Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Mikið hefur verið
rætt um stöðu
drengja í mennta-
kerfinu undanfarið
og ljóst að sam-
kvæmt öllum helstu
mælingum er staða
þeirra alls ekki nógu
góð.
Ef við lítum á nið-
urstöður úr al-
þjóðlega könn-
unarprófinu PISA
síðan 2018 þá getur þriðjungur
drengja sem útskrifast úr grunn-
skóla ekki lesið sér til gagns. Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin gerði
úttekt sem leiddi í ljós að drengj-
um liði verr í skólum hérlendis en
stúlkum og að þeir fengju minni
athygli frá kennurum.
Ég ætla ekki að þykjast vera
sérfræðingur í menntamálum en
sem foreldri og samfélagsþegn
vil ég sjá breytingar. Breytingar
sem hafa það í för með sér að
strákarnir okkar fái
að blómstra á sinn
hátt. Hættum að tala
um vandamálið og
byrjum á því að leita
lausna. Stuðlum að
fjölbreyttu skólakerfi
þar sem áhugi og
styrkleikar strák-
anna fá að njóta sín
svo þeir geti öðlast
það sjálfstraust sem
þeir þurfa til þess að
læra að standa með
sjálfum sér. Kerfið
verður að vera opið
fyrir breytingum, annars verður
stöðnun og viðvarandi vandi
skýtur rótum. Við verðum t.d. að
skoða þann möguleika að velja
námsefni sem hæfir betur áhuga-
sviði drengja þegar kemur að
lestri.
Það ætti ekki að viðgangast að
vera með allar þessar skelfilegu
tölur á borðinu en sjá samt ekk-
ert ákvæði um stöðu drengja í til-
lögu að menntastefnu til 2030.
Við verðum að bjóða upp á
sveigjanleika í námi þar sem nem-
endur eru ekki allir steyptir í
sama mót. En til þess þurfum við
að breyta kerfinu. Við búum að
mörgum frábærum skólum og öfl-
ugum kennurum en betur má ef
duga skal. Tökum höndum saman
og hugsum í lausnum. Búum til
umhverfi þar sem allir fá að njóta
sín og látum verkin tala.
Hugsum í lausnum
– ekki vandamálum
Eftir Guðberg
Ingólf Reynisson
Guðbergur Ingólfur
Reynisson
»Mikið hefur verið
rætt um stöðu
drengja í mennta-
kerfinu undanfarið og
ljóst að samkvæmt öll-
um helstu mælingum er
staða þeirra alls ekki
nógu góð.
Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
og sækist eftir 3. sæti.
beggireynis@simnet.is
Nú um alllangt
skeið virðist mér
Ríkisútvarpið hafa
lagt tugi milljóna í
einhvers konar rann-
sókn á fyrirtækinu
Samherja, og aldrei
heyri ég óráðsíu eða
ills manns getið í
þessum fjölmiðli, svo
ekki sé einhver eða
eitthvert fyrirtæki
nefnt og það tengt
Samherja. Í öllum þessum óhróðri
heyri ég þess aldrei getið að fyrir-
tækið hafi verið dæmt sekt í
nokkru máli, þó málæði útvarpsins
í sínum jötunmóð þrumi úr öllum
kimum.
Ég segi nú bara fyrir mig, að ef
ég sætti þvílíkum of-
sóknum, jafnframt því
að ég væri að starfa
að jafnmörgum þjóð-
hagslega hagstæðum
málum, og nýungum
sem hafa fært atvinnu-
lífið úr því að verka
fisk í salt og skreið (að
sjálfsögðu með öðrum
framleiðendum) í
framleiðslu matvæla á
heimsmælikvarða, og
veitt hundruðum
manna atvinnu á
hæstu launum, þá mundi ég segja
að nú væri nóg komið.
Ég mundi pakka saman og
hætta. Ég mundi selja og flytja
mig í rólegra umhverfi, eins og til
dæmis Sýrlands. Ég býst samt við
að þeir hjá Samherja séu mér
meiri menn, en ef ef svo færi að
þeir hættu?
Er Ríkisútvarpið undir það búið
að taka allt það fólk í vinnu sem
hjá Samherja vinnur og með sömu
laun?
Er ekki kominn tími til að Ríkis-
útvarpið sinni sínu hlutverki og
aðrir sínu?
Fyrirspurn til Ríkisútvarpsins
Eftir Kristján Hall » Aldrei heyri ég óráð-
síu eða ills manns
getið í þessum fjölmiðli
svo ekki sé einhver eða
eitthvert fyrirtæki nefnt
til og það tengt
Samherja
Kristján Hall
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Alþingi samþykkti í
júní 2019 nýjar laga-
greinar þar sem rétt-
indi barna í kjölfar
fráfalls foreldris eru
betur skilgreind en
áður var. Þar segir
meðal annars:
Dánarvottorðið
Þegar einstaklingur
andast skal læknir
sem gefur út dánarvottorð kanna
hvort hinn látni hafi átt barn undir
lögaldri. Reynist svo vera skal við-
komandi læknir eins fljótt og unnt
er tilkynna andlát foreldrisins til
heilsugæslunnar þar sem barnið á
lögheimili.
Heilsugæslan
Heilsugæslan skal, í samráði við
félagsmálanefnd í því sveitarfélagi
þar sem barn á lögheimili og for-
eldri eða forsjáraðila, hafa frum-
kvæði að samvinnu við skóla barns-
ins. Þótt verkferlar séu nú mun
skýrari en áður skortir enn nokkuð
upp á að sérfræðiþekking og
reynsla sé fyrir hendi á hverjum
stað. Það er því mikilvægt að
byggja upp miðlæga handleiðslu
fyrir fagfólk í heilsugæslu og skól-
um sem er aðgengileg alls staðar á
landinu.
Skólinn
Samkvæmt aðalnámsskrá skulu
leik- og grunnskólar hafa sérstaka
áfallaáætlun sem hugsuð er sem
vinnuáætlun um hver
gerir hvað, í hvaða röð
og hvernig, til að geta á
sem faglegastan hátt
brugðist við skyndi-
legum áföllum nem-
enda líkt og þegar for-
eldri deyr. Samkvæmt
nýju lögunum er það þó
heilsugæslan sem ber
ábyrgð á að veita
barninu þann stuðning
sem því ber samkvæmt
lögum. Áfallateymi
skóla á því rétt á að leita til fagaðila
á heilsugæslu.
Stuðningur við fagfólk
Í könnunum sem Krabbameins-
félagið lét gera meðal fagfólks í leik-
skólum og grunnskólum kom fram
skýr þörf fyrir gott aðgengi að fag-
legum utanaðkomandi stuðningi við
fagfólkið sem vinnur með börnum
við þessar aðstæður. Nánari upplýs-
ingar má nálgast á vef verkefnisins:
https://www.krabb.is/born/
Hlutverk heilsu-
gæslu og skóla
þegar foreldri deyr
Eftir Ásgeir R.
Helgason
Ásgeir R. Helgason
» Samkvæmt nýju lög-
unum er það heilsu-
gæslan sem ber ábyrgð
á að veita barninu þann
stuðning sem með þarf í
samstarfi við skóla og
félagsmálanefnd.
Höfundur er dósent í sálfræði
við HR og sérfræðingur hjá
Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is
Þau ótíðindi berast
að kaflaskipti verði í
sögu Hallgrímskirkju
og raunar alls menn-
ingarlífs í landinu ef
tónlistarmaðurinn
Hörður Áskelsson tel-
ur sig knúinn til að
flytja sig um set það-
an með allt sitt lið.
Vitaskuld er í fleiri
hús að venda, en starf
Harðar og kóranna hans er á ein-
hvern hátt orðið svo samgróið öllum
vexti kirkjunnar að hér verður stórt
skarð fyrir skildi. Sannleikurinn er
sá að honum tókst að gera það tón-
listarlíf sem þarna fór fram sam-
bærilegt við það besta erlendis; ég
mæli auðvitað með mínum leik-
mannseyrum, en hef þó samanburð
í einum 70 löndum þar sem ég hef
drepið niður fæti.
Hljómburður er ævinlega grund-
vallaratriði við flutning tónverka
(og predikana!) í stórum kirkjum og
í fyrstu þótti mönnum þar upp á
skorta í þessari háreistu og glæsi-
legu kirkju. En fljótt tókst Herði og
Ingu Rós, samverkakonum og sam-
verkamönnum hans að sigrast á
þeim vanda þannig að fyrirmynd
varð og dýrasti lofsöngur til Guðs
og lífs hljómaði þar skært.
Jafnframt blómgaðist annað lista-
líf í kirkjunni, til urðu ekki aðeins
merkileg tónverk heldur og mynd-
listarverk og jafnvel
leiklist eins og þegar
leikur Steinunnar Jó-
hannesdóttur um eigin-
konu sálmaskáldsins
sem kirkjan dregur
nafn sitt af spratt
fram. Eiginkona mín
var viðloðandi þetta
starf um nokkur ár og
varð ég þá vitni að því
hversu það dró að sér
listamenn í landinu og
batt þá tryggðabönd-
um við kirkjuna.
Ef viðskilnaður Harðar og kór-
anna góðu við þann stað sem hefur
verið þeim svo hjartfólginn um ára-
tugi er ekki beiskjulaus má ekki
minna vera en þeim fylgi þakkar-
vottur frá kirkjugestum. Þar tala
ég fyrir hönd tuga ef ekki hundraða
þúsunda landsmanna.
Eftir Svein
Einarsson
Sveinn Einarsson
»Ef viðskilnaður
Harðar og kóranna
góðu við þann stað sem
hefur verið þeim svo
hjartfólginn um áratugi
er ekki beiskjulaus má
ekki minna vera en þeim
fylgi þakkarvottur frá
kirkjugestum.
Höfundur er leikstjóri.
Þakklæti
Atvinna
Þór Bær
skemmti
öll laugar
frá 20.00 ti
ing sér um að allir
sér vel á Þórskaffi
dagskvöld á K100
l 00.00