Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Óvissa um gagnkvæma viðurkenn- ingu og fullnustu dóma ríkisdómstóla í einkamálum á milli Bretlands og Ís- lands er ein afleiðing Brexit sem hefur komið mörgum í opna skjöldu og get- ur valdið vandkvæðum í alþjóðlegum viðskiptum íslenskra aðila. Lúganósamningurinn Fyrir Brexit voru bæði Bretland (sem ESB-ríki) og Ísland (sem EES- ríki) aðilar að Lúganósamningnum um dómsvald og viðurkenningu og fulln- ustu dóma í einkamálum. Við Brexit féll aðild Bretlands að Lúganósamn- ingnum niður, sem gerir það að verk- um að eins og sakir standa ríkir óvissa um hvort íslenskir dómstólar munu veita enskum dómum fullnustu og þá jafnframt hvort enskir dómstólar munu veita íslenskum dómum fulln- ustu. Bagaleg óvissa Slík óvissa er bagaleg í ljósi mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands og ótölulegs fjölda viðskipta- og fjár- málasamninga á milli íslenskra og er- lendra aðila, þar sem samið hefur ver- ið um lögsögu enskra dómstóla, en afar algengt er að aðilar velji ensk lög og lögsögu enskra dómstóla í alþjóð- legum viðskiptum, enda þótt við- skiptin varði ekki England að neinu öðru leyti. Að óbreyttu er ekki hægt að segja til um með vissu hvernig íslenskir dómstólar munu taka á málum þar sem reynir á fullnustu enskra dóma, en fullyrða má að ekkert í íslenskum rétti eða alþjóðlegum samningum skyldar íslenska dómstóla til slíkrar beinnar viðurkenningar og fullnustu enskra dóma með sama hætti og gildir samkvæmt Lúganósamningnum í tengslum við dóma frá öðrum EES- ríkjum, sem og frá Sviss. Lausnir í einstökum tilvikum Nokkrar leiðir eru færar til að eyða núverandi óvissu. Fyrst er að nefna að Bretland hefur sótt um enduraðild að Lúg- anósamningnum og nú sem sérstakt ríki. Evr- ópusambandið hefur til þessa verið tregt til að samþykkja slíka aðild Bretlands, hugsanlega til að geta notað sem skiptimynt í tengslum við samkomulag um aðra samninga ESB og Bretlands, og er alls óvíst hvort aðildin verð- ur að veruleika. Í einstökum tilvikum er nú byggt á eldri tvíhliða samn- ingum um þessi efni á milli Bretlands og einstakra ríkja og sem voru gerðir áður en Bretland gerðist aðili að ESB. Í þessu sambandi er nærtækast að nefna Noreg, en norsk og bresk stjórnvöld hafa lífgað við tvíhliða samning á milli ríkjanna frá árinu 1961 í þessu skyni. Enginn slíkur tví- hliða samningur er milli Íslands og Bretlands. Einnig er vert að geta Haag- samnings frá árinu 2005 um samninga um lögsöguval (e. Convention on choice of court agreements), sem kveður á um gagnkvæma viðurkenn- ingu og fullnustu dóma þegar aðilar viðskiptasamnings hafa samið um ein- hliða lögsögu tiltekins ríkisdómstóls (e. exclusive jurisdiction) og þegar hvorugur aðila er neytandi eða í stöðu starfsmanns í ráðningarsambandi. ESB fullgilti aðild sína að Haag- samningnum árið 2015 og við Brexit endurnýjaði Bretland sérstaka aðild sína og gildir samningurinn nú á milli Bretlands og einstakra ESB ríkja. Haag-samningurinn leysir þannig úr ofangreindri óvissu að nokkru leyti. Ísland hefur hins vegar ekki gerst að- ili að Haag-samningnum og gildir hann þess vegna ekki í neinum til- vikum á milli Bretlands og Íslands. Varanleg lausn fyrir Ísland? Þar sem enn er óljóst um nýja aðild Bretlands að Lúganósamningnum er fátt annað til ráða en að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samn- ing um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma ríkisdómstóla í einka- málum til að eyða núverandi óvissu. Slík gagnkvæm viðurkenning og fulln- usta var til staðar á milli ríkjanna eftir að Ísland gerðist aðili að EES árið 1994 og allt þar til þann 31. desember 2020. Þannig væri ekki um nýbreytni að ræða, heldur væri slíkt miklu frem- ur varanleg framlenging á fyr- irkomulagi, sem hefur verið við lýði á milli Bretlands og Íslands í hátt í þrjá áratugi og sem er í raun óháð sameig- inlegu regluverki á einstökum sviðum EES-réttar, ekki síst með það í huga að samninga-, kaupa- og kröfuréttur er ekki hluti EES. Þá skortir ekki gagnlegar fyrirmyndir að slíkum samningi, hvort sem fylgt væri orða- lagi Lúganósamningsins eða til dæmis tvíhliða samningi Bretlands og Nor- egs, með öllum þeim breytingum sem Bretland og Ísland kynnu að telja æskilegar. Með því að gera tvíhliða samning milli Íslands og Bretlands um lög- söguval er með einföldum hætti unnt að eyða óvissu og sýna í verki vilja til að styrkja sambandið milli landanna í kjölfar Brexit. Eftir Gunnar Þór Þórarinsson og Hafliða K. Lárusson Gunnar Þór Þórarinsson Höfundar, sem eru eigendur að lög- mannsstofunni BBA//Fjeldco, eru ís- lenskir lögmenn og með lögmanns- réttindi á Englandi (solicitors). Hafliði K. Lárusson Viðurkenning og fullnusta dóma eftir Brexit – þörf á úrbótum »Með því að gera tví- hliða samning milli Íslands og Bretlands um lögsöguval er með einföldum hætti unnt að eyða óvissu og sýna í verki vilja til að styrkja sambandið. Nýstaðfestur árs- reikningur Reykjavík- urborgar er enginn ynd- islestur fyrir okkur hægri menn sem viljum ráðdeild í opinberum rekstri. Þeir tekjustofnar Reykjavíkur sem lög gera ráð fyrir eru nær fullnýttir. Borgin inn- heimtir hæsta lögleyfða útsvar, fasteignaskattar á atvinnu- húsnæði eru ósamkeppnishæfir og krónutala fasteignagjalda fer hækk- andi árlega. Tekjutuskan er undin til fulls og rekstrarkostnaður eykst sam- hliða. Vandi borgarinnar er ekki tekju- vandi – hann er útgjaldavandi. Samhliða eykst skuldsetning sam- stæðunnar um 41 milljarð milli ára. Það gera 3,4 milljarða mánaðarlega, rúmar 112 milljónir daglega eða tæpar 5 milljónir á klukkustund. Það sam- svarar jafnframt rúm- lega 1,2 milljónum á hefðbundna vísitölu- fjölskyldu árlega. Rjúkandi rúst? Á landsfundi Samfylk- ingar árið 2018 sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fjárhags- stöðu borgarinnar hafa verið „rjúkandi rúst“ eft- ir stuttan valdatíma sjálfstæðismanna sem lauk árið 2010. Vísaði borgarstjóri til tveggja ára setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í borg- arstjórastóli í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn- artaumum í borginni árið 2008, í að- draganda bankahruns. Við samfélag- inu blöstu krefjandi aðstæður, atvinnuleysi jókst umtalsvert og fleiri sóttu í velferðarúrræði borgarinnar. Allt benti til þess að rekstur borg- arsjóðs yrði þungur. Að mörgu leyti aðstæður sambærilegar þeim sem við þekkjum í dag. Yfir þennan tveggja ára tíma tókst þó að halda örugglega um fjárhag borgarinnar. Skuldir borg- arsjóðs jukust einungis um 3 milljarða meðan tekjur drógust saman um tæp- an milljarð. Borgarsjóður var þó einn fárra sem skilaði jákvæðri rekstrarnið- urstöðu mitt í djúpri efnahagslægð. Nú eru liðin þrjú ár af núverandi kjörtímabili borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar – kjörtímabili sem hófst á toppi hagsveiflunnar en stendur nú í miðri efnahagslægð. Yfir þetta þriggja ára tímabil hefur ekki tekist að halda örugglega um fjárhag borgarinnar. Skuldir borgarsjóðs hafa aukist veru- lega þrátt fyrir árlega 6-8 milljarða tekjuaukningu. Borgarsjóður skilar neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Fjár- hagsstaða borgarinnar er rjúkandi rúst. Ráðdeild í rekstri Síðasta kjörtímabil horfði borgin fram á fordæmalaust tekjugóðæri. Á toppi hagsveiflunnar jukust skuldir verulega og hvergi búið í haginn fyrir mögru árin. Nú hefur lukkan snúist skyndilega og rekstur borgarinnar nær ósjálfbær. Við þurfum aukna ráðdeild í rekstri borgarinnar. Við sjálfstæðismenn vilj- um draga úr opinberum umsvifum. Við viljum selja hvort tveggja Gagna- veituna og malbikunarstöðina Höfða, enda ekki hlutverk hins opinbera að standa í samkeppnisrekstri. Eignasala getur staðið undir mikilvægri innviða- uppbyggingu og dregið úr frekari skuldsetningu. Við viljum að hjólin taki aftur að snúast hér í Reykjavík. Við viljum lækka álögur, tryggja lægri fast- eignaskatta á atvinnuhúsnæði og sam- keppnishæf skilyrði til húsnæðisupp- byggingar. Við viljum draga úr opinberum afskiptum, einfalda reglu- verk og tryggja sveigjanlega og raf- ræna stjórnsýslu. Við viljum tryggja fólki og fyr- irtækjum örugga afkomu og öfluga viðspyrnu. Við trúum því að fjölgun opinberra starfa sé varhugaverð og ósjálfbær þróun. Mikilvægasta at- vinnuskapandi aðgerðin verði alltaf myndarlegri stuðningur við atvinnulíf. Með betri skilyrðum til verðmæta- sköpunar verjum við störf, sköpum grundvöll fyrir ný störf og tryggjum raunveruleg tækifæri til viðspyrnu. Við sjálfstæðismenn stöndum vörð um frjálsa, umburðarlynda og réttláta Reykjavík – borg sem tryggir frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir – með ábyrgum rekstri, sanngjörnum álög- um og auknu frelsi. Óráðsía í Reykjavík Eftir Hildi Björnsdóttur »Nýstaðfestur árs- reikningur Reykja- víkurborgar er enginn yndislestur fyrir okkur hægri menn sem viljum ráðdeild í opinberum rekstri. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. hildurb@reykjavik.is Samkvæmt nýjustu ferðavenjukönnun Sam- göngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins, Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar, Sam- göngustofu og Isavia er enginn að kvarta sér- staklega yfir þeim al- menningssamgöngum sem til staðar eru. Mik- ill minnihluti svarenda tilgreinir ófull- nægjandi leiðakerfi eða lága ferðatíðni sem ástæðu þess að þeir noti ekki strætó. Flestir kjósa bara einkabílinn. Þar hlýtur veðurlag á Íslandi að hafa sitt að segja í samanburði við borgir á borð við Kaupmannahöfn. Því verður ekki svo auðveldlega breytt. Nauðsyn krefur Við sem búum í austurhluta Reykjavíkurborgar veljum flest, en neyðumst enn fleiri, til að ferðast að- allega um á bíl. Við keyrum þvert á enda borgarinnar til og frá vinnu og sækjum flest- alla þjónustu utan við hverfið okkar. Börnin okkar fá ekki leik- skólapláss í sínu hverfi fyrr en í fyrsta lagi við tveggja ára aldur og við bætist ferðatíminn til og frá vinnu. Þetta er sem sé púsluspil. Af þessu litast afstaða okkar til ferðamáta, þ.m.t. til há- leitra hugmynda og markmiða um borgarlínu. Afstaðan litast af áratuga vonbrigðum, skilnings- og afskipta- leysi borgaryfirvalda þar sem hug- myndir og orðagjálfur eru eitt en raunveruleikinn annað. Skortur á þjónustu eykur ferðaþörf Ég ólst upp í Foldahverfinu í Graf- arvoginum, í næstu götu við þá sem ég bý við í dag. Á uppvaxtarárum mínum fyrir um þremur áratugum síðan var hverfið blómlegt. Þar var að finna matvöruverslun, heilsugæslu, póst- hús, blómabúð og ýmsa aðra þjónustu í hverfiskjarnanum okkar. Nú er stað- an gerbreytt. Þar hafa núorðið fæstir aðgang að búð í göngufjarlægð. Á þeim nánast samfelldu 25 árum sem vinstristjórn hefur verið í Reykjavík hafa hverfiskjarnar í Austurborginni drabbast niður. Foldahverfið er þar engin undantekning. Á sama tíma hef ég leitað á náðir leikskólakerfis Reykjavíkurborgar með tvö börn. Í báðum tilvikum var biðtími eftir leik- skólaplássi tvö ár og ég þurfti því að keyra með börnin í vestasta hluta borgarinnar þar sem þau komust að í einkareknum leikskóla. Sú staða hefur lítið breyst og innantóm loforð vinstri- flokkanna um leikskólapláss handa 12 til 18 mánaða börnum á kjörtímabilinu reyndust orðin tóm eins og auðvitað við var að búast. Snýst ekki um mínútur Það mun engu breyta um þessar staðreyndir þótt við eyðum 100 eða 200 milljörðum í borgarlínu sem flýtir för úr austurhlutanum í miðborgina um nokkrar mínútur. Þetta snýst ekki mínútur, þetta snýst um heilu og hálfu dagana. Þetta snýst um það hvernig borgarbúum er markvisst og kerfis- bundið mismunað eftir búsetu af nú- verandi meirihluta. Borgarlína sækir ekki börnin mín á leikskóla eða fer með þau til tannlæknis. Borgarlína sinnir ekki þeim erindum sem ómögu- legt er fyrir íbúa í austurhluta Reykja- víkur að sinna í nálægð við heimili sín gagnvart opinberum aðilum. Og nú á meira að segja að keyra borgarlínu í gegn, en án Sundabrautar, sem þó mátti með réttu segja að væri eina heila brúin í þessu verkefni öllu sam- an. Samgönguframkvæmd án hliðstæðu Helstu talsmenn borgarlínu eru þeir sem minnsta þörf hafa fyrir al- menningssamgöngur. Það eru þeir sem minnst nota almennings- samgöngur. Það eru þeir sem svo eru í sveit settir að komast allra sinna ferða, geta sinnt öllum sínum erindum gangandi eða á hjóli. Það eru þeir sem búa nálægt þeirri þjónustu sem mark- visst hefur verið færð til þeirra. Borg- arlínuna hugsa þeir svo handa öðrum. Borgarlína verður einstök samgöngu- framkvæmd á heimsvísu. Með henni á að koma til móts við meinta eftirspurn sem er sem sé ekki fyrir hendi til að verða við kröfum þeirra sem ekki hafa þörf fyrir þjónustuna. Borgarlína leysir ekki vandann Eftir Diljá Mist Einarsdóttur »Með henni á að koma til móts við eftir- spurn sem ekki er til staðar til að verða við kröfum þeirra sem enga þörf hafa fyrir þjón- ustuna. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróun- arsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.