Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 44

Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 44
44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild karla KR – KA.................................................... 1:3 Staðan: KA 2 1 1 0 3:1 4 FH 1 1 0 0 2:0 3 Valur 1 1 0 0 2:0 3 Víkingur R. 1 1 0 0 1:0 3 KR 2 1 0 1 3:3 3 HK 1 0 1 0 0:0 1 Leiknir R. 1 0 1 0 0:0 1 Stjarnan 1 0 1 0 0:0 1 Keflavík 1 0 0 1 0:1 0 Breiðablik 1 0 0 1 0:2 0 Fylkir 1 0 0 1 0:2 0 ÍA 1 0 0 1 0:2 0 Lengjudeild karla Grindavík – ÍBV ....................................... 3:1 Grótta – Þór .............................................. 4:3 2. deild karla Haukar – Reynir S ................................... 0:2 Njarðvík – Þróttur V................................ 3:3 England Leicester – Newcastle ............................. 2:4 Þýskaland Stuttgart – Augsburg ............................. 2:1 - Alfreð Finnbogason var ekki í leik- mannahóp Augsburg. B-deild: Hannover – Darmstadt ........................... 1:2 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Ítalía B-deild: Brescia – Pisa........................................... 4:3 - Birkir Bjarnason lék fyrstu 66. mínút- urnar með Brescia en Hólmbert Aron Frið- jónsson var ekki í hóp. Venezia – Pordenone .............................. 0:0 - Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia. Óttar Magnús Karlsson er meiddur. Holland B-deild: Jong AZ – Excelsior ................................ 2:1 - Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior og skoraði. Jong PSV – Volendam ............................ 0:1 - Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahóp Jong PSV. Jong Ajax – De Graafschap.................... 1:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson var ónotaður varamaður hjá Jong Ajax. Danmörk Fallkeppnin: OB – AaB .................................................. 1:0 - Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 76. mín- úturnar með OB, Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður. B-deild: Fredericia – Köge.................................... 3:0 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Fred- ericia. 50$99(/:+0$ Grill 66-deild karla Hörður – Selfoss U............................... 40:33 Vængir Júpíters – Víkingur ................ 19:32 Kría – Fjölnir ........................................ 21:31 Staðan: HK 16 14 0 2 484:343 28 Víkingur 16 14 0 2 426:374 28 Valur U 16 9 1 6 476:466 19 Fjölnir 16 8 3 5 456:418 19 Haukar U 15 8 1 6 397:398 17 Kría 16 6 3 7 426:442 15 Selfoss U 16 6 2 8 438:453 14 Hörður 16 5 1 10 453:510 11 Vængir J. 16 3 0 13 344:426 6 Fram U 15 0 1 14 358:428 1 Grill 66 deild kvenna ÍR – Selfoss ........................................... 24:23 Fram U – HK U.................................... 25:29 Valur U – Fjölnir/Fylkir...................... 32:33 Afturelding – Víkingur ........................ 23:18 Lokastaðan: Fram U 16 13 0 3 482:380 26 Afturelding 16 12 0 4 412:355 24 Valur U 16 11 1 4 464:396 23 Grótta 16 10 0 6 403:377 20 ÍR 16 9 0 7 389:378 18 HK U 16 7 1 8 415:425 15 Fjölnir-Fylkir 16 4 0 12 363:456 8 Víkingur 16 3 0 13 370:436 6 Selfoss 16 2 0 14 355:450 4 _ Afturelding leikur í úrvalsdeild 2021-22. HK, Grótta, ÍR og Fjölnir-Fylkir fara í um- spil um eitt sæti þar. Frakkland B-deild: Besancon – Nice................................... 27:27 - Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot í marki Nice. Billere – Nancy .................................... 28:27 - Elvar Ásgeirsson var ekki í leikmanna- hóp Nancy. Þýskaland B-deild: Bietigheim – Emsdetten..................... 41:31 - Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot í marki Bietigheim. .$0-!)49, KR – KA 1:3 0:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 11. 0:2 Brynjar Ingi Bjarnason 28. 1:2 Guðjón Baldvinsson 45. 1:3 Hallgrímur Mar Steingrímsson 78. MM Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) M Guðjón Baldvinsson (KR) Kennie Chopart (KR) Kristinn Jónsson (KR) Dusan Brkovic (KA) Daníel Hafsteinsson (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Andri Fannar Stefánsson (KA) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 6. Áhorfendur: 200, uppselt. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hallgrímur Mar Steingrímsson átti sannkallaðan stórleik fyrir KA þegar liðið heimsótti KR í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Meistaravelli í Vesturbæ í 2. umferð deildarinnar í gær. Hallgrímur skoraði tvívegis í leiknum og lagði upp annað mark leiksins fyrir Brynjar Inga Bjarna- son en Guðjón Baldvinsson minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma fyrri hálfleiks í stöðunni 2:0. „Hallgrímur Mar Steingrímsson átti glæsilegan leik; skoraði tvö og lagði upp eitt. Auk þess skapaði hann nánast öll færi KA sem hann komst sjálfur ekki í. Brynjar Ingi Bjarna- son er orðinn afar góður miðvörður, ásamt því að hann er hættulegur í vítateig andstæðinganna. Allt of margir leikmenn voru undir pari hjá KR. Pálmi Rafn Pálmason hefur oft spilað betur, Ægir Jarl Jón- asson sást varla, fátt gekk upp hjá Óskari Erni Haukssyni, Atli Sig- urjónsson skapaði lítið og Stefán Árni Geirsson gerði varla neitt,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Akureyringar tylla sér á toppinn með sigrinum og eru með fjögur stig í efsta sæti deildarinnar en KR er með þrjú stig í fimmta sætinu. _ Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem var að spila sinn 100. leik í efstu deild, er nú orðinn markahæsti leik- maður í sögu KA í efstu deild með 28 mörk en liðsfélagi hans Elfar Árni Aðalsteinsson var sá markahæsti, fyrir leik gærdagsins, með 27 mörk. Stórleikur í Kaplakrika Í kvöld fara fram þrír leikir en fimm af þeim sex liðum sem eigast við eiga ennþá eftir að skora mark í sumar. HK tekur á móti Fylki í Kórnum, Breiðablik heimsækir Leikni í Reykjavík í Breiðholtið og ÍA tekur á móti Víkingi úr Reykjavík sem vann 1:0-sigur gegn Keflavík í fyrstu um- ferðinni. Annað kvöld mætast svo FH og Valur í Kaplakrika í stórleik umferð- arinnar og Keflavík og Stjarnan, sem bæði eiga eftir að skora, mætast í Keflavík. Akureyringar gerðu góða ferð í Vesturbæinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagn Akureyringar fagna fyrsta marki Hallgríms Mars á Meistaravöllum. - Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á kostum - KR-ingar fundu aldrei taktinn Þór frá Akureyri tryggði sæti sitt í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar liðið vann fimm stiga sigur gegn Þór frá Þor- lákshöfn í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í 21. umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 108:103-sigri Akureyringa en Dedrick Basile átti stórleik fyrir Akureyringa, skoraði 33 stig og gaf tólf stoðsendingar. Akureyringar fara með sigrinum upp í 18 stig í áttunda sæti deild- arinnar og eru nú fjórum stigum frá fallsæti fyrir lokaumferðina. Þórsarar frá Þorlákshöfn eru öruggir með annað sæti deildarinnar en þeir eru með 28 stig, tveimur stigum meira en Stjarnan, og eru með betri innbyrðisviðureign á Garðbæinga. _ Dominykas Milka skoraði 26 stig fyrir Keflavík þegar liðið fékk Val í heimsókn í Blue-höllina í Kefla- vík. Leiknum lauk með 101:82- stórsigri Keflavíkur en ásamt því að skora 26 stig tók Milka sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Keflavík er með 38 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni í vetur en liðið hefur unnið ellefu leiki í röð. Keflvíkingar, sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn fyrir rúm- lega viku, töpuðu síðast leik hinn 12. febrúar gegn Val á Hlíðarenda en hinn tapleikur liðsins var gegn Stjörnunni í Garðabæ. Valsmenn eru með 22 stig í sjötta sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Grindavík og KR, en liðið getur ekki endað neðar í deildinni þar sem Tindastóll og Þór frá Akureyri eru með 18 stig í sætunum fyrir neðan. Ljósmynd/Árni Torfason Bjargvættur Dedrick Deon Basile skoraði 33 stig fyrir Þórsara. Þórsarar björg- uðu sér frá falli - Ellefti sigurleikur Keflavíkur í röð _ Vladan Djogatovic, serbneski knattspyrnumarkvörðurinn sem hefur varið mark Grindavíkur undanfarin tvö ár, er kominn til KA sem lánsmaður út þetta keppnistímabil. Hann leysir af hólmi Kristijan Jajalo sem handar- brotnaði í síðustu viku og verður frá keppni fram eftir sumri. Djogatovic, sem er 36 ára gamall, var ekki í leik- mannahópnum þegar KA sótti KR heim á Meistaravelli í gærkvöld en verður væntanlega tilbúinn á miðviku- dag þegar KA leikur sinn fyrsta heima- leik á tímabilinu gegn Leikni úr Reykja- vík. _ Fjórir Íslendingar keppa á Evr- ópska vetrar- kastmótinu sem fram fer í Split í Króatíu í dag og á morgun. Guðni Valur Guðnason keppir í kringlu- kasti og Hilmar Örn Jónsson í sleggju- kasti í keppni fullorðinna. Mímir Sig- urðsson keppir í kringlukasti og Elísabet Rut Rúnarsdóttir í sleggju- kasti í flokki kastara yngri en 23 ára. Þeir Guðni Valur og Hilmar Örn eru báðir með Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu en Íslandsmetið sem Guðni setti á síðasta ári er mun lengra en lág- markið fyrir leikana, sem hann þarf hins vegar að ná í sumar. _ Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara karlaliðs ÍBV í handknattleik, yfirgefur Vestmannaeyjar eftir tíma- bilið og flytur til Færeyja. Handbolti.is greindi frá því í gær að hann tæki við kvennaliði EB frá Eiði á Austurey en félagið leikur í úrvalsdeildinni þar í landi í fyrsta skipti í langan tíma á næsta keppnistímabili. _ Körfuknattleiksdómarinn Sigmund- ur Már Herbertsson dæmdi sinn tvö- þúsundasta leik á vegum Körfuknatt- leikssambands Íslands í fyrrakvöld, leik Hauka og Hattar í úrvalsdeild karla. Sigmundur hefur dæmt frá árinu 1994. Hann hefur þrettán sinn- um verið valinn besti dómarinn af leikmönnum í úrvalsdeildunum og hefur dæmt fleiri alþjóðlega leiki en nokkur annar Íslend- ingur, 223 tals- ins. Sigmundur var samt ekki leikjahæstur í dómaratríóinu á Ásvöll- um. Annar meðdómara hans var Rögnvaldur Hreiðarsson, sá eini sem áður hefur náð að dæma tvö þúsund leiki, en þetta var 2.036. leikur Rögn- valds. _ Dallas Morgan leikmaður körfu- knattleiksliðs Sindra frá Hornafirði er Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.