Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 LAND ROVER DEFENDER 90 ER MÆTTUR! LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 LAND ROVER DEFENDER 90. Verð frá: 12.190.000 kr. Sá sterkasti sem við höfum skapað. Verðugur arftaki fyrirrennaranna sem sigrað hafa torfærur heimsins í 70 ár. Í Defender eru þér allir vegir færir – og flestar vegleysur. OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 5 8 1 4 L Andrés Magnússon andres@mbl.is Ný frönsk netverslun býður Stella Artois-bjór á 25% lægra verði en hægt er að kaupa bjórinn á í Vínbúð- unum. Kostar flaskan af 33 cl flösku 288 krónur í netversluninni, borið saman við 389 krónur í ríkisversl- uninni. „Við höfum í rúman hálfan áratug verið að flytja inn hágæðavín frá bestu framleiðendum Búrgúndí-hér- aðs og einnig frá Champagne. Áhug- inn á þessari vöru hefur verið mikill. Nú færum við út kvíarnar og höfum stofnað fyrirtæki í Frakklandi sem nefnist Santewines SAS og það rek- ur netverslunina sante.is.“ Netverslunin fullkomlega lögleg Þessum orðum fer Arnar Sigurðs- son víninnflytjandi um nýjustu við- bótina í starfsemi sem hann hefur byggt upp á síðustu árum. Bendir hann á að Íslendingar hafi í tvo ára- tugi haft heimild til þess að kaupa áfengi beint af erlendum netversl- unum en knúðir til að beina viðskipt- um sínum til Vínbúðanna hér á landi. „Íslenskir birgjar mega ekki selja vörur sínar til Íslendinga, jafnvel þótt það séu í mörgum tilvikum ná- kvæmlega sömu vörur og kaupa má af erlendum netverslunum. Það sjá það allir að það gengur ekki upp. Með þessari nýju verslun batna kjörin þannig að það er eins og að fólk kaupi þrjár kippur af bjór en fái þá fjórðu fría, þ.e. miðað við verðið sem í boði er í Vínbúðunum.“ Arnar segir að það sölukerfi sem byggt hafi verið upp í kringum Vín- búðirnar sé orðið mjög samkeppn- ishamlandi. Vísar hann þar m.a. til nýlegrar fréttar Morgunblaðsins þess efnis að tæplega árs bið væri eftir því að komast með léttvín í reynslusölu í Vínbúðunum. „Hilluplássið er einfaldlega upp urið og kerfið er gert til þess að verja stöðu núverandi hillupláss- hafa. Þeir vilja auðvitað ekki að neytendur fái frjálst val um verslun með áfengi.“ Vörulagerinn hér á landi Þeir sem beina viðskiptum sínum að Santewines SAS kaupa í raun vöruna af franskri netverslun sem heldur úti vörulager hér á landi. Arnar segir að þetta sé allt í sam- ræmi við lög og reglugerðir hér á landi. „Það hefur aldrei reynt á núver- andi sölufyrirkomulag fyrir dóm- stólum en atvinnufrelsi er stjórnar- skrárvarið og reglugerðir mega ekki innihalda íþyngjandi ákvæði um- fram það sem lög segja til um.“ Arnar segir að ríkissjóður missi ekki spón úr aski sínum þótt neyt- endur geti nú nálgast vörur á lægra verði en áður. „Áfengisgjaldið borgum við í botn strax við innflutning vörunnar. Svo greiðum við virðisaukaskatt af þess- um viðskiptum eins og allir aðrir. Arðgreiðslur ÁTVR eru um millj- arður á ári en almenn verslunar- fyrirtæki eins og okkar borga bæði fjármagns- og tekjuskatt sem munu vega upp minnkandi tekjur ÁTVR þegar verslunarfrelsið eykst.“ Arnar segir að fyrirtæki hans leggi mikið upp úr forvörnum. „Hver sem kaupir af okkur verður að gera það með rafrænni auðkenn- ingu sem tryggir að aðeins þeir sem hafa aldur til geta keypt hjá okkur. Þá er netverslunin besta leiðin til að draga úr sýnileika áfengis. Útsölu- stöðum ÁTVR hefur fjölgað úr 9 í 52 á síðustu árum og þeir eru allir á mjög áberandi stöðum í bæjarfélög- unum kringum landið. Netverslun er hins vegar hvergi sýnileg nema þeim sem þangað vill fara. Því ætti þessi þróun að vera kærkomið skref í augum þeirra sem í raun vilja draga úr aðgengi að áfengi.“ Arnar segir að kórónuveiran hafi einnig ýtt undir þörf fyrir verslun af þessu tagi. „Snertifrí netverslun með heim- sendingu er augljóslega í anda markmiða um sóttvarnir, öfugt við þann verslunarrekstur sem er fyrir- komulagið í kringum áfengisverslun í dag.“ Arnar segir að verslunin hafi ver- ið í undirbúningi um nokkurt skeið. Hún verði opnuð í dag og hann von- ast til þess að fyrstu vörurnar verði afgreiddar úr húsi á Eyjarslóð 9 úti á Granda núna um helgina. Bjórinn er 25% ódýrari í nýrri verslun Morgunblaðið/Eggert Frjáls verslun Arnar Sigurðsson vill lækka verð á áfengi til Íslendinga. - Arnar Sigurðsson, stofnandi Santewines SAS, vill bæta vínmenningu Íslendinga - Flytur inn vín frá Frakklandi og þekktar bjórtegundir - Segir neytendur spara mikið á því að sneiða hjá Vínbúðunum Snjó kyngdi niður á Heimaey í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Það er mjög óvenjulegt þegar vika er liðin af maímánuði að þar snjói jafn hressilega og í gærmorgun. Snjórinn hvarf fljótt aftur. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari sagði að glampandi sól hefði verið í Eyjum í fyrradag og vorið á næsta leiti. Hann vissi að nokkur tjalda- pör höfðu gert sér hreiður við flug- völlinn. Þar var um fimm senti- metra jafnfallinn snjór. Tjaldarnir sátu sem fastast á þrátt fyrir snjó- inn. Þegar einn stóð upp sást að þrjú egg voru í hreiðrinu á mölinni. Jóhann Óli Hilmarsson fuglfræð- ingur segir að tjaldarnir eigi alveg að þola þetta. Stærri íslenskir varp- fuglar séu undir það búnir að fá á sig hret á vorin. Tjaldurinn fer að verpa í lok apríl. Parið skiptist á um að liggja á eggjunum og eru tjaldar einu vaðfuglarnir sem bera æti í unga sína. Bæði karl- og kven- fuglinn taka þátt í uppeldi ung- anna. gudni@mbl.is Óvenjumikil snjókoma í Vestmannaeyjum í gærmorgun Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar Nokkur tjaldapör eiga sér hreiður meðfram flugbraut- inni. Þeir verpa beint á mölina. Hreiðrið er þar sem auði bletturinn sést. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hreiður Tjaldurinn lá á eggjunum og snjórinn var allt í kring. Snjórinn stóð ekki lengi við og hvarf aftur í gær. Tjaldurinn lá á þrátt fyrir snjóinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.