Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
369.750 kr
.
Tilboðsverð
697.500 kr
.
Tilboðsverð
449.400 kr
.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
Afar einfalt er
að reisa húsin
okkar
Uppsetning te
kur aðeins ein
n dag
BREKKA 34
- 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44
fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
TIL Á LAGER VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hönnunarmars er nú í fullum gangi og hafa
nokkrar sýningar verið settar upp í Hönnunar-
safni Íslands af því tilefni. Nú er þar sýning Ýrar
Jóhannsdóttur, sem vinnur undir nafninu Ýrúr-
arí. Hún hefur unnið að eigin verkum sem snúast
um að gefa ónýtum peysum frá Rauða krossinum
nýtt líf með skapandi og skemmtilegum við-
gerðum. Ýr hefur einnig fengið fólk til að taka
að sér peysur í fataviðgerðasmiðjum.
Morgunblaðið/Eggert
Ónýtar peysur fá nýtt líf hjá Ýrúrarí
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ríflega helmingur kjörinna sveitar-
stjórnarmanna hefur orðið fyrir
áreitni eða neikvæðu umtali á yf-
irstandandi eða síðasta kjörtímabili
og er lítill munur á milli kynja. Þetta
kemur fram í rannsókn sem dr. Eva
Marín Hlynsdóttir vinnur að en Sig-
urður Ingi Jóhannsson, samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra, greindi
frá þessum niðurstöðum í ávarpi á
landsþingi Sambands íslenskra
sveitarfélaga í gær.
„Tölurnar sýna að algengast var
að þátttakendur hefðu orðið fyrir
áreitni á samfélagsmiðlum en einnig
var töluvert um áreitni í opinberu
rými, til dæmis á skemmtunum eða í
verslunum. Allt að 10% höfðu orðið
fyrir slíkri áreitni á heimilum sín-
um,“ sagði Sigurður Ingi.
Áreitni sem sveitarstjórnar-
fulltrúar verða fyrir og mikil og
hröð endurnýjun í sveitarstjórnum
kom töluvert til umræðu í ræðum og
fyrirspurnatíma á þinginu í gær.
Sagði ráðherrann að unnið væri
að undirbúningi að því að bæta
starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Í
tengslum við það hefði ráðuneytið
fengið þessar niðurstöður úr viða-
mikilli könnun Evu Marínar um
áreitni sem sveitarstjórnarfólk verð-
ur fyrir. Sigurður Ingi benti einnig á
að við lok undanfarinna tveggja
kjörtímabila hefði rúmlega helming-
ur sveitarstjórnarfulltrúa ekki gefið
kost á sér til endurkjörs.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
vakti athygli á því í setningarræðu
sinni að aldrei fyrr hefðu jafn marg-
ir framkvæmdastjórar sveitarfélaga
hætt störfum á miðju kjörtímabili
eins og nú. 21 sveitarstjóri hefur
hætt störfum á tímabilinu af ýmsum
ástæðum. „Í mínum huga er enginn
vafi á því að endurnýjun sveitar-
stjórnarmanna er of mikil og of
hröð. Sveitarstjórnarmenn endast
ekki nógu lengi í störfum sínum og
það veldur miklu álagi á þá sem
þessi störf taka að sér og ekki síður
fyrir bæjar- og sveitarstjóra,“ sagði
Aldís.
Hún kvaðst vera afar hugsi eftir
að hafa lesið viðtal við borgarfull-
trúa sem hefði nú valið að hverfa af
vettvangi sveitarstjórnarmála, ekki
síst vegna þess umhverfis og þeirrar
orðræðu sem sveitarstjórnarmenn
byggju við.
Rjúpan býr við betri skilyrði
„Þetta getur ekki gengið svona
lengur. Við verðum sem íbúar þessa
lands, sem virkir þátttakendur í lýð-
ræðissamfélagi, að ná okkur út úr
þeim farvegi þar sem skotleyfi er
veitt á alla þá sem gefa sig í opinber
störf. Skotleyfi og það án allra skil-
yrða. Það er ekkert tímabil þar sem
þessi veiði er bönnuð og það eru
engin svæði lokuð fyrir þessum veið-
um. Meira að segja rjúpan býr við
betri skilyrði en sveitarstjórnar-
menn og aðrir stjórnmálamenn hvað
þetta varðar,“ sagði hún.
Helmingur varð fyrir áreitni
- Allt að 10% sveitarstjórnarfólks hafa orðið fyrir áreitni á heimilum sínum samkvæmt könnun
- Áreitni rædd á landsþingi sveitarfélaga - „Skotleyfi er veitt á alla þá sem gefa sig í opinber störf“
Aldís
Hafsteinsdóttir
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Tæplega 7.800
störf hafa verið
boðin í átakinu
Hefjum störf síð-
an því var ýtt úr
vör 22. mars.
Þar af hafa
fyrirtækin gengið
frá ríflega 2.000
ráðningarsamn-
ingum. Til sam-
anburðar voru
ríflega 20 þúsund án vinnu í lok apríl
og um 4.000 í skertu starfshlutfalli.
Nokkur utan styrkjakerfis
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir yfir þús-
und manns hafa farið af atvinnuleys-
isskrá í apríl. Þar af nokkur hundruð
manns sem ekki voru ráðnir með
ríkisstyrk. Hún er bjartsýn á að
störfin í áðurnefndu átaki muni skila
sér í ráðningum á næstu vikum.
Hátt í sögulegu samhengi
Með þetta í huga kann atvinnu-
lausum að fækka í 14 þúsund í sum-
ar. Það myndi samsvara 7% atvinnu-
leysi í sumar sem yrði vel yfir
meðaltalinu yfir hábjargræðistím-
ann á þessari öld og raunar í sögu-
legu samhengi.
Unnur segir aðspurð að ekki hafi
farið fram greining á áhrifum snjall-
væðingar á fjölda starfa í ferðaþjón-
ustu. Hún telji ríkt tilefni til að taka
þau áhrif með í greininguna. Með
átakinu Hefjum störf fá fyrirtæki
styrk til ráðninga. baldura@mbl.is
7.800 störf í boði
- Atvinnulausum gæti fækkað í 14.000
ef ráðningar í sumar ná fram að ganga
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir það í höndum Reykjavíkur-
borgar ef hún vilji úthýsa Landhelg-
isgæslunni og það séu aðrir staðir
meira en tilbúnir að taka við henni.
Það sé sjálfsagt að skoða þá mögu-
leika.
Landhelgisgæslan er með aðstöðu
á Reykjavíkurflugvelli en eins og
Morgunblaðið hefur greint frá er
ekki lengur pláss fyrir allar flugvélar
og þyrlur Gæslunnar í flugskýlinu
sem þar er.
Haft var eftir formanni skipulags-
ráðs borgarinnar, Pawel Bartoszek,
að þar sem fyrirhugað væri að flytja
Reykjavíkurflugvöll á annan stað
væri eðlilegt að starfsemi tengd hon-
um, svo sem aðstaða fyrir loftför
Gæslunnar, flyttist einnig. Rétt væri
því að beina framtíðaruppbyggingu
aðstöðu Landhelgisgæslunnar annað.
Sigurður Ingi er ósammála því að
staðsetning aðstöðu fyrir Landhelg-
isgæsluna og staðsetning innanlands-
flugvallar þurfi að fylgjast að. Þetta
séu algjörlega aðskilin mál.
Sigurður Ingi segir að aðstaða
Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli sé
óboðleg.
„Ef Reykjavíkurborg hefur ekki
áhuga á að hýsa Landhelgisgæsluna
hlýtur hún að þurfa að skoða það.“
esther@mbl.is
Sjálfstæð ákvörðun
borgarinnar að
úthýsa Gæslunni
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 25. maí. Frétta-
þjónusta verður um hvíta-
sunnuhelgina á fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is.
Áskriftarþjónustan er opin á
laugardaginn kl. 8-12 en lokað
er á hvítasunnudag og annan
dag hvítasunnu. Netfang
áskriftardeildar er askrift-
@mbl.is og símanúmer er 569-
1122. Áskriftarþjónustan verð-
ur opnuð aftur á þriðjudag kl.
7.
Auglýsingadeildin er lokuð
um helgina en verður opnuð
aftur á þriðjudag kl. 8. Hægt er
að bóka dánartilkynningar á
mbl.is.
Fréttaþjónusta
mbl.is um helgina
Sigurður Ingi Jóhannsson sagði
á landsþinginu að mörg sveitar-
félög gætu nýtt tekjustofna
sína betur. „Á höfuðborgar-
svæðinu til dæmis væri hægt að
innheimta um milljarði meira í
útsvar en gert er og því skal það
viðurkennt að það veki nokkra
og sérstaka furðu þegar það
koma stórar fjárkröfur á hendur
ríkinu vegna fjármála sveitarfé-
laganna þaðan, eins og gerðist
á síðasta ári.“
Gætu inn-
heimt meira
FJÁRKRÖFUR VEKJA FURÐU
Unnur
Sverrisdóttir