Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 2

Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 2
Ljósmynd/K. Haraldur Haraldi Gunnlaugssyni brá heldur í brún á leið sinni í vinnuna á fimmtudags- morgun þegar hann sá flórgoðapar sem búið var að gera sér hreiður á suð- austanverðri bæjartjörninni í Ólafsfirði. Afar sjaldgæft er að flórgoðapar verpi í byggð en að sögn Haraldar er þetta í fyrsta sinn sem vitað er til þess að fuglar af þessari tegund geri sér hreiður á tjörninni í Ólafsfirði. Segist hann jafnframt einungis vita af tveimur öðrum slíkum tilvikum hér á landi. Fjölbreytt fuglalíf er nú við bæjartjörnina sem mögulega má rekja til þess hve hægt hefur vorað í sveitinni í kring og talsverðan snjó er enn að finna inni í dölunum þar sem fuglarnir eru vanir að halda sig. Þykir því líklegt að flórgoðaparið hafi leitað til byggða í skjól frá kuldanum. hmr@mbl.is Óvenjuleg sjón í Ólafsfirði Flórgoðahreiður á bæjartjörninni 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 www.kofaroghus.is - sími 553 1545 369.750 kr . Tilboðsverð 697.500 kr . Tilboðsverð 449.400 kr . Tilboðsverð 34mm 34mm44mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okkar Uppsetning te kur aðeins ein n dag BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! TIL Á LAGER VANTAR ÞIGPLÁSS? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rjúpum fækkaði í öllum lands- hlutum á milli ára. Þetta kom í ljós við talningu Náttúrufræðistofn- unar Íslands fyrir vorið 2021, sem er nýlokið. Frá þessu er greint á vef stofnunarinnar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er fækkun hafin, en þar var hámarki náð síðasta vor. Í öðrum lands- hlutum hefur fækkun varað frá tveimur og allt að sjö árum. Reglubundnar 10 til 12 ára sveifl- ur í stofnstærð hafa einkennt ís- lenska rjúpnastofninn. Rjúpum fækkar í öllum landshlutum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fugl Þróunin var á sama veg alls staðar. Nýfæddum börnum á Íslandi fjölg- aði um 6,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í samanburði við fjölda nýfæddra á sama tíma á síðasta ári. Alls voru 1.152 nýfæddir ein- staklingar skráðir hjá Þjóðskrá Ís- lands á tímabilinu. Þá fæddust 68 íslensk börn erlendis á þessu tíma- bili en voru 105 á síðasta ári. Á sama tíma drógust nýskráningar erlendra ríkisborgara saman um 40%. Nýfæddum börnum fjölgar á Íslandi Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Björgunarsveitir voru kallaðar út nokkrum sinnum í gær, oftast vegna foks á lausamunum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði við mbl.is að al- mennt hefði verið rólegt í gær fram- an af en svo hefði bætt í. Garðhúsgögn og þakplötur Tvær tilkynningar bárust björg- unarsveitum vegna fokinna garðhús- gagna á Suðurnesjum en einnig barst tilkynning um fok á þakplötum á Eyrarbakka. Þá segir hann að eitthvað hafi ver- ið um útköll í höfuðborginni, meðal annars vegna lausamuna og veislu- tjalda og gefur í skyn að einhverjar sumarlegar útskriftarveislur utan- dyra hafi fokið út í veður og vind. Síðdegis í gær fauk sendibíll út af vegi við álverið í Straumsvík. Varð- stjóri slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu sagði að bílstjóri sendibíls- ins hefði verið einn í bílnum og sloppið með skrámur. Hundleiðinlegt veður í gær - Garðhúsgögn, þakplötur og veislutjöld fuku Morgunblaðið/Eggert Rok Þetta trampólín í Árbænum vildi heldur betur láta hafa fyrir sér í gær. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Það var nýbúið að sá í sameiginlegan túnskika nokkurra bæja í Vatnsdaln- um þegar fór að hvessa í gær. Í kjöl- far veðursins verða bændur að sá aftur, meðal annars fyrir korni, þar sem það fauk allt upp í sunnan- áttinni. Sigurður Ólafsson og Gróa Lárusdóttir á Brúsastöðum í Vatns- dal segjast ekki hafa séð annað eins á sinni tíð. „Já, það þarf að sá í þetta allt sam- an aftur,“ segir Sigurður en sameig- inlegi túnskikinn sem um ræðir er um 15 hektarar að stærð. Eflaust hefur fokið ennþá meira af hans eig- in túnum. „Ég fór niður að stykkjunum okk- ar áðan og þar fann ég haug af fræj- um bara í skjóli sem höfðu fokið af plægðum akrinum.“ Tjónið segir Sigurður að sé tölu- vert enda þurfi að sá í allt saman aft- ur, með tilheyrandi frækaupum. „Allt kostar pening í dag,“ segir hann. Festi fjúkið á filmu Gróa Lárusdóttir, kona Sigurðar, birti myndband af moldarmekkinum á facebooksíðu sinni í gær. Þar sést hvernig fýkur stöðugt úr moldar- flögunum líkt og um stórbruna sé að ræða. „Það var moldrok hérna úr flög- um, já. Það var búið að sá hérna í nokkur flög og þau tóku sig bara til og færðu sig úr stað, alveg óumbeð- in,“ segir hún við Morgunblaðið. Muna ekki eftir öðru eins Sigurður segir að hann hafi ekki séð svona moldfok í sinni tíð sem bóndi í Vatnsdal og að kona hans, Gróa, hafi búið alla sína tíð í dalnum og muni ekki annað eins. Sigurður segir að skyggnið hafi verið svo slæmt, þegar Morgunblað- ið ræddi við hann síðdegis í gær, að það hafi ekki sést til næsta bæjar í um 800 metra fjarlægð. „Konan mín er nú fædd og uppalin hérna í sveitinni og hún man aldrei eftir svona,“ segir Sigurður og bætir við að hann voni að fari að rigna. Þurfa að sá aftur í túnin eftir rokið - Bændur í Vatnsdal segjast ekki muna annað eins - Sáðu fyrir korni sem fauk upp á víð og dreif um Vatnsdalinn - Allt kostar pening í dag, segir Sigurður Ólafsson bóndi á Brúsastöðum um tjónið Ljósmynd/Aðsend Vatnsdalur Skyggnið var slæmt í gær og vart mátti sjá á milli bæja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.