Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 47

Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þ að var titillinn, Undir fossins djúpa nið, sem vakti athygli mína. Ég vissi vel hver Pálmi var en það var þessi voldugi titill sem ræsti mig. „Þetta verður eitthvað,“ hugsaði ég með sjálfum mér og viti menn, árum síðar stend ég á tröppunum við heimili mitt og handleik kjör- grip mikinn. Höf- undur stendur fyrir framan mig, með sællegt bros á vörum og það eðlilega. Vinnslan við verkið hefur tekið drjúgan tíma og því gott að sjá fyrir endann á því. Platan er á tvöföldum vínil, í þykku, opnanlegu umslagi („gate- fold“) og ljóst að hvergi hefur verið slegið af í gæðakröfum. Stóreflis- mynd af höfundi framan á, sóló- verkið undirstrikað, og þegar um- slagið er opnað blasa við myndir og nákvæmar upplýsingar um hvert og eitt lag en alls eru þau sautján að tölu. Vínillinn sjálfur þykkur og góður og „nærbuxurnar“ prýða textarnir við lögin. Sólóplata er í sjálfu sér rang- nefni enda tugir manna sem leggja gjörva hönd á plóg, sannkallað landslið söngvara og hljóðfæraleik- ara. Og er ekki að undra, enda hef- Lífið er þar sem þú ert Morgunblaðið/Styrmir Kári ur Pálmi spilað með þeim öllum í gegnum tíðina við hin margvísleg- ustu tilefni. Söngur er að mestu í höndum Pálma eða eins og hann útskýrir fyrir mér þar sem við stöndum á tröppunum: „Mér fannst það rétt- ast, úr því að verkefnið væri svona. Annars hefði þetta hljómað eins og einhver söngvarasafnplata.“ Pálmi er alla jafna önnum kaf- inn við verktakavinnu um allan bæ, eftirsóttur maður, sem skýrir þann hraða sem vinnsluferlið hefur verið í. „Plata þessi hefur mjakast áfram og seytlað eins og klettaslæða í huga mínum á síðustu árum og sér nú fyrir endann á upptökum henn- ar,“ sagði Pálmi á fjasbókinni … fyrir þremur árum! Á meðal hljóðfæraleikara eru Benedikt Brynleifsson, Róbert Þór- hallsson, Einar Þór Jóhannsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Matthías Stefánsson, Birkir Freyr Matthías- son, Björgvin Ploder, Sváfnir Sig- urðarson, Eiður Arnarsson, Þórður Högnason og … nei, nú hætti ég. Þetta fólk pikkaði ég upp úr átta fyrstu lögunum. Eins og sjá má er mannvalið svakalegt. En hvernig er tónlistin? Pálmi leggur sig að mestu eftir ballöðu- kenndu popprokki mætti segja en reynsla hans úr leikhúsheiminum kemur sér líka vel. Titillagið opnar plötuna, skammlaus ástarsöngur, blíður og fallegur og strax í næsta lagi dúettar hann með sjálfri Andreu Gylfadóttur. Lagið í sama stíl og titillagið, ljúfkennt og þýtt (þar sem ég rúlla yfir plötuna þarf ég alltaf að standa upp og færa nál- ina til. Ég elska það!). Björn Hlynur Haraldsson syngur djassaða smíð, „Um langan veg“, en aðrir söngv- arar eru Jogvan Hansen, Valgerður Þorsteinsdóttir, Dagný Halla Björnsdóttir, Björgvin Halldórsson og KK. Lag Björgvins er æði. Nema hvað! Strengjalegin ballaða af gamla skólanum (smá Gunni Þórð- ar í gangi) og Bó syngur eins og sá sem valdið hefur. KK syngur hið ægifagra „Eftirsjá / Lag fyrir Fróða“. Í því er harmur sem KK kemur afskaplega vel til skila. Og svo má telja. Þegar þetta er skrifað er platan ekki komin út stafrænt og ég er að gera þetta „handvirkt“ eins og ég lýsti. Platan snarkar á fóninum og hljómurinn er hlýr, bústinn og umlykjandi. Sit hérna við eldhúsborðið og pikka þetta inn. Sólroði fyrir utan og eld- gos ekki langt undan. Skip sigla út flóann með Esjuna í bakgrunni. Það er eitthvað rómantískt, tímalaust og „íslenskt“ við þessa sólóplötu Pálma og það er að feykja þessum lýsingum á blað. Er það vel. » Titillagið opnar plötuna, skammlaus ástarsöngur, blíður og fallegur og strax á eftir dúettar hann með sjálfri Andreu Gylfadóttur. Pálmi Sigurhjartarson á áratuga feril að baki í íslenskri tónlist sem lagahöfundur, meðleik- ari og flytjandi. Hér stígur hann fram fyrir tjaldið sem sólólista- maður á tvöföldu plöt- unni Undir fossins djúpa nið. Í sviðsljósinu Undir foss- ins djúpa nið er fyrsta sóló- plata Pálma Sigurhjartar- sonar. Aðalheiður Guð- mundsdóttir, prófessor í ís- lenskum bók- menntum fyrri alda, heldur fyrirlestur um Völsungasögu, sögulegar heim- ildir að baki henni og hvernig söguhetjur henn- ar hafa þróast fram á okkar dag, klukkan 14 í dag, laugardag, í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14. Allir eru velkomnir meðan húsrúm og sóttvarnareglur leyfa. Fyrirlestur um Völsungasögu Aðalheiður Guðmundsdóttir Í vikunni var opnað svokallað „pop-up“-bókasafn í gróðurhúsinu á Lækjartorgi og taka starfsmenn þar á móti gestum og gangandi og kynna fjölbreytta starfsemi menningarhúsa Borgar- bókasafnsins. Um helgina verður boðið upp á fjölskylduvæna dagskrá á torginu, Sirkus unga fólksins sýnir listir sínar í dag kl. 13 og trúðavinkon- urnar Silly Suzy og Momo skemmta kl. 15. Á morgun, sunnu- dag, kl. 14-16, verða svo búnar til risastórar og litríkar sápukúlur og þeir sem vilja spreyta sig í sápukúlugerðinni geta skráð sig á vefsíðu Borgarbókasafnsins. Bókasafnið á torginu verður opið til 15. maí kl. 12-18. Sirkus, trúðar og sápukúlugerð Trúðslæti Trúðavinkonurnar Silly Suzy og Momo skemmta kl. 15 á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.