Morgunblaðið - 22.05.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
AÐAL
FUNDUR
Félagið veitir ferða-
styrk til þeirra félags-
manna sem búa í meira
en 40 km fjarlægð frá
fundarstað.
Félags iðn- og
tæknigreina 2021
verður haldinn laugardaginn 29. maí
kl. 10 að Stórhöfða 31, jarðhæð.
Gengið inn Grafarvogsmegin.
Dagskrá:
1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu
starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu
og afgreiðslu.
3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins.
4. Kjöri stjórnar lýst.
5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna
reikninga, og uppstillinganefndar.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem
FIT er aðili að.
8. Önnur mál.
Hádegismatur
í boði félagsins.
Stjórnin
Athugið að gildandi reglum um sóttvarnir
verður fylgt á fundinum.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Líklegt er að fyrstu íslensku upp-
sjávarskipin byrji að svipast um eft-
ir makríl fyrir Suðurlandi í næstu
viku. Fleiri bætist síðan við á makríl-
veiðum eftir sjómannadag og fram
eftir júnímánuði. Ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda um makrílkvóta
ársins liggur ekki fyrir, en gert er
ráð fyrir að reglugerð um makríl-
veiðar í ár verði gefin út fyrir lok
þessa mánaðar, samkvæmt upplýs-
ingum úr sjávarútvegsráðuneytinu.
Auk Íslands eiga Færeyingar eft-
ir að tilkynna Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðiráðinu, NEAFC, um
sínar fyrirætlanir og Norðmenn
hafa tilkynnt um upphafskvóta upp á
104.998 tonn. Aðrar tilkynningar til
NEAFC eru frá Bretum um 222.288
tonn, frá Evrópusambandinu um
200.179 tonn, frá Rússlandi um
120.423 tonn og frá Grænlandi upp á
60.000 tonn, samkvæmt upplýsing-
um úr ráðuneytinu.
Veiðar umfram ráðgjöf
Þegar hefur því verið tilkynnt um
að fyrrnefnd strandríki hyggist
veiða samtals um 708 þúsund tonn.
Tvö strandríki hafa ekki gefið upp
sína viðmiðun, en í fyrra veiddu ís-
lensk skip um 150 þúsund tonn af
makríl. Alþjóðahafrannsóknaráðið,
ICES, lagði til í lok síðasta árs að
aflinn 2021 færi ekki yfir 852 þúsund
tonn og var um 8% samdrátt í ráð-
gjöf að ræða frá árinu á undan. Ráð-
gjöf fyrir síðasta ár, 2020, var 922
þúsund tonn, en afli ársins varð hins
vegar um 1,1 milljón tonn, eða um
18% umfram ráðgjöf.
Ekki er í gildi samkomulag milli
þeirra þjóða sem stunda veiðar úr
makrílstofninum um skiptingu afla-
hlutdeildar og hver þjóð setur sér
aflamark, sem hefur haft þær afleið-
ingar að veiðar hafa verið umfram
ráðgjöf ICES. Þjóðirnar eru sam-
mála um að fylgja ráðgjöf ársins um
852 þúsund tonn, en eins og áður er
langt í frá að menn séu sammála um
skiptinguna.
Árin 2014-2020 var í gildi sam-
komulag Norðmanna, Færeyinga og
Evrópusambandsins um makrílveið-
ar, en það rann út í fyrra. Þá hefur
sú stóra breyting orðið frá síðasta
ári að eftir Brexit eru Bretar sjálf-
stætt strandríki og hafa tilkynnt um
aflamark fyrir sín skip. Bretar hafa
ekki samið um aðgang t.d. Norð-
manna og Færeyinga til makrílveiða
í breskri lögsögu í ár.
Gætu aukið sinn hlut
Eins og áður sagði hafa Norð-
menn tilkynnt um upphafskvóta, en
reiknað er með að þeir muni bæta í á
næstunni. Samkvæmt fyrrnefndu
samkomulagi ESB, Færeyja og
Noregs fengu Norðmenn 22,5% af
ráðgjöfinni eða 192 þúsund tonn í
fyrra. Í Fiskaren í Noregi mátti í
vikunni lesa vangaveltur um að þar
sem Norðmenn væru nú óbundnir af
þessum samningi gætu þeir veitt
mun meira við Noreg, Jan Mayen og
á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða
á grundvelli þess hve mikið og hve
lengi makríll er á þessum slóðum.
Ann Kristin Westberg, aðalsamn-
ingamaður Norðmanna í makríl-
viðræðum síðustu ára, kynnti í vik-
unni tvær sviðsmyndir um hlutdeild
Norðmanna. Voru þær um 30% eða
35% af heildarráðgjöfinni og færi
aflinn upp í tæplega 300 þúsund
tonn ef miðað væri við hærri hlut-
deildina. Í frétt Fiskaren er einnig
velt upp spurningu um hvort norski
flotinn myndi ráða við að veiða svo
mikið. Einnig um gæði hráefnis og
verð fyrir afurðir.
Fyrstu skipin á mak-
ríl fyrir mánaðamót
- Strandríki tilkynna um aflamark - Engir samningar
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Vertíð Ásgrímur Halldórsson SF og Jón Kjartansson SU á makrílveiðum í
Síldarsmugunni síðasta haust. Vertíð ársins fer í gang á næstu vikum.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra
um takmarkanir vegna kórónuveir-
unnar tekur gildi á þriðjudag og
hafa samkomutakmarkanir þá ekki
verið minni í nærri átta mánuði.
Almennar fjöldatakmarkanir
verða færðar úr 50 manns í 150. Þá
verður grímuskylda frekar undan-
tekning en regla og starfsemi sund-
lauga og líkamsræktarstöðva verður
nærri eðlileg.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra segir að nýja reglugerðin
sé áþekk þeim skrefum sem tekin
voru síðasta sumar. Það sem nú sé
ólíkt er að mið er tekið af bólusetn-
ingum. Yfir 80 þúsund eru nú full-
bólusettir eða 24,8% þeirra lands-
manna sem eru 16 ára og eldri. Stór
bólusetningarvika er fram undan og
er von á 30 þúsund skömmtum af
bóluefni í næstu viku.
Ekkert smit greindist innanlands
í fyrradag. 48 manns voru í ein-
angrun í gær og 157 í sóttkví. Í skim-
unarsóttkví voru 1.043.
Breytingar á fjöldatakmörkunum frá 25.maí
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í
150 manns en börn fædd 2015 og síðarverða áfram undanþegin
Enginn hámarksfjöldi
verður á viðskiptavin-
um í verslunum
Líkamsræktarstöðvar,
sund- og baðstaðir
og söfnmega hafa
opið fyrir leyfilegan
hámarksfjölda gesta
samkvæmt
starfsleyfi í
stað kröfu
um 75%
áður
Heimild:
Stjórnar-
ráðið
Reglugerð um takmarkanir
á skólastarfi fellur brott
Létt verður á grímu-
skyldu og hún fellur
m.a. niður í verslunum
og á vinnustöðum
Einungis er gerð krafa um
grímu á sitjandi viðburð-
um og vegna þjónustu sem
krefst mikillar nándar
Tveggja metra nándarmörk
verða áframmeginregla
Hámarksfjöldi áhorfenda
á sitjandi viðburðum fer úr 150 í
300 og veitingar, þ.m.t. vín-veitingar heimilar í hléi
Afgreiðslutími veitingastaða lengist
um klukkustund
eða frá kl. 22
til kl. 23
Gestir þurfa
að hafa
yfirgefið
staðinn fyrir
miðnætti
Takmarkanir ekki
minni í átta mánuði
Jón Sigurðsson Nordal
jonn@mbl.is
Reykjavíkurborg braut gegn laga-
skyldu sinni til útboðs með samning-
um við Orku náttúrunnar ohf. (ON)
um LED-væðingu götulýsingar í
borginni. Þetta kemur fram í úr-
skurði kærunefndar útboðsmála, en
auk tveggja milljóna króna stjórn-
valdssektar lagði nefndin fyrir borg-
ina að bjóða verkið út.
Fyrir rétt rúmu ári kærðu Samtök
iðnaðarins (SI) þjónustusamninga á
milli Reykjavíkurborgar og ON er
vörðuðu rekstur, viðhald og LED-
væðingu ljósastaura í Reykjavík til
kærunefndar útboðsmála. Fram
kom í gögnum sem lögð voru fyrir
nefndina að borgin hefði greitt ON
tæpar 84 milljónir króna frá ársbyrj-
un 2020 til 30. apríl 2021 fyrir rekst-
ur, viðhald og endurnýjun götulýs-
ingarinnar. SI kröfðust þess að
samningarnir yrðu lýstir óvirkir og
að lagt yrði fyrir Reykjavíkurborg
að bjóða út verkið.
Í úrskurði kærunefndarinnar seg-
ir að tengsl Reykjavíkurborgar og
ON hafi ekki verið þess eðlis að und-
antekningarregla 13. gr. laga um op-
inber innkaup, sem fjallar um opin-
bera samninga sem ekki er skylt að
bjóða út, ættu við. „Þar sem inn-
kaupin voru ekki boðin út verður
lagt til grundvallar að varnaraðili
hafi brotið gegn skyldu sinni til út-
boðs samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga
[um opinber innkaup],“ segir þar
enn fremur. Þannig hafi viðskipti
Reykjavíkurborgar við ON verið út-
boðsskyld.
Beita ekki óvirkjunarheimild
Þrátt fyrir að hún legði stjórn-
valdssekt á borgina lýsti kærunefnd-
in samningana ekki óvirka og vísaði
því til rökstuðnings í eðli samnings-
sambands borgarinnar og ON sem
fram fór innan ramma þjónustu-
samnings frá árinu 2010. Af því sam-
bandi að dæma kom ekki til greina
að beita óvirkjunarheimild sem finna
má í 1. mgr. 115. gr. laga um opinber
innkaup.
Hvað varðar kröfu SI um að borg-
inni yrði skylt að bjóða út verkið að
viðlögðum dagsektum skýrði nefnd-
in niðurstöðu sína með því að skipta
LED-væðingu götulýsingar í
Reykjavík í tvo meginþætti. Annars
vegar kaup á LED-lömpum og hins
vegar kaup á þjónustu við uppsetn-
ingu þeirra. Fyrir lá að rammasamn-
ingur um kaup á lömpum væri í gildi,
en ekki var ákvæðum um útskipt-
ingu og uppsetningu lampanna til að
dreifa í honum.
Nefndin mat það svo að Reykja-
víkurborg hefði ekki fært fram hald-
bærar röksemdir fyrir því að ekki
væri unnt að bjóða út þjónustu
tengda útskiptingu og uppsetningu
LED-lampa né að brýnir almanna-
hagsmunir stæðu í vegi fyrir að
breytingar yrðu gerðar á núverandi
fyrirkomulagi, eins og borgin hafði
byggt á í vörn sinni. Var Reykjavík-
urborg því gert að bjóða fyrrgreinda
þjónustu út og greiða bæði milljón
krónur í málskostnað til SI og tvær
milljónir í stjórnvaldssekt eins og áð-
ur segir.
Reykjavíkurborg braut
gegn lagaskyldu sinni
- Kærunefnd útboðsmála sektar borgina um tvær milljónir
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhús Fyrir rúmu ári kærðu SI samninga á milli borgarinnar og ON.