Morgunblaðið - 22.05.2021, Page 22
Morgunblaðið/RAX
Á Reykjavíkurflugvelli Flugvélar Mýflugs flytja hundruð sjúklinga frá landsbyggðinni á Landspítalann ár hvert.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
F
lugvélar eru burðarásinn í
sjúkraflugskerfi Íslands.
Þær fara mun oftar í
sjúkraflug ár hvert en
þyrlur Landhelgisgæslunnar, eða í
80% tilvika. Áfangastaður flugsins er
langoftast Reykjavíkurflugvöllur,
þar sem sjúkling-
arnir eru á leið-
inni á Landspít-
alann, sem er í
næsta nágrenni
við flugvöllinn.
Þetta kemur
fram í skýrslu
Þorgeirs Páls-
sonar, fyrrver-
andi flug-
málastjóra, sem
kom út í ágúst 2017. Jón Gunnarsson,
þáverandi samgönguráðherra, fól
Þorgeiri að skilgreina og leggja mat á
það öryggishlutverk sem Reykjavík-
urflugvöllur gegnir, og jafnframt að
meta hvernig og hversu vel aðrar
staðsetningar flugvallar fyrir höf-
uðborgarsvæðið myndu uppfylla
þetta hlutverk.
Skýrsla Þorgeirs er hér rifjuð
upp vegna ummæla Pawels Barto-
szeks borgarfulltrúa í blaðinu í gær
þess efnis að það væri afstaða
Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn
ætti að víkja úr Vatnsmýrinni. Sagði
Pawel að Landhelgisgæslunni yrði
ekki leyft að byggja nýtt skýli fyrir
flugflota sinn á vellinum, en gamla
skýlið er sprungið auk þess sem það
uppfyllir í engu kröfur um öryggi og
aðbúnað. Pawel bendir á að til skoð-
unar sé að útbúa nýjan þyrlupall á
vellinum sem þyrlurnar gætu lent á.
En hvert færist sjálft sjúkra-
flugið? Það er spuringin sem þarf að
svara. Til Keflavíkurflugvallar eða á
nýjan flugvöll í Hvassahrauni?
Fram kemur í skýrslu Þorgeirs
að Mýflug hafi um árabil annast
sjúkraflug innanlands með aðsetur
og miðstöð á Akureyrarflugvelli.
Notaðar eru afkastamiklar og hrað-
fleygar flugvélar (Beechcraft King
Air200), sem henti vel til flugs yfir
hálendi Íslands, þar sem þær hafa
jafnþrýstibúnað, veita einum til
tveimur sjúklingum og áhöfn þægi-
legt umhverfi og eru hagkvæmar í
rekstri. Flug frá fjarlægustu flug-
völlum landsins taki yfirleitt ekki
nema eina klukkustund. Árið 2016
voru um það bil 700 sjúklingar fluttir
með sjúkraflugi Mýflugs, flestir til
Reykjavíkur. Til samanburðar voru
166 sjúklingar fluttir með þyrlum
Landhelgisgæslunnar árið 2016.
Mikil aukning hefur verið í
sjúkraflutningum eða sem nam 50%
fimm árin þar á undan, eða um 8,5% á
ári. „Reykjavíkurflugvöllur er afar
vel í sveit settur við hlið Landspít-
alans, sem er oftast endanlegur
áfangastaður sjúklinganna. Flugvöll-
urinn býður upp á góðar aðflugsleiðir
og flugleiðsöguþjónustu auk langra
og góðra flugbrauta fyrir þessa stærð
flugvéla. Lokun á SV/NA-flugbraut-
inni, sem stundum er nefnd neyð-
arflugbrautin, hefur þó rýrt verulega
möguleikana til að lenda á flugvell-
inum í sterkum útsynningi, sem er al-
gengur á Suðvesturlandi, sérstaklega
á haustin og vorin,“ segir Þorgeir.
Gegna veigamiklu hlutverki
Hann bendir á að þyrlur Gæsl-
unnar gegni veigamiklu hlutverki við
flutning á sjúkum og slösuðum. Þær
séu fyrst og fremst notaðar þegar
aðrar leiðir eru ekki færar til að kom-
ast að og sækja sjúkling við erfiðar
aðstæður. Þyrlurnar séu fremur
hægfleygar og þurfi því nokkurn
tíma til að komast á vettvang. Jafn-
framt séu þær heftar í blindflugi yfir
hálendið vegna takmarkaðrar af-
kastagetu ef annar hreyfillinn bilar á
flugi. Þyrlur séu einnig mun við-
kvæmari fyrir ísingu en flugvélar.
„Hins vegar hafa þær ótvíræða kosti
þegar sækja þarf slasaðan ein-
stakling á torsótta staði eða á vett-
vang fjarri nothæfum sjúkraflugvelli
auk þess að geta lent við inngang
sjúkrahússins. Eðli málsins sam-
kvæmt eru þyrlur ekki fyrsti kostur
til að koma slösuðum á sjúkrahús frá
fjarlægari stöðum á landinu, nema líf
liggi við og aðrar leiðir séu ekki fær-
ar,“ segir Þorgeir.
Flugvélar burðarásar
í sjúkraflugskerfinu
Þorgeir Pálsson
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eigandiónýtshúss við
Þórsgötu í
Reykjavík hefur í
17 ár leitað leyfis
til að rífa það, en án árang-
urs. Frásögn hans af við-
ureign sinni við Reykjavík-
urborg vegna hússins birtist
í Morgunblaðinu í gær og er
hún líkari skáldskap en
veruleika.
Guðmundur Kristinsson
byggingameistari keypti
húsið til þess að rífa það og
byggja nýtt árið 2004. Húsið
er tæpir 50 fermetrar, klætt
bárujárni, og ónýtt. Húsið
hefur ugglaust einhvern
tímann verið huggulegt, en
langt er síðan það var og nú
er það blettur á götumynd-
inni.
Á þessum slóðum hafa
mörg ný hús risið og gömul
hús vikið fyrir þeim. Sér-
staða hússins á Þórsgötu
virðist engin vera.
Guðmundur lýsir því í
samtali við Morgunblaðið
hvernig hann hafi lagt fram
fjölda fyrirspurna og erinda
til borgarinnar. Hann hafi
verið með formlegt mat um
að húsið væri ónýtt. Aldrei
hafi hann þó fengið leyfi til
að rífa það. Hann hafi haft
hugmyndir um að reisa hús
með tíu íbúðum. Þegar
teikningarnar þóttu ekki
passa inn í götumyndina lét
hann laga þær. Þá reyndist
gert ráð fyrir of mörgum
íbúðum í húsinu að mati
borgarinnar, þær mættu
ekki vera fleiri en átta. Guð-
mundur fækkaði íbúðunum í
sjö til að koma til móts við
þessar kröfur. Í tvígang hafi
hann fengið leyfi til að reisa
nýtt hús, en aldrei fengið
leyfi til að rífa húsið sem
fyrir er.
Á meðan hafa árin liðið og
húsið drabbast nú niður.
Hústökufólk hefur hreiðrað
um sig í húsinu. Nú síðast
hafði maður sest þar að og
safnað að sér gaskútum,
olíufötum og bensínbrúsa. Í
einu horninu hafði hann
komið fyrir kamínu og
brenndi í henni pappír og
fleira.
Afgreiðsla borgarinnar á
þessu máli er með ólík-
indum. Guðmundur lýsir því
að einn embættismaður hafi
sagt við sig að hann ætlaði
að tefja málið þar til húsið
yrði hundrað ára og friðað,
en pólitískur fulltrúi sagt í
hálfkæringi að hann ætti
bara að kveikja í því.
„Svona eru
móttökurnar sem
ég hef fengið hjá
þessu liði. Þetta
hefur verið tafið
fram og til baka
og hent til og frá. Það er eins
og enginn taki ákvörðun,“
segir Guðmundur í viðtalinu.
Það er ekki hægt að una
svona afgreiðslu þar sem
fólk er látið velkjast í kerf-
inu hátt í tvo áratugi án þess
að verða neitt ágengt. Það
hefur á sér blæ fáránleikans
að leyfa byggingu nýs húss,
en banna að rífa það sem
fyrir er. Hlutverk borgar-
kerfisins á að vera að þjóna
borgarbúum og það á að
vera í fyrirrúmi að gera það
hratt og vel. Þetta dæmi
vekur þá spurningu hvort
ekki eigi einfaldlega að setja
mörk á það hversu lengi mál
megi velkjast í borgarkerf-
inu.
Þrautagangan vegna húss-
ins á Þórsgötunni er til lítils
sóma fyrir borgina, en hún
er ekki einsdæmi um þver-
girðingshátt og furðulegar
uppákomur í borgarkerfinu.
Á fimmtudag birtist frétt
á mbl.is um íbúa í nýju
hverfi í Vogabyggð, sem
gert hefur verið að leggja
pínulítinn grasblett á einka-
lóð sinni. Þessi kvöð á að
vera hluti af stefnu borg-
arinnar um að leggja áherslu
á græn svæði. Þetta mál hef-
ur áður verið til umfjöllunar
og í fréttinni gagnrýnir
Hildur Björnsdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, skilmála
borgarinnar og segir þau
skýra birtingarmynd for-
ræðishyggju.
Fréttinni fylgdi mynd af
grasblettinum og virðist
hann vera um tveir fermetr-
ar bak við grindverk. Gras-
blettur þessi er vandræða-
legt dæmi um það þegar
kerfishyggjan valtar yfir
skynsemina.
Fyrir nokkrum árum kom
skýrsla frá umboðsmanni
borgarbúa þar sem rakin
voru mörg dæmi um lélega
þjónustu. Í skýrslunni kom
fram að meira að segja um-
boðsmaðurinn var dreginn á
svörum í borgarkerfinu.
Hér hafa verið nefnd tvö
dæmi um það hvernig borg-
arkerfið þvælist fyrir í stóru
og smáu og menn missa
sjónar af tilgangi þess. Það
er ekki spurt: „Hvað get ég
gert fyrir þig?“ Fremur eru
menn látnir bíða í 17 ár og
hafa enn ekki fengið svar.
Borgarkerfið
þvælist fyrir
í stóru og smáu}
17 ára bið eftir svari
É
g hef ákveðið að ráðast í heildar-
úttekt á þjónustuferlum, hug-
myndafræði, innihaldi og gæðum
heilbrigðisþjónustu við ein-
staklinga með vímuefna-
sjúkdóma. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir mun
annast úttektina. Í úttektinni verða einnig skoð-
aðir möguleikar á frekari samhæfingu heil-
brigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu, eink-
um með tilliti til endurhæfingar, búsetuúrræða
og stuðningsmeðferðar fyrir einstaklinga í bata-
ferli.
Embætti landlæknis gaf á liðnu ári út sam-
antekt um aðgengi að heilbrigðisþjónustu
vegna notkunar áfengis og vímuefna. Sam-
antektin, sem er byggð á gögnum frá heilbrigð-
isstofnunum, undirstrikar fyrst og fremst mik-
ilvægi samræmingar í skráningu, viðmiðum og
verklagi þegar kemur að meðferð við áfengis- og vímu-
efnavanda. Eins og fram kemur í skýrslu embættisins
hafa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóð-
irnar gefið út viðmið um meðferð vegna vímuefnaneyslu.
Þar er m.a. lögð áhersla á að meðferð þurfi að fela í sér
þjónustu sem er í boði úti í samfélaginu og nær til jað-
arsettra hópa. Ein af tillögum embættis landlæknis er að
stefna í áfengis- og vímuvörnum verði endurskoðuð og
gildi til ársins 2030 og að stefnunni fylgi tímasett aðgerða-
áætlun.
Brýnt er að móta nýja stefnu til framtíðar í þessum
málaflokki með heildstæðum tillögum um sam-
þættingu og samvinnu fyrsta, annars og þriðja
stigs heilbrigðisþjónustu þar sem jafnframt yrði
skoðaður fýsileiki þess að samþætta heilbrigðis-
og félagslega þjónustu gagnvart notendum.
Forsenda nýrrar stefnumótunar er heildar-
úttekt á núverandi þjónustuferlum, hugmynda-
fræði, innihaldi og gæðum heilbrigðisþjónustu
við fólk með vímuefnasjúkdóm.
Einnig þarf að skoða hvar núverandi heil-
brigðisþjónusta byggir á gagnreyndri þekkingu/
klínískum leiðbeiningum og hvar eru brotalamir
hvað þetta varðar. Beitt verður aðferðafræði
Benchmarking best practice sem nýtist vel til að
greina hvaða eiginleikar stofnana/þjónustuveit-
enda leiða til hámarksárangurs og einnig til að
greina kosti og ókosti núverandi þjónustukerfis
og meta hvaða atriði þarf að færa til betri vegar.
Hér á landi hefur ekki tekist að stíga nauðsynleg skref í
samþættingu heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu sem
byggist á þeirri hugmyndafræði fíknifræða að vímuefna-
vandi hafi lífsálfélagslegar orsakir og því árangursríkast
að samþætta og veita heildræna velferðarþjónustu og eft-
irfylgd fyrir fólk með vímuefnasjúkdóm.
Ég bind miklar vonir við þessa vinnu, sem er löngu
tímabær. Úttektin verður svo grundvöllur ákvarðana og
aðgerða á þessu mikilvæga sviði velferðarþjónustunnar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Úttekt á þjónustu við einstaklinga
með vímuefnasjúkdóma
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen