Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 96

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 96
Allt er þetta áhugaverð innsýn í atburðarásina í myndlist Huldu. MYNDLIST Upphafið er í miðjunni Nýjar myndir Huldu Stefánsdóttur í Berg Contemporary Aðalsteinn Ingólfsson Tæplega er hægt að hugsa sér álit- legri stað til sýningar á myndlist hér í Reykjavík heldur en Berg Con- temporary, gallerí þeirra hjóna Ingibjargar Jónsdóttur og Friðriks Kristjánssonar við Klapparstíg. Hér leggst allt á eitt, staðsetning galler- ísins í miðbænum, útlit, umfang og innbyrðis hlutföll sýningarsalanna, birtuskilyrði og ótal frágangsatriði sem bera jafnt arkitektum sem eig- endum fagurt vitni. Eins og stendur er sýningarstefna Bergs sennilega ekki jafn frágengin og húsnæðið, því inn á milli markverðra sýninga slæðist stundum myndlist sem gerir sig ekki alveg innan þessara veggja. Ætla má að stefnan fái á sig endan- lega mynd um það leyti sem ný álma gallerísins verður tekin í notkun. Hulda Stefánsdóttir er einn af þeim listamönnum sem Berg hefur tekið upp á arma sína, bæði hér innanlands og á alþjóðlegum kaupstefnum. Það hefur verið lær- dómsríkt að fylgjast með mynd- list hennar á undanförnum árum. Segja má að um nokkurt skeið hafi myndlistarleg sérstaða hennar ekki síst falist í því hversu kænlega hún villti á sér heimildir. Við fyrstu sýn virtust verk hennar, vatnslita/ gvassmyndir í venjulegum papp- írsstærðum, vera nokkurs konar framlengingar á mjög svo frjálslegri abstraktlist, tassisma eða öðru í svipuðum dúr. Annað var það einn- ig að þessi verk virtust ekki gerð til að hanga kórrétt á veggjum, heldur var þeim dreift óreglulega og stund- um þvert á rýmið, ofan eða neðan við hefðbundna sjónlínu, utan í hornum eða niður við gólflista, oft í mismunandi stórum „klösum“, fyrirkomulag sem virtist hafa þann tilgang einn að torvelda of venju- bundna skynjun áhorfandans. Ummerki tímans Síðan rann það upp fyrir glöggum áhorfendum að verk Huldu voru ekki abstrakt – óhlutlæg – í venju- legri merkingu þess orðs, til þess uppfylltu þau ekki ákveðin form- ræn skilyrði, heldur virtist liggja beinast við að líta á þau sem hlut- læg fyrirbæri, sem eins konar yfir- færslur á ummerkjum tímans, eins og þau birtast jafnt í manngerðu sem náttúrulegu samhengi: skellum eða f lekkjum á múrveggjum, ryð- blettum á málmplötum, núnings- f lötum á hlutum, skófum á trjám – jafnvel skrámum á holdi. Þessi „ummerki“ staðsetti Hulda vítt og breitt og óreglulega í sýningarrým- inu, ekki til að draga athygli að þeim sjálfum, heldur sjálfu rýminu allt um kring, gefa því dramatískt vægi, ekki ósvipað því sem amerískir mínimal istar gerðu með verkum sínum á árum áður. Fyrir rúmlega tveimur árum, og einmitt hér í Berg Contemporary, gat svo að líta nokkuð svo róttækt uppgjör Huldu við þessa aðferða- fræði, nefnilega tilfærslu frá ofan- greindu innsetningarfyrirkomulagi og glímu við eiginleika rýmisins, til klassískrar veggmyndlistar, þar sem áhorfanda er skipulega beint frá einu sjálfstæðu akrýlmálverki til annars. Um leið snýr listakonan baki við tiltölulega opnu og frjáls- legu athafnarými innsetningarinn- ar og axlar í staðinn „fullkomlega óþolandi og ótrúlega innspírandi“ byrði hinnar stóru listasögu, svo notuð séu hennar eigin orð. Ýmsar vísbendingar eru um að þessi umskipti hafi ekki reynst henni auðveld. Vöntun á krækjum Eftir sem áður er tíminn inni í myndinni, því listakonan lítur á sér- hvert verk sem nokkurs konar tíma- hylki, samantekt um eigið sköp- unarferli. Sjálf er hún í hlutverki fornleifafræðings sem vinnur sig, hægt og bítandi, í gegnum lagskipt- an jarðveg nútímaskynjunar og nútímalistar og á í leiðinni í stöðugu samtali við hvort tveggja sína eigin fortíð í myndlistinni og það sem hún rekst á við „uppgröftinn“. Sú samlíking er a.m.k. sterklega gefin til kynna í aðfaraorðum Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur í „Time Map“, bók sem fylgir sýningunni. Það sem rekur Huldu áfram er meðvitund um það sem hún nefnir „samslátt skynheima“, það sem gerist þegar efni, upplifanir og minni skarast. Og hvernig upplifanir „blæða“ milli sviða veruleika og ímyndunar, vit- undar og undirvitundar, uns ekkert stendur eftir nema kannski eftir- mynd einhvers sem aldrei gerðist, sjá fyrirlestur hennar frá 2017, sem fylgir ofangreindri bók. Allt er þetta áhugaverð innsýn í atburðarásina í myndlist Huldu. En getur hugsast að ferlið, þessi sam- þjöppun tíma, efnis og upplifunar, sem listakonan telur sig ástunda, sé henni mikilvægara en niðurstöð- urnar, „eftirmyndirnar“ sem blasa við okkur á veggjum sýningar- salarins? Því einhvern veginn tekst henni ekki að búa til úr þeim nægi- lega áhugavekjandi niðurstöður fyrir augað. Í popptónlist er góð „krækja“ (hook), það er laglína eða frasi, talin forsenda vinsælda; þessi krækja situr eftir í vitund áheyr- anda og verður upp frá því hluti af ímynd lagahöfundar eða flytjanda. Í mörgum mynda Huldu er einfald- lega vöntun á slíkum krækjum, eins ankannalega og það kann að hljóma. En heiti sýningarinnar, in medias res, eða „í miðjum klíðum“, bendir, sem betur fer, til þess að fyrir listakonunni sé þetta ferli ekki enn til lykta leitt. n Í miðjum klíðum Hluti af myndum Huldu Stefánsdóttur í Berg Contem- porary. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR stod2.is Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD 48 Menning 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.