Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
BÍLABÚÐ BENNA
KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is
Bílasala Suðurnesja
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Ib bílar
Selfoss
Fossnes A
Sími: 480 8080
Bílabúð Benna
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
NÝ RAFMAGNS MOKKA-E
NJÓTIÐ HVÍTSUNNUHELGARINNAR
SPENNAN LOSNAR Í NÆSTU VIKU!
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
O
kkur sýnist að þetta verði
gerlegt og við skynjum að
fólk sé orðið ansi móta-
þyrst,“ segir Ómar Bragi
Stefánsson, framkvæmdastjóri móta
UMFÍ en ákveðið hefur verið að
halda unglingalandsmót á Selfossi
um verslunarmannahelgina og
landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri
í lok ágúst.
„Þessi mót hafa fengið sér-
staklega langan undirbúning,“ segir
Ómar en öllum mótum og viðburðum
UMFÍ var frest-
að í fyrra vegna
kórónuveirunnar.
„Þráðurinn var
tekinn upp síð-
asta haust og við
höfum bara verið
vongóð síðan um
gott mótshald í
sumar,“ segir
Ómar og bætir
við að fylgst verði
vel með sótt-
varnareglum næstu mánuði og tekn-
ar ákvarðanir eftir þeim. „Við
vinnum að sjálfsögðu með heilbrigð-
isyfirvöldum og gerum allt í sam-
ræmi við sóttvarnaaðgerðir sem
mögulega verða í gildi.“
Verður með svipuðu sniði
Unglingalandsmótið sem er
vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð
hefur verið haldið frá árinu 1992 og
hafa þúsundir ungmenna og fjöl-
skyldur þeirra tekið þátt á mótunum
á hverju ári.
Í ár býður mótið upp á keppni í
24 íþróttagreinum fyrir alla þátttak-
endur á aldrinum 11-19 ára. Mótin
eru yfirleitt fyrir 11-18 ára en þar
sem mótinu var frestað í fyrra var
ákveðið að leyfa þeim sem voru 18
ára þá að taka þátt nú.
Ómar segir mótið verða með
svipuðu sniði og það hefur verið áð-
ur, „en auðvitað munu sóttvarnir
setja mark sitt á mótshaldið“.
Á meðal íþróttagreina eru
knattspyrna, körfubolti og frjálsar
íþróttir en líka aðrar nýlegri eins og
strandhandbolti og standblak. Líka
er hægt að skrá sig í hlaupaskotfimi,
bogfimi, borðtennis, golf og glímu,
kökuskreytingar, rafíþróttir og
margar fleiri. Fatlaðir geta eins og á
fyrri mótum tekið þátt í fjölda
greina. Öll kvöld mótsins verða svo í
boði tónleikar fyrir gesti.
Ómar segir að búist sé við þús-
undum mótsgesta á Selfossi um
verslunarmannahelgina og er verið
að útbúa risastórt tjaldsvæði við
Suðurhóla í útjaðri bæjarins fyrir
þátttakendur af öllu landinu. Svæðið
er í göngufæri við mótssvæðið og
ákveðnar götur verða lokaðar í
tengslum við nokkra viðburði.
Keppni í pönnukökubakstri
Landsmót 50 ára og eldri verð-
ur haldið í Borgarnesi helgina 27.-
29. ágúst en áður hefur mótið verið
haldið í byrjun júní. Ómar segir
mótshaldara viljandi hafa fært það
aftar til þess að vera tryggari með
samkomutakmarkanir.
Mótið hefur farið fram árlega
víða um land síðan árið 2011 og er
öllum opið sem verða 50 ára á þessu
ári og öllum eldri. Í boði er keppni í
fjölda greina. Þar á meðal eru
boccía, ringó, fjallahlaup og pönnu-
kökubakstur.
Mikil eftirvænting
Skráning fyrir bæði mótin opn-
ast um mánuði fyrr og er ekki skil-
yrði að vera skráður í íþróttafélag.
„Við hlökkum verulega til og
sjáum fram á skemmtilegt sumar,“
segir Ómar og bætir við að félagið
hafi fundið fyrir mikilli eftirvænt-
ingu, ekki síður hjá fullorðna fólk-
inu. „Við vitum að þó nokkuð af gist-
ingu hefur þegar verið bókað í
Borgarnesi.“
Ómar segir gríðarlega mikla og
skemmtilega uppbyggingu vera í
kringum mótin og þá sérstaklega á
Selfossi í kringum íþróttasvæðið
sem mun nýtast vel. „Það er komin
mikil hreyfigleði í fólk á öllum aldri.
Eins og þeir vita sem hafa komið á
mótin okkar þá verður þetta svaka-
lega skemmtilegur viðburður fyrir
alla fjölskylduna,“ segir Ómar.
Almenning þyrstir í landsmótin
Landsmót UMFÍ fyrir
unglinga annars vegar
og 50 ára og eldri hins
vegar verða haldin á Sel-
fossi og í Borgarnesi í
ágúst. Mótshaldarar segj-
ast vongóðir um fjölmenn
mót og góða afþreyingu
fyrir alla fjölskylduna.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Mikil stemning hefur jafnan ríkt á unglingalandsmótum UMFÍ en mótið verður að óbreyttu haldið um verslunarmannahelgina á Selfossi.
Ljósmynd/UMFÍ
Hörð keppni Landsmót fyrir 50+ verður í Borgarnesi helgina 27.-29. ágúst.
Ómar Bragi
Stefánsson