Fréttablaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 28
10 kynningarblað 15. október 2021 FÖSTUDAGURVETR ARDEKK Það er hægt að nýta gamla hjólbarða í ýmislegt gagnlegt og skemmtilegt inni á heimilinu eða í garðinum. Skoðum nokkrar skemmtilegar hugmyndir þar sem gamlir hjól- barðar öðlast nýtt líf. starri@frettabladid.is Gamlir hjólbarðar öðlast nýtt líf Dekkjaróla er klassísk hugmynd sem margir Íslendingar þekkja og hafa sett upp í garðinum heima eða í sumarbústaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hér sjáum við dæmi um lítinn skjólvegg sem um leið er nýttur undir blóm og krydd- jurtir. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Hér er búið að breyta stærra dekki í lítinn sandkassa með sólhlíf. Þá er plata sett í botninn og dekkið fyllt af sandi. Einföld lausn í til dæmis litlum garði eða á pallinn. Hér er búið að útbúa bæli fyrir hundinn úr dekki og mála í skærum lit. Stór og lítil dekk henta vel sem bæli fyrir heimilisdýrin. Skemmtileg útfærsla í barna- herbergið. Búið að setja þrjár spýtur þvert yfir sem nýttar eru sem hillur undir leikföng. Gamalt dekk notað sem blómapott- ur og búið að mála það í skemmti- legum lit. Virkilega flott á pallinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.