Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Forysta nokkurra verkalýðs-félaga hér á landi, auk Alþýðu- sambands Íslands, hefur algerlega misst sjónar á erindi sínu og tilgangi. Til- veruréttur verka- lýðsfélaga byggist á því að þau vinni að því að bæta kjör fé- lagsmanna sinna og hafa flestir forystu- menn þessara félaga í gegnum tíðina haft skilning á þessu hlutverki þeirra. Nú er komin fram ný kynslóð háværra leiðtoga sem telja hlutverk sitt allt annað. Baráttumál þeirra eru meira af pólitískum toga og vinnan að hagsmunum launafólks virðist komin neðarlega á verkefna- listann. - - - Þetta má til að mynda sjá á ítrek-aðri hvatningu eða þrýstingi um að almenningur eða lífeyris- sjóðir taki ekki þátt í fjárfestingum í tilteknum félögum sem forystu- mönnunum er í nöp við af ein- hverjum ástæðum. - - - Þetta gengur vitaskuld þvertgegn hagsmunum launþega, ekki síst þegar illa árar, en for- ystumennirnir láta það ekki flækjast fyrir sér. - - - Icelandair varð fyrir barðinu áþessu viðhorfi í fyrra og nú er komið að Play sem ASÍ hvetur fólk til að sniðganga. - - - Þegar forystumenn í verkalýðs-hreyfingunni sýna ítrekað slíkt ábyrgðarleysi og misnota félögin með þessum hætti er ljóst að tíma- bært er orðið að endurskoða löggjöf um vinnumarkað og koma íslensk- um vinnumarkaði í svipað horf og þekkist í öðrum löndum. Þegar stéttarfélög missa tilgang sinn STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag tillögu borgarstjóra um að fela umhverfis- og skipulagssviði að þróa hugmyndir um aukna nýt- ingu Hagatorgs og skilgreina það sem torg í bið- stöðu. Þar með er fallið frá fyrri hugmyndum um að reisa leikskóla til bráðabrigða á torginu. Einnig hefur borgin fallið frá áformum um að reisa leik- skóla við Vörðuskóla á Barónsstíg, a.m.k. um sinn. Markmið tillögunnar sé að kanna tækifærin sem felast í því að hugsa Hagatorg sem fjölnota al- menningsrými eða almenningsgarð sem taki einn- ig mið af nálægð þess við Melaskóla, Hagaskóla og nærliggjandi byggingar. Rýni á samgöngumálum og umferðaröryggi verði hluti af verkefninu með sérstakri áherslu á öruggar göngutengingar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bók- uðu að Hagatorg hefði mikla sérstöðu sem stórt grænt rými í vesturborginni enda orðið fátt um fína drætti hvað varðar græn svæði í þar. Tæki- færi kunna að felast í því að efla það sem almenn- ingsrými. Bráðabirgðalausnir í leikskólamálum samrýmist með engu móti þróun almenningsrým- is við Hagatorg . sisi@mbl.is Hætt við leikskóla á Hagatorgi - Torginu verði breytt í fjölnota almenningsrými Morgunblaðið/RAX Hagatorg Rými fyrir almenning í framtíðinni. Lágmarkslaun lægsta taxta flugliða flugfélagsins PLAY eru um 350 þús- und krónur, án vinnuframlags og aukagreiðslna, ekki 260.000 krónur eins og Alþýðusamband Íslands hef- ur haldið fram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Play. Þar segir jafn- framt að heildartekjur nýráðinna séu um 500 þúsund krónur í meðal- mánuði og að fyrir reyndan starfs- mann gætu föst laun verið allt að 450 þúsund krónur án vinnuframlags. „Félagið lauk nýverið hlutafjár- útboði þar sem breiður hópur fag- fjárfesta fjárfesti fyrir um 6 millj- arða króna í félaginu. Þessi fjár- festing var gerð í kjölfarið á faglegri áreiðanleikakönnun þar sem öll aðal- atriði rekstursins voru könnuð gaumgæfilega eins og vera ber í svona stórum verkefnum. Þar með talið voru kjarasamningar enda var það algjörlega skýrt af hálfu allra þessara aðila að þau mál þyrftu að vera fullkomlega í takt við lög og reglur. Þessi atriði voru því sér- staklega rannsökuð af sérfræð- ingum í kjaramálum,“ segir í yfirlýs- ingunni. Þar kemur fram að kjarasamning- urinn sem Íslenska flugstéttafélagið hafi upprunalega gert við PLAY hafi vegna lífskjarasamninga tekið breytingum í kjölfar fyrrnefndrar vinnu. „Allra lægstu grunnlaunaflokkum þess samnings sem PLAY gerði við Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) var breytt til að mæta lífskjarasamning- unum með þeim hætti að greiðslur sem áður voru breytilegar voru gerðar fastar og tryggðar. Sem dæmi þá fær flugliði greidda breyti- lega þóknun af sölu veitinga og varn- ings um borð ofan á fastan grunn- launataxta. Þessar greiðslur eru tryggðar hjá PLAY. Flugliði hjá fyrirtækinu fær að lágmarki 34 þús- und krónur á mánuði og oftast meira ef salan er hærri. Sama má segja með akstursgreiðslu, hún er tryggð að upphæð 51 þúsund krónur. Þann- ig mynda þessar greiðslur föst laun sem breytast ekkert þó að starfs- maður fari í fæðingarorlof, veik- indaorlof eða annað slíkt,“ segir í yfirlýsingunni. Ofan á þessi laun bætast ýmsar aðrar greiðslur og telur PLAY að þær verði til þess að mánaðarleg laun starfsmanna PLAY, reyndra sem óreyndra, verði algerlega sam- keppnishæf í íslensku samfélagi. „Þó að þau séu á sama tíma miklu hærri en gengur og gerist hjá þeim erlend- um flugfélögum sem einnig eru að fljúga til Íslands.“ Nýráðnir starfsmenn Play fá um 500 þúsund krónur í laun PLAY Flugfélagið sagði ASÍ reyna að knésetja PLAY með ásökunum. - Segja launin samkeppnishæf í íslensku samfélagi AÐAL FUNDUR Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 16.00 á Nauthól, Nauthólsvegi 106 í stóra salnum. DAGSKRÁ 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum verða flutt tvö erindi; Hringbrautarverkefnið – staðan í dag - Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH Nútímaleg og batamiðuð umgjörð um geðþjónustu Landspítala - Nanna Briem geðlæknir og forstöðumaður geðþjónustu Landspítala Lokaorð – Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar Stjórn Spítalans okkar Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.