Fréttablaðið - 15.10.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 15.10.2021, Síða 8
Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað fyrirspurn frá því í fyrra til menntamála- ráðuneytisins og fjögurra sveitarfélaga á bæði höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri, um aðskilnað barna frá sam- nemendum sínum og vistun þeirra í sérstökum rýmum grunnskóla. lovisa@frettabladid.is MENNTAMÁL Ábendingar sem borist hafa umboðsmanni Alþingis varð- andi innilokun barna í skólum, benda til að hugsanlega hafi svör yfirvalda um málefnið ekki lýst stöðunni eins og hún er í reynd. Hann hefur því óskað frekari svara. „Eins og fram kemur í bréfinu er tilefnið að þessu sinni ábendingar sem okkur hafa borist sem benda til þess að þau svör sem við höfum áður fengið séu þá hugsanlega ekki fyllilega nákvæm eða rétt og það er verkefni umboðsmanns núna að ganga úr skugga um hver staðan er í reynd og ganga á eftir því að við fáum réttar upplýsingar,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Skúli segir að bréfið hafi nú þegar leitt til þess að embættinu hafi borist fleiri ábendingar. „Það virðist þann- ig vera tilefni til að kanna þetta mál frekar,“ segir hann. Í bréfi umboðsmanns til mennta- málaráðuneytisins kemur fram að í kjölfar opinberrar umræðu um „innilokun grunnskólabarna í sér- stökum herbergjum (sums staðar svokölluð gul eða rauð herbergi) og verklag í tengslum við hana“ og til- kynninga frá foreldrum barna sem hafi greint frá því að börn þeirra hafi verið innilokuð, jafnvel einsömul, hafi embættið ákveðið að óska á ný eftir þessum upplýsingum því að þær séu ekki í samræmi við þau svör sem að embættið fékk í fyrra. Umboðsmaður spyr í þessu sam- bandi hvort borist hafi ábendingar, kvartanir eða kærur vegna slíkra mála frá síðasta svari. Hvort vart hafi orðið við þessa framkvæmd í skólum og hvort vitneskja sé um að í einhverjum grunnskólum sé fyrir hendi almennt skráð verklag um hana. Skúli segir að hlutverk umboðs- manns sé að tryggja að borgararnir njóti réttar síns í samskiptum við stjórnvöld og þar undir falla réttindi barna í skólakerfinu. „Við tökum svona ábendingar alvarlega og ef við teljum ástæðu til þá könnum við þær frekar og reynum að sjá til þess að mál séu færð til betra horfs,“ segir hann. Óskað er eftir svörum frá stjórn- völdum fyrir 1. nóvember. Sérstak- lega er tekið fram að ef þar komi fram upplýsingar sem gefi tilefni til vettvangsheimsókna, verði farið í þær. Í bréfum til sveitarfélaganna kemur fram að í fyrra þegar málið var kannað hafi fjögur sveit- arfélög greint samtals frá þremur til- vikum á síðustu fimm árum þar sem þeim hafði verið tilkynnt um inni- lokun barna í skólanum. Voru tvær tilkynningar í Mosfellsbæ og ein í Reykjavík. Engar tilkynningar voru í Hafnarfirði og ekki á Akureyri, en þar var þó fjallað um agaúrræði sem kallaðist einvistun. Bæði samgöngu- og sveitarstjórn- aráðuneytinu og umboðsmanni barna var sent afrit af bréfunum til upplýsingar. ■ Umboðsmaður vill upplýsingar um skammarkróka í grunnskólunum Umboðsmaður hefur áður ósk- að upplýsinga frá skólum og ráðuneyti um innilokun barna í þar til gerðum lokuðum rýmum. Nýjar ábendingar benda til þess að svör sem umboðsmanni bárust hafi ekki verið nákvæm. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Vel varin geit boðar jólin Hin fræga IKEA-geit er komin upp fyrir utan verslunina í Garðabæ. Markar þetta upphaf jólanna í huga margra. Hinum megin við götuna, í Costco, hófust jólin fyrir nokkru. Kveikt hefur verið í geitinni oftar en einu sinni og er hún nú vel varin bak við girðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skúli Magnús- son, umboðs- maður Alþingis Ferskur fiskur stóð undir 13 pró- sentum útflutningsverðmæta sjávarafurða árið 2020. benediktboas@frettabladid.is  VIÐSKIPTI Íslendingar f luttu út vörur fyrir 620,3 milljarða króna árið 2020, en inn fyrir 771,5 millj- arða króna og voru vöruviðskipti því óhagstæð um 151,2 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær. Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 3,7 prósent á milli ára en verðmæti útfluttra sjávarafurða var 43,5 prósent af heildarútflutnings- verðmætum. Útflutningur á áli og álafurðum átti stærsta hlutdeild í útf lutningi á iðnaðarvörum árið 2020 eða 33,5 prósent af heildarút- flutningsverðmætum. Iðnaðarvörur voru 48,1 prósent allra útflutnings- verðmæta á síðasta ári. Stærstu viðskiptalönd í vöru- útf lutningi í fyrra voru Holland, Spánn og Bretland, en 69 prósent alls útflutnings fóru til ríkja innan EES. Stærstu viðskiptalönd í vöru- innflutningi voru Þýskaland, Nor- egur og Kína. ■ Vöruviðskipti óhagstæð í fyrra benediktboas@frettabladid.is SUÐURNES Greinst hefur mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Rætt var um málið á bæjarráðsfundi sem fram fór í gær og lagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, það til að stofnaðir yrðu tveir starfs- hópar sem tækju strax til starfa, til að kanna umfang vandans og leita leiða til úrbóta eins f ljótt og auðið er. Var tillagan samþykkt. Mannvit hefur gert sex úttektir á húsnæði Myllubakkaskóla frá september 2019 og tekið sýni á ýmsum stöðum í byggingunni. Alltaf hefur mygla eða gró greinst en sjötta skoðunin var framkvæmd í lok febrúar. ■ Fundu myglu í Myllubakkaskóla birnadrofn@frettabladid.is MENNTAMÁL Háskóli Íslands er í fjórtánda sæti yfir fremstu háskóla heims á afmörkuðum fræðasviðum á Shanghai-listanum, sem jafnan er talinn annar tveggja áhrifamestu og virtustu matslista á þessu sviði í heiminum. Hinn er Times Higher Education listinn. Háskóli Íslands er á þeim lista í hópi 300 bestu háskóla heims á sviði félagsvísinda, í 301. til 400. sæti á sviði menntavísinda og í 501. til 600. sæti á sviði viðskipta- og hagfræði. Times Higher Education listinn yfir háskóla sem standa fremst á sviðið félagsvísinda byggir á mati á alls 870 skólum frá tæplega 90 löndum. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskóla Íslands. ■ HÍ meðal þeirra bestu á heimsvísu 8 Fréttir 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.