Morgunblaðið - 08.05.2021, Side 1
Vil leiðalistann
til sigurs
Svefnlyfekki bestalausnin
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra ræðir umsig og sínar áherslur og hvers
vegna hún vill leiða sjálfstæðis-
menn í höfuðborginni í kom-
andi þingkosningum. 8
9. MAÍ 2021
SUNNUDAGUR
Reiðkötturvindanna
Dr. MatthewWalker er einnhelsti svefn-sérfræðingurheims. Hanntalar á ráðstefnuí Hörpu íhaust. 12
Sérstakt lífá SvalbarðaHanna Rósa Hjálmarsdóttirmíkrósteingervingafræðingur kannvel við sig á hjara veraldar. 14
Gullbrandur er einstakur köttur
sem elskar að fara á hestbak. 22L A U G A R D A G U R 8. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 108. tölublað . 109. árgangur .
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll
Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx
Verð frá 6.990.000 kr.
Allt að
480 km.
drægni (WLTP)
AF STAÐ MEÐ
HRYLLINGS-
BÓKAKLÚBB
FÓLK LEITAR
AÐ SÉR Í
SÖGUNNI
MA-SAGA STEFÁNS 46ANÍTA OG BYLGJA 12
Þó að almanakið segi okkur að það sé komið
sumar eru veðurguðirnir ekki á sama máli. Víða
um land vöknuðu landsmenn upp í gærmorgun
við dágóðan snjó í umhverfinu. Þannig var nokk-
urra sentimetra jafnfallinn snjór á Þórshöfn.
Nemendur grunnskólans þar nýttu hádegishléið
í gær til hins ýtrasta, þegar stytti upp eftir dimm
él, og bjuggu til snjókarla við skólalóðina. Þá
snjóaði einnig í Eyjum. »4
Víða um land vöknuðu landsmenn upp við snævi þakta jörð
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Snjókarlagerð í hádegishléi nemenda á Þórshöfn
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Franska fyrirtækið Santewines SAS
hefur opnað netverslun með áfengi
hér á landi. Viðskiptavinir þess geta
nálgast vörur þess á lager hér á landi
um leið og kaupin hafa átt sér stað
eða fengið sent á grundvelli sam-
starfs við fyrirtækið Dropp. Er þetta
í fyrsta sinn sem almenningur á Ís-
landi getur keypt áfengi hér á landi
af innlendum vörulager án milli-
göngu Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins.
Arnar Sigurðsson, sem á Sante-
wines SAS, hefur um árabil flutt inn
vín frá Frakklandi. Hann segir net-
verslunina fela í sér mikið hagræði og
sparnað fyrir neytendur.
„Íslendingar hafa lengi haft heim-
ild til þess að kaupa áfengi í gegnum
erlendar netverslanir en það er fyrst
núna sem vörurnar fást afhentar
samdægurs. Þær eru komnar til
landsins áður en viðskiptin eiga sér
stað. Með þessu móti geta neytendur
keypt þessar vörur án milligöngu
ÁTVR og þar með sloppið undan
þeirri 12-18 prósenta álagningu sem
fylgir því að nýta sér þjónustu ríkis-
verslunarinnar,“ útskýrir Arnar.
Hann segir að með þessu fyrir-
komulagi fari íslenska ríkið ekki á
mis við tekjur af áfengissölunni. Öll
opinber gjöld, s.s. áfengisgjald og
virðisaukaskattur, skili sér til hins
opinbera. Fyrrnefnda gjaldið er
greitt við komu vörunnar til landsins.
Tryggja betri forvarnir
„Við leggjum líka mikla áherslu á
að tryggt sé að enginn undir lögaldri
geti verslað við okkur. Það er gert
með rafrænu auðkenni.“
Arnar segir að þótt þessi háttur
hafi ekki verið hafður á hér á landi til
þessa sé verslunin öll í samræmi við
lög.
„Franska fyrirtækið Santewines
SAS kaupir vínið af innflytjendum og
framleiðendum og selur það svo ís-
lenskum neytendum. Reglurnar eru
skýrar hvað þetta varðar. Það er
heimilt að selja vín úr landi og neyt-
endum er heimilt að versla af erlend-
um netverslunum.“
Selja vín án aðkomu ÁTVR
- Frönsk netverslun með áfengi afhendir vörur sínar samdægurs á Íslandi
- Starfsemin er í samræmi við íslensk lög og reglugerðir að sögn stofnandans
M Bjórinn er 25% ódýrari »4
Þorskroð unnið
hjá fyrirtækinu
Kerecis kom sér
vel í aðgerðum á
Pétri Oddssyni
sem slasaðist illa
þegar hann fékk
í sig mikinn
straum í há-
spennuvirki vest-
ur á fjörðum síð-
astliðið haust. Stór hluti líkama
hans brenndist og aðgerðir á Land-
spítala miðuðust við að bæta þann
skaða, sem að miklu leyti tókst.
Pétur útskrifaðist af sjúkrahúsi í
vikunni og getur nú meðal annars
kyngt niður mat og nærst eðlilega,
sem honum var ómögulegt lengi
eftir slysið. Eitt helsta tilhlökk-
unarefnið nú er að fá samloku með
roastbeef. »6
Endurheimtu húðina
með þorskroðinu
Pétur Oddsson
Arnar Þór Jóns-
son, dómari við
Héraðsdóm
Reykjavíkur,
hyggst gefa kost
á sér í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í júní.
Hann segir í sam-
tali við Morgun-
blaðið í dag að
hann hafi tekið þá
ákvörðun eftir mikla íhugun, en að
hann hafi einnig fengið til þess
hvatningu frá fjölda fólks.
Arnar Þór hefur vakið athygli fyr-
ir skrif sín um ýmis þjóðfélagsmál,
þar á meðal þriðja orkupakkann, og
segir hann að sér sé skylt sem ein-
staklingi að standa vörð um sam-
viskufrelsi og tjáningarfrelsi sitt. Þá
hafi hann áhyggjur af því að ekki sé
staðið nægilega vel að hagsmuna-
gæslu Íslands gagnvart EES-
samstarfinu.
Þá telur hann að Ísland standi
frammi fyrir mestu stjórnskip-
unarkrísu sem nokkurt vestrænt
lýðræðisríki hafi staðið frammi fyrir
frá stríðslokum. »18
Arnar
Þór gefur
kost á sér
- Skylt að standa
vörð um frelsið
Arnar Þór
Jónsson