Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 25

Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 V íkingaklúbburinn er Ís- landsmeistari skákfélaga fyrir tímabilið 2019-2020 en Íslandsmótið var til lykta leitt um síðustu helgi í 1. og 2. deild. Úrslit fyrri hlutans voru látin gilda í 3. og 4. deild. Víkingaklúbb- urinn hlaut 53 vinninga af 72 mögu- legum, SSON varð í 2. sæti með 48 vinninga, Huginn í 3. sæti með 46½ vinning, Fjölnir og TR (a-sveit) í 4.- 5. sæti með 41 vinning og Skákfélag Akureyrar varð í 6. sæti með 39 vinninga. Öll þessi lið færast upp í úrvalsdeild sem hefst á hausti kom- anda en þar verða tefldar tíu um- ferðir í þrem hrinum keppninnar. Í 2. deild sigraði Skákdeild KR, hlaut 30 vinninga af 42. Taflfélag Vestmannaeyja varð í 2. sæti með 28½ vinning, Skákfélag Akureyrar (b-sveit) varð í 3. sæti með 27½ vinn- ing og Skákfélagið Huginn (b-sveit) varð í 4. sæti með 25½ vinning. Þessi lið færast upp í hina nýju 1. deild Ís- landsmótsins. Margir náðu góðum úrslitum í seinni hluta keppninnar um helgina. Hinn 18 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson náði lokaáfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Héðinn Steingrímsson og Alexander Oliver Mai unnu allar skákir sínar og ný- bakaður Íslandsmeistari, Hjörvar Steinn Grétarsson, hlaut 3½ vinning af 4 á 1. borði Hugins og kemst nú yfir 2600 elo-stig. Þá náði Guðlaug Þorsteinsdóttir jafntefli í skák sinni við Jóhann Hjartarson sem var nokkuð frá sínu besta eftir að hafa unnið allar fimm skákir sínar í fyrri helmingi keppninnar haustið 2019. Íslandsmótið er stíft keyrt áfram, fjórar skákir á tveim sólarhringum er fullmikið finnst mörgum. Þrátt fyrir margar skemmtilegar skákir og góð tilþrif vakti ein viður- eign sennilega meiri athygli en aðrar og fór hún þó fram á einu af neðri borðum efstu deildar. Báðir kepp- endur geta státað af eftirtektar- verðum árangri við skákborðið, t.d. var Bergsteinn Einarsson í frægu liði sem vann ólympíugull á Ólymp- íumóti 16 ára yngri á Kanaríeyjum árið 1995. Fimm drottningar sáu dagsins ljós og er það afar fátítt. Íslandsmót skákfélaga 2019- 2020; 8. umferð: - Sjá stöðumynd - Bergsteinn Einarsson (TR ) – Atli Freyr Kristjánsson (Huginn) Hvítur vakti upp drottningu á d8 í síðasta leik sínum og svartur svar- aði í sömu mynt a1 í leiknum þar á undan. Hvítur þarf nú að verjast að- steðjandi máthótun 46. … Dg1+ 47. Dxg1 Dxg1+ 48. Kh4 Df2+ 49. Kh5 g6 mát. Í ofanálag þarf hann að berjast við frípeð svarts og til- tölulega trausta kóngsstöðu svarts. Góð ráð eru dýr … 46. Dd2 Dg1+ Þetta lítur auðvitað vel út en einnig kom til greina að leika 46. … a3. 47. Dxg1 Dxg1+ 48. Kh4 Db1? Eftir 48. … a3 getur hvítur ekki stöðvað för a-peðsins vegna sí- felldra máthótana, t.d. 49. Dd7 Df2+ 50. Kh5 Dxf3+ 51. Kh4 Dxf4+ 52. Kh5 Dg5 mát. 49. Dd7 a3 Hann er enn með unnið en ein- faldara var 49. … De1+ 50. Kh5 Dg3 o.s.frv. 50. Df7 a2?? Gáir ekki að sér. Vinninginn var að hafa með 50. … Dg1 51. Kh5 Dg3! o.s.frv. 51. Kh5! Dg1 52. h4! a1(D) 53. Dxg7+! Daxg7 Patt! Bestum árangri þeirra sem tefldu sex skákir eða meira, og er þar mið- að við árangur reiknaðan upp á stig, náðu Hjörvar Steinn Grétarsson, 2652, Rússinn Anton Demchenko sem tefldi fyrir SSON 2616 og Hannes Hlífar Stefánsson 2603. Björn Þorfinnsson sem tefldi fyrir Víkingaklúbbinn náði hæsta vinn- ingshlutfallinu, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Alþjóðlegur meistari Vignir Vatnar Stefánsson sem er 18 ára náði loka- áfanganum að alþjóðlegum meistaratitli. Skilyrðinu að hafa náð 2400 elo- stigum náði hann 13 ára gamall. Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga Mannslífsflóran eykst á Íslandi og fólki fjölgar af ólíku þjóðerni og fjölbreyti- leikinn eykst – og þar með talið skoðunum á ýmsum málefnum. Það er ágæt þróun ef hugmyndir fá að tak- ast á og við varð- veitum frelsið. Sjálfur giftist ég konu frá Úkraínu og fékk þess vegna sér- staka innsýn í heim rétttrún- aðarkirkjunnar, menningu hennar og viðhorf. Að gefnu tilefni er rétt að gera grein fyrir aðalatriðum þessa við- horfs. Á trúarlega sviðinu varðveitir kirkjan trúna eins og hún hefur ver- ið óskert frá fyrstu tíð og kemur fram í trúarjátningunni. Á fé- lagslega sviðinu aðhyllumst við um- burðarlyndi og umhyggju fyrir lít- ilmagnanum. Við virðum fólk af öll trúarbrögðum, kynþáttum, litarhafti og kyni. Virðum menningu sér- hverrar þjóðar, sérhverja tungu, er- um hlynnt vísindum og skyn- samlegri notkun þeirra og erum gegn hvers konar öfgum. Konur og karlar eru jafnrétthá og konan jafn- vel ívið betri því hún er kóróna sköp- unarverksins. Þessa hugsun þekka allir kristnir menn og þarf naumast að útskýra. Sem kristnir menn erum við and- stæð fóstureyðingum og teljum sér- hvert líf vera Guðs gjöf og mað- urinn, hvernig sem hann er gerður, er óendanlega dýrmætur. Við biðj- um til Guðs að augu manna opnist fyrir þessu og þeir verndi lífið. Mér er heiður sem lækni að hafa þetta viðhorf enda er það hluti af eiði lækna, svokölluðum Hippókrat- esareiði, fyrst að valda ekki skaða. Enn fremur að hafa frið við alla menn, uppörva, útskýra og hjálpa. Rétttrúnaðarkristnir biðja í lit- úrgíu hvern sunnudag fyrir friði um allan heim, fyrir velsæld allra þjóða, fyrir ráðamönnum, fyrir vinum, fjöl- skyldu og óvinum. Við biðum fyrir sjúkum, einmana og aðskildum og þeim sem þjást og syrgja. Þótt kirkjan lifi lífi Krists er sér- hver maður frjáls að hugsun sinni og samvisku og enginn er þvingaður til viðhorfs eða skoðana. Kirkjan hefur enga opinbera al- þjóðlega pólitíska skoð- un á félagslega sviðinu og er í mun að allir hafi aðgang að henni, hverr- ar skoðunar sem þeir eru. Hvaða reynslu sem þeir hafa og sorgir. Hún hefur aðeins einn tilgang, sem er að boða orð Krists. Sérhver þjóð hefur sína menn- ingu og réttmætar ástæður til að vernda hana, sögu sína og tungu. Þetta viðhorf er einnig í hávegum haft og álíka mikilvægt og að heimili fólks njóti verndar. Fjölbreytileiki mannlífsins hefur tilgang, hann er eðlilegur og fal- legur og Guði þóknanlegur sam- kvæmt Heilagri ritningu. Trúin á Krist snýst um veru- leikann, lífið eins og það er í raun, sannleikann sem er Kristur sjálfur, hann er vegurinn og lífið sjálft. Lífið er ekki endilega falið í ástríðufullri sannfæringu okkar, þótt við höldum það. Það er hátíðlega orðað, en það er sígilt og rétt og undirstrikar að mönnum er sjaldnast akkur í því að búa sér til sinn eigin sannleika. Margar stefnur eru til af því tagi, sprottnar úr hugsunum og ástríðum mannsins eða draumi um betra og réttlátara líf. Það er í sjálfu sér skiljanlegt en í ljósi sögunnar verð- ur að fara varlega. Það virðist vera hin endalausa ástríða manna að temja náungann svo hann geri, hagi sér og hugsi eins og maður sjálfur vill. En í raun þarf engan að sann- færa, því maðurinn fer sjálfviljugur þangað sem hann er elskaður og virtur. Ég er kristinnar trúar Eftir Guðmund Pálsson »Mér er heiður sem lækni að hafa þetta viðhorf enda er það hluti af eiði lækna, svoköll- uðum Hippokratesar- eiði, fyrst að valda ekki skaða. Guðmundur Pálsson Höfundur er heilsugæslulæknir. Eggert Thorarensen for- stjóri var fæddur á Móeiðar- hvoli í Hvolhr., Rang., 26. maí 1921. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Þorsteinsson Thorarensen, bóndi og hrepp- stjóri á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíðarhr., Rang., síðar forstjóri Bifreiðastöðvar Reykjavíkur, og Ingunn Eggertsdóttir Thor- arensen húsfreyja. Eggert útskrifaðist sem stúdent 1940 frá Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk fyrri hluta lögfræðiprófs 1944. Hann starfaði sem leigu- bifreiðastjóri og síðar skrif- stofumaður. Árið 1953 tók hann við starfi forstjóra BSR og gegndi því til ársins 2000. Hann reisti m.a. tvennar höf- uðstöðvar og jók reksturinn jafnt og þétt. Eggert lék knattspyrnu með Víkingi og fótboltafélagi BSR, sat í stjórn Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá 1946 til 1951 og tók virkan þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins eftir það. Egg- ert var minnugur og fjölfróður, farsæll viðskiptamaður og naut hvarvetna trausts og álits. Kona Eggerts var Krist- björg G. Thorarensen hús- móðir, sonur þeirra er Guð- mundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR. Eggert lést 30. mars 2008. Merkir Íslendingar Eggert Thorarensen SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.