Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum
Nú fer í hönd tími
frjókorna
– ert þú klár?
BLEPHACLEAN
– lausn við þurrum
augum, hvarmabólgu
og frjókornaofnæmi
BLEPHACLEAN eru hágæða blautklútar til
að hreinsa mjúklega slím og húðskorpu af
augnhvörmum og augnhárum. Þeir vinna
vel á frjókornaofnæmi, hvarmabólgu og
vogrís. Klútarnir innihalda rakagefandi og
róandi efni sem draga úr bólgum og þrota
á augnsvæði án þess að erta augu eða
klútar sinnar tegundar sem eru klínískt sannaðir
g p æði augnlæknum og húðlæknum. Má nota fyrir
ungabörn frá þriggja mánaða aldri.
a
a virki o hafa verið rófaðir af b
Fyrir börn
og fullorna
Vitleysan í höfuðborginni á sérengin takmörk. Dönsku bragga-
stráin og fyrirhuguð pálmatrén eru,
líkt og Vigdís Hauksdóttir borgar-
fulltrúi Miðflokksins bókaði á fundi
borgarráðs í vikunni, svipuð della og
krafan sem nú er gerð til íbúa Voga-
byggðar um nokkur grasstrá og einn
berjarunna í örlitlum „garði“, 2,5-5,0
fm að stærð, sem fylgir íbúðum þar.
- - -
Þessi krafa, sem meirihlutinn hef-ur nú staðfest í borgarráði og
gerir brátt einnig í borgarstjórn, er
sögð gerð til að halda uppi „heildar-
gróðurþekju“ og „líffræðilegri fjöl-
breytni“ á svæðinu.
- - -
Íbúarnir hafa bent á að þessi ör-blettur nýtist ekkert og hann sést
þar að auki ekki nema flogið sé yfir,
enda er einnig gerð krafa um skjól-
veggi.
- - -
Á sama tíma og þessi endaleysa erítrekað staðfest hjá ráðum og
nefndum borgarinnar byggir borgin
á fjölda grænna svæða í nafni „þétt-
ingar byggðar“. Þá skipta „heildar-
gróðurþekja“ og „líffræðileg fjöl-
breytni“ engu og er þó um talsvert
stærri svæði að ræða en fáeina fer-
metra.
- - -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins íborgarráði bókuðu gegn af-
stöðu meirihlutans og þeirri forræð-
ishyggju sem í henni birtist, en slík
sjónarmið breyttu engu.
- - -
Meirihlutinn vill þvinga þessa„garða“ upp á íbúa Voga-
byggðar og við það situr.
Örgarðarnir
og forsjárhyggjan
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Þetta er snúið en kemur vel til
greina. Við gerum okkar allra
besta,“ segir Inga Berglind Birgis-
dóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Til skoðunar er að læknir eða
hjúkrunarfræðingur fari til Gríms-
eyjar og bólusetji íbúana þar við kór-
ónuveirunni.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær eru íbúar í Grímsey
óánægðir með framkvæmd bólusetn-
inga við kórónuveirunni og kvarta
yfir háum kostnaði við að fara í bólu-
setningu til Akureyrar. Einnig þarf
fólk að taka sér tveggja daga frí
vegna sprautunnar. Getur kostnaður
við ferðalög numið tugum þúsunda
og þá er vinnutap ótalið.
Um 30-40 manns eru búsettir í
Grímsey og hefur um þriðjungur
þeirra þegar fengið sprautu. Ljóst er
að mikið hagsmunamál er fyrir eyj-
arskeggja að bólusett verði í eynni.
„Þetta er allt í skoðun. Við höfum
verið að vinna samkvæmt forgangs-
listum og þetta fólk hefur fengið boð
eins og aðrir,“ segir Inga Berglind.
„Við höfum boðið þeim að koma ef
þau eiga ferð til Akureyrar. Þá er
þeim velkomið að hafa samband ef
það er komið að þeim í röðinni og við
erum með bóluefni,“ bætir hún við.
freyr@mbl.is
Bólusetning í Grímsey á teikniborðinu
- Eyjarskeggjar hefðu annars þurft að
taka á sig háan kostnað og vinnutap
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Grímsey Ráðgert er að íbúar verði
bólusettir í eynni í stað Akureyrar.
Borgarráð samþykkti á fimmtudag-
inn drög að samningi við heilbrigð-
isráðuneytið um byggingu hjúkr-
unarheimilis sem reist verður á
svæði við Mosaveg í Grafarvogi.
Einnig voru samþykkt drög að vilja-
yfirlýsingu um byggingu hjúkr-
unarheimilis á Ártúnshöfða. Ný
hjúkrunarrými verða allt að 344.
Heilbrigðisráðuneytið og Reykja-
víkurborg munu standa saman að
byggingu hjúkrunarheimilis á Mosa-
vegi 15. Í byggingunni verða um
132-144 ný rými. Samningurinn er
gerður með fyrirvara um ákvörðun
Alþingis um fjárveitingu á fjár-
lögum, ákvörðun borgarstjórnar um
fjárveitingu í fjárhagsáætlun og að
breytingar á skipulagi gangi eftir.
Framkvæmdasýsla ríkisins áætl-
ar að heildarkostnaður verði um
7.697 milljónir króna, án búnaðar,
miðað við 140 rými.
Kostnaður við byggingu hjúkr-
unarheimilis skiptist þannig að 85%
greiðast úr ríkissjóði en Reykjavík-
urborg greiðir 15%. Kostnaður sem
fellur til við kaup á búnaði greiðist í
sömu hlutföllum.
Ráðuneytið og Reykjavíkurborg
hyggjast einnig standa saman að
byggingu hjúkrunarheimilis á Ár-
túnshöfða. Í byggingunni verða allt
að 200 ný rými. Samningurinn er
gerður með fyrirvara um ákvörðun
Alþingis um fjárveitingu á fjár-
lögum, ákvörðun borgarstjórnar um
fjárveitingu í fjárhagsáætlun og að
breytingar á skipulagi gangi eftir.
Kostnaðarskipting verður sú sama
og við heimilið við Mosaveg.
Skipulagsvinna fyrir Ártúnshöfð-
ann er í gangi og áætlað er að hægt
verði að hefja að hefja bygging-
arframkvæmdir árið 2023 og taka
megi heimilið í notkun árið 2026.
sisi@mbl.is
Allt að 344 ný
hjúkrunarrými
- Tvö ný hjúkrunar-
heimili verða reist í
Reykjavík
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafarvogur Hjúkrunarheimilið
Eir. Nýtt heimili mun bætast við.