Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 • Gist er á hinu glæsilega Campoamor Golf Resort 4* • Beint dagflug með Icelandair til Alicante • Morgunverður alla daga og ein kvöld- máltíð með drykkjum ásamt kvöld- skemmtun með Ladda • Akstur til og frá golfvöllum ásamt umsjón og skipulagi á rástímum • Golfbílar innifaldir á öllum hringjum • Frítt vallargjald á golfvelli hótelsins eftir kl. 15.00 alla daga Félagar í félögum eldri borgara á Íslandi fá 4.500 kr. afslátt ef bókað er í maí. Golfferðir eldri borgara til Costa Blanca haustið 2021 Sjá nánari upplýsingar á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Allar upplýsingar eru veittar í símum 783-9300 og 783-9301 frá kl. 9-18 á virkum dögum. 11 dagar 10 nætur 7 golfhringir Verð kr. 299.000 m.v. gistingu í tvíbýli* *Aukagjald vegna einbýlis kr. 39.500 Fyrsta ferð er 30. september – 11. október Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Berjarunnamálið í Vogabyggð er á hraðferð innan borgarkerfisins. Ágreiningur varð um málið á borg- arráðsfundi á fimmtudaginn og því fer það til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn eins og kveðið er á um í samþykkt um stjórn Reykjavíkur- borgar og fundarsköp borgar- stjórnar. Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli og verið til umfjöllunar í frétt- um. Upphafið var það fyrirtækið ÞG íbúðir ehf., sem selur íbúðir í hinu nýja hverfi Vogabyggð, ritaði skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur bréf í febr- úar sl. með ósk um að felld yrði niður kvöð í skipulagi um gróðurþekjur og berjarunna innan sérafnotareita/ einkagarða íbúða. Segir fyrirtækið að sérnotafletir/einkagarðar séu al- mennt á bilinu 5-10 fermetrar og gróðurþekjan væri því á bilinu 2,5-5 fermetrar. Gróðurþekjan ekki íþyngjandi Skipulagsfulltrúi vísaði málinu til afgreiðslu hjá skipulags- og sam- gönguráði, sam hafnaði beiðninni á fundi 8. apríl. Ákvæði um gróður- þekju í einkagörðum í Vogabyggð væri ekki íþyngjandi og garðarnir væru hluti af heildarmynd hverf- isins. Var þessi afgreiðsla í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjóra skipulagsfulltrúans. Á fundi borgarráðs á fimmtudag- inn var synjun skipulags- og sam- gönguráðs staðfest með fjórum at- kvæðum meirihlutaflokkanna. Já sögðu Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingu, Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir Viðreisn, Dóra Björt Guðjóns- dóttir Pírötum og Líf Magneudóttir Vinstri grænum. Nei sögðu Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir, borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar meirihlutans lögðu fram bókun þar sem m.a. kem- ur fram að það sé á ábyrgð verktaka að gróðurskilmálar séu virtir og að hönnun styðji við þá skilmála, einnig að kaupendur séu upplýstir um skil- mála samkvæmt deiliskipulagi. „Á þeim forsendum er ekki unnt að verða við beiðni um deiliskipu- lagsbreytingu. Komi fram aðrar hugmyndir að hönnun sem hvort tveggja koma til móts við óskir væntanlegra íbúa og falla að kröfum um heildargróðurþekju er mögulegt að senda inn fyrirspurn á skipulags- fulltrúa til að fá viðbrögð við því hvernig þær nýju hugmyndir kunni að samrýmast skipulagsáætlunum fyrir svæðið.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: „Forræðishyggjan birtist víða. Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósam- mála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrir- hugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borg- arinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Vigdís Haukdóttir, bókaði að stóra berjarunnamálið í nýju Vogabyggð- inni væri á pari við pálmatrén í sama hverfi og dönsku stráin við braggann. „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu. Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fer- metrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni.“ Sagði Vigdís að ekki væri hægt að skálda svona vitleysu upp, en allt væri greinilega hægt í Reykjavík. Berjarunnar enda í borgarstjórn - Ágreiningur var í borgarráði - Meirihlutinn tilbúinn að skoða nýjar hugmyndir - Forræðis- hyggja segja sjálfstæðismenn - „Hvort á maður að hlæja eða gráta,“ spyr Vigdís Hauksdóttir Morgunblaðið/Eggert Vogabyggðin Nýtt hverfi við Elliðaárvog sem nú er verið að byggja upp. Íbúarnir eru óánægðir með kvöð um berjarunna í einkagörðum sínum. Morgunblaðið/Ómar Bláberjarunni Í deiliskipulagi fyrir Vogabyggð er þess krafist að sérnota- fletir skuli að lágmarki hafa 50% gróðurþekju og a.m.k. einn berjarunna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.