Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
K
vikmyndin Nobody, eða
Enginn, gæti varla verið
einfaldari þegar kemur að
persónusköpun og sögu-
þræði. Handritshöfundur er sá sami
og skrifaði hefndartryllinn John
Wick og Nobody svipar hlægilega
mikið til þeirrar myndar og fram-
haldsmyndanna tveggja. Nema hvað
nú er Keanu Reeves ekki að berja
menn og skjóta á færibandi heldur
Bob Odenkirk. Fyrir leikaravalið fær
myndin sjálfkrafa eina stjörnu því
hverjum hefði dottið í hug að gaman-
leikarinn Odenkirk, þekktastur fyrir
snilldarlega túlkun sína á siðlausa
lögfræðingnum Saul í Breaking Bad
og Better Call Saul, myndi fara með
aðalhlutverk í ofbeldisfullri hasar-
mynd og það á sextugsaldri! En jú,
Odenkirk er hér mættur og lemur
menn í klessu eins og hann hafi aldrei
gert neitt annað. Og er bara helvíti
góður í því, verður að segjast.
Enginn sá sem titill myndarinnar
vísar til er náungi nokkur að nafni
Hutch Mansell sem Odenkirk leikur.
Í byrjun myndar situr hann hand-
járnaður og krambúleraður á lög-
reglustöð og þegar tveir rannsóknar-
lögreglumenn spyrja hver hann sé
svarar hann: Enginn. Þar með vitum
við það, þessi náungi er enginn, í raun
bara hver annar sextugur úthverfa-
pabbi sem leiðist í vinnunni og er
löngu hættur að sofa hjá konunni
sinni.
Allir dagar eru eins hjá Hutch,
hann vaknar og fer í vinnuna og fer
reglulega út að hlaupa og gerir upp-
hífingar á strætóskýli. Þannig hefst
myndin á hraðklipptu endur-
tekningarferli sem er spaugilegt og
lofar góðu um framhaldið. Verst að
myndin fellur fljótlega í gamalkunn-
ugt mót og verður algjör klisja en
skemmtileg klisja þó.
Nótt eina er brotist inn á heimili
Hutch og hafa þjófarnir lítið upp úr
krafsinu. Þegar Hutch kemst að því
að kisuarmbandi dóttur hans var stol-
ið virðist mælirinn fullur og annar
maður kemur í ljós. Hutch lendir í
blóðugum átökum við nokkra vafa-
sama náunga í strætisvagni og einn
þeirra endar á sjúkrahúsi þar sem
hann lætur lífið. Reynist sá vera
bróðir rússnesks mafíósa, Yulians
Kuznetsovs, sem leikinn er í kunnug-
legum ýkjustíl af Aleksey Sere-
bryakov. Mafíósinn kemst að því hver
misþyrmdi bróður hans og leitar
hefnda, sendir alla sína kóna heim til
Hutch. En líkt og í John Wick er aðal-
persónan í Engum ekkert lamb að
leika sér við og að sjálfsögðu sérþjálf-
aður fyrrverandi starfsmaður FBI,
svokallaður hreingerningamaður. Þó
mannfallið sé á endanum ekki nærri
því eins svakalegt og í John Wick er
það þó allnokkurt og Hutch kann
ýmislegt fyrir sér þegar kemur að
limlestingum. Enda þessi ósköp í
miklum lokabardaga á vinnustað
Hutch þar sem hann hefur komið alls
konar gildrum fyrir, líkt og strák-
urinn sem var aleinn heima í Home
Alone hér um árið, nema hvað gildrur
Hutch eru hreinar dauðagildrur og
nú er Enginn heima og á heimavelli.
Nobody er ofbeldismynd af því
taginu sem fær mann til að skella upp
úr, svo ýkt og kjánaleg er hún. Vond-
ir Rússar eru hér mættir enn eina
ferðina og lítilvægt atvik sendir aðal-
persónuna fram af hengifluginu. Í
John Wick var hundur Wicks drepinn
sem leiddi af sér manndráp á færi-
bandi en hér er það bara kisuarm-
band. Handritshöfundurinn Kolstad
gengur því enn lengra í kjánaskapn-
um en ofbeldið er engu að síður
subbulegt með tilheyrandi hljóðum,
slettum og hugmyndaflugi. Í John
Wick minntu slagsmálaatriðin meira
á dans en slagsmál en hér eru slags-
mál bara slagsmál með þungum
höggum, skaðræðisópum, hníf-
stungum og svo framvegis. Vondu
kallarnir fá makleg málagjöld, eins
og vera ber, og Hutch gengur undir
lokin frá öllu saman með nokkrar
skrámur. Fjölskyldunni, eiginkonu
og tveimur börnum, kom hann í
öruggt skjól en óvíst er hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Mögulega eina
eða tvær framaldsmyndir, Enginn
kafli I og II.
Odenkirk sýnir á sér algjörlega
nýja hlið sem leikari, alvörugefinn og
líkaminn vel þjálfaður (Odenkirk fór í
stranga líkamsþjálfun í marga mán-
uði fyrir hlutverkið eins og sjá má á
YouTube) og engu síðri en Bruce
Willis eða aðrir hasarleikarar komnir
af léttasta skeiði. Aðrir leikarar, að
Serebryakov undanskildum, fá held-
ur lítið að gera og konur eru í algjör-
um aukahlutverkum. Myndin fellur
því hressilega á Bechtel-prófinu, eins
og við var að búast. Connie Nielsen
leikur eiginkonu Hutch og fær lítið
annað að gera en að virðast áhyggju-
full og gefa fjölskyldunni að borða.
En hasarinn er góður og myndin
hin prýðilegasta afþreying, þegar öllu
er á botninn hvolft, þrátt fyrir að vera
algjör klisja (að vali á aðalleikara
undanskildu) og algjörlega fyrir-
sjáanleg. Með meira spaugi, hug-
myndaflugi og betra handriti hefði
mátt nýta hæfileika Odenkirks betur
og gera eftirminnilegri mynd, á því er
enginn vafi, en á móti kemur að þessi
mynd skilar því sem hún á að skila.
Þetta er fínasta hasarmynd, einföld
og auðgleymanleg en alveg þess virði
að sjá í bió.
Harðhaus Bob Odenkirk í hlutverki Hutch Mansells í harðhausamyndinni Nobody eða Engum.
Enginn heima
Laugarásbíó, Sambíóin Kringl-
unni, Egilshöll og Keflavík og
Smárabíó
Enginn/ Nobody bbbnn
Leikstjórn: Ilya Naishuller. Handrit:
Derek Kolstad. Aðalleikarar: Bob
Odenkirk, Connie Nielsen, Christopher
Lloyd, RZA og Aleksey Serebryakov.
Bandaríkin, 2021. 92 mínútur.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Tvær sýningar verða opnaðar í
Listasafninu á Akureyri í dag,
laugardag, klukkan 12 til 17. Ann-
arsvegar er um að ræða nemenda-
sýningu Myndlistaskólans á Akur-
eyri, Sjónmennt 2021, og hins
vegar útskriftarsýningu nemenda
listnáms- og hönnunarbrautar
VMA, Kompakt. Sýningarnar
standa til 16. maí.
Sjö útskriftarnemendur eiga
verk á sýningunni Sjónmennt 2021,
tveir af fagurlistabraut og fimm úr
listhönnun en þeir útskrifast að
loknu þriggja ára námi í sérnáms-
deildum. Átján nemendur Verk-
menntaskólans á Akureyri eiga
verk á sýningunni Kompakt en þeir
völdu sér verkefni að vinna með út
frá áhugasviði.
Fjölbreytileg Eitt verkefni nemenda VMA á
sýningunni sem verður opnuð í dag.
Nemendasýningar
opnaðar á Akureyri
Tveir listamann-
anna sem eiga
verk á samsýn-
ingunni Dýrs-
legur kraftur í
Listasafni
Reykjavíkur –
Hafnarhúsi, þeir
Einar Lúðvík
Ólafsson og Sig-
urður Ámunda-
son, verða með
leiðsögn um sýninguna í dag,
laugardag, kl. 14. Nauðsynlegt er
að skrá sig á heimasíðu safnsins.
Á sýningunni stefnir sýningar-
stjórinn Birgir Snæbjörn Birgis-
son saman verkum Errós og
fimmtán annarra listamanna.
Verk Errós frá ýmsum tímum eru
þar sett í samhengi íslenskrar
samtímalistar. Verkin á sýning-
unni eru fjölbreytt og vísa til og/
eða endurspegla á einn eða annan
hátt þá fjölmörgu miðla sem Erró
er þekktur fyrir.
Leiðsögn um Dýrs-
legan kraft í dag
Sigurður
Ámundason
Myndlistarkonan Guðbjörg Lind
opnar í dag, laugardag, klukkan 14
til 17 á Hlöðulofti Korpúlfsstaða
sýninguna Brot af heild – á mörkum
hugar og náttúru en það er einnig
heiti á bók sem fjallar um myndlist
hennar og mun koma út síðar á
þessu ári í tilefni af sextugsafmæli
Guðbjargar.
Guðbjörg segir að á sýningunni
megi sjá brot af heildarferli hennar
og um leið lokasprett á undibúningi
bókarinnar. Því er sýningin ekki
hefðbundin yfirlitssýning heldur
minningabrot héðan og þaðan af list-
ferli hennar og sýningarrýmið því
eins og hugarheimur listamannsins
sem hvarflar frá einni minningu til
annarrar.
Guðbjörg á að baki 36 ára virkan
myndlistarferil sem spannar fjölda
einka- og samsýninga bæði hér
heima og erlendis.
Guðbjörg er fædd 1961 á Ísafirði
en býr og starfar að list sinni í
Reykjavík og á Þingeyri. Verk henn-
ar eru í eigu helstu safna landsins
auk margra opinberra stofnana og
einkasafna.
„Ég er með helling af verkum sem
eru einskonar brot frá ferlinum sem
ég er að skoða,“ segir Guðbjörg Lind
en flest eru í hennar eigu og nokkur
fengin að láni fyrir sýninguna.
„Það er gott að setja þessi verk
frá ferlinum upp saman, fá þannig
fjarlægð á það sem ég hef verið að
gera og nýta það við gerð bók-
arinnar en vinnan við hana hefur
verið tímafrek í vetur.
Ég hef farið með ljósmyndara að
hitta á verkin mín hér og þar, oft eft-
ir að hafa ekki séð þau í mörg ár, og
það hefur komið mér skemmtilega á
óvart hvað ég er enn tengd þeim. Ég
þekki hverja einustu pensilstroku í
þeim; verkin eru eins og börnin
mín.“
Það er einhver draugur í þeim
Guðbjörg Lind sló á sínum tíma í
gegn með verkum þar sem fossar
voru áberandi og síðar hefur hún til
að mynda málað eyjar í náttúrunni,
aftur umluktar vatni. Hefur náttúr-
an alltaf kallað á hana?
„Já, það hefur alltaf verið vatn í
verkunum. Kannski án þess að ég
hafi gert mér grein fyrir því í byrj-
un, þá var ég að mála einhverjar
bunur sem féllu niður dökkar fjalls-
hlíðar og rétt kanski glitti í him-
ininn, en þar var ég auðvitað í hug-
anum stödd á Ísafirði og að mála
vötnin falla niður fjöllin allt í kring.“
Hún ítrekar að hún hafi mikið sótt
sér upplifanir í náttúruna og það
megi sjá í verkunum. „En undan-
farið hef ég líka unnið seríu af verk-
um innan úr húsum. Það kom til mín
þegar ég fór að gera upp gamalt hús
á Þingeyri og andinn í því læddist
inn í verkin mín! Gluggar, dyr og
veggir urðu mér að myndefni. Ég
var í byrjun feimin við þetta, fannst
ég ekki þekkja þetta, en þegar ég
skoðaði það betur þá sá ég skyld-
leika við hin verkin – gardínur voru
kannski eins og fossarnir í hinum
verkunum. Ég er alltaf að fást við
birtuna, hvort sem ég er úti eða
inni,“ segir hún.
Og þegar blaðamaður hefur orð á
því að það sé alltaf í verkum hennar
viss stemning eða andi sem dragi
fólk að þeim, þá svarar Guðbjörg
hlæjandi: „Það er einhver draugur í
þeim!
Ég vinn mikið með áferðina og í
henni reyni ég að koma til skila þess-
ari birtu og andrúmslofti. Það er
frekar hljóðlátt en læðist að okkur,
og það hefur lengi leitað sterkt á
mig.“
Sýningin stendur til 30. maí og er
opin alla daga nema mánudaga frá
kl. 14 til 17. efi@mbl.is
Dulúðug „Ég er alltaf að fást við birtuna, hvort sem ég er úti eða inni,“ seg-
ir Guðbjörg Lind um málverk sín en úrval frá ferlinum má sjá á sýningunni.
„Ég þekki hverja einustu pensilstroku“
- Guðbjörg Lind opnar sýningu á úr-
vali verka á Hlöðulofti Korpúlfsstaða