Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 4
Gjörðir mannkyns
hafa orsakað núver-
andi ástand og gjörðir
mannkyns geta bund-
ið endi á þetta ástand.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
grænar rafhlöður
Rafmögnuð
verðmætasköpun
Með rafhlöðuframleiðslu getum við búið til ný
og spennandi störf, skapað meiri verðmæti og
tekið virkan þátt í orkuskiptum framtíðar.
landsvirkjun.is/framtidin
bth@frettabladid.is
ALÞINGI Tómas Tómasson, veitinga-
maður og nýr þingmaður Flokks
fólksins, segir að góðlátlegur brand-
ari sem hann lét falla í þingmanna-
skólanum um hvað hann hygðist
gera að loknu kjörtímabilinu, hljóti
að hafa leitt til misskilnings um að
hann ætli sér ekki að stunda þing-
störf sín af fullu kappi.
Eftir þingmannaskólann kvisað-
ist út að Tómas hygðist opna svo-
kallaðan All day Breakfast stað. Ein-
hverjir í hópi nýrra samþingmanna
Tómasar skildu það sem svo að
hann ætlaði sér að opna nýjan veit-
ingastað samfara þingmennskunni.
Spurningar vöknuðu í þingliðinu
um hvort Tómas liti svo á að hann
gæti stundað þingmennskuna í hjá-
verkum. Fylgdi sögunni að Tómas
hefði sérstaklega spurt um heim-
ildir til fjarvista á Alþingi.
„Nei, nei, nei, þetta er algjör mis-
skilningur. Ég var spurður hvað
ég ætlaði að gera að fjórum árum
liðnum þegar kjörtímabilinu lyki.
Þá verð ég 76 ára. Ég sló fram góðlát-
legum brandara um að þá myndi ég
opna svona All day Breakfast stað,“
segir Tómas og hlær við. „Ég sagði
þetta bara til að segja eitthvað.“
Tómas, oft kenndur við Ham-
borgarabúlluna, virtist pollrólegur
yfir sögunum, nú þegar hann er
orðinn opinber persóna.
„Það er bara gaman að fólk skuli
nenna að tala um mig.“ ■
Slær á orðróm um ætlað hálfkák í þingmennsku
Tómas og Jakob Frímann Magnús-
son, þingmenn Flokks fólksins sóttu
þingmannaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ráðstefnan Arctic Circle, þing
Hringborðs norðurslóða, var
sett í Hörpu í gær. Um 1.200
manns frá 50 löndum taka
þátt í ráðstefnunni sem er
fyrsta alþjóðlega ráðstefnan
sem haldin er í Evrópu frá því
að Covid-faraldurinn hófst.
tsh@frettabladid.is
NORÐURSLÓÐIR Ólafur Ragnar
Grímsson, fyrr verandi forseti
Íslands, setti Arctic Circle 2021, þing
Hringborðs norðurslóða, í Hörpu í
gær. Ráðstefnan er fyrsta alþjóðlega
ráðstefnan sem haldin er í Evrópu,
þar sem gestir mæta á staðinn, frá
því Covid-faraldurinn hófst.
„Þið eruð þátttakendur í tíma-
mótaviðburði sem sendir skilaboð,
ekki aðeins til samfélags norður-
slóða heldur alls heimsins, að leik-
vangur norðurslóða hafi breyst. Þær
hafa færst frá því að vera afskekktur
og óþekktur hluti plánetunnar yfir
í að spila lykilhlutverk í umræðu
alþjóðastjórnmála og loftslags-
mála,“ sagði Ólafur Ragnar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hélt ræðu við setninguna þar
sem hún fjallaði um yfirvofandi ógn
af loftslagsbreytingum og neikvæð
áhrif þeirra á norðurslóðir. Hún
sagði nauðsynlegt að grípa til tafar-
lausra aðgerða til að bregðast við
þessari ógn og lagði áherslu á mikil-
vægi alþjóðasamvinnu í baráttunni.
„Síðasta ágúst sýndi skýrsla IPCC
okkur mjög greinilega að ekkert
svæði í heiminum er ónæmt fyrir
þeim breytingum sem eru að gerast
á loftslagi jarðarinnar. Augljóslega
er þetta niðurdrepandi byrjun á
ræðu og augljóslega eru verstu lofts-
lagssviðsmyndir vísindamanna
niðurdrepandi. En er von fyrir fram-
tíðina? Já, það er von, því gjörðir
mannkyns hafa orsakað núverandi
ástand og gjörðir mannkyns geta
bundið enda á þetta ástand,“ sagði
Katrín.
Ólaf ur Rag nar leiddi pall-
borðsumræður með fulltrúum
Bandaríkjastjórnar í málefnum
norðurslóða. Lisa Murkowski, öld-
ungadeildarþingmaður frá Alaska,
David Balton, framkvæmdastjóri
norðurslóðanefndar Hvíta hússins,
Mike Sfraga, formaður Rannsóknar-
nefndar Bandaríkjanna á norður-
slóðum, og Jim Dehart, fulltrúi
utanríkisþjónustu Bandaríkjanna
í málefnum norðurslóða, ræddu
markmið Bandaríkjamanna og
breyttar áherslur þeirra á norður-
slóðum.
Mur kowski, sem er Repúblikani,
sagði ríka ástæðu til að ítreka mikil-
vægi fríverslunarsamnings Íslands
og Bandaríkjanna fyr ir rík is stjórn
Joes Biden Bandaríkjaforseta, sem
lið í nýrri norður slóðastefnu. Að
sögn hennar hefur áhugi Banda-
ríkjamanna á norðurslóðum vaxið
gífurlega á síðustu árum. Sagðist
hún hafa þurft að æpa mjög hátt
til að ná eyrum ráðamanna í þeim
málum við upphaf stjórnmálaferils
síns.
„Áhugi Banda ríkj anna á norður-
slóðum hef ur breyst gjörsamlega
frá því að við hóf um þetta ferða-
lag,“ sagði hún og vísaði til upp hafs
Hringborðs norðurslóða sem hún
hef ur sótt frá upphafi þess árið 2016.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra
Skotlands, hélt einnig erindi á
ráðstefnunni sem hún sagði vera
fyrsta alþjóðlega viðburðinn sem
hún sækir í eigin persónu frá því í
febrúar 2020, áður en Covid „sneri
heiminum á hvolf“.
Hún sagði skuldbindingar Skot-
lands við norðurslóðir ekki byggjast
á diplómatísku kurteisishjali heldur
raunverulegri nauðsyn.
Að sögn Sturgeon hafa ríkis-
stjórnir heimsins ekki gert nóg til
að uppfylla markmið Par ís ar sam-
komu lags ins frá 2015 og lýsti hún
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, COP26, sem fer fram í
heimabæ hennar Glasgow eftir tvær
vikur, sem „mjög áríðandi“.
„Það er oft auðvelt að ýkja mikil-
vægi svona viðburða en ég held að
það séu ekki ýkjur að segja að COP í
Glasgow er besti möguleiki heims-
ins og hugsanlega síðasti möguleiki
heimsins til að setja sér þær skuld-
bindingar sem munu gefa okkur
möguleikann á því að takmarka
hlýnun jarðar við 1,5 gráður,“ sagði
hún. ■
Katrín krefst tafarlausra aðgerða
Nicola Sturgeon,
fyrsti ráðherra
Skotlands,
hafði greini-
lega gaman af
því að sitja á
milli Katrínar
Jakobsdóttur,
forsætisráð-
herra, og Dorrit
Moussaieff.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
ser@frettabladid.is
VIÐSKIPTI „Torg er ekki til sölu,“ að
sögn Helga Magnússonar, stjórnar-
formanns félagsins sem gefur út
Fréttablaðið, rekur sjónvarpsstöð-
ina Hringbraut og nokkra vinsæla
vefmiðla á borð við dv.is, eyjan.is,
pressan.is, 433.is, hringbraut.is og
frettabladid.is, en félagið á auk þess
eigin prentsmiðju þar sem Frétta-
blaðið er prentað.
Að undanförnu hafa birst í fjöl-
miðlum sögusagnir um að félagið
væri til sölu, að hluta eða öllu leyti.
„Það er rangt,“ segir Helgi. „Hins
vegar höfum við fengið fyrirspurnir
og óformleg tilboð í fyrirtækið eða
hluta þess frá nokkrum aðilum að
undanförnu. Þeim hugmyndum
hefur öllum verið svarað neitandi
og vísað frá með þeim orðum að
ekkert sé til sölu hjá okkur.“
Hann segir að þeir aðilar sem rætt
hafi við útgáfufélagið Torg geri sér
ljóst að bjartir tímar geti verið fram
undan í þessum rekstri eftir mjög
erfiða tíma vegna veirufaraldurs-
ins. Tap ársins 2020 hafi numið upp
undir 600 milljónum króna. Það
hafi allt verið fjármagnað með nýju
hlutafé. „Nú horfir til betri vegar
eftir að veiruvandinn er hættur að
hafa áhrif á tekjuöflun fyrirtækisins
og við væntum þess að hagur þess
vænkist mjög við eðlilegar aðstæður
í viðskiptalífinu,“ segir Helgi. ■
Torg ekki til sölu
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Ingibjörg Isaksen, odd-
viti Framsóknarmanna í Norðaust-
urkjördæmi, sem vann kosninga-
sigur í kjördæminu, segir best að
hafa sem fæst orð um ráðherrastóla
meðan formenn flokkanna þriggja
ræða stjórnarmyndun.
Spurð hvort hún muni gera kröfu
til ráðherraembættis svarar Ingi-
björg að hún telji eðlilegt að horft
verði til árangurs kjörinna fulltrúa
í kosningunum. Ákvörðun sé svo
í höndum formannsins og þing-
flokksins. ■
Ráðherraval
ráðist af árangri
Ingibjörg Ólöf Isaksen, nýr þing-
maður Framsóknarflokksins.
MYND/DANÍEL STARRASON
4 Fréttir 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ