Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn drög að samkomu- lagi á milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar. Samkomulagið felur í sér uppbygg- ingu á svæði KR við Frostaskjól auk þátttöku borgarinnar í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss, knatthúss. Er þessi samþykkt með vísan til samþykktar borgarráðs 3. sept- ember 2020 um forgangsröðun íþróttamannvirkja í borginni, sem höfð yrðu til hliðsjónar í fjárfesting- aráætlun til ársins 2030. Þar var svæði KR-inga framarlega. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson for- maður KR og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu í hádeginu á fimmtudaginn undir samning um samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á KR-svæðinu þar með talið byggingu fjölnota knatt- húss. Einnig verður unnið að breyt- ingu á heildarskipulagi KR- svæðisins í Frostaskjóli. Stjórn KR hefur kynnt opin- berlega mikla uppbyggingu á svæð- inu í framtíðinni, þar sem verða íþróttamannvirki, þjónustustarfsemi af margvíslegum toga og íbúðir. „Tilkoma fjölnota knatthúss mun gerbylta allri aðstöðu og starfsemi á KR-svæðinu. Samningur þessi byggir á mikilli skipulags- og hug- myndavinnu sem forsvarsmenn KR hafa unnið með arkitektunum Bjarna Snæbjörnssyni, Snædísi Bjarnadóttur og Páli Gunnlaugssyni síðustu ár. Það er ljóst að þessi samningur er mikil lyftistöng fyrir allt íþrótta- og félagsstarf í Vest- urbænum og telst til stærri áfanga í 122 ára sögu félagsins,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu KR. Síðasta embættisverk Gylfa Undirritun samningsins var síð- asta verk Gylfa Dalmanns sem for- maður KR. Hann lét af embætti á aðalfundi á fimmtudagskvöld, eftir átta ára starf. Lúðvík S. Georgsson var kjörinn formaður KR á aðal- fundinum. Lúðvík hefur starfað fyrir KR í áratugi og verið í stjórn KSÍ. Þá samþykkti borgarráð á sama fundi að ráðist verði í endurbætur á aðalvelli Þróttar og gerð á nýjum gervigrasvelli í Laugardal í sam- ræmi við bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar til borgarstjóra, dags. 29. apríl sl. Þetta er í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 18. febrúar sl. og nið- urstöðu sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar, Þróttar og Ár- manns. Fjármála- og áhættustýring- arsviði verði falið að útbúa viðauka vegna breytinganna með tilfærslum innan gildandi áætlunar og leggja fyrir borgarráð til samþykktar. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarráði bókuðu að Þróttur væri með eina fjölmennustu knattspyrnu- deild landsins og mikilvægt væri að búa vel að iðkendum með góðri að- stöðu. Þá röðuðust íþróttamannvirki í Laugardal efst á lista í forgangs- röðun íþróttamannvirkja. Þróttarar hafa um nokkra hríð kvartað yfir óviðunandi æfingaað- stöðu í Laugardalnum. „Vetrar- aðstaða knattspyrnumanna og -kvenna í Þrótti sé vægast sagt öm- urleg. Yfir 1.000 iðkendur deila lé- legu, útslitnu gervigrasi, einum velli með ónýtum hitalögnum,“ sagði m.a. í grein formannsins, Finnboga Hilm- arssonar, sem birtist í jólablaði fé- lagsins í desember sl. Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson Brugðið á leik Gylfi Dalmann formaður og Dagur borgarstjóri að lokinni undirskriftinni hjá KR í Frostaskjóli. Knatthús mun rísa á svæði KR í Frostaskjóli - Þróttarar fá nýjan gervigrasvöll í Laugardalnum Sveitarstjórn Árneshrepps á Ströndum hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi hrepps- ins vegna frístundabyggðar í landi Dranga. Landeigandi Dranga, Fornasel ehf., hefur óskað eftir að heimilt verði að byggja allt að 14 frístundahús á svæðinu. Í greinar- gerð kemur fram að frístundahúsin verði innan tæplega 10 hektara svæðis við Drangabæinn. Samhliða er unnið að gerð deili- skipulags og er jörðin í friðlýsing- arferli hjá Umhverfisstofnun. Markmiðið er að uppbygging á svæðinu fari einungis fram á því svæði sem þegar er búið að byggja á og hlífa þar með hinum hluta jarðarinnar fyrir uppbyggingu. Svæðið er grasi vaxið og þakið sól- eyjum á sumrin og hvönn setur einnig mikinn svip á umhverfið. Skipulagstillagan verður til sýnis í húsnæði Kaupfélagsins í Norður- firði, á vef Árneshrepps og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdir þurfa að berast eigi síðar en 29. júní. Lóðir fyrir frístunda- hús í landi Dranga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðnætursól Víða er fagurt á Ströndum, ekki síst við Drangaskörð. Komdu í BÍLÓ! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringd eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson u Nýskráður 10/2019, ekinn 29 þkm, bensín & rafmagn (plug in hybrid, drægni 60 km), 292 hö, sjálfskiptur (8 gíra). M-sport innan og utan. Raðnúmer 252497 BMW 330e SKODA SUPERB IV SKODA SUPERB IV LAURIN & KLEMENT (LM sport Nýskráður 01/2020, ekinn 13 þkm, bensín & rafmagn (plug in hybrid, 57 km drægni), sjálfskiptur. Alcantara sportsæti, 19“ álfelgur, stafrænt mælaborð. Bakkmyndavél, dráttakrókur og miklu meira. Raðnúmer 252430 SPORTLINE VERÐ 6.890.000 Nýskráður 03/2020, ekinn 9 þkm, bensín & rafmagn (plug in hybrid, 57 km drægni), sjálfskiptur. Leðursæti, 19“ álfelgur, stafrænt mælaborð, hiti og kuldi í sætum. 360° bakkmyndavél og miklu meira. Raðnúmer 252399 &K) VERÐ 6.190.000VERÐ 6.490.000 Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og ungmenni Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þverfaglega geðheilbrigðis- þjónustu fyrir börn og ungmenni. Eftirfarandi kröfur eru gerðar: • Að fyrirtækið/starfsstofan uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda til rekstursins • Að á stofunni starfi þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna sem hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu sem klínískir heilbrigðisstarfsmenn • Að þjónustan sé veitt, með þverfaglegum hætti, af heilbrigðis- starfsmönnum með sérþekkingu á greiningu og gagnreyndri meðferð geðheilbrigðisvanda barna og ungs fólks • Að þjónustan sé veitt börnum og ungmennum allt að 25 ára aldri • Að þjónustan sé veitt bæði á starfsstofu og í formi fjarheilbrigðisþjónustu Um er að ræða tímabundið átak sem gildir út árið 2021. Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið innkaup@sjukra.is þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreindir þættir eru uppfylltir og eftir atvikum umfram þær kröfur. Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 31. maí nk. Markmið með innkaupum skv. auglýsingu þessari er að kaupa sem mest af þverfaglegri geðheilbrigðisþjónustu, fyrir þá fjárveit- ingu sem til verkefnisins er ætluð, að teknu tilliti til þeirra þátta sem tilteknir eru í 3. mgr. 40. gr. laga nr. 112/2208 um sjúkratryggingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.