Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 41

Morgunblaðið - 22.05.2021, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 alla ákvað deildin í samvinnu við leikmenn, að gefa liðunum í níunda og tíunda sæti tækifæri á að kom- ast í úrslitakeppnina. Ákvörðun sem er í anda stóru atvinnu- íþróttadeildanna hér vestra um að fjölga leikjum sem mest til að búa til nýtt sjónvarpsefni fyrir fjöl- miðlaheiminn. Því stóra vandamálið í okkar heimi í dag er of fáir NBA-leikir fyrir úrslitakeppnina. Fyrir utan Los Angeles Lakers var ekkert lið í þessu umspili sem átti endilega erindi í úrslitakeppn- ina. Í staðinn fengum við NBA- eðjótar vikuhvíld fyrir alvöru- úrslitakeppnina. Mekka körfuboltans að vakna Philadelphia, Brooklyn og Mil- waukee virðast skera sig úr í Aust- urdeildinni en fyrir undirritaðan er saga keppnistímabilsins persónuleg varðandi árangur New York Knicks. Í borg oft nefnd Mekka körfuboltans hérna vestra. Í aldarfjórðung hefur ákaft stuðningsfólk Knicks og Nets mátt þola hvert hörmungarleiktímabilið af öðru. Nú eru aðrir tímar í New York, þar sem bæði Knicks og Nets verða loks með í toppbarátt- unni svo seint á keppnistímabilinu. Þessi lið mætast í fyrstu umferð í Austurdeildinni: Philadelphia 76ers – Washington Brooklyn Nets – Boston Celtics Milwaukee Bucks – Miami Heat New York Knicks – Atlanta Utah, Phoenix og Denver voru yfirburðarliðin í Vesturdeildinni, en meiðsl settu stórt strik í reikning- inn hjá Kaliforníuliðunum LA La- kers, LA Clippers og Golden State. Meistarar Lakers binda miklar vonir við að James og Davis hafi nú náð sér nógu vel á strik eftir meiðsl undanfarnar vikur til að geta varið titilinn, en það er alls ekki gefið. Mér finnst leikur liðsins um þessar mundir ekki sýna meist- aratakta. Þessi lið mætast í fyrstu umferð í Vesturdeildinni: Utah – Golden State/Memphis Phoenix Suns – LA Lakers Denver Nuggets – Portland LA Clippers – Dallas Mavericks _ Mun ítarlegri útgáfa af grein- inni er á mbl.is/sport/korfubolti. gval@mbl.is Margar stórar spurningar - Úrslitakeppni NBA hefst í dag eftir óvenjulegt tímabil og umspil AFP Lakers Ef Anthony Davis og LeBron James ná sér vel á strik eftir meiðslin gætu meistararnir í Los Angeles Lakers farið langt í úrslitakeppninni. NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hefst í dag eftir deildakeppni sem var óvenjuleg að mörgu leyti. Leikjaröðinni var pakkað saman af deildinni og hvíld sumra liðanna milli tveggja tímabila var styttri en að venju, sérstaklega fyrir liðin sem voru að berjast lengst í „kúl- unni“ svokölluðu síðasta vetur. Afraksturinn af þessu öllu urðu fleiri langvarandi meiðsl margra lykilleikmanna en að venju, þannig að mörg lið eru að koma inn í þessa úrslitakeppni með stórar spurningar um getu og liðsheild á vellinum. Lið með lykilleikmenn í langvarandi meiðslum ákváðu að fórna sigrum til að halda liðs- mannahópnum saman og vona að leikmenn eins og LeBron James, James Harden og Kevin Durant nái að komast í toppform á réttum tíma. Af þessum sökum eru kannski fleiri spurningar en svör nú varðandi möguleika liðanna í úr- slitakeppninni en venjulega. Til að gera hlutina flóknari fyrir Már Gunnarsson hafnaði í fimmta sæti í 100 metra baksundi í flokki S11 á EM fatlaðra í sundi á portú- gölsku eyjunni Madeira í gærkvöld. Már, sem fékk næstbesta tímann í undanrásunum í gær, synti vega- lengdina á 1:11,81 mínútu og var aðeins hálfri sekúndu frá brons- verðlaununum. Mykhailo Serbin frá Úkraínu fékk gullið á 1:10,28, Woj- ciech Makowski frá Póllandi varð annar á 1:10,61, Oleksander Ar- tiukhov frá Úkraínu þriðji á 1:11,31 og Marco Meneses frá Portúgal fjórði á 1:11,40 mínútu. Már fimmti í bak- sundinu á EM Ljósmynd/ÍF Fimmti Már Gunnarsson var í bar- áttu um verðlaun í gærkvöld. Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafn- aði í 52. sæti í 100 metra skriðsundi og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir í 58. sæti á Evrópumótinu í Búdapest í gær en keppendur voru 69. Snæ- fríður synti á 56,63 sekúndum og Jóhanna náði sínum besta árangri þegar hún synti á 57,35 sekúndum. Jóhanna Elín mætir aftur til leiks á mótinu í dag og syndir 50 metra flugsund og þá syndir Dadó Fenrir Jasmínuson 50 metra skriðsund, auk þess sem blönduð boðsunds- sveit Íslands í 4x100 metra skrið- sundi mætir til leiks. Jóhanna með besta árangur Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson EM Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti árangur sinn í Búdapest. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – KR ............................. L16 Norðurálsvöllur: ÍA – Breiðablik .... M19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – KA ...... M19.15 HS Orkuvöllur: Keflavík – Valur..... M19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Vivaldi-völlur: Grótta – Vestri............... L14 2. deild karla: Ólafsfjarðarv.: KF – Leiknir F.............. L16 3. deild karla: Würth-völlur: Elliði – Tindastóll........... L14 Fífan: Augnablik – Sindri ...................... L14 Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir – Ægir ........ L14 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Ásvellir: Haukar – Víkingur R .............. L13 Kópavogsvöllur: Augnablik – FH ......... L14 Varmá: Afturelding – HK...................... L14 2. deild kvenna: Extra-völlur: Fjölnir – Einherji............ L13 OnePlus-völlur: Álftanes – FHL........... L14 Sindravellir: Sindri – Fram ................... L14 Borginn: Hamrarnir – SR...................... L16 Vodafone-völlur: Völsungur – KH ....... M15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, fyrsti leikur: KA-heimilið: KA/Þór – ÍBV .............. S13.30 Framhús: Fram – Valur ......................... S15 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöll: Selfoss – Haukar .............. M16 Framhús: Fram – Grótta ...................... M16 Austurberg: ÍR – FH ............................ M16 TM-höllin: Stjarnan – Þór..................... M16 Eyjar: ÍBV – Afturelding...................... M16 Origo-höll: Valur – KA .......................... M16 KÖRFUKNATTLEIKUR: 8-liða úrslit karla, þriðji leikur: MG-höllin: Stjarnan – Grindavík (1:1).. L15 Blue-höllin: Keflavík – Tindastóll (2:0). L17 IG-höllin: Þór Þ. – Þór Ak. (1:1)........ S18.15 Origo-höll: Valur – KR (1:1) .............. S20.15 Umspil karla, undanúrslit, þriðji leikur: Hveragerði: Hamar – Selfoss ......... M19.15 Ísafjörður: Vestri – Skallagrímur ... M19.15 Umspil kvenna, undanúrslit, annar leikur: Kennarahásk.: Ármann – Njarðv. (0:1) L18 HS Orkuhöll: Grindavík – ÍR (1:0)... L18.30 BLAK Oddaleikur kvenna um titilinn: Fagrilundur: HK – Afturelding (1:1).... L14 Fyrsti úrslitaleikur karla: Hveragerði: Hamar – KA....................... S15 UM HELGINA! Úrslitakeppni kvenna Undanúrslit, þriðji leikur: Valur – Fjölnir ...................................... 78:74 _ Valur vann einvígið 3:0. Haukar – Keflavík ................................ 80:50 _ Haukar unnu einvígið 3:0. Umspil karla Undanúrslit, annar leikur: Selfoss – Hamar ................................... 97:77 _ Staðan er 1:1 Skallagrímur – Vestri .......................... 68:75 _ Staðan er 2:0 fyrir Vestra. Spánn B-deild, 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Leyma Coruna – Oviedo ..................... 74:76 - Sigtryggur Arnar Björnsson tók 2 frá- köst og spilaði í 4 mínútur með Coruna. NBA-deildin Umspil Vesturdeildar, úrslitaleikur: Washington – Indiana...................... 142:115 _ Washington mætir Philadelphia í fyrstu umferðinni. >73G,&:=/D Sviss Annar úrslitaleikur: Zug – Bruhl .......................................... 24:22 - Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Zug. _ Staðan er 2:0 fyrir Zug. Þýskaland B-deild: Rimpar – Bietigheim........................... 21:25 - Aron Rafn Eðvarðsson varði 16/1 skot í marki Bietigheim, 43% markvarsla. %$.62)0-# Fram og Fjölnir eru bæði með níu stig eftir þrjár umferðir í 1. deild karla í fótbolta eftir góða sigra í gærkvöld en Ólafsvíkingar sitja eft- ir stigalausir á botninum. Fram vann Þór 4:1 í Safamýri. Indriði Þorláksson skoraði tvö mörk, Kyle McLagan og Fred Sa- raiva eitt hvor en Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði mark Þórs í blá- lokin. Ragnar Leósson og Hilmir Rafn Mikaelsson tryggðu Fjölni góðan útisigur í Grindavík, 2:0. Eyjamenn fengu sín fyrstu stig þegar þeir burstuðu Aftureldingu 5:0 í Mosfellsbæ. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrst og síðan gerðu José Sito og Gonzalo Zamor- ano tvö mörk hvor. Kórdrengir unnu sinn fyrsta 1. deildar leik, 3:1 í Ólafsvík. Davíð Þór Ásbjörnsson gerði tvö mörk og Loic Ondo eitt en Harley Willard svaraði fyrir Víkinga undir lokin. Þróttur fékk sín fyrstu stig með 3:1 sigri gegn Selfossi. Jón Guð- bergsson, Lárus Björnsson og Haf- þór Pétursson skoruðu fyrir Þrótt en Hrvoje Tokic fyrir Selfoss. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Tvenna Davíð Þór Ásbjörnsson fagnar eftir að hafa skorað annað marka sinna fyrir Kórdrengi gegn Víkingum í Ólafsvík í gærkvöld. Fram og Fjölnir efst Valur og Haukar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir að hafa gert út um undanúrslitaeinvígin gegn Fjölni og Keflavík í gærkvöld, bæði 3:0. Deildarmeistararnir í Val þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn nýlið- um Fjölnis í öðrum og þriðja leikn- um en unnu stórsigur í þeim fyrsta. Lokatölur í gærkvöld urðu 78:74 á Hlíðarenda þar sem Kiana John- son tryggði sigur Vals í lokin. Skyttan Hallveig Jónsdóttir átti stóran þátt í sigri Vals en hún setti niður sex þriggja stiga skot og not- aði aðeins átta tilraunir. Alls skor- aði Hallveig 22 stig. Dagbjört Dögg Karlsdóttir heldur áfram að leika vel og skoraði 16 stig auk þess að gæta Ariel Hearn í vörninni. Litháíski miðherjinn Lina Pik- ciuté skoraði 22 stig fyrir Fjölni og tók 12 fráköst. Yfirburðasigur Hauka Haukar voru hinsvegar ekki í nokkrum vandræðum með Keflavík á Ásvöllum og unnu öruggan sigur, 80:50. Haukakonur stungu af strax í fyrsta leikhluta en staðan var 23:8 að honum loknum. Bilið breikkaði enn, var 41:20 í hálfleik og 70:35 eftir þriðja leikhluta, en Keflavík lagaði stöðuna örlítið í þeim fjórða. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og Bríet Sif Hinriksdóttir systir hennar 15 en Alyesha Lovett skoraði 13 stig. Daniela Wallen skoraði 17 stig fyrir Keflvíkinga. vs@mbl.is Valur og Haukar fara í úrslitaeinvígið Morgunblaðið/Eggert Drjúg Sara Rún Hinriksdóttir skor- aði 22 stig fyrir Hauka í gær. Frá og með næsta þriðjudegi, 25. maí, geta fleiri áhorfendur en áður mætt á íþróttaviðburði en þá tekur gildi ný reglugerð heilbrigðis- ráðherra þar sem dregið verður úr samkomutakmörkunum. Frá og með þeim degi hækkar hámarksfjöldi í hverju sóttvarnahólfi úr 150 í 300 manns. Þar með getur áhorfendum fjölgað úr 300 í 600 þar sem um tvö sóttvarnahólf er að ræða og úr 450 í 900 þar sem hægt er að koma við þremur sóttvarnahólfum. Fleiri áhorfendur frá þriðjudegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.