Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
& "!(%'$#
"$&'%#!
"-+ ! !" &,'*)%(!$#
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til í
gær áætlun upp á 50 milljarða
bandaríkjadala til að binda enda á
heimsfaraldur Covid-19, en í henni
felst meðal annars að búið verði að
bólusetja að minnsta kosti 40% jarð-
arbúa í árslok 2021. Þá verði búið að
bólusetja minnst 60% við lok næsta
árs. „Tillaga okkar setur markmið,
áætlar fjármögnunarkröfur og mæl-
ir fyrir raunsæjum aðgerðum,“ sagði
Kristalina Georgieva, yfirmaður Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, á Alþjóða-
heilbrigðisráðstefnunni sem haldin
var í Róm.
Höfundar skýrslunnar segja að
enginn raunverulegur endir verði á
efnahagskreppunni án þess að
heimsfaraldrinum ljúki. Það sé því í
þágu allra þjóða að binda enda á
hann. „Í nokkurn tíma höfum við
varað við hættulegum frávikum í
efnahagslegum örlögum,“ sagði
Georgieva. „Það mun aðeins versna
eftir því sem bilið breikkar milli auð-
ugra ríkja, sem hafa aðgang að bólu-
efnum, og fátækra ríkja, sem ekki
hafa aðgang.“
Í lok aprílmánaðar höfðu innan við
2% íbúa Afríku verið bólusett á með-
an rúmlega 40% íbúa í Bandaríkj-
unum og rúmlega 20% Evrópubúa
höfðu fengið að minnsta kosti einn
skammt af bóluefni gegn kórónu-
veirunni. Það er því í forgangi hjá
stjórn sjóðsins að flýta bólusetning-
um. Sagði Georgieva markmiðið að
hjálpa til við að koma heimsfaraldr-
inum undir stjórn alls staðar, í þágu
allra. Gert er ráð fyrir að 50 millj-
arða áætlunin verði samblanda af að
minnsta kosti 35 milljörðum dala í
styrkjum frá ríkari löndum og einka-
aðilum og svo um 15 milljörðum frá
öðrum ríkjum með aðstoð lána frá
þróunarbönkum sem beri litla eða
enga vexti. rli@mbl.is
Vilja 50 milljarða í baráttuna
- Enginn efnahagsbati nema heimsfaraldrinum ljúki
AFP
Markmið Stefnt er að því að búið verði
að bólusetja 40% jarðarbúa í árslok.
Þjóðverjar gátu á föstudag farið á stjá í fyrsta
skiptið í marga mánuði. Þá voru m.a. sundlaug-
ar, barir og veitingastaðir opnuð aftur, eftir að
Þýskalandi frá því í nóvember í tilraun til að
minnka útbreiðslu kórónuveirunnar. Því mátti
sjá ánægða Þjóðverja að spóka sig um í gær.
afléttingar tóku gildi víðs vegar í landinu vegna
lítils fjölda smita og aukinnar bólusetningar.
Samkomutakmarkanir og lokanir hafa verið í
AFP
Skálað fyrir afléttingum á berlínskum bar
Japanskur lestar-
stjóri á yfir höfði
sér refsingu fyrir
að yfirgefa
stjórnklefa lestar
til þess að fara á
salernið.
Athæfið var
refsivert af þeim
sökum að lestin
kom einni mínútu
of seint á áfangastað. Seinkunin
leiddi til rannsóknar en mikil
áhersla er lögð stundvísi almenn-
ingssamgangna í Japan.
Um var að ræða svokallaða há-
hraðalest sem var á 150 kílómetra
hraða þegar maðurinn skrapp frá.
Lestarstjórinn viðurkenndi að
hafa yfirgefið stöð sína í þrjár mín-
útur til þess að fara á salernið vegna
kviðverkja og skilið starfsmann, sem
hafði ekki réttindi, eftir við stjórn-
völinn. Reglur kveða á um að lest-
arstjórinn hefði átt að láta stjórn-
stöð vita af salernisferðinni. Hann
gerði það hins vegar ekki þar sem
honum þótti það pínlegt.
Refsað fyrir að fara
á salernið í vinnunni
Lestarstjórinn var
frá í þrjár mínútur.
JAPAN
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vopnahlé Ísraelsríkis og Hamas-
samtakanna á Gaza-svæðinu hélt í
gær, þrátt fyrir að óeirðir brytust út
í Jerúsalem og á Vesturbakkanum.
Kom til átaka milli ísraelskra lög-
reglumanna og Palestínumanna við
al Aqsa-moskuna í Jerúsalem að
loknum föstudagsbænum, en svipuð
átök voru ein helsta kveikja átak-
anna á Gaza-svæðinu fyrir tveimur
vikum.
Benjamín Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, sagði í gær að loft-
árásir Ísraelshers á Gaza-svæðið
hefðu skilað miklum árangri, og að
Ísraelsmenn hefðu varið sig gegn
„óþolandi árásargirni“, en leiðtogar
Hamas-samtakanna lýstu sömuleiðis
yfir „sigri“ í átökunum.
Loftárásir Ísraela eru sagðar hafa
fellt 243 á Gaza-svæðinu og voru 66
börn sögð þar á meðal af heilbrigð-
isráðuneyti svæðisins, sem lýtur
stjórn Hamas. Netanyahu sagði hins
vegar að nærri 200 vígamenn hefðu
verið felldir í loftárásum Ísraela.
Á sama tíma skutu Hamas-sam-
tökin og aðrir vígamenn rúmlega
4.300 eldflaugum að Ísrael, en mikill
meirihluti þeirra náði ekki í gegnum
loftvarnarkerfi Ísraela, „járnhvelf-
inguna“ svonefndu. Hins vegar féllu
tólf manns í heildina, þar af eitt barn,
og 357 særðust í eldflaugaárásunum.
„Alvörutækifæri“ til friðar
Helstu þjóðarleiðtogar heims
lýstu yfir ánægju sinni með að
vopnahléið, sem Egyptar höfðu milli-
göngu um, hefði tekið gildi. „Ég trúi
að við höfum nú alvörutækifæri til að
ná árangri, og ég mun vinna stað-
fastlega að því markmiði,“ sagði Joe
Biden Bandaríkjaforseti.
Fulltrúar Evrópusambandsins
sögðu að eina varanlega lausnin á
málefnum Ísraels og Palestínu væri
hin svonefnda tveggja ríkja lausn, og
Rússar og Kínverjar hvöttu báða að-
ila til þess að hefja friðarviðræður á
ný.
Antony Blinken, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hyggst funda
með utanríkisráðherrum beggja
ásamt fulltrúum annarra ríkja í
heimshlutanum á næstu dögum til
þess að kanna hvernig hægt sé að
búa til betri framtíð fyrir bæði Ísr-
aela og Palestínumenn.
Vopnahléið haldið í heiðri
- Ísraelar og Hamas-samtökin lýsa bæði yfir „sigri“ í átökunum á Gaza-svæðinu
- Vopnahléið hélt velli þrátt fyrir óeirðir - Kanna möguleika á varanlegum friði
AFP
Óeirðir Í brýnu sló á milli lögreglunnar í Jerúsalem og mótmælenda við al-
Aqsa-moskuna, einn helgasta reit múslima, en nýsamið vopnahlé hélt.
Breska ríkis-
stjórnin íhugar
hvort leggjast
þurfi í pólitískar
aðgerðir gegn
BBC eftir nið-
urstöðu rann-
sóknar Dysons
lávarðar á um-
deildu viðtali við
Díönu prinsessu.
Viðtalið birtist í
þætti Panorama árið 1995 og kom
fram í niðurstöðum Dysons að það
hefði verið tryggt með blekkingum
og fölsunum.Viðtalið vakti gríðar-
lega athygli á sínum tíma þar sem
prinsessan ræddi meðal annars
vandamálin í hjónabandi sínu og
Karls Bretaprins.
Sonur Díönu og Karls, Vilhjálmur
Bretaprins, ásakaði BBC fyrir að
hafa brugðist móður hans og al-
menningi. Hann sagði viðtalið hafa
leitt til þess að samband foreldra
hans versnaði. Þá sagði Vilhjálmur
að sér þætti sorglegast að móðir
hans hefði aldrei fengið að vita að
ráðskast hefði verið með hana.
BBC hefur beðið Vilhjálm og
Harry bróður hans formlega afsök-
unar á vinnubrögðunum.
Íhuga
aðgerðir
gegn BBC
- Vilhjálmur
fordæmir viðtalið
Díana, prinsessa
af Wales.