Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 43
standa fyrir sínu. Leikmynd Evu Signýjar Berger þjónar uppfærsl- unni vel og búningar eru stílhreinir í einfaldleika sínum. Bleik jakkafötin sem einkenna fyrri hlutann víkja fyr- ir svarta litnum og glimmeri eftir hlé. Bestir eru samt brauðbúningarnir sem stela hreinlega senunni í loka- söngatriðinu fyrir hlé. Góð lýsing Inga Bekk er síðan punkturinn yfir i-ið. Hin fjölhæfa Saga Garðarsdóttir, sem réttnefnd hefur verið fyndlist- arkona, hefur yfirumsjón með hand- ritinu, en meðhöfundar hennar eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Halldór Gylfason. Öll leika þau í sýningunni ásamt Birni Stefánssyni og Davíð Bernd- sen, en sá síðarnefndi samdi tónlist- ina fyrir utan sitt lagið eftir hvorn, Prins Póló og Snorra Helgason. „Upphafslagið“ er mikill eyrnaormur og stendur rýnir sig enn að því að raula reglulega línuna „Það bara verður að vera gaman“. Af öðrum tónlistaratriðum verður að nefna frábæran flutning Sigurðar Þórs á „Makalaust“ og dásamlegan „Ástar- dúett“ Halldórs, í hlutverki mannsins sem aldrei er boðið í partí, og Kötlu Margrétar, í hlutverki konunnar sem enginn mætir í veislur til. Uppáhaldsatriði kvöldsins var hins vegar kórpartíið þar sem leikhóp- urinn fór á kostum. Styrkur Veislu felst í þeim sanna tón sem í aðstæðunum birtast. Við þekkjum flestöll þá tilfinningu að vera utanveltu á ættarmóti eða vera makinn í vinnustaðapartíi sem skilur enga brandara kvöldsins, við höfum flest heyrt veisluræðu þar sem ræðu- haldaranum tekst einhvern veginn að láta allt snúast um sjálfan sig, við höfum örugglega öll fundið fyrir ein- hvers konar veislukvíða og velt fyrir okkur hvort veislan okkar sé nú örugglega nógu vel heppnuð eða haft áhyggjur af því hvort okkur takist að brydda upp á nógu skemmtilegu umræðuefni við hina gestina. Og eftir því sem væntingarnar eru meiri þeim mun styttra er í vonbrigðin. Leikarar sýningarinnar standa sig vel í hverju atriðinu á fætur öðru þótt þeir fái mismikil tækifæri til að skína í hlutverkum sínum. Saga er dásam- leg í hlutverki konunnar sem tekur að sér að mæta í veislur og vera veik- asti hlekkurinn til að taka pressuna um að vera skemmtileg af öðrum gestum. Katla Margrét er frábær sem konan sem er edrú og veit af því með bíllyklana jafnt sem vandlæt- inguna á lofti. Sigurður Þór er yndis- legur í hlutverki fermingardrengsins í miðjum mútum og góður sem kvíðni veislugesturinn. Veisla er kærkomin skemmti- dagskrá fyrir veisluþyrsta lands- menn. Hún bætir, hressir og kætir. Það bara verður að vera gaman » Í anda revíusýning-anna er Veisla laus í reipunum, samsett úr óskyldum grínatriðum þar sem dans og tónlist leikur stórt hlutverk. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Þorrablótsnefndin „Veisla er kærkomin skemmtidagskrá fyrir veisluþyrsta landsmenn,“ segir í rýni um Veislu. AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Eftirvæntingin var nánastáþreifanleg í salnum þegarVeisla var loks frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins um liðna helgi, rúmu ári eftir að upp- haflega stóð til að frumsýna hana á Litla sviðinu. Eftir margra mánaða þjálfun í nálægðartakmörkunum, heimavinnu, sprittun og grímu- notkun út af kórónuveirufaraldrinum sem gengur yfir heimsbyggðina eru mannmargar veislur og mannfagn- aður hvers konar nánast eins og óljós minning. Áhugavert verður að sjá hvort við dettum sjálfkrafa í sama farið þegar takmörkunum verður alfarið aflétt eða hvort breyttar venjur séu komnar til að vera. Munum við til dæmis faðmast eins glatt og heilsa fólki með handabandi? Líkt og nafnið gefur til kynna bein- ir Veisla sjónum sínum að öllum þeim veislum sem við höfum misst af í heimsfaraldrinum, hvort sem það eru afmælin, þorrablótin, árshátíðirnar, útilegurnar, ættarmótin, brúðkaupin, fermingarveislurnar, matarboðin eða Pálínuboðin. Í anda revíusýninganna er Veisla laus í reipunum, samsett úr óskyldum grínatriðum þar sem dans og tónlist leikur stórt hlutverk. Grín- ið er nær undantekningarlaust góð- látlegt og augljóslega ekki ætlunin að særa neinn þessa kvöldstund þar sem stuðið er við völd. Margar hug- myndir hreinasta afbragð og vel út- færðar. Á stöku stað var samt eins og brandarinn væri endurtekinn að óþörfu. Ef ekki væri fyrir örfáa neðanbeltisbrandara mætti segja að Veisla henti allri fjölskyldunni sem kærkomin stuðsýning sem kitlar hláturtaugar eftir erfiðan vetur. Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfs- son heldur fallega utan um alla þræði sýningarinnar og þar nýtist reynsla hans úr umfangsmiklum söngleikjum síðustu ára afar vel. Hér er öllu til tjaldað á Stóra sviðinu með veislu- tertum í yfirstærð, reykvélum, glimmeri í anda Mamma Mia! og bakveggjum sem skipta litum líkt og um söngatriði í Eurovision væri að ræða, þar sem dansar úr smiðju Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Myndlistartvíeykið og handhafar Íslensku myndlistarverðlaunanna í ár, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, verða með listamannaspjall í dag kl. 13 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Munu þau fjalla um inntak sýning- arinnar Töfrafundur – áratug síðar sem þau standa að með Töfrateym- inu. Sýningin er kafli í áratuga- löngu og marglaga starfi lista- mannanna sem einkennist af félagslegri virkni og inngripi þar sem þau kanna tengslin á milli list- ar og aktívisma auk þess sem þau vinna með kynngi listarinnar og mögulegan kraft hennar til að stuðla að samfélagslegum breyt- ingum, eins og segir í tilkynningu. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tvíeyki Myndlistardúóið Ólafur og Libia. Ólafur og Libia í listamannaspjalli Fljúgðu nefnist sýningu Huldu Vilhjálmsdóttur sem nú stendur yfir í NORR11, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, og lýkur 17. júní. Sýningin er á vegum Listvals, ráðgjafarþjón- ustu sem aðstoðar við myndlistarval. Á sýningunni Fljúgðu má sjá klippimálverk og portrettmyndir og í þeim fyrrnefndu veltir Hulda fyrir sér andstæðum á striganum, að því er segir í tilkynningu, fín- leiki mætir hráleika, matt efni mæt- ir glansandi og ljósir litir dekkri lit- um. Í sköpunarferlinu segist Hulda lifa sig inn í verkin og engin ein formúla höfð að leiðarljósi. Hulda hefur haldið fjölda bæði einka- og samsýninga heima og erlendis. Hulda sýnir verk sín í NORR11 Eitt af verkum Huldu í NORR11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.