Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
„Þetta gekk bara mjög vel,“ segir
Sigurður Trausti Traustason, um-
sjónarmaður safneignar Listasafns
Reykjavíkur, um viðgerð á lista-
verkinu Brautryðjandanum, eftir
Einar Jónsson, á fótstalli stytt-
unnar af Jóni Sigurðssyni á Aust-
urvelli.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu sl. mánudag voru skemmd-
ir unnar á listaverkinu með því að
spreyja á það með gylltri málningu.
Um er að ræða afsteypu af þekktri
lágmynd Einars, sem er í safni hans
á Skólavörðuholtinu.
Að sögn Sigurðar var brugðist
hratt við um leið og fregnaðist af
skemmdarverkinu og með aðstoð
og ráðgjöf forvarðar Listasafns
Reykjavíkur unnu tveir menn heil-
an dag við að hreinsa listaverkið.
Segir Sigurður að tekist hafi nokk-
uð vel til og vonir standi til að lág-
myndin sé komin í upprunalegt
horf. Viðgerðinni lauk í gær með
því að Brautryðjandinn var húð-
varinn með sérstöku efni.
Alma Dís Kristinsdóttir, safn-
stjóri Listasafns Einars Jónssonar,
er ánægð með hve hratt og vel var
brugðist við að fara í lagfæringar á
verkinu. Mennta- og menningar-
málaráðuneytið hafi samið við
Listasafn Reykjavíkur um að ráðast
í það verkefni.
„Þetta var nokkur aðgerð því sá
sem spreyjaði á verkið hefur vand-
að sig við þá iðju,“ segir Alma Dís.
Afsteypan er 110 ára gömul og var
sett á fótstall styttunnar af Jóni,
sem Einar gerði einnig, og var vígð
við Stjórnarráðshúsið árið 1911.
Styttan var síðan færð á Austurvöll
árið 1931. Einar vildi gæða styttuna
meira lífi og taldi Brautryðjandann
táknrænt verk fyrir hlutverk Jóns í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Gaf
Einar afsteypuna í því skyni.
„Við hvetjum fólk til að koma og
sjá frumútgáfuna af Brautryðjand-
anum í Listasafni Einars Jóns-
sonar,“ segir Alma Dís en safnið er
opið alla daga frá kl. 12-17, nema á
mánudögum.
Vegna fréttar í blaðinu sl. mánu-
dag vildi Alma Dís árétta að umsjón
með útilistaverkum í eigu Reykja-
víkurborgar væri mjög skýr.
Ábyrgðin á að sinna þeim úti-
listaverkum, sem ekki væru í eigu
borgarinnar, mætti hins vegar vera
skýrari.
„Hinn almenni borgari áttar sig
kannski ekki á eignarhaldi lista-
verka þegar hann er að njóta þeirra
en aðalatriðið er auðvitað að vel sé
hugsað um þau, sama hver á þau,“
segir Alma Dís . bjb@mbl.is
Brautryðjandinn
til fyrra horfs
- Brugðist hratt við skemmdarverki
Morgunblaðið/sisi
Brautryðjandinn Á myndinni til vinstri sést „handbragð“ skemmdarvargs-
ins en til hægri hefur verkið verið hreinsað og fært til upprunalegs horfs.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
kynnti á fimmtudag í borgarráði er-
indisbréf starfshóps um sveigjanleg
starfslok. Reykjavíkurborg er
stærsti vinnuveitandi landsins en
starfsmenn voru í mars sl. 10.760 í
7.926 stöðugildum. Langflestir eru
hjá skóla- og frístundasviði, eða
4.783.
Verkefni starfshópsins er að
kortleggja ítarlega stöðu mála er
varðar starfslok vegna aldurs og
hvaða breytingar eru framundan,
m.a. m.t.t. lagaumhverfis. Einnig að
skoða hvaða vandkvæði og álitamál
eru uppi sem lúta að fyrirkomulagi
starfsloka og móta tillögur að
breytingum sem
svari breyttum
þörfum Reykja-
víkurborgar sem
vinnuveitanda og
starfsfólks borg-
arinnar varðandi
starfslok vegna
aldurs. Lóa
Birna Birgisdótt-
ir, sviðsstjóri
mannauðs- og
starfsumhverfissviðs, verður for-
maður starfshópsins, sem verður
skipaður fulltrúum Reyjavíkurborg-
ar og stéttarfélaga.
Í greinargerð Lóu Birnu, sem
lögð var fram í borgarráði, segir að
mikilvægt sé að eldra starfsfólk fái
raunhæf tækifæri til að starfa hjá
borginni á meðan heilsa þeirra og
starfsþrek leyfir. Þannig megi nýta
starfshæfni, þekkingu og reynslu
þeirra til að veita góða og árangurs-
ríka þjónustu. Borgarstjóri hafi
óskað eftir því við sviðið haustið
2019 að skoðað yrði hvernig hægt
væri að vinna að sveigjanlegri
starfslokum starfsmanna Reykja-
víkurborgar.
Láta af starfi 70 ára
Fram kemur í greinargerð Lóu
Birnu að um starfslok starfsmanna
Reykjavíkurborgar gildi almennt sú
regla að starfsmaður lætur af starfi
eigi síðar en um næstu mánaðamót
eftir að hann hefur náð 70 ára aldri.
Á þessu er sú undantekning að yfir-
manni er heimilt að endurráða
starfsmann, sem hefur náð 70 ára
aldri, í annað eða sama starf á
tímakaupi, allt að hálfu starfi, án
þess að það hafi áhrif á töku hans á
lífeyri. Sú ráðning skal gilda í allt
að tvö ár. Hins vegar hefur fram-
kvæmdin verið sú að almennt er
ráðið til eins árs í senn. Gagn-
kvæmur ávinningur geti falist í því
fyrir Reykjavíkurborg og starfsfólk
hennar að þessi mál verði skoðuð.
„Annars vegar getur verið óæski-
legt að knýja fólk til að láta af
störfum meðan það hefur enn gott
starfsþrek og vilja til að halda
áfram starfi. Hins vegar getur ver-
ið æskilegt að gefa fólki kost á að
hætta eða draga úr atvinnuþátt-
töku fyrr en nú er,“ segir Lóa
Birna.
Skoða sveigjanleg starfslok
- Starfshópur Reykjavíkurborgar skoðar fyrirkomulag starfsloka og mótar tillögur
að breytingum - Fólk geti unnið lengur en til sjötugs - Starfsmenn yfir 10 þúsund
Dagur B.
Eggertsson
Flugvél á vegum rússneskra stjórn-
valda tók aðflug við Keflavíkur-
flugvöll bæði í fyrradag og í gær,
en flugvélin hafði fengið heimild til
aðflugsæfinga á Íslandi. Hún lenti
þó ekki á vellinum. Þetta staðfestir
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, við Morgunblaðið.
Nokkrar vélar af þessari gerð,
Ilyushin Il-96-300, eru í flota stjórn-
valda í Kreml. Flytja þær rússneska
ráðamenn á milli landa í opinberum
erindrekstri þeirra.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að aðflugsæfingarnar hafi verið lið-
ur í undirbúningi fyrir komu utan-
ríkisráðherra Rússlands, Sergeis
Lavrovs, til landsins.
Lavrov hefur áður lýst áhuga sín-
um á að mæta á ráðherrafund norð-
urskautsráðsins sem haldinn verð-
ur í Reykjavík 19. og 20. maí.
Rússnesk stjórnvöld æfa aðflug á Íslandi
Lögreglustjórafélag Íslands telur
einsýnt að frumvarp Svandísar
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
um afglæpavæðingu neyslu-
skammta fíkniefna muni valda auk-
inni fíkniefnaneyslu ungmenna og
jákvæðara viðhorfi þeirra gagnvart
vímuefnum.
Þetta segir í áliti sem félagið hef-
ur sent velferðarnefnd Alþingis
vegna frumvarpsins. Lögreglu-
stjórar höfuðborgarsvæðisins og
Norðurlands eystra, embætti rík-
islögreglustjóra og embætti land-
læknis hafa einnig lýst andstöðu við
frumvarpið í umsögnum. Alls hafa
22 samtök og einstaklingar skilað
inn umsögnum. „Tilefni frumvarps-
ins er sagt vera sú stefnumörkun
stjórnvalda að meðhöndla eigi
vanda vímuefnanotenda í íslensku
samfélagi í heilbrigðiskerfinu
fremur en dómskerfinu. Því getur
lögreglustjórafélagið verið sam-
mála,“ segir í umsögn félagsins.
Helstu sigurvegarar frumvarpsins
séu ekki neytendur fíkniefna held-
ur framleiðendur og seljendur
þeirra. Lýkur umsögninni á að bera
frumvarpið saman við fyrri stefnu
velferðarráðuneytisins í áfengis- og
vímuefnavörnum og telur félagið
að frumvarpið uppfylli ekki mark-
mið hennar.
Sigur framleiðenda og seljenda vímuefna
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Yfirhöfnina
færðu í Laxdal
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Aðalfundur
Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður
haldinn í húsi félagsins að Sævarhöfða 12,
fimmtudaginn 20. maí og hefst kl. 19:00.
Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga
Vörubílstjórafélagsins Þróttar.
Stjórnin.
Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 3ju hæð í vönduðu lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri. Stæði í
upphitaðri bílageymslu. Glerlokun á svölum. Þvottahús innan íbúðar. Húsvörður er starf-
andi í húsinu. Í sameign hússins er húsvarðaríbúð og sameiginlegur samkomusalur. Töluvert
félagsstarf er í húsinu og afar vel haldið utan um húsfélagsmál.
Eignin er laus og til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Verð kr. 67.900.000.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500
/ 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b | 105 Reykjavík | s 510 3500 | www.eignatorg.is
Björgvin Guðjónsson lg.fs. s 615-1020 / bjorgvin@eignatorg.is s 510-3500
OPIÐ HÚS þriðjudaginn 11. maí kl. 18:00-18:30
Strikinu 4, íbúð 316
Fasteignir