Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Ýmsar gerðir af heyrnar-
tækjum í mismunandi
litum og stærðum.
Allir helstu varahlutir og aukahlutir
fyrir heyrnartækin þín á vefverslun
okkar heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
2007
HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600
HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS
Heyrðu
umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
Sigurður Hannesson, fram-kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, benti á það í sam-
tali við Ríkisútvarpið
í vikunni að sum
sveitarfélög hefðu
sofið á verðinum hvað
varðar framboð á lóð-
um. Sveitarfélögin
stæðu sig misvel að
þessu leyti, en hann
benti sérstaklega á
„að í stærsta sveitar-
félagi landsins,
Reykjavík, þar hefur
uppbyggingu verið
beint á þéttingarreiti
en að mjög litlu leyti á
ný svæði“.
- - -
Þessari stefnu hefur svo fylgt aðsáralítið framboð er á lóðum
undir sérbýli í borginni sem veldur
því að verð á því þrýstist upp. Í sam-
tali við Morgunblaðið í gær bendir
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, á að sérbýli hafi
hækkað um 20% síðastliðið ár en
fjölbýlið um 12%.
- - -
Þessi lóðaskortsstefna hefur ekkiaðeins afleiðingar fyrir þá sem
eru að kaupa sér húsnæði og þurfa að
greiða það hærra verði en ella. Hún
hefur áhrif á allan almenning því að,
eins og Jón Bjarki benti einnig á,
spurður um verðbólgumælingu í apr-
íl, þá er það fasteignaverðið sem
„drífur verðbólguna áfram milli mán-
aða. Rúmlega tveir þriðju hlutar þess-
arar hækkunar eru af völdum íbúða-
verðsins. Á móti vegur lítilsháttar
lækkun á innflutningsverðinu.“
- - -
Vissulega hefur fleira áhrif á fast-eignaverð en lóðaframboð, en
lóðaframboðið er þó nokkuð sem
hægur vandi er að auka og draga
með því úr hækkunum fasteigna-
verðs og verðbólgu. En meirihlutinn
í borgarstjórn vill frekar keyra
þéttingarstefnuna áfram af fullri
hörku.
Sigurður
Hannesson
Lóðaskortur
og verðbólga
STAKSTEINAR
Jón Bjarki
Bentsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Lokun Hannesarholts stendur enn
til og verður menningarsetrinu lokað
20. júní. Margir hafa kallað eftir því
að setrinu verði áfram haldið opnu og
hafa birst greinar þar sem er biðlað
til stjórnvalda að bjarga rekstrinum.
Málið er nú komið á borð stjórnvalda
og segist Ragnheiður Jóna Jónsdótt-
ir, forstöðumaður Hannesarholts,
vera bjartsýn á framtíð stofnunar-
innar þrátt fyrir allt.
„Við erum búin að segja upp
starfsfólki og Hannesarholti verður
lokað 20. júní. Við erum búin að
heyra í stjórnvöldum en ekki búin að
fá niðurstöðu, en erum bjartsýn þótt
við höfum ekkert í hendi.“
Ragnheiður vonar að málið verði
leyst og rekstur menningarsetursins
geti haldið áfram í haust.
„Ég vona að það verði bara lokað í
sumar og opnað aftur í haust en það
veltur allt á stjórnvöldum.“
Hannesarholt á sér langa og
merka sögu. Það er byggt af fyrrver-
andi ráðherra og þjóðskáldi, Hann-
esi Hafstein, eins og nafnið gefur til
kynna. Hannesarholt var opnað sem
menningarsetur í febrúar 2013 og
síðan hafa verið haldnir alls kyns
menningarviðburðir þar.
logis@mbl.is
Hannesarholti verður lokað
- Forstöðumaður stofnunarinnar segist
þó líta framtíðina björtum augum
Ljósmynd/Hannesarholt
Lokað? Hannesarholt á Grundar-
stíg 10 var opnað árið 2013.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Aldagömul saga tilskipunar um hús-
vitjanir presta er að öllum líkindum
að renna sitt skeið á enda. Stjórnar-
frumvarp dómsmálaráðherra til laga
um þjóðkirkjuna sem er til með-
ferðar á Alþingi fellir Tilskipun um
húsvitjanir frá árinu 1746 úr gildi en
í gær 27. maí voru liðin 275 ár frá því
að hún var gefin út.
Vakin er athygli á þessu í pistli á
vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, í gær
og að næsta víst sé að frumvarpið
verði samþykkt. Þá verði húsvitj-
unartilskipunin ásamt öðrum göml-
um lögum og tilskipunum felld úr
gildi. Minnt er á að tilskipunin um
húsvitjanir varð grunnur að miklum
upplýsingabanka sem sagnfræð-
ingar og aðrir hafa unnið úr og að
þeir sem skráðu upplýsingarnar inn
í þennan banka voru prestarnir.
„Í húsvitjunum könnuðu prestar
meðal annars kunnáttu fólks í
kristnum fræðum og lestrarfærni
barna, söfnuðu almennum upplýs-
ingum um það; athuguðu heimilis-
hagi alla; tóku manntal og ræddu við
heimilisfólkið.
Frá því að þessi tilskipun var sett
hafa prestar húsvitjað hver með sín-
um hætti allt til þessa dags enda
þótt inntak heimsóknarinnar hafi
breyst,“ segir á kirkjan.is
Tilskipunin er sögð merkileg fyrir
margra hluta sakir en auðvitað komi
það ekki í veg fyrir að prestar heim-
sæki sitt sóknarfólk þegar þeir kjósa
og í samvinnu við það.
Meðal annarra tilskipana frá tíð
einvaldskonunga í Danmörku sem
falla brott skv. frumvarpinu eru til-
skipun um fardaga presta á Íslandi
frá 1847, bréf kansellísins um til-
högun á kirkjuhurðum frá 1828, til-
skipun um heimaskírn barna frá
1771 og tilskipun um tilhlýðilegt
helgihald sabbatsins og annarra
helgra daga á Íslandi frá 1744.
Endalok 275 ára
sögu húsvitjana
- Prestar könnuðu
kunnáttu fólks og
heimilishagi alla
Danakonungur Tilskipunin var gef-
in út á valdatíma Kristjáns sjötta.