Fréttablaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 38
Þegar fólk
úr mis-
munandi
listgrein-
um mætist
verður til
kraftmikill
skurð-
punktur.
Þóranna Björns-
dóttir
Sequences listahátíðin hefst í
dag, föstudaginn 15. október,
og stendur til 24. október.
Sýningarstjórar eru Þóranna
Björnsdóttir listamaður og
Þráinn Hjálmarsson tónskáld.
Sequences, sem nú er haldin í
tíunda sinn, hefur það að mark
miði að vera vettvangur fyrir fram
sækna myndlist með sérstaka
áherslu á tímatengda miðla. Að
hátíðinni standa listamannareknu
sýningarstaðirnir Kling & Bang og
Nýlistasafnið. „Kominn tími til“
er yfirskrift hátíðarinnar og vísar í
samfélagsrými augnabliksins sem
hátíðin skapar sér hverju sinni.
„Áherslur hátíðarinnar eru sér
staklega tengdar samstarfi. Við
skynjum að listamenn vilja eiga í
samtali og samstarfi, hvort sem það
er við samfélagið, söguna eða aðra
listamenn,“ segir Þóranna.
Á fjórða tug listamanna koma
fram á hátíðinni. Meirihluti þeirra
er í myndlistargeiranum en ein
staka kemur þó úr ranni tónlistar.
„Hátíðin er stofnuð af mynd
listarmönnum sem vettvangur
fyrir framsækna myndlist. Mynd
list er mjög lifandi miðill, er tíma
tengd, í föstu formi og getur átt sér
stað á marga mismunandi máta.
Ásamt því að hampa þessu hugum
við einnig að samstarfi á milli list
greina. Þeir listamenn sem koma
fram á hátíðinni eru listafólk sem
vill vinna þvert á listgreinar. Þegar
fólk úr mismunandi listgreinum
mætist verður til kraftmikill skurð
punktur,“ segir Þóranna.
Um yfirskrift hátíðarinnar Kom
inn tími til segir Þráinn: „Við erum
að leggja áherslu á þetta hverfula
augnablik. Hátíðin er mótuð af þeim
listamönnum sem taka þátt og svo
hverfur hún og kemur aftur með
öðrum áherslum.“
Meðal þeirra listamanna sem
eiga verk á hátíðinni er kanadíski
listamaðurinn Miles Greenberg,
búsettur í New York. „Í Tjarnarbíói
verður vídeósýning á sólarhrings
löngu gjörningsverki hans, Oyster
knife. Þessi gjörningur átti sér stað
í streymi í Covidlokunum í fyrra,“
segir Þráinn.
Annar erlendur listamaður á
hátíðinni er Julia Eckhardt. „Hún er
Uppskeruhátíð og hreyfiafl
Þóranna og Þráinn eru sýningarstjórar Sequences. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
BÆKUR
Ég brotna 100% niður
Eydís Blöndal
Útgefandi: JPV
Fjöldi síðna: 45
Þorvaldur S. Helgason
Ég brotna 100% niður er þriðja
ljóðabók Eydísar Blöndal, sem hefur
á undanförnum árum getið sér gott
orð sem ljóðskáld og aðgerðasinni.
Sem skáld fetar Eydís slóðina á milli
hins pólitíska og hins ljóðræna,
jafnvægislist sem er vandmeðfarin,
því það sem er kraftmikið og hvetj
andi í pólitískri orðræðu, því hættir
oft til að verða bitlaust og banalt
þegar það er fært yfir í ljóðform.
Þetta hefur þó heppnast nokkuð
vel hjá Eydísi hingað til eins og hún
hefur sýnt í fyrri bókum sínum, Tíst
og bast (2015) og Án tillits (2017), þar
sem hún fjallaði um þemu á borð
við jafnréttisbaráttuna og kyn
ferðisofbeldi með góðum árangri.
Í nýjustu bókinni tekur Eydís
fyrir loftslagsvandann og sam
tvinnar baráttuna fyrir jörðinni við
baráttuna við sjálfið. Titillinn er ein
kennandi fyrir verkið, skemmtilega
tvíræður og blátt áfram, en hann
vísar bæði í líffræðilegt niðurbrot
manneskjunnar eftir dauðann og
andlegt niðurbrot hennar er hún
tekst á við hörmungar heimsins.
Þá vekur titillinn einnig upp skír
skotanir í niðurbrot líffræðilegra og
samfélagslegra kerfa sem óumflýjan
legrar afleiðingar loftslagsbreytinga
á komandi árum og áratugum.
Bókin einblínir þó fyrst og fremst
á hið andlega niðurbrot og mætti
jafnvel lýsa henni sem ljóðsögu um
kvíða. Þetta er persónulegt verk og
meira að segja svolítið innhverft.
Sum ljóðanna eru raunar svo per
sónuleg í lýsingum á innra lífi ljóð
mælanda að það getur verið áskorun
fyrir lesanda að tengja við þau.
Kvíðinn er sínálægur í ljóðunum en
stundum svo óræður að erfitt er að
henda reiður á honum. Á sumum
stöðum líður ljóðmálið fyrir þetta og
líkingarnar verða helst til almennar.
„Þyngslin brjótast út með ekka
sogum / f læða yfir uppþornaða
árfarvegi / og skella á þér“, er ágætis
dæmi. Þetta er fullkomlega viðeig
andi lýsing á birtingarmynd sorgar
en hljómar óneitanlega eins og eitt
hvað sem við höfum heyrt áður.
Eilífir plastpokar
Bókin nær mestu f lugi þegar ljóð
mælandi veltir fyrir sér dauðanum
og sínum eigin dauðleika. Heims
endir er yfirvofandi ógn í bókinni,
bæði alltumlykjandi heimsendir
loftslagsógnarinnar og staðbundn
ari heimsendir endaloka lífsins.
Höfundur sameinar þetta tvennt
í sterkri mynd þegar hún lýsir plast
pokunum sem hún erfði eftir föður
sinn. Plastpokarnir, þessir eitt sinn
hversdagslegu hlutir, eru núna
orðnir eins konar táknmynd fyrir
hirðuleysi mannkynsins gagnvart
náttúrunni og því einkar kald
hæðnislegt að þeir skuli lifa okkur
„ósnertir og eilífir“ á meðan við
brotnum niður og hverfum á braut.
Martraðarkenndar lýsingar höf
undar á síendurteknum kvíða
hugsunum þar sem hún sér sjálfa
sig príla yfir svalir íbúðar sinnar
á fjórðu hæð og steypa sér niður á
hellulagða stéttina, skapa einnig
sterkar og óþægilegar myndir í huga
lesanda og myndgera kvíðann sem
einkennir verkið.
Loftslagskvíðinn skín einna sterk
ast í gegn í ljóðunum 2050, tveimur
ljóðum sem fjalla um vangaveltur
höfundar varðandi ártal sem kemur
oft fyrir í umræðu um loftslags
aðgerðir. Þessi ljóð eru nokkuð
sterk og hefði undirritaður verið til
í að sjá meira af sambærilegu í bók
inni. Hugsanlega hefði verkið getað
orðið margræðara með því að fjalla
um viðfangsefni loftslagsbreytinga
og loftslagskvíða frá fjölbreyttari
sjónarhornum.
Fegurð hversdagsleikans
Ég brotna 100% niður fjallar þó ekki
bara um niðurbrot, hún fjallar líka
að miklu leyti um ástina og fegurð
ina í hversdagsleikanum; berjamó,
ísbúðir og appelsínutré í Kópavogi.
Appelsínan sem prýðir kápu bókar
innar gengur í gegnum verkið eins og
leiðarstef, táknmynd fyrir hringrás
lífsins sem byggist upp og brotnar
niður til skiptis. Þetta virkar einkar
vel og situr eftir í huga lesanda án
þess þó að verða yfirþyrmandi, svo
minnir á sítrónuna í bók Dags Hjart
arsonar, Heilaskurðaðgerðin.
Móðurástin spilar einnig sterkt
hlutverk í bókinni sem talar vel
inn í loftslagsþemað og mikilvægi
þess að vernda jörðina til að vernda
komandi kynslóðir. Bókin mun án
efa snerta taugar hjá lesendum sem
eiga börn, enda undirstrikar hún
mikilvægi þess að hlúa að sér og
sínum á sama tíma og barist er fyrir
framtíð alls lífs á jörðinni. n
NIÐURSTAÐA: Áleitið verk sem
fjallar um stór málefni á persónu-
legan máta. Dregur upp sterkar
myndir af kvíða sem eru þó heldur
innhverfar og almennar á köflum.
Niðurbrot manneskju og mannkyns
víóluleikari sem spilar á tónleikum
í Hafnarborg verk eftir franska tón
skáldið Éliane Radigue sem leggur
ríka áherslu á samtal við flytjand
ann. Verkin eru samin fyrir f lytj
endur og út frá þeirra hljóðheimi og
sýn. Fyrirlestur um Radigue verður
haldinn í Listaháskólanum,“ segir
Þráinn.
Elísabet Jökulsdóttir er heiðurs
listamaður hátíðarinnar og mun
opna hátíðina með Sköpunarsögum
í húsi Vigdísar, 15. október. „Elísa
bet er þekkt fyrir ótrúlega krafta
og töfra og samtal út á við. Hún er
stöðugt að miðla mikilvægri rýni
á samtíma sinn. Hún er góð fyrir
mynd í listsköpun, er stöðugt leit
andi,“ segir Þóranna.
Sequences mun teygja anga sína
í allar áttir. Á Akureyri sýnir Freyja
Reynisdóttir í Kaktus, Gunnar Jóns
son sýnir í Gallerí Úthverfu á Ísa
firði og Anna Margrét Ólafsdóttir
í Skaftfelli, Seyðisfirði. „Úti á landi
eru fjölmörg öf lug listamanna
rekin rými og okkur fannst tilvalið
að fá nokkur þeirra til að vera með á
hátíðinni í ár,“ segir Þráinn.
Hvaða máli skiptir hátíðin? „Það
fylgir þessari hátíð mikil gleði og
eftirvænting og hefur alltaf verið
svo. Við erum að fagna listaorkunni
og listafólki sem er stöðugt að og
hættir ekki,“ segir Þóranna. Þráinn
bætir við: „Sequenses er uppskeru
hátíð og hreyfiafl.“
Fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar
er á sequences.is. n
Þessi ljóð eru nokkuð
sterk og hefði undir-
ritaður verið til í að sjá
meira af sambærilegu í
bókinni.
22 Menning 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2021 FÖSTUDAGUR