Morgunblaðið - 22.05.2021, Qupperneq 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
Það er hálfóraun-
verulegt að setjast
niður við tölvuna til
að fara að skrifa
minningargrein um
litlu systur sína. Eftir tiltölulega
stutta en hetjulega baráttu við
krabbamein hefur hún nú kvatt
okkur og gengið á vit ævintýra
sem enginn á að þurfa að vitja svo
snemma á lífsleiðinni.
Edda var oft og tíðum sjálfri
sér næg og gat hún setið tímunum
saman og látið sig dreyma um allt
milli himins og jarðar. Mér er það
sérstaklega minnisstætt þegar við
áttum páfagauk en einn daginn
flaug hann eins og brjálaður væri
út um allt. Ég man hvernig ég og
vinur minn lokuðum okkur af inni
í stofu og þorðum ekki fram. Þeg-
ar við komum loks fram var Edda
uppi á stól inni í eldhúsi, starði á
fuglinn og kyssti hann svo á gogg-
inn og brosti. Mér finnst þessi
saga svo lýsandi fyrir þann per-
sónuleika og góðu nærveru sem
Edda hafði alveg frá því hún var
lítið barn. Ég hef sagt börnunum
mína þessa sögu og mun segja
Heru Lind hana þegar hún eldist
ásamt fleiri sögum af mömmu
hennar.
Edda hafði þennan eiginleika
að vera róleg og yfirveguð og gef-
ast aldrei upp sama hvað gekk á.
Hún tæklað allar sínar stærstu
hindranir með jákvæðni að leið-
arljósi og nýtti öll tækifæri til að
fagna og lifa lífinu til fulls. Hún
var lík pabba okkar hvað þetta
varðar en þau voru í einu og öllu
alveg ótrúlega lík og hafði Edda
það á orði fyrir stuttu að hún væri
nú orðin óþarflega lík honum
pabba okkar í útliti.
Edda átti þann draum heitast-
an að eignast fjölskyldu enda
móðureðlið meðfætt. Stuttu eftir
að hafa eignast Heru Lind þurfti
Edda að takast á við sömu barátt-
una við krabbameinið og við höfð-
um fylgt pabba okkar í gegnum
fyrir rúmum tíu árum. Rétt eins
og pabbi hafði gert tókst Edda á
Edda Þöll
Hauksdóttir
✝
Edda Þöll
Hauksdóttir
fæddist í Reykjavík
31. júlí 1989. Hún
lést 5. maí 2021. Út-
för Eddu fór fram
19. maí 2021.
við baráttuna við
krabbameinið á op-
inskáan hátt þar
sem hún leyfði ætt-
ingjum og vinum að
fylgja sér í gegnum
ferlið þar sem hún
sagði frá upplifun
sinni, líðan, áskorun-
um, markmiðum og
sigrum. Það var
aldrei í boði að gef-
ast upp, hún ætlaði
að rústa þessu.
Haraldur eiginmaður Eddu var
stoð og stytta við hlið hennar í
einu og öllu og voru veikindin þar
engin undantekning. Samband
þeirra var einstakt og lýsa síðustu
orð Eddu til Haraldar, „Þú ert nú
meiri sauðurinn,“ á einhvern hátt
meiri ást en orðin ég elska þig
hefðu nokkurn tímann geta túlkað
á þessari stundu.
Síðustu mánuði vorum við
mörg hver það lánsöm að hafa
fengið að vinna heima með Eddu
en krabbameinið sem var þá kom-
ið í höfuðið og óafvitandi í mænu
var þess eðlis að hún mátti ekki
vera ein. Þetta var mjög dýrmæt-
ur tími sem mér þykir óskaplega
vænt um að hafa fengið að njóta
með Eddu. Edda sagði reglulega
við mig þegar ég var hjá henni:
„Þú verður auðvitað að sinna
þinni vinnuskyldu.“
Það eru orð að sönnu að fyrir
kærleikann sé greitt með sorginni
og með sorg og söknuði i hjarta
verður að segjast að nú hafir þú
Edda mín lokið þinni vinnu-
skyldu. Nú tökum við ástvinir þín-
ir við keflinu og pössum upp á
hana Heru Lind og varðveitum
með henni minninguna um þig,
þitt fallega hjarta og hlýju nær-
veru sem fylgdi þér alla tíð.
Hvíl í friði Edda mín.
Arinbjörn Hauksson.
Elsku yndislega másan mín.
Brosmilda og ljúfa Edda.
Þau hafa verið þung skrefin
síðustu daga í litlu fjölskyldunni
okkar. Þetta er svo sárt og svo
óréttlátt. Í aðstæðum sem þessum
getur maður ekki annað en staldr-
að við og hugsað um lífið og til-
veruna. Þegar ég geri það er ég
þakklát fyrir þann tíma sem við
áttum saman, sérstaklega þann
tíma þegar við vorum tvær og
spjölluðum um heima og geima.
Þú varst mikil baráttukona og
það var svo aðdáunarvert að sjá
þig opna umræðuna fyrir Tilveru
að maður fylltist miklu stolti. Bar-
áttukona sem ruddi veg fyrir
aðra, lét ekki segja sér að gefast
upp og gaf af sér. Við ræddum
mikið um hvað þig langaði svo að
gera þegar endurhæfingu væri
lokið og þú varst sannfærð um að
nýta þína reynslu til þess að
hjálpa öðrum. Þegar maður lítur
yfir farinn veg sér maður að þú
hefur sennilega nú þegar hjálpað
heilmörgum.
Samband ykkar Haraldar hef-
ur alltaf verið einstakt frá upphafi
og ég hef alltaf verið handviss um
að þið hafið verið hið fullkomna
„match“. Litla ljósið ykkar hún
Hera Lind mun fá að heyra allar
fallegu sögurnar ykkar.
Ein af mínum síðustu og góðu
minningum var þegar við horfð-
um saman á viðtalið hjá Opruh við
Megan og Harry upp á 11-E, en
þá vorum við búnar að koma okk-
ur vel fyrir og ætluðum að vera
tímanlega í að stilla inn á viðtalið
þegar við föttum að afruglarinn á
Landspítalanum var frosinn. Við
reyndum eins og við gátum að
finna leið til þess að setja viðtalið
á og náðum á endanum að horfa á
það saman í ipadinum. Ég er ekki
frá því að 3-4 hjúkkur á deildinni
hafi kíkt inn til þín til þess að
spyrja hvort við værum búnar að
redda þessu. Þær voru auðvitað
búnar að tengjast þér og sjá roya-
listann í þér. En ég held að ég hafi
ekki getað fengið betri meðhorf-
anda á þáttinn þar sem þú varst
alls staðar með á nótunum og eftir
þáttinn fórstu enn dýpra með alla
söguna en sjálf Oprah og búin að
greina þetta allt frá A til Ö.
Það var svo gaman að sjá
hvernig þú hreifst og snertir við
fólki hvar sem þú varst eða hvert
sem þú fórst.
Edda hafði svo fallega og
bjarta sál sem bar mikla virðingu
fyrir öllu. Hún var í raun fagmað-
ur fram í fingurgóma í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Edda
var líka gömul sál sem kunni öll
trixin í bókinni hvað varðar þrif,
eldamennsku eða önnur heimilis-
störf. Í veikindunum fannstu
kraftinn í því að geta dundað smá í
eldhúsinu, mallað súpu svo tímun-
um skipti eða bakað ljúffengar
pönnsur svo Hera gæti fengið að
njóta dýrindiskaffitíma eftir leik-
skóla.
Edda bjó yfir ólýsanlegri yfir-
vegun og æðruleysi gagnvart líf-
inu og krabbameininu.
Þú varst okkur hinum sönn fyr-
irmynd og hefur kennt okkur svo
margt.
Ég mun alltaf geyma þig í huga
og hjarta mér og veit þú verður
alltaf með okkur.
Hvíldu í friði elsku Edda mín.
Þín
Lára.
Það er þyngra en tárum taki að
þurfa að kveðja þig elsku Edda
okkar. Þú varst tekin allt of
snemma frá okkur öllum eftir
stutta en erfiða baráttu við
krabbamein. Þú áttir allt lífið
fram undan, aðeins 31 árs gömul.
Elsku Hera Lind, þessi litli sól-
argeisli sem bræðir alla, er búin
að missa mömmu sína og elsku
Haraldur er búinn að missa ástina
sína. Við sitjum eftir brotin en um
leið svo þakklát fyrir allar minn-
ingarnar og árin með þér elsku
Edda okkar.
Þegar þú komst inn í fjölskyld-
una fyrir 13 árum var Haraldur
búinn að finna hina fullkomnu
kærustu að okkar mati. Þú varst
ekki aðeins falleg, skemmtileg
með yndislega nærveru, heldur
varstu líka húsmæðraskólagengin
sem gerði það að verkum að hann
Haraldur datt sko heldur betur í
lukkupottinn að næla í þig.
Samband ykkar Haraldar var
mjög náið og einkenndist af mikl-
um kærleika og ást. Þið voruð ein-
faldlega fullkomin fyrir hvort
annað og miklir stuðpinnar. Húm-
orinn ykkar var einstakur, það
var alltaf svo gaman að vera í
kringum ykkur og endalaust
hægt að fíflast og hlæja með ykk-
ur.
Það sannaðist mjög fljótt
hversu mikil barnagæla þú varst.
Strax í upphafi varstu farin að
passa börnin okkar systra og þú
þráðir ekkert heitar en að eignast
sjálf fullt af börnum.
Það sýnir hversu lífið getur
verið hverfult að þú, sem hafðir
barist fyrir því að eignast barn,
skyldir svo veikjast af brjósta-
krabbameini nokkrum mánuðum
eftir að elsku Hera Lind kom í
heiminn. Þið Milla systir voruð
mjög nánar og styrktuð hvor aðra
í sameiginlegri baráttu við þetta
illvíga mein. Þú sigraðir að lokum
en því miður kom reiðarslag í
febrúar þegar þú greindist aftur
og var baráttan byrjuð upp á nýtt.
Við dáðumst alltaf að styrk og
æðruleysi ykkar Haraldar í veik-
indunum.
Það sem einkenndi þig var já-
kvæðni og óbilandi trú á að þú
kæmist yfir þessi alvarlegu veik-
indi. Þú varst í grunninn einlæg,
glaðvær og með risastórt hjarta.
Trú og sönn. Það var ofboðsleg
harka og dugnaður sem dreif þig
áfram í þessari baráttu. Í allri
sorginni varstu alltaf svo jákvæð
og hamingjusöm. Þú ætlaðir aldr-
ei að gefast upp.
Mikið erum við þakklátar fyrir
þann tíma sem við fengum að hafa
þig í fjölskyldunni okkar og fyrir
þann tíma sem við áttum með þér.
Það er örstutt síðan við sátum
saman vongóðar um að þú næðir
bata og ræddum framtíðina.
Við söknum þín sárt elsku
Edda okkar. Þú varst yndisleg
vinkona og dýrmætur hlekkur í
fjölskyldunni og snertir alla í
kringum þig. Við elskum þig og
guð geymi þig. Við vitum að þér
líður vel núna, sameinuð pabba
þínum sem þú saknaðir svo mikið
og elsku Millu systur.
Við kveðjum þig elsku Edda
okkar. Í huga okkar er þér batn-
að, þú ert björt og falleg, kemur á
móti okkur með opinn faðminn og
hlæjandi eins og alltaf. Þú kennd-
ir okkur að lífið er núna! Við
minnum okkur á það á hverjum
degi.
Elsku Haraldur, Hera Lind,
Hera, Arinbjörn, Lára, Inga
Björk, Berglind og Bjössi okkar,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Missir ykkar er mestur og
biðjum við Guð að styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Berglind og Birna.
Falleg stúlka í næsta húsi þú
varst, með liðað hár og augun fag-
urblá.
Hlátur þinn fangaði hvers
manns athygli, því með honum
fylgdi ávallt bros.
Bros sem gerði myrkan dag að
björtum degi, því aldrei var hægt
að vita á hvaða uppákomum væri
von – á þeim degi.
Þú klæddist gjarnan bleiku og
með hárið fínt, saklaus út á við og
kurteis.
Með ákveðni þinni fórstu þínar
leiðir, þrátt fyrir að þú vissir oft
betur.
Hvern dag sástu sem tækifæri
til að kanna nýja hluti – helst ein-
hverja sem voru bannaðir, í okkar
tilfellum.
Þú varst vinkona mín, vinkona
mín sem ég vildi halda í höndina á
alla daga.
Við vorum E-in tvö og stóðum
við bakið hvor á annarri í blíðu og
stríðu.
Ég hugsaði ávallt fallega til þín
og fann að þú gast skilið mig þeg-
ar enginn annar gerði það. Við
vorum samferða frá barni í ung-
ling – og mættum saman erfið-
leikum sem áttu eftir að móta
okkur restina af lífinu.
Ég er svo vængbrotin því ég
sakna þín ólýsanlega mikið. Þú
hefur alltaf verið besta vinkona
mín þrátt fyrir að lífið leiddi okk-
ur sína í hvora áttina með árun-
um. Með fögnuði og hlýju tókstu
hinu glaðlega í lífinu – með þraut-
Lífið gengur sinn
vanagang og lífs-
klukkan tifar. Dag-
ur rennur í kjölfar nætur og
þannig heldur lífið áfram. Þrátt
fyrir þessar staðreyndir er lífið
hverfullt og vissum breytingum
undirorpið. Mannlegir máttar-
stólpar sem eru aflgjafar og hvat-
ar í lífi okkar og hafa gefið lífinu
gildi vilja gjarnan verða óhagg-
anlegir og eilífir í huga okkar.
Hafi þeir verið okkur til gleði og
hvatningar reiknum við einfald-
lega með návist þeirra án frávika.
Þær fréttir bárust 7. febrúar
sl. að Ragnheiður Þorvaldsdóttir,
ljósmóðir og góð vinkona, hefði
kvatt þennan heim. Það er eins
og heimurinn haldi niðri í sér
andanum um stund meðan við
meðtökum þessi sorglegu tíðindi.
Lífið mun verða öðruvísi án
Ragnheiður
Þorvaldsdóttir
✝
Ragnheiður
Þorvaldsdóttir
fæddist 28. júlí
1957. Hún lést 7.
febrúar 2021.
Útför Ragnheið-
ar fór fram í kyrr-
þey 16. febrúar
2021.
hennar fyrir svo
marga. Mestur er
missirinn fyrir fjöl-
skyldu hennar og
sorglegt að hún fái
ekki notið barna-
barnanna sinna sem
hún eignaðist ný-
lega og voru skírð
við útför hennar.
Sjálf á ég Ragn-
heiði margt að
þakka. Hún stóð
með sínu fólki hvað sem á bjátaði
og hopaði hvergi. Það var gott að
eiga hana að.
Við unnum saman á fæðingar-
deildinni í mörg ár og deildum
bæði gleði og sorg. Við vissum
báðar að við áttum traustan vin
hvor í annarri.
Nú er Ragheiður horfin úr
þessum heimi.
Elsku Ragnheiður mín. Ég
sakna þín úr vinnunni, sakna sím-
talanna, heimsóknanna, kaffihús-
anna. Ég vona að þú sért frjáls að
taka á móti mér þegar þessari
jarðvist lýkur.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu þinnar sem nú á um
sárt að binda.
Kristín Sigurðardóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HANNA HALLDÓRSDÓTTIR,
Skjóli hjúkrunarheimili,
áður Skólavörðustíg 41,
lést mánudaginn 3. maí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
26. maí klukkan 13.
Halldór H. Hilmarsson Renata Martincevic
Guðmundur Rúnar Þórisson Halldóra K. Mjöll Kristinsdóttir
Birgir Heiðar Þórisson Jóhanna Ólöf Jóhannsdóttir
Sigríður Ellen Þórisdóttir Ari Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA EDDA JÓNSDÓTTIR,
Otrateigi 32, Reykjavík,
lést sunnudaginn 16. maí umvafin ást og
friði. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
27. maí klukkan 15.
Sigurður Þorkell Árnason
Jón Viðar Sigurðsson Katrín Dóra Valdimarsdóttir
Steinunn Viðar Sigurðard. Páll Hjalti Hjaltason
Magnús Viðar Sigurðsson Ilmur Kristjánsdóttir
Þorvaldur Sigurðsson Herdís Ástráðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN G. ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Þverá,
Eyja- og Miklaholtshreppi,
lést í Brákarhlíð í Borgarnesi 18. maí.
Athöfnin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 29. maí
klukkan 11. Jarðsett verður í Miklaholtskirkjugarði. Þökkum
góða aðhlynningu og auðsýnda samúð. Streymt verður frá
athöfninni á slóðinni https://youtu.be/GjD61qoxNhI
Ásgeir Gunnar Jónsson Guðrún Anna Gunnarsdóttir
Alda Svanhildur Gísladóttir
Guðmundur Þ. Jónsson
Halldór Kr. Jónsson Áslaug S. Guðmundsdóttir
Sigurður R. Jónsson Ragnheiður Lýðsdóttir
Súsanna Þ. Jónsdóttir Gylfi Sigurðsson
Sólveig Gyða Jónsdóttir Jón Ásgeir Einarsson
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar og afi,
ÓLAFUR INGIMAR JÓNSSON
flugvélaviðhaldstæknifræðingur,
lést í Ostrava í Tékklandi 3. maí.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
28. maí klukkan 13 en einnig verður streymt
frá seljakirkja.is. Aðstandendur afþakka blóm og kransa en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Elín, Ólafur Jón, Jakob, Ólöf Kristín, Björn Sigþór,
Ómar Ari og Justin Leifur Ólafsbörn
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNATAN JÓHANNSSON
sjómaður,
Brúarflöt 2, Akranesi,
lést sunnudaginn 16. maí á Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands á Akranesi.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. maí
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður athöfnin með nánustu
aðstandendum og vinum, þeim sem vilja koma er bent á að
hafa samband við Jóhann, sími 823-3106 eða Ragnheiði, sími
867-1676. Athöfninni verður streymt af vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar HVE fyrir góða
umönnun og hlýtt viðmót.
Elísabet Karlsdóttir
Rúna Björk Sigurðardóttir Björn Olgeirsson
Jóhann Þór Sigurðsson Fjóla Lúðvíksdóttir
Hrefna Sigurðardóttir Karvel Karvelsson
Hulda Ragnarsdóttir Magnús Kristjánsson
Sigurður Ragnarsson Elín Rós Sveinsdóttir
Magni Ragnarsson Írena Bjarnadóttir
Vignir Ragnarsson
og afabörnin