Fréttablaðið - 15.10.2021, Qupperneq 10
Skelfilegar fréttir frá
Kongsberg, Noregi.
Hugur minn er hjá
fórnarlömbunum og
þeim sem misstu
ástvini sína. Við þurf-
um að standa saman
gegn hatri og ofbeldi.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO
GOUDA
MILDUR 26%
Nú fáanlegur í 700 g umbúðum
– hentar vel fyrir ostaskera
„Besta bók sem ég
hef lesið þetta árið.“
K O L B R Ú N B E R G Þ Ó R S D Ó T T I R / K I L J A N
Handhafi Bookerverðlaunanna 2019
L O F U Ð
Ú T Í E I T T „Tímamótaverk ... bók
sem allir ættu að lesa.“
R E B E K K A S I F S T E F Á N S D Ó T T I R
L E S T R A R K L E F I N N
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is
arib@frettabladid.is
FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson
verður áfram laus gegn tryggingu
á meðan lögreglan í Manchester
heldur áfram rannsókn á máli hans.
Þetta herma heimildir Fréttablaðs-
ins, en samkvæmt sömu heimildum
dvelur Gylfi þessa dagana í London.
Gylfi var handtekinn í júlí grun-
aður um kynferðisbrot gegn ólög-
ráða einstaklingi, en hann hefur
verið laus gegn tryggingu og í far-
banni undanfarna mánuði. Sá
frestur átti að renna út í dag, en
hann hefur verið framlengdur á
meðan lögreglan í Manchester er
með málið til rannsóknar. n
Gylfi gengur áfram laus gegn tryggingu
Gylfi Þór
Sigurðsson,
leikmaður Ever-
ton og íslenska
landsliðsins
Íbúar Kongsberg minntust þeirra látnu í gær með minningarathöfn í bænum. Einstaklingarnir sem létust voru á
aldursbilinu 50-70 ára og virðist Brathen hafa valið fórnarlömbin af handahófi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Fimm létust og þrír eru særðir
eftir að maður á fertugsaldri
hóf árás í Kongsberg í Noregi.
Maðurinn slapp af vettvangi
en rúmlega hálftími leið frá
fyrstu tilkynningu, að hand-
töku mannsins. Varað hafði
verið við því að maðurinn
væri líklegur til voðaverka.
kristinnpall@frettabladid.is
NOREGUR Nú er ljóst að fimm
manns létust þegar árásarmaður
að nafni Espen Andersen Brathen
réðst að óbreyttum íbúum Kongs-
berg með boga og örvum síðastliðið
þriðjudagskvöld. Brathen hefur
gengist við verknaðinum sem lög-
reglan segir að líklega megi f lokka
sem hryðjuverk.
Ekki er vitað til þess að fórnar-
lömbin, fjórar konur og einn karl,
tengist á neinn hátt, en þau voru á
bilinu 50-70 ára. Þrír særðust, meðal
annars lögregluþjónn sem var ekki á
vakt þegar árásin átti sér stað.
Lögreglunni í Kongsberg barst til-
kynning um vopnaðan mann sem
sýndi ógnandi tilburði klukkan
18.13 að norskum tíma og voru lög-
regluþjónar mættir á svæðið við
verslunina Coop Extra í miðbæ
Kongsberg fimm mínútum síðar.
Brathen skaut tveimur örvum að
óvopnuðum lögreglumönnunum á
staðnum.
Á meðan lögreglan óskaði eftir
liðsauka tókst Brathen að sleppa út
úr versluninni og liðu alls 34 mín-
útur frá því að fyrsta tilkynningin
barst og þar til lögreglu tókst að
handsama hann.
Lögreglunni hafði borist ábend-
ing árið 2017 frá æskuvini Brathen
um að fylgjast með honum í kjöl-
far myndbanda sem Brathen birti
á samfélagsmiðlum. Í myndbönd-
unum sagðist Brathen hafa snúist til
róttækrar íslams trúar og gaf vinur
hans til kynna að hann gæti framið
of beldisverk. Í samtali við norska
fjölmiðla sagði sami vinurinn, sem
hefur þekkt Brathen frá barnsaldri,
að árásarmaðurinn hefði verið eins
og tifandi tímasprengja.
Þá hafði fjölskylda Brathen fengið
nálgunarbann á hann eftir að hann
hótaði fjölskyldumeðlimum lífláti.
Ole Bredrup Sæverud, lögreglu-
stjóri í Kongsberg, segir að það verði
skoðað nánar hvernig Brathen tókst
að sleppa út úr versluninni.
Lögreglan telji sig vita fyrir víst
að hann hafi verið einn að verki og
að ekki hafi tekist að finna út hver
ástæðan fyrir árásinni var.
Lögmaður Brathen tjáði sig í
samtali við norska fjölmiðla í gær
þar sem hann sagði skjólstæðing
sinn hafa játað og gera sér grein
fyrir verknaði sínum. Hann mætir
fyrir dómstóla í dag og mun gangast
undir geðmat á næstu dögum til að
meta sakhæfi.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO og Jonas Gahr Støre
sem tók við embætti forsætis-
ráðherra Noregs í gær, fordæmdu
árásirnar í gær og lýstu yfir samúð
með fórnarlömbunum og ástvinum
þeirra. n
Ekki tekist að finna ástæðu
árásarinnar í Kongsberg
10 Fréttir 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ