli og
aðrir aðstandendur. Megi guð
styrkja ykkur í sorginni sem þið
takist á við núna. Minning um
einstaka konu mun lifa með okk-
ur öllum.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.
(Kahlil Gibran)
Guðmundur, Áslaug
og Ólafía.
Þá líða fer að lokum ævidags
og ljósið slekkur dauðans kalda hönd,
í aftanroða síðsta sólarlags
við sjáum blika ný og fegri lönd.
Því guðdómsandinn sjálfur sviptir
hjúp
frá sjón hins gönguþreytta ferða-
manns,
svo fái’ hann litið dýrðarinnar djúp
og dásemd viskunnar og kærleikans.
Óttast ei. Sú hönd er mild og hlý,
sem hvarmi þreyttum lokar hinsta
sinn,
þá nóttin dvínar, dagur rís við ský,
og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur
þinn.
Já, dauðinn, hann er Drottins hinsta
gjöf
til dauðlegs manns, sem ferðast hér á
jörð.
Og, fegra líf þín bíður bak við gröf,
því ber að kveðja hér með
þakkargjörð.
(Sr. Sveinn Víkingur Grímsson)
Áræði, dugnaður, jákvæðni,
hnyttni, örlæti og tryggð eru
meðal þeirra eiginleika sem ein-
kenndu Þórunni. Leiðir okkar
lágu saman fyrir margt löngu
þegar bróðir minn Þórarinn og
dóttir hennar Álfhildur felldu
hugi saman. Samverustundirnar
með stórfjölskyldunum eru eftir-
minnilegar, borð hlaðin kræsing-
um og umræður fjörugar. Þórunn
í essinu sínu að fjalla um æsku-
slóðirnar fyrir austan, Gunnhild-
argerði í Hróarstungu, sem voru
henni svo kærar eða að lifa sig inn
í heitar umræður um þjóðfélags-
mál. Glettin á svip með leiftrandi
augu og hláturinn skammt undan.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir vináttu henn-
ar og velvild síðustu fjörutíu ár.
Börnum Þórunnar, Jónu, Álfhildi,
Gunnari og Guðmundi, fjölskyld-
um þeirra og ástvinum öllum
votta ég mína dýpstu samúð.
Megi Guð varðveita þau að eilífu.
Far heil Þórunn, friður Guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Ingiveig
Gunnarsdóttir.
Nú kveður móðir vinkonu
minnar hennar Öllu þessa jarð-
vist. Þegar við Alla vorum yngri
varstu frekar fjarlæg okkur en
með árunum færðist þú nær í ró-
legheitum. Þú varst ekki að flíka
tilfinningum þínum en sýndir
þær best með hugulsemi. Ég
man þegar þú komst með fulla
matarpoka til dóttur þinnar
þegar hún var að stofna fjöl-
skyldu og fjárfesta í íbúð og
hafði ekki mikið á milli hand-
anna. Ekki varstu að tala mikið
um það en hjálpaðir á þann hátt
sem kom sér svo vel. Ekki mátti
minnast á að þú hefðir oft og tíð-
um átt erfitt með mann sem var í
óreglu heldur var þetta bara
tekið á hnefanum. En með tíð og
tíma fórstu að verða opnari um
þessa hluti og tókst alltaf meiri
og meiri þátt í lífi barna þinna.
Ekki man ég til þess að nokkr-
um sunnudegi hafi mátt sleppa
sem þú eldaðir fyrir börnin þín
og fjölskyldur þeirra. Kransa-
kökurnar þínar voru frægar í
hverri fermingu og giftingum
líka enda bæði flottar og mjög
góðar, ég var svo heppin að þú
bauðst til að gera fyrir mig
kransaköku í fermingu dóttur
minnar, vá hvað mér þótti vænt
um það. Þegar dóttir mín var
yngri var gaman að fylgjast með
þegar við hittum þig hversu
mikil blíða var í augum þínum og
hve vel þú talaðir um dóttur
mína. Börnin þín voru mjög
heppin að hafa þig sem stoð og
styttu í lífi sínu. Ég bið algóðan
guð að taka vel á móti þér og
vera þínum stoð og stytta í líf-
inu.
Elsku Alla, Jóna, Gunnar,
Gummi og aðrir ástvinir, megi
ljós og kærleikur umvefja ykkur
um ókomna framtíð.
Svanhvít Bragadóttir.
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Álalind 3, Kópavogi,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
mánudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá
Lindakirkju miðvikudaginn 5. maí klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur
og vinir viðstaddir en streymt verður frá athöfninni sem má
nálgast á https://www.lindakirkja.is/utfarir
Halldór Ebenesersson
Kristján Guðni Halldórsson Helen Símonardóttir
Bjarni Sigurjón Halldórsson
Elísabet Halldórsdóttir
Aron Kristjánsson Löve
Tara Kristjánsdóttir Löve
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐLAUG WIUM,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
22. apríl. Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. maí
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir útförina.
Útförinni verður streymt. Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat.
Sigrún Ragnarsdóttir
Magnús Páll Ragnarsson Þórunn Þorleifsdóttir
Atli Bent Þorsteinsson
Þuríður Magnúsdóttir Jakob Fannar Árnason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS SIGURÐSSON
hagfræðingur,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
sunnudaginn 25. apríl.
Kristrún B. Jónsdóttir
Áslaug Magnúsdóttir Sacha F. Tueni
Sigurður R. Magnússon Regína Rist Friðriksdóttir
Gunnar Ágúst Thoroddsen Marlena Piekarska
Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir,
SILKE WAELTI,
Efstasundi 53, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 17. apríl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Garðar Jónsson
Benjamín Tumi Bergsveinsson
Móey Garðarsdóttir
Inge Waelti
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR KARLSDÓTTUR,
Básbryggju 51, Reykjavík,
fer fram frá Garðakirkju laugardaginn 1. maí
klukkan 13.00. Vegna samkomutakmarkana
verður streymt frá athöfninni.
Hlekk á streymið má nálgast á Facebook-viðburðinum: Útför
Unnar Karlsdóttur.
Úlfur Þór Ragnarsson
Karl Ágúst Úlfsson Ágústa Skúladóttir
Inga Úlfsdóttir Ragnar S. Ragnarsson
Linda Rán Úlfsdóttir Sigurður Ingi Jónsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGURLAUG RAGNARSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans 23. apríl.
Útför fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 30. apríl klukkan 15.
Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd en
útförinni verður streymt á eftirfarandi slóð:
https://www.youtube.com/watch?v=KZ_Xw3Pwyb8.
Aðstandendur afþakka vinsamlegast blóm og kransa en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Góðgerðarsamtökin
Samferða (0327-26-114, kt. 651116-2870).
Hörður Bjartmar Níelsson
Ragnar Svanur Þórðarson Bryndís Ásmundsdóttir
Þórður Rafn Þórðarson Sóley Þrastardóttir
Linda Hlín Þórðardóttir Pálmi Hlöðversson
Heba Rún Þórðardóttir Einar Jóhann Jónsson
og barnabörn