Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Scholl fyrir gönguna & hlaupin Scholl vörurnar fást í apótekum, Hagkaup, Fjarðarkaup, Stoð og á Heimkaup.is 80 ÁRA Torfi Birningur Gunn- laugsson verður áttræður á annan í hvítasunnu. Hann fæddist á Akureyri 24. maí 1941 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Steinunn Sveinhelga Stef- ánsdóttir sauma- kona og Gunn- laugur Torfason málarameistari. Hann bjó á Akureyri ásamt eiginkonu sinni og börnum allt til ársins 2002 þegar þau hjónin fluttu til Reykjavíkur með annan fótinn. Torfi Birningur fór ungur að læra til flugs og byrjaði starfsferilinn sem flug- maður hjá Norðurflugi 1965-1974. Torfi Birningur var einn af stofnendum Flugfélags Norðurlands. Hann var yfirflugstjóri hjá Flugfélagi Norðurlands og síðar Flugfélagi Íslands 1974-2006, ásamt því að vera þjálfunarflugstjóri 1985-2001. Hann sinnti líka flugkennslu hjá Flugskóla Akureyrar öll þessi ár. Hann lauk flugumferðarstjóraprófi 1974 og starfað sem flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli 1974-2002. Guðfinna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1943, er eiginkona hans. Foreldrar hennar voru Málfríður Gísladóttir húsmóðir og Gunnar Jóhann- esson póstfulltrúi. Börn þeirra eru: 1) Vilborg Birningur, f. 1966, ferðafræðingur, gift Kolbeini Jóhannessyni, stöðvarstjóra hjá Icelandair. Vilborg á einn son, Torfa Birning Birgisson flugvirkja. Unnusta hans er Viktoría Mjöll læknir; 2) Helga Stein- unn, f. 1969, fiðluleikari, gift Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara og börn þeirra eru: a) Kristján Torfi læknir, kvæntur Deliu Mariu hjúkrunarfræðingi. b) Guð- finna Margrét, nemi við Háskóla Íslands. c) Tómas Orri, nemi við Mennta- skólann í Reykjavík; 3) Gunnlaugur Torfason, f. 1975, fyrrverandi starfsmaður hjá Íslandspósti. Torfi Birningur fagnar deginum í faðmi eiginkonu sinnar, barna og barna- barna. Torfi Birningur Gunnlaugsson Hjónin Torfi Birningur og Guðfinna stödd fyrir framan Cessnu 150 á flugvellinum á Sauðárkróki. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú átt auðvelt með að ræða við annað fólk og hafa áhrif á það. Að stökkva af stað án undirbúnings er ekki góð hug- mynd. 20. apríl - 20. maí + Naut Ekki bíða eftir hinum fullkomna vett- vangi, taktu af skarið núna. Einhver hefur tekið hlut sem þú átt traustataki, láttu vita að þú sért ekki sátt/ur. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú munt rekast á gamlan félaga þar sem þú áttir síst von á honum svo það verða fagnaðarfundir. Sinntu vinunum þótt mikið sé að gera. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú finnur hjá þér hvöt til þess að rétta öðrum hjálparhönd. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Planaðu skemmtikvöld eða hvers kyns afþreyingu með fjölskyldunni um helgina. Þú ert með öll tromp á hendi í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Taktu því vel ef einhver finnur að framkomu þinni því allt slíkt er vel meint. Farðu vel með það vald sem þér er falið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er kominn tími til að slaka á og hafðu engar áhyggjur því heimurinn ferst ekki rétt á meðan. Þér vefst tunga um tönn þegar þú færð spurningu sem kemur þér mjög á óvart. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Einhver í fjölskyldunni kemur þér á óvart. Láttu ekki segja þér það tvisvar að skipta um stefnu í lífinu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Fólk þolir illa þá sem þykjast vita allt. Það duga engin vettlingatök í upp- eldinu. Teldu samt upp að tíu áður en þú opnar munninn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Skyndilega gefst tækifæri til þess að skipta um starfs- vettvang. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú munt komast að því að hæfi- leikar þínir liggja á mörgum sviðum. Komdu vitinu fyrir vin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er hugsanlegt að þú segir fleira en þú ætlaðir þér í dag. Um leið og þú hættir að hafa áhyggjur af hlutunum verður líf þitt svo miklu auðveldara. tímanum ver ég mest með henni. Við hlæjum mikið saman, húmor er lyk- ilatriði í fjölskyldulífi. Ég er mikil fé- lagsvera, er í ýmsum félagsskap og stunda einnig sund og líkamsrækt árið um kring. Læt mér aldrei leið- ast.“ Kolbrún segist hafa ákveðið að halda upp á daginn með litlu fjöl- skylduboði en börnin hafi einnig samstarfsfólki innan og utan Há- skóla Íslands.“ Róbert, eiginmaður hennar, starfar einnig við Háskóla Íslands. „Við erum samhent í leik og starfi, og vorum nýlega að koma okkur fyrir í draumaíbúðinni á Kárs- nesi. Við vegum hvort annað ágæt- lega upp, ég er mátulega afslöppuð og Róbert ákaflega ábyrgur. Gæfa mín er að eiga góða fjölskyldu og frí- K olbrún Þorbjörg Páls- dóttir fæddist 22. maí 1971 í Leuven í Belgíu þar sem fjölskylda hennar bjó á árunum 1965 til 1971. „Ég fæddist á fimm- tugasta afmælisdegi Arndísar, móð- urömmu minnar, sem hefði því orðið 100 ára í dag.“ Kolbrún ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík, sótti leikskólann Hlíða- borg, síðan Ísaksskóla og Hlíða- skóla. „Öskjuhlíðin var ævintýraland okkar krakkanna og þá voru enn þá hesthús við Valsheimilið. Ég hef allt- af verið mikið fyrir dýr, átti hamstra, fugla og hest enda sótti ég reiðskólann í Saltvík nokkur sumur. Þá á ég margar góðar minningar frá litlum sumarbústað við Þingvalla- vatn þar sem við fjölskyldan áttum saman góðar stundir. Foreldrum mínum á ég mikið að þakka. Ég varð ung móðir og þau studdu mig gegn- um þykkt og þunnt.“ Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð árið 1991, lauk BA-prófi í heimspeki árið 1997 og meistaraprófi í menntunar- fræðum vorið 2001. Kolbrún starfaði hjá Reykjavíkurborg við uppbygg- ingu og þróun frístundaheimila á ár- unum 2002 til 2008. „Ég áttaði mig á því að það vantaði rannsóknir á mik- ilvægi þess óformlega náms sem átti sér stað í frístundastarfinu og smellti mér í doktorsnám.“ Kolbrún lauk doktorsprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Ís- lands árið 2012 og fjallaði doktors- ritgerð hennar um starfsemi og menntagildi frístundaheimila fyrir sex til níu ára börn. „Það er sífellt að koma betur í ljós hve mikilvægt er að efla félagslega stöðu barna og virkni þeirra í jafningjahópnum. Markvisst starf á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum og gott sam- starf við skóla getur skipt sköpum til að styðja við velferð barna og ung- menna.“ Hún segist leggja mikið upp úr því að njóta lífsins með fjölskyldu, vinum og traustu samstarfsfólki. „Ég er dálítill vinnufíkill en ég er svo lánsöm að vinna að verkefnum sem ég brenn fyrir og með öflugu skipulagt óvissuferð. „Þau vita að það er stutt í barnið í mér, ég hef mjög gaman af ævintýrum, leikjum og gleðistundum í góðra vina hópi.“ Kolbrún hefur birt fræðigreinar bæði á innlendum og erlendum vett- vangi og tekið virkan þátt í stefnu- mótun innan menntakerfisins. „Uppeldi, menntun og þroski ein- staklinga hafa átt hug minn alla tíð,“ segir hún, „og það er lykilatriði fyrir farsæld einstaklinga og framþróun samfélaga að tryggja grunnstoðir í lífi barna og ungmenna. Hver mann- eskja á skilið að fá stuðning og hvatningu til að láta drauma sína rætast og taka þátt í samfélaginu. Ég hef unnið víða í skóla- og frí- stundastarfi og kynnst mörgum fyr- irmyndum, kennurum, frístundaráð- gjöfum og öðru fagfólki, sem snerta við lífi einstaklinga.“ Kolbrún bendir á að menntun sé ævilangt ferli. „Við erum alltaf að læra og þroskast, hver manneskja er gerð til þess. Í raun er lífið eitt allsherjar ævintýri og kraftaverk gerast á hverjum degi. Mér finnst afskaplega gaman að fá að vera til.“ Fjölskylda Eiginmaður Kolbrúnar er Róbert H. Haraldsson, f. 5.10. 1959, sviðs- Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands – 50 ára Fjölskyldan Kolbrún, Róbert og börn í lok tónleika hjá Kvennakór Garðabæjar vorið 2017. Lífið er eitt allsherjar ævintýri Hjónin Á hlaupamóti í New York- ríki, en þau bjuggu þar 2015-2016. Amma Arndís Nýstúdent frá MR 1941 en hún hefði orðið 100 ára í dag. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.