Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
250.000 KR.
AUKAHLUTAPAKKI
FYLGIR NÝJUM I-PACE
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
Jaguar I-Pace er margverðlaunaður, rafmagnaður
sportjeppi sem setti ný viðmið þegar hann leit fyrst
dagsins ljós. Komdu og sjáðu af hverju hann fékk
öll þessi verðlaun.
Jaguar I-Pace. Verð frá: 9.590.000 kr.
Velkomin í reynsluakstur
Opið í dag frá 12–16
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
5
8
1
2
J
Guðni Einarsson
Skúli Halldórsson
Landeigendur Hrauns og Ísólfs-
skála hafa mótað í grófum dráttum
stefnu um aðkomu þeirra að rekstri
og uppbyggingu á gossvæðinu í
Geldingadölum, sem er á þeirra
landi. Þetta kemur fram í minnis-
blaði starfshóps sem var skipaður til
að leggja fram tillögur að uppbygg-
ingu í kringum eldgosið til lengri og
skemmri tíma. Hann skilaði minnis-
blaði til atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins.
„Fyrirsjáanlegt er að áfangastað-
urinn muni draga til sín verulega
umferð ferðamanna á næstunni sem
krefst nauðsynlegra innviða. Engir
innviðir voru fyrir á svæðinu. Af
þessum sökum er aðkoma margra
annarra en landeigenda nauðsynleg
til að bregðast við og samhæfa,“ seg-
ir m.a. í minnisblaðinu.
Landeigendur hafa ekki í hyggju
að takmarka eða koma í veg fyrir
umferð gangandi ferðamanna að
gossvæðinu. Unnið er að því að
koma rafmagni á svæðið og styrkja
fjarskiptasamband. Bílastæði verð-
ur útbúið á næstu vikum og að-
gangsstýringu komið upp.
Talið er að um 75.000 manns hafi
þegar lagt leið sína á gosstöðvarnar.
Víst þykir að heimsóknum á svæðið
muni fjölga mjög þegar líður á sum-
arið og að gossvæðið verði einn fjöl-
farnasti áfangastaður landsins, ef
ekki sá fjölfarnasti.
Tilbúnir að flytja ferðamenn
„Þeir sem geta ekki gengið að
gosstöðvunum munu eiga möguleika
á að koma með okkur, ef samkomu-
lag næst um fyrirkomulag slíkra
ferða,“ sagði Jón Páll Baldvinsson,
formaður FETAR. Það eru lands-
samtök um 80 fyrirtækja sem bjóða
upp á ferðir um hálendið á sérbún-
um bílum. FETAR hefur sent land-
eigendum og skipulagsyfirvöldum á
gossvæðinu erindi og óskað eftir
samvinnu um að gera skipulagðar
ferðir á svæðið með sérbúnum bílum
mögulegar.
„Það er hægt að hjálpa fólki, sem
getur ekki gengið alla þessa leið eða
hefur ekki tíma til þess, að komast
að eldgosinu og skoða það. Það á t.d.
við um ferðamenn sem hafa hér
stutta viðdvöl. Það er hægt að nota
sérbúin farartæki. Þau geta farið
eftir skipulögðum vegslóðum í sam-
ráði við landeigendur og skipulags-
yfirvöld. Við erum tilbúnir að byrja
slíkar ferðir með stuttum fyrirvara
og að greiða landeigendum eðlilegt
gjald fyrir það.
Fyrirtæki í okkar röðum eru með
sérbúna bíla með farþegaleyfi, til-
skildar tryggingar og leiðsögumenn.
Við höfum þjónustað bæði innlenda
og erlenda ljósmyndara og kvik-
myndatökumenn og flutt þungan
búnað þeirra að gosinu. Þá höfum
við ekið eftir sömu vegslóðum og við-
bragðsaðilar, vísindamenn og lög-
regla nota.“
Jón Páll telur að ekki þurfi að
leggja í mikla vegagerð til að bílar
félagsmanna í FETAR komist að
gosstöðvunum. „Við höfum boðið
fram aðstoð okkar við að stika nýjar
leiðir nær eldgosinu,“ sagði Jón Páll.
Margir sótt um akstursleyfi
Umhverfisstofnun (UST) hefur
borist fjöldi umsókna um leyfi til
aksturs utan vega að gosstöðvunum
í Geldingadölum. Þetta kemur fram í
frétt stofnunarinnar.
Fyrst eftir að gosið hófst var ekið
inn í Meradali og að gosinu. Við-
bragðsaðilar afmörkuðu bílastæði í
dalbotninum og var stutt ganga það-
an að eldgosinu. Nú er bílastæðið
komið undir hraun, hrauntungur
hafa sameinast og því ófært að gos-
inu úr Meradölum. Undanfarið hafa
viðbragðsaðilar ekið um Einihlíðar.
Sú leið er mjög torfarin og í hliðar-
halla og aðeins fyrir vana ökumenn á
vel útbúnum ökutækjum.
UST veitir ritstýrðum fjölmiðlum
sem miðla upplýsingum til almenn-
ings leyfi til aksturs á svæðinu. Fjöl-
miðlar sem vilja aka að gosinu um
Einihlíðar þurfa að skrá sig hjá
UST. Akstur vegna almannavarna á
vegum lögreglu, björgunarsveita og
sjúkraflutninga hefur forgang.
Gerð er krafa um að bílarnir séu
að lágmarki á 44" dekkjum og á að
hleypa úr þeim til að takmarka um-
merki eftir aksturinn. Takmarka
skal fjölda ferða og farartækja eins
og kostur er. Ákvörðunin gildir til
26. maí.
Ekki náðist í fulltrúa landeigenda
við vinnslu fréttarinnar í gær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Horft yfir Meradali og Geldingadali Á miðri myndinni má sjá vegslóð utan í hæð en hún var notuð til að aka upp úr Meradölum og að gosinu. Hraunið hefur umlukt hæðina og lokað leiðinni.
Uppbygging áformuð á gosslóðum
- FETAR hefur lýst vilja til að sinna farþegaflutningum að gosinu í samráði við landeigendur og
skipulagsyfirvöld - Umhverfisstofnun hefur fengið fjölda fyrirspurna um leyfi til aksturs að gosinu
Morgunblaðið/Einar Falur
Náttúruundur Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu. Ekki geta þó
allir sem langar að sjá gosið lagt á sig gönguna sem það krefst.
Ljósmynd/Aðsend
Á Eyjafjallajökli Félagsmenn í FETAR annast ferðaþjónustu á sérbúnum
bílum. Þeir hafa lýst sig reiðubúna til að flytja farþega að eldgosinu.