Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 52

Morgunblaðið - 29.04.2021, Síða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú lætur umhverfið stjórna skapi þínu um of. Sæktu þér lærdóm og lífsvisku sem þroskar þig og hjálpar þér að ná lengra á lífsleiðinni. 20. apríl - 20. maí + Naut Það getur reynst hættulegt að láta fólki bregða illa. Allt sem viðkemur útgáfumálum, fjölmiðlum eða mennta- málum er þér að skapi. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Með því að fylgjast betur með tíðarandanum mun skilningur milli þín og ungs fólks aukast. Þú tekur miklum framförum í sjálfsþekkingu, enda unnið heimavinnuna vel. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Næsti mánuður verður anna- samur því fram undan eru margar veislur og mannfagnaðir. Þér verður boðin vinna sem þú getur ekki hafnað. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Reyndu að koma þannig fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Allt hefur sinn tíma. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Að viðurkenna að þú hafir rangt fyrir þér, hefur ekki verið þín sterkasta hlið hingað til. Komdu vini á óvart. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú geislar af krafti og ert tilbúin (n) að hefjast handa í nýju starfi. Allt fellur í ljúfa löð í ástamálunum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú færð tækifæri til að auka við menntun þína eða til ferða- laga. Gerðu ekki of miklar kröfur til þín. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Öryggið er fyrir öllu en þó máttu ekki ganga svo langt að þú lokir þig alveg af frá umheiminum. Bíddu eftir góðu tækifæri til að segja fjöl- skyldunni fréttir sem þú lumar á. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þér getur reynst erfitt að standa einn í lífsins ólgusjó. Þú skilar þínu og stingur þar með upp í öfund- armenn þína. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Leit þín að ást ber árangur. Leggðu börnunum lífsreglurnar, það er aldrei of snemmt. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert að átta þig á muninum að sjá og horfa á. Ef þú ætlar að vinna ástir einhvers veistu að leiðin að hjarta einhvers er í gegnum mat. fallegri stúlku, Hildi, sem síðan varð eiginkona mín. Svo gerðist ég fylgd- armaður erlendra veiðimanna í lax- veiði, fyrst margar vikur á sumri og síðar eina viku og þá alltaf með sama manninum allt fram yfir árið 2000. Þeir hörðustu elskuðu að koma í Laxá að veiða, sögðu það einfaldlega halda í sér lífinu. Einn sá alharðasti lést nýlega 94 ára gamall en hann Valsarar í íslenska handboltaliðinu. Ég heimsótti æskuvin minn úr Hlíð- unum, Stebba Gunn., í Ólympíu- þorpinu. Daginn eftir gerðust hræði- legir atburðir þar sem yfir 12 manns létust í hryðjuverkaárás á ísraelskt íþróttafólk, eins og margir muna.“ Jafet réð sig í vinnu eftir stúdents- prófið til Árness í Aðaldal og þá kom ástin inn í líf hans. „Þar kynnist ég J afet Sigurður Ólafsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 29.4. 1951 og var fæðingunni fagnað með söng. „Frændi minn og gleðigjafinn Sigurður Ásmunds- son var að ljúka prófi frá Versló, á leið úr gleðskap í Vetrargarðinum og hann, Keli Valda og fleiri stoppuðu fyrir utan fæðingardeildina og sungu fyrir okkur mömmu um nóttina.“ Jafet ólst upp í Mávahlíðinni á þeim tíma sem hverfið var að byggj- ast upp og Öskjuhlíðin, Nauthóls- víkin, Klambratúnið og Hlíðarendi voru aðalleiksvæðin. „Ég man vel eftir rykugum malargötunum sem sprautubíllinn kom að bleyta og einnig eftir kolakyndingunni og þeg- ar hitaveitan kom. Varð auðvitað gallharður Valsari og starfaði síðar mikið fyrir félagið.“ Eins og tíðkaðist á þessum árum var Jafet í sveit. „Ég var í sveit á hverju sumri frá 6 ára aldri og fram yfir fermingu á Kóngsbakka í Helga- fellssveit hjá Sigurborgu systur pabba og manni hennar Birni Jóns- syni. Kom ég yfirleitt aldrei til baka fyrr en eftir réttir upp úr miðjum september eftir að skólinn var byrj- aður. Ekkert stórmál og sveitastörf- in voru góður skóli og ég lærði margt. Þarna bjuggu saman fimm systkini, og þetta var mikið mynd- arheimili, ekkert rafmagn og enn kynt upp með mó. Þriðja hvern sunnudag var siglt til kirkju í Bjarn- arhöfn, því enginn var bíllinn.“ Jafet bætir við að síðar hafi þau hjónin eignast hlut í þessari fallegu jörð og farið í endurbyggingu á gamla íbúð- arhúsinu og útihúsunum. „Ég fer síðan í Versló í sex ára nám sem lauk með stúdentsprófi og hef alla tíð verið þakklátur fyrir góða vélritunarkennslu hjá Þórunni Fel. og margt annað hagnýtt sem maður lærði í þar. Þarna kviknaði áhugi á að læra þýsku almennilega og fór ég því tvö sumur til Þýskalands í nær fjóra mánuði hvort ár og vann við járnabindingar. Það var mikil vinna og mér líkaði mjög vel við Þjóðverj- ann. Seinna sumarið fór ég á Ólymp- íuleikana í München 1972 með Ara Sæm. vini mínum, en þar voru sex kom síðast til veiða 92 ára.“ Jafet og Hildur byggðu sér hús í landi Árness árið 2007 og eyða orðið þar drjúgum hluta sumarsins. Vorið 1977 útskrifast Jafet sem viðskiptafræðingur og hóf strax störf hjá iðnaðarráðuneytinu þar sem hann vann til 1984. Þá lá leiðin til Sambandsins sem var mikið veldi á þeim tíma, Jafet var þar deild- arstjóri fatadeildar. Árið 1987 er hann ráðinn útibússtjóri Iðn- aðarbankans í Lækjargötu og síðar Íslandsbanka fram til 1994 og tók þátt í stærsta samrunanum í banka- kerfinu þar sem höfuðstöðvar Út- vegsbankans sameinuðust í útibúinu í Lækjargötu með 130 manns. Hann var ráðinn útvarpsstjóri Íslenska út- varpsfélagsins og var þar í tvö ár þar til hann stofnaði Verðbréfastofuna ásamt fleirum árið 1997 og var þar framkvæmdastjóri til 2006 þegar hann seldi sinn hlut. „Fjármál og bankamál hafa verið mér mjög hug- leikin og í gegnum það hef upplifað marga skemmtilega hluti og séð hæðir og lægðir. Bankakreppan kenndi okkur margt en var dýr lexía. Við héldum hér uppi of háum vöxtum allt of lengi, það er ekki fyrr en strákurinn úr Bjarnarhöfn tekur við stjórnartaumnum í Seðlabankanum að skynsamlegir vextir eru inn- leiddir.“ Jafet hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum og var stjórn- arformaður Aðalskoðunar í 9 ár. „Ég hef verið konsúll fyrir Rúmeníu síð- an 2007 og hef kynnst því ágæta landi með fjölmörgum ferðum þang- að. Hef setið í ýmsum stjórnum fyrir Val og stangaveiðimenn og var for- maður Badmintonsambandsins 1990-1994.“ Flestir þekkja Jafet mest fyrir briddsáhugann. Hann hefur verið forseti Bridgesambandsins frá 2009 og einnig setið í stjórn Evrópska Bridgesambandsins. „Ég hef fylgt í fjölmargar keppnir íslenska bridge- landsliðinu, sem unnið hefur Norð- urlandameistaratitil fjórum sinnum á síðustu 10 árum. Hef tvisvar verið fyrirliði liðsins án þess að spila. Ég spila enn bridds með gömlum vinum úr Hlíðunum, en við byrjuðum að spila 12 ára gamlir og okkur er enn Jafet Sigurður Ólafsson – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Jón Björgvin, Jóhanna Sigurborg, Jafet Stefán, Matthildur María, afmælisbarnið Jafet Sigurður, Hildur, Sigríður Þóra, Arney Tinna, Sonja, Katrín Tanja, Ari Hermóður og Hildur Karen. „Bridds gerir lífið skemmtilegra“ Norðurlandameistarar 2019 Frá vinstri: Aðalsteinn Jörgensen, Gunn- laugur Sævarsson, Bjarni Hólmar Einarsson, Sigurbjörn Haraldsson, Jón Baldursson, Kristján Már Gunnarsson og Jafet. Sigurður Ólafsson. Til hamingju með daginn 60 ÁRA Lára Mar- teinsdóttir er fædd í Reykjavík 29. apríl 1961 og ólst upp í Laugarnesi, Árbæ og Vogunum. Móðir henn- ar, Agnes Gestsdóttir, er af færeyskum ætt- um og faðir hennar, Marteinn Jónsson (Do- nald Martin) tann- smiður, var fæddur í New York. Systkini Láru eru María, Sus- an, Ellen Freydís og Tómas Freyr. Lára stundaði frjálsar íþróttir með ÍR frá 8- 12 ára aldurs og 11 ára lék hún um stundar- sakir með drengjaliði Fylkis í fótbolta, þar sem hún þótti spretthörð með afbrigðum. Frá móðurafa sínum, Gesti Óskari Friðbergssyni, fékk hún áhuga á andlegum efnum og byrjaði snemma að stunda andlega íhugun. Kvikmyndir urðu einnig snemma ástríða og útskrifaðist Lára með meist- aragráðu í kvikmyndagerð frá California Institute of the Arts í Kaliforníu árið 2000. Lára byrjaði að hugleiða af alvöru árið 2001, bjó um árabil á hugleiðslu- setri í Englandi og stundar í dag theravada-búddisma. „Mér finnst mikilvægt að fólk vinni í erfiðum tilfinningum og færist ekki undan að horfast í augu við þær, reyni að uppræta þær og skilja. Öll höfum við þurft að glíma við erfiðleika einhvern tímann á ævinni. Innra frelsi er ekki mögulegt fyrr en maður lætur af dómhörku gagnvart öðrum og sjálf- um sér. Mildi gagnvart öllum lifandi verum er lykillinn að hamingjunni.“ Lára kennir kvikmynda- og aðlögunarfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er einnig í doktorsnámi. Sonur Láru er Áki Jarl Láruson, doktor í líf- fræði, tengdadóttir hennar er Viktoria Sindorf sjávarlíffræðingur og eiga þau Signýju Lóu Ákadóttur, f. 29.7. 2020, sem er fyrsta ömmubarn Láru. Lára Martin Gleðistund Hér er Lára með ömmubarnið Signýju þegar þær hittust í fyrsta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.