Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 08.05.2021, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 ✝ Íshildur Þrá Einarsdóttir Söring fæddist 11. desember 1936 í Sjávarborg á Seyð- isfirði. Hún lést 23. apríl 2021 á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar henn- ar voru Einar Þór- arinsson Söring, f. 20.10. 1913, d. 25.11. 2001, og Guðný Söring Jónsdóttir, f. 19.10. 1914, d. 8.12. 1964. Íshildur var elst systkina sinna, þau eru Val- mundur Óli, f. 1938, Einar Trú- mann, f. 1940, d. 2019, Þröstur Bergmann, f. 1942, Níels, f. 1945, Agatha, f. 1947, Lísbet, f. 1968, og Gunnar, f. 1964. Þann 19.2. 1961 giftist Íshild- ur Sigurði Þorgilssyni, f. 19.2. 1936, d. 29.4. 1982, og eignast þau saman sex börn. Fyrir átti hún Birnu Borg Sigurgeirs- dóttur, f. 4.5. 1956. Birna á fjög- ur börn, tíu barnabörn og eitt Ævar Svan, f. 29.3. 1973, eig- inkona hans er Ragnheiður Gísladóttir, f. 26.7. 1973, og eiga þau tvö börn. Fyrstu ár ævi sinnar dvaldist Íshildur hjá ömmu sinni og afa á Seyðisfirði og undi sér vel. Upp frá því bar hún alltaf sterkar taugar til Seyðisfjarðar. Fljót- lega eftir að afi hennar fellur frá flutti Íshildur til foreldra sinna í Keflavík. Þegar Íshildur var rúmlega tvítug réð hún sig sem vinnukonu í Fljótshlíð. Þar kynnist Íshildur verðandi eigin- manni sínum, Sigurði Þorgils- syni frá Ægissíðu í Djúpár- hreppi. Þau giftast árið 1961 og byrjuðu sinn búskap í Vest- mannaeyjum, fluttu þaðan á Ægissíðu, síðar á Helluvað á Rangárvöllum en byggðu svo einbýlishús á Útskálum 7 á Hellu. Þar bjuggu þau saman allt þar til Sigurður lést árið 1982. Íshildur bjó nokkur ár í Reykjavík en flutti síðan aftur heim á Hellu. Hún lagði stund á prjónaskap, listmálun og ýmsar aðrar handverksgreinar. Starf- aði Íshildur m.a. í stórgripaslát- urhúsinu á Hellu, við ræstingar og við sundlaugargæslu. Einungis nánustu aðstand- endur verða við útförina sem fer fram í dag, 8. maí 2021. barnabarnabarn. Börn Íshildar og Sigurðar eru: 1) Ír- is Björk, f. 5.11. 1960, eiginmaður hennar er Guð- björn Svavar Ingv- arsson, f. 3.12. 1956, og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Sig- urborg Hulda, f. 19.12. 1961, eig- inmaður hennar er Gunnar Hólm Jóhannsson, f. 17.12. 1966, og eiga þau fjórar dætur og eitt barnabarn. 3) Torfi, f. 11.7. 1963, eiginkona hans er Olga Kristjánsdóttir, f. 19.1. 1963, og eiga þau fjórar dætur, fjögur barnabörn og von á því fimmta í ágúst. 4) Guðný Söring, f. 19.7. 1964, eiginmaður hennar var Þórir Jónsson, f. 2.7. 1957, d. 5.1. 2015, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Hafdís, f. 7.2. 1969, eiginmaður hennar er Leifur Bjarki Björnsson, f. 24.8. 1980, og eiga þau fjögur börn. 6) Mamma veiktist mjög alvar- lega þegar ég var um 11 ára gömul og upp frá því tóku oft við erfiðir dagar þegar hún lenti á spítala yfirleitt tvisvar sinnum á ári vegna síns sjúkdóms. Við systur hjálpuðumst þá að við að skúra skólann fyrir mömmu og að sinna heimilinu ásamt pabba og tel ég að það hafi bara tekist nokkuð vel hjá okkur svona eftir á að hyggja. Við systkinin tókum við ábyrgðinni hvert af öðru eftir aldursröð þar til kom að því að eitt og eitt fluttist að heiman. Við hjálpuðumst að við að sinna því sem gera þurfti og til að létta mömmu verkin í hennar veikindum. Pabbi var alltaf mjög stress- aður þegar mamma lenti á spít- ala, lengi vel hélt ég að honum þætti erfitt að halda barna- hópnum saman og hugsa um heimilið en seinna áttaði ég mig á því að hann var hræddur um að einn daginn kæmi mamma ekki lifandi heim aftur af spít- alanum. Pabbi minn dó þegar ég var tæplega 18 ára. Tíminn sem kom þar á eftir var mömmu mjög erf- iður. Hún hafði ekki keyrt bíl í tugi ára og pabbi hafði séð um alla reikninga en mamma sá um að reka heimilið sem hún gerði vel. Eðli mömmu var að gefast aldrei upp þótt á móti blési og eðlilega var ekkert annað í stöð- unni en að taka á þessu stóra verkefni, vera orðin fyrirvinnan á heimilinu með mjög slæman sjúkdóm sem hún vissi að gæti dregið hana til dauða ef illa færi í einhverju astmakastinu. Þá með fjögur af börnum sínum inni á heimilinu og tvö af þeim enn í grunnskóla. Mamma var sterk kona sem tók því sem að höndum bar með miklum styrk, það veganesti hef ég tekið með mér út í lífið. Eitt sinn er hún var búin að vera mjög veik og var send á Vífilsstaðaspítala gerðist það að Ævar Svan litli bróðir minn veiktist mjög alvarlega þá um 5 ára gamall. Hann fékk háan hita og var alvarlega veikur, það var spurning hvort hann þyrfti að fara suður á spítala. Það var ákveðið að halda þessu leyndu en mamma vissi allt, hún bara vissi! Hún hætti ekki að spyrja fyrr en pabbi sagði henni hvað væri í gangi. Mamma fárveik, tilkynnti lækninum að hún væri á leiðinni heim og það þýddi ekkert að reyna að stoppa hana. Doksi settist því niður og samdi við konuna, hún fengi að fara heim ef hún lofaði að koma strax aftur um leið og ástandið yrði betra. Viti menn, fljótlega eftir að mamma kom heim fór drengur- inn að sýna batamerki og nokkr- um dögum síðar fór mamma sátt aftur á spítalann, enn fárveik. Mamma var ekki margmála kona, hún sat oft þögul og hlust- aði en þegar hún sagði eitthvað þá hlustaðum við og tókum mark á því sem hún sagði því yf- irleitt var það vel hugsað og stundum allt of satt. Mamma var trygg sínum og þeir sem voru svo heppnir að vera inn undir hjá henni áttu þar ævi- langan vin. Loksins hittast þau aftur, mamma og pabbi, eftir öll þessi ár, það er ég viss um að nú er partý í Paradís. Ég veit að hann Þórir minn hefur einnig fagnað tengda- mömmu sinni vel og innilega þarna fyrir handan. Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. Guðný Söring Sigurðardóttir. Amma var fyrirmyndarkona og öðluðumst við dýrmætan lærdóm af því að umgangast hana, m.a. umhyggjusemi, að hlusta, að gera ekki veður úr smámunum, að hlutirnir eru eins og þeir eru og það þarf að vinna eftir því, hreinskilni, að vera trú sjálfri sér og hnitmiðað tal; í fáum áhrifaríkum orðum kom hún máli sínu til skila og fékk alla til þess að hlusta. Hún var svo falleg og glæsileg kona. Það var endalaust hægt að dást að hlutunum heima hjá henni. Allt frá smáu punti upp í stórkostleg málverk. Sérstaklega munum við eftir stórfenglegum erni sem er eitt flottasta málverk sem við höfum séð, ásamt nátt- úrumálverkunum. Amma var svo hæfileikarík og hreint út sagt mögnuð í að mála myndir. Með miklu þakklæti kveðjum við þig amma. Það er heiður að fá líf okkar litað af eiginleikum jafn magnaðrar og harðkjarna konu sem þú varst. Takk elsku amma. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. (Ómar Ragnarsson) Þráinn S. Þórisson Sesselía Söring Þórisdóttir Birta Sólveig Söring Þórisdóttir. Elsku amma okkar, hvíldu í friði. Þín verður sárt saknað. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kveðja, Harpa, Karen, Sonja og Díana. Fyrir mér var amma aldrei gömul kona, ekki þessi týpíska eldri amma sem svo margir eiga, enda var hún einungis 42 ára þegar ég fæðist. Amma var alltaf stórglæsileg, hafði afar fágaða framkomu, sannkölluð hefðardama. Hún var alls ekki skaplaus og gat al- veg sagt sína meiningu ef henni mislíkaði eitthvað en yfirbragð- ið var þó alltaf yfirvegað og maður bar mikla virðingu fyrir henni og því sem hún sagði. Þó amma hafi verið lungna- sjúklingur frá því áður en ég fæddist og oft mjög veik leit hún alltaf vel út. Náði jafnvel að fela það hversu veik hún var með því að hafa sig alltaf vel til og fór aldrei úr húsi nema máluð. Hún var ein glæsilegasta kona sem ég hef kynnst og gerði einnig kröfur til manns um að vera vel til fara. Oft fékk ég skammir ef skórnir voru ekki nógu vel púss- aðir. Það var lélegasta sort að karlmaður væri í máðum leð- urskóm. Oft lét hún mann pússa skóna fyrir framan sig áður en maður fór út frá henni aftur, að maður tali nú ekki um ef leiðin lá á ball eða á skemmtun, þó það væri bara á skólaskemmtun í grunnskóla. Amma var mjög þrjósk og al- gjör nagli. Uppgjöf var ekki til og hún gerði einnig kröfur til manns um að standa sig í vinnu og öðru. Aumingjaskapur var eitur í hennar beinum. Hún of- gerði sér reyndar oft þegar hún ákvað að fara í eitthvert verk. Þá var ekki slegið slöku við fyrr en verkinu var lokið og hún jafnvel lögst í rúmið á eftir upp- gefin. Oftar en ekki fór amma ekki á spítala fyrr en hún var svo veik að maður vissi ekki alltaf hvort hún kæmi aftur heim. Hún þoldi ekki spítala og gaf sig aldrei fyrr en í fulla hnefana. Amma var mikill dansari og það var frábært að sjá hana svífa um dansgólfið. Við amma deildum áhuga á dansi og ég man enn þegar ég var 16 ára á áramótaballi í Hellubíói þegar amma bauð mér upp í dans. Það var miklu flottara að dansa við ömmu en jafnöldrurnar sem kunnu lítið. Amma kenndi mér nánast allt sem ég kann í dansi í dag. Eitt sinn þegar ég var ung- lingur kom danskennsla á Hellu í línudansi og amma mætir heim Íshildur Þrá Einarsdóttir Söring HINSTA KVEÐJA Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Takk fyrir okkur, langamma. Guðbjörn Svavar og Jón Hólmgeir Kristjánssynir. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL INGI VALMUNDSSON Gullsmára 7, Kópavogi lést laugardaginn 1. maí á hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. Útför fer fram í Digraneskirkju mánudaginn 10. maí kl. 13. Athöfninni verður streymt: skjaskot.is/pallvalmundsson Klara Guðmundsdóttir Valmundur Ingi Pálsson Guðlaugur Heimir Pálsson Lizceth Zapata Almiron Sólrún Lilja Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, VALDIMAR INGIBERGUR ÞÓRARINSSON, Skúlagötu 40b, áður Gnoðarvogi 28, lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. maí. Útför hans fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík mánudaginn 10. maí klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á http://www.ohadisofnudurinn.is/ingi/ Hólmfríður Þórarinsdóttir Jón Þórir Jóhannesson Elísabet Guðrún Þórarinsd. og fjölskyldur Okkar ástkæri JÓN ÆVAR HARALDSSON frá Eskifirði lést á líknardeild St. Lukas Stiftelsen í Hellerup miðvikudaginn 21. apríl. Útförin fór fram 29. apríl frá Avedørekirke í Hvidovre, Danmörku. Vera Haraldsson Lars Krygermeier Katya Gadgaard Ragnheiður B. Haraldsdóttir Huldís S. Haraldsdóttir Jóhann Á. Fannberg Heimir Haraldsson Hróðný Kristjánsdóttir Bjarnrún K. Haraldsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Júlíana Haraldsdóttir Einar Már Kristinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR JÓNSSON bifvélavirki, frá Stökkum á Rauðasandi, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 10. maí klukkan 13. Athöfninni verður streymt á slóðinni www.sonic.is/petur Sveinbjörg Pétursdóttir Jón Pétursson Ingunn Jónmundsdóttir Pétur Pétursson Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Sigurður Pétursson Þorleifur Einar Pétursson Haukur Hrafn Gunnarsson Guðjón Pétursson Hulda Katrín Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Stella, Garðabraut 10, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, laugardaginn 1. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu óska aðstandendur eftir að þeir sem vilja koma hafi samband í síma 860-3935, Adda Lára, eða addal@internet.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimið Höfða, Akranesi Viktor Björnsson Díana Bergmann Valtýsdóttir Helga Björnsdóttir Baldur Bjarnason Ásdís Gunnarsdóttir Björn Vignir Björnsson Sigrún Óskarsdóttir barnabörnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.