Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Þ
að er varla fréttnæmt að ókunnugt fólk eigi afmæli en á vefmiðli
mátti þó nýlega lesa: „Stjörnubarnið Suri Cruise, dóttir […]
Katie Holmes og Toms Cruise, varð 15 ára á sunnudaginn.“ Ég
staldraði við orðið stjörnubarn, minntist þess ekki að hafa séð
það fyrr (mundi bara eftir barnastjörnu um þá sem verða nafnkunnir
snemma). Sama dag rakst ég á frétt um að ungur íslenskur atvinnuknatt-
spyrnumaður hefði verið kallaður stálbarn í ítölskum miðlum fyrir stað-
festu. Tvö ný orð, nokkuð gagnsæ. Fullkomnaðist svo þrennan í útvarps-
þætti um ungmenni á vettvangi heimsmála – þar var Gretu Thunberg
lýst sem einu frægasta bar-
áttubarni heims.
Kannski eru þessi nýju
hugtök til vitnis um að börn-
um sé gefinn meiri gaumur í
þjóðfélagsumræðu en áður
hefur tíðkast? Kann að vera.
Vissulega höfum við lengi
átt orð með viðliðnum –barn, sem bregða ljósi á heim þeirra. Mörg vísa í
vensl við aðra, svo sem tökubarn, tengdabarn, einkabarn. Önnur lýsa
nánar aldri eða þroska, pelabarn, bleyjubarn, enda hefur barn eitt og sér
helst til víðan tilvísunargrunn. Þá má nefna hið merkilega orð eyrnabarn,
um þá sem glíma við þrálátar eyrnabólgur.
Svo eru orð sem lýsa félagslegum aðstæðum. Nýlega heyrði ég t.d. eft-
ir langt hlé orðið lyklabarn, í útvarpsspjalli við mann sem rifjaði upp
hvernig krakkarnir í hverfinu hefðu verið með húslykil um hálsinn – eng-
inn heima þegar skóla lauk – og haldið hópinn í húsagörðum (og hús-
grunnum!). Hjábarn er annað orð og eldra, vísar í óbókfærðan uppruna
en líka félagsaðstæður líkt og í samsetningunni frægu „hjábarn ver-
aldar“, sem manni þótti alltaf svo sorglegt. Í dag er ámóta sorglegt hug-
tak of oft í fréttum, flóttabarn, því þótt börn hafi ævinlega verið í hópum
flóttafólks er nýlunda að þeirra sé getið sérstaklega og aðstæðum þeirra
athygli sýnd. Fylgdarlaus börn, börn á flótta, flóttabörn, hugtökin eru
orðin okkur töm á skömmum tíma. Þannig segja orð ýmsa sögu um
breytingar á mynstri og fókus – transbarn er líka tiltölulega nýtt hugtak
þótt transmanneskjur hafi lengur verið í umræðunni.
Fleira má nefna, svo sem hugtök sem skopast að reynsluheimi ann-
arra. Fréttabörn er eitt slíkt, notað af eldri beturvitum sem þykir ungir
fréttamenn blautir bak við eyrun.
Já, þau eru margbrotin, börnin. Ég hef líka nýfrétt af orðinu bakara-
barn sem mér finnst svo fyndið að það hlaut að vera aðfengið; að e-ð sé
„eins og að gefa bakarabarni brauð“ merkir víst að bera í bakkafullan
lækinn. Hér væri hægt að halda langt inn á lendur málshátta sem beita
fyrir sig börnum, en það var ekki meiningin, heldur hitt hvernig fjöl-
breyttir liðir eru lóðaðir við kjarnaorð á borð við barn og veröldinni
þannig lýst. Samsett orð eru með öflugustu vélum margra tungumála,
þ.á m. íslensku, og skiljast sum jafnvel sjálfkrafa. Kærar kveðjur til allra
dekurbarna, jólabarna og tárabarna.
Stál, eyru og stjörnur
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Ljósmynd/Unsplash, Steven Libralon
Ofurbörn Hver
kannast ekki við
þessa tegund
barna?
H
inum svonefndu menningarþjóðum Evrópu
tókst ótrúlega vel að búa til fallega sögu um
framferði þeirra víða um heim fyrr á tíð þeg-
ar þær voru að koma sér upp því sem kallað
var nýlendur. Samkvæmt þeirra frásögn voru þær að
brjóta siðmenningunni leið inn í fátæk lönd, sem höfðu
ekki komizt í tæri við hana fyrr. Og með þeim rökum var
því haldið fram að nýlendutíminn væri glæstasti þáttur í
sögu þeirra.
Þessi sögutúlkun er enn við lýði þótt reglulega skjóti
upp kollinum fréttir sem benda til þess að sú sögu-
skoðun sé á undanhaldi. Raunveruleikinn er sá að hinar
evrópsku menningarþjóðir fóru ránshendi um heiminn í
krafti vopnavalds og urðu ríkar á því að hagnýta sér
auðlindir annarra þjóða. Fiskveiðar Breta undir her-
skipavernd við Ísland eru glöggt dæmi um það.
Fyrrverandi nýlendum Evrópuríkjanna er þetta vel
ljóst. Sennilega er framferði Belga í Kongó ljótasta
dæmið um þetta. Belgískum hermönnum var gert að
koma með líkamshluta af drepnum fórnarlömbum til að
sanna að þeir hefðu sinnt skyldum sínum.
Belgar eru að byrja að átta sig. Þeir eru
farnir að breyta nöfnum á byggingum, göt-
um og torgum sem höfðu verið nefnd eftir
hetjum fyrri tíðar.
Eitt af því sem þessar miklu menningar-
þjóðir gerðu var að stela menningarverðmætum ann-
arra þjóða sem í vaxandi mæli gera kröfu um að þeim
stolnu munum verði skilað. En jafnvel í dag er því neit-
að, þótt öllum sé ljóst að hér var um þjófnað að ræða.
Stöku sinnum berast fréttir um viðbrögð fórnarlamb-
anna. Fyrir nokkrum áratugum birtist á forsíðu Morg-
unblaðsins lítil frétt þar sem sagt var frá athyglis-
verðum ummælum formanns utanríkismálanefndar
indverska þingsins. Hann kallaði Winston Churchill
stríðsglæpamann. Það er önnur lýsing á Churchill en við
þekkjum en segir einhverja sögu um hvernig hann kem-
ur Indverjum fyrir sjónir vegna þeirra samskipta við
Breta.
Fyrir nokkrum árum var Macron forseti Frakklands
á ferð í Afríku og velti fyrir sér á blaðamannafundi
hvernig Evrópuríkin gætu bezt hjálpað Afríku. Svarið
kom á sama blaðamannafundi frá forseta Gana. Látið
okkur í friði. Franska forsetanum varð svarafátt.
Merkilega lýsingu á framferði nýlenduherranna er að
finna í lítilli bók sem heitir Dagar í Búrma, á ensku
Burmese days, eftir George Orwell, sem starfaði sem
lögreglumaður í Búrma áður en hann varð þekktur rit-
höfundur. Sú bók segir mikla sögu um brezku nýlendu-
herrana, í hvítum jakkafötum með innlenda þjóna sér
við hlið. Nú er háttsemi fulltrúa Vesturlandaþjóða, sem
eru á ferð í nafni þróunaraðstoðar, sú sama, en þeir eru
að vísu mjög önnum kafnir á golfvöllum.
Loks má nefna afrek Evrópuþjóðanna í Mið-Austur-
löndum en þær bera mesta ábyrgð á ástandinu þar.
Mörg ríkjanna sem mestar deilur eru um þar voru búin
til á stjórnarskrifstofum í London og París.
Það er kominn tími til að hætta lygunum og segja
þessa sögu eins og hún er. Og það eiga afkomendur ný-
lenduherranna að gera sjálfir og gera þar með upp eigin
sögu. Í þeim efnum geta þeir margt af Þjóðverjum lært.
Og jafnframt eiga Evrópuþjóðir að huga alvarlega að
því að fara að ráðum forseta Gana og láta þjóðir Afríku í
friði.
Þetta er nauðsynleg forsenda þess að friður skapist í
þeirra eigin ranni. Saga afskipta Breta af Írlandi er svo
ljót að á milli þeirra verður aldrei til eðlilegt samband
fyrr en Bretar gangast við eigin verkum. Raunar eru
allar líkur á því að brezka konungsveldið sé
að liðast í sundur. Vaxandi stuðningur er við
sameiningu Írlands á Norður-Írlandi og
stuðningur við sjálfstæði Skotlands er sterk-
ur.
Raunar þarf ekki að leita langt til að finna
dæmi um erfið samskipti Norðurlandaþjóðanna, sem nú
er þagað vandlega um. Í stríðinu ráku Svíar til baka yfir
landamærin Norðmenn sem voru á flótta undan naz-
istum. Og svipuð dæmi eru til úr kalda stríðinu þegar
Svíar ráku til baka flóttamenn frá Eystrasaltsríkjunum.
Þögnin leysir ekki erfið deilumál á milli Evrópuríkja.
Og það er erfitt að sjá að Evrópa gæti komið sér saman
um sameiginlega sögu, sem þó væri mikilvægt í til-
raunum þessara ríkja til að koma á varanlegum friði sín
í milli.
Málflutningur þeirra sem vilja aðild Íslands að ESB
byggist að verulegu leyti á þeirri glansmynd af Evrópu
sem dregin hefur verið upp á okkar tímum en er ekki
annað en glansmynd. Sá fantaskapur – svo vægt sé til
orða tekið – sem einkenndi samskipti þessara ríkja fyrr
á tíð og framkomu þeirra við önnur ríki birtist aftur fyr-
ir nokkrum árum gagnvart Grikkjum sem hafa engu
gleymt.
Það væri mikilvægt að þjóðin sýndi það með afger-
andi hætti í kosningunum í haust að hún kann ekki að
meta þann boðskap.
Jafnframt er tímabært að við sýnum innan EES að
við þorum að nýta ákvæði þess samnings til að segja nei,
ef svo ber undir. Hingað til hafa embættismenn og
kjarklitlir stjórnmálamenn ráðið því að það nei hefur
ekki verið sagt.
Slíkt nei mundi kannski veita okkur kraft til að segja
hingað og ekki lengra í innanlandsmálum, sem hafa
reynzt okkur ótrúlega erfið úrlausnar.
Endurmat sögunnar tímabært
Vel heppnuð
sögufölsun.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Síðustu misseri hef ég lesið afturverk Snorra Sturlusonar og
skrifað talsvert um hann, þar á með-
al kafla í bókinni Twenty-Four Con-
servative-Liberal Thinkers, sem
kom út í Brussel í desember 2020. Að
mörgu er að hyggja. Til dæmis sýn-
ist mér, að helsti heimildarmaðurinn
um Snorra, Sturla Þórðarson, hafi
ekki alltaf látið föðurbróður sinn
njóta sannmælis. Sturla tekur til
dæmis fram, að Snorri hafi verið fjöl-
lyndur. En hann var ekki fjöllyndari
en aðrir höfðingjar á hans tíð, til
dæmis fósturfaðir hans Jón Loftsson
og fósturbræður hans í Odda.
Þótt Sturla gefi í skyn, að Snorri
hafi í Noregsferðum sínum lofað að
reyna að koma landinu undir kon-
ung, ber að veita því athygli, að hann
talar jafnan um óskir Norðmanna,
ekki fyrirheit Snorra sjálfs. Raunar
er ljóst, að hann hefur ekki lofað
neinu slíku, heldur aðeins því að
vernda norska kaupmenn fyrir
ágengni annarra goða. Það sést best
á því, að eftir fyrri Noregsferð sína
sendi Snorri son sinn, Jón murt, til
hirðar konungs, en síðan fékk Jón
leyfi til að snúa heim. Það hefði hann
ekki fengið, hefði faðir hans rofið
einhver gefin fyrirheit í Noregi.
Órækasti vitnisburðurinn um skoð-
anir Snorra á konungsvaldi eru ræð-
ur Þórgnýs lögmanns hins sænska
og Einars Þveræings í Heims-
kringlu. Ég er ekki heldur viss um,
að Snorri hafi verið eins sérgóður og
deigur og ætla mætti af lýsingum
Sturlu.
Mestu máli skiptir, að Sturla var,
ólíkt Snorra konungssinni, sann-
færður um, að Íslandi væri best
borgið í veldi Noregskonungs. Hann
forðaðist ætíð að styggja Norðmenn.
Þess vegna lætur Sturla að því
liggja, að Gissur Þorvaldsson hafi
ákveðið upp á sitt eindæmi að drepa
Snorra í Reykholti 1241. En það er
afar ólíklegt. Snorri var maður frið-
samur, og Gissuri stafaði engin
hætta af honum. Þá var hins vegar
svo komið, að Hákon Noregskon-
ungur bar þungan hug til Snorra
vegna þess, að hann taldi hann hafa
stutt uppreisn gegn sér. Eina eðli-
lega skýringin á drápi Snorra er, að
konungur hafi gefið Gissuri bein fyr-
irmæli um það, en Sturla hafi ekki
viljað segja frá því berum orðum.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvers vegna drap
Gissur Snorra?