Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði í gær úrslitum fyrstu kosninganna sem fram fara í landinu í kjölfar Brexit og kórónu- veiru- faraldursins. Sérlega þótti íhaldsmönnum sætur stórsigur í aukakosningun til þings í Hartle- pool í Norðaust- ur-Englandi. Verkamanna- flokkurinn hafði ráðið því frá stofnun kjördæmisins árið 1974. Þá féllu héraðsstjórnir í Norðymbra- landi, Harlow, Redditch, Dudley og Nuneaton & Bedworth Íhalds- flokknum í skaut. Bretar kusu í fyrradag á svo- nefndum „ofurfimmtudegi“ bæði til sveitarstjórna og einnig í héraðs- kosningum, svo og aukakosningum til þingsins í London. Þá var kosið til skoska þingsins og þess velska. Úr- slit þeirra gætu haft mikil áhrif á Skota sem vilja segja sig úr lögum við breska konungdæmið og öðlast sjálfstæði. Í fyrstu úrslitum frá Eng- landi í gær kom Íhaldsflokkurinn sterkur út í ýmsum héruðum og bæj- um. Vann Jill Mortimer, frambjóð- andi flokksins, yfirburðasigur í Hartlepool. Þótti það bitur pilla fyrir Keir Starmer, leiðtoga Verkamanna- flokksins, að kyngja en hingað til hafði verið á vísan að róa fyrir flokk- inn þar. Varð þar 16% fylgissveifla til Íhaldsflokksins frá síðustu kosning- um. „Mjög hvetjandi niðurstaða,“ sagði Johnson og Mortimer sagði sigur sinn réttilega „virkilega sögu- legan“. Þingsætið losnaði er forveri Mortimers sagði af sér vegna ásak- ana um kynferðislega áreitni. Niðurstöður sem fengnar voru sýndu áframhaldandi þróun úr þing- kosningunum í desember 2019 þegar Brexit tröllreið umræðunni en þá unnu íhaldsmenn nokkur gömul Verkamannaflokksvígi sem kennd voru við svoefndan „Rauðvegg“ sem umgirti gömul og rótgróin verka- mannahéruð í Norður-Englandi. Niðurstöður í gær þykja til þess fallnar að keyra upp þrýsting á Keir Starmer um að endurbyggja Verka- mannaflokkinn og endurheimta hefðbundið fylgi sem flykkst hefur á undanförnum árum yfir til Íhalds- flokksins. Voru flokksmenn lamaðir yfir árangri flokksins og sagði hátt- settur flokksmaður, þingmaðurinn Steve Reed, úrslitin sláandi. Boris Johnson fagnar stórsigri - Íhaldsmenn góma rótgróin vinstrisæti Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gagn- rýndi eftirför lögreglu eftir fíkniefnasölum inn í fátækra- hverfi Rio de Janeiro í fyrrinótt en að minnsta kosti 25 biðu þar bana. Lögreglan var sökuð um misnotkun fólks og aftökur án dóms og laga. Mannskæðari lögregluaðgerðir hafa aldrei átt sér stað í sögu borgarinnar en meðal þeirra sem liggja í valnum eftir hana er lögreglumaður. Íbúar sögðu að lögreglan hefði drepið grunaða ein- staklinga sem vildu gefa sig fram. Þá hefði hún ráðist inn á heimili án leitarheimilda. Sjálf harðneitaði lögreglan að hafa haft nokkuð rangt við og kvaðst einungis hafa brugðist við í sjálfsvörn. Af borgum Brasilíu er ofbeldi einna mest í Rio de Jan- eiro. Stór svæði í borginni eru undir stjórn glæpamanna sem hafa tengsl við öfluga fíkniefnasmyglara. Fyrir kemur að öryggissveitir eru sakaðar um ójafna valdbeit- ingu í aðgerðum gegn glæpagengjum. Í árásinni inn í fátækrahverfið Jacarezinho, eins hins stærsta í Rio, tóku um 200 þátt og yfir sveif þyrla með leyniskyttu um borð. Svæðið lýtur stjórn glæpamafíunn- ar Comandii Vermelho, eða „Rauða ráðið“. Lögreglan kvaðst hafa látið til skarar skríða til að stöðva glæpagengi sem orðið hefðu uppvís að því að ráða börn og táninga í raðir sínar í hverfinu, sem er norðan- megin í borginni. Á myndum frá sjónvarpsþyrlu má sjá grunaða hlaupa eftir húsþökum en íbúarnir í örvæntingu sinni settu myndskeið inn á netið af afar hörðum vopnaviðskiptum. Sögðu þeir lögregluna hafa brúkað alltof mikið ofbeldi. „Okkur er illa brugðið vegna drápanna,“ sagði tals- maður SÞ, Rupert Colville. „Við minnum brasilísk yfir- völd að beita skuli afli því aðeins að afar brýnt teljist.“ Þau skyldu í hvívetna virða lög, sýna aðgát, spyrja um nauðsyn aflbeitingar og hóflegt vald. agas@mbl.is Sökuð um aftökur án dóms og laga AFP Mikil óánægja Íbúar kofaborgarinnar Jacarezinho mótmæltu í gær atburðunum innan hverfisins. - Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna valdbeitinguna Kínverskt bóluefni gegn kórónuveir- unni hefur verið samþykkt til notk- unar af hálfu Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, WHO. Er Sinopharm sjötta bóluefnið sem hlýtur samþykki stofnunarinnar. Þetta er fyrsta bóluefni frá landi annars staðar en á Vesturlöndum til að hljóta samþykki WHO. Nokkrar milljónir manna hafa þegar verið bólusettar með því í Kína og víðar. Þá er sagt stutt í að annað kínverskt bóluefni verði samþykkt, jafnvel í næstu viku. Farið er að bera á merkjum þess að þriðja veirubylgjan sé í rénun, sagði þýski heilbrigðisráðherrann Jens Spahn í gær. Hann varaði samt við því að rokið yrði til og aflétt aðgerðum sem hemja áttu útbreiðslu kórónu- veirunnar. „Nýsmit eru aftur á und- anhaldi en eru enn aðeins of mörg. Og úr þeim dregur ekki á sama hraða alls staðar, en þau eru á niðurleið,“ sagði Spahn. Í gær voru tilkynnt 18.485 ný- smit þann sólarhringinn í Þýskalandi en 27.543 daginn áður. Þýska þingið samþykkti í gær ný lög sem aflétta kvöðum af bólusettu fólki og þeim sem hafa náð sér eftir veikindi. Frá og með morgundeginum þurfa þessir ekki að virða lengur út- göngubann og kvaðir um félagslega fjarlægð gilda heldur ekki um þá. Saka Frakka um tafir Áform Evrópusambandsins (ESB) um að panta 1,8 milljarða skammta af bóluefninu BioNTech/Pfizer eru í uppnámi vegna tafa af hálfu Frakka, að sögn þýska blaðsins Die Welt, sem ber fyrir sig heimildir ú röðum dipló- mata. Haft er eftir þeim að Frakkar vilji að franskar lyfjaverksmiðjur fái að koma að framleiðslunni. Hafa þeir tafið kaupaferlið með kröfum um svör við alls konar tæknilegum spurning- um. agas@mbl.is Kínverskt bólu- efni samþykkt - Frakkar sagðir tefja innan ESB Eldflaugarbrak úr kínversku geimskoti í síðustu viku hrapar jafnt og þétt í átt til jarðar en Kínverjar halda því fram að óveruleg hætta sé á að það komi niður á byggðu bóli. Þetta kemur ekki heim og sam- an við álit sérfræðinga bandarísku geimferðastofn- unarinnar NASA og Bandaríkjahers sem áður höfðu varað við því að flaugin Miklaganga 5B gæti fallið til jarðar á byggðum svæðum. Þeir sögðu flaugarbrakið væntanlegt niður til jarðar í dag eða á morgun, en erfitt væri bæði að tímasetja það hvar og hvenær. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra stjórnar Joes Bi- dens, sagði engin áform um að skjóta brakið niður. Á myndinni er Miklugöngu 5B skotið á loft í Wenchang í Kína. agas@mbl.is AFP Kínversk geimflaug hrapar til jarðar Boris Johnson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.