Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 10
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Laxinn er mættur við Urr- iðafoss, þegar við vorum þar um daginn sáust tveir laxar stökkva,“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir hjá Iceland Outfitters, leigutaka þess veiðisvæðis í Þjórsá, en lax- veiðisumarið hér á landi hefst þegar tekið verður að veiða þar á þriðjudaginn kemur, 1. júní. Stangveiði við Urriðafoss hófst sumarið 2017 og hefur frá fyrsta degi notið mikilla vinsælda. Hefur netum síðan verið fækkað við jarðir í ánni og veiðar á stöng teknar upp á sífellt fleiri svæðum. Nú er veitt á fjórar dagstangir á Urriðafosssvæðinu og fær hver kaupandi aðeins einn dag í senn. Harpa Hlín segir að uppselt sé þar fram í miðjan júlí. „Við erum mjög spennt að byrja. Það hefur verið mjög lítið vatn í ánni síðustu vikur, það er betra að veiða þegar það er meira en nú hefur rennslið verið að aukast síðustu tvo daga. Það lítur því út fyrir að opnunin verði við góðar aðstæður.“ 990 laxar veiddust við Urriða- foss í fyrrasumar. Í kjölfar hinnar góðu veiði við fossinn undanfarin ár hafa Iceland Outfitters tekið að selja leyfi á fleiri svæði í Þjórsá. Harpa Hlín segir að með hverju sumrinu aukist veiði- reynslan á þessum svæðum og veiðimenn finni betur út úr því hvar laxinn liggi og taki helst. Þá er veiðin í Þjórsá nær eingöngu stunduð af íslenskum veiði- mönnum. „Við höfum aldrei lent í öðrum eins áhuga og var á Urriðafoss- svæðinu frá fyrsta degi. Menn hafa síðan haldið dögunum sínum og það hefur ekki verið pláss fyrir neina erlenda veiðimenn.“ Þegar Harpa Hlín er spurð hvort hún sé komin með spá fyrir laxveiðisumarið, þá hlær hún og spyr á móti hvort veiðimenn séu ekki alltaf bjartsýnir. „Það þýðir ekkert annað,“ bætir hún við. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að það verði fínt.“ Rigningasumri lofað Sjónir veiðimanna beinast ætíð að opnun Norðurár í Borgarfirði, sem verður á föstudaginn kemur, en þar hefst veiðin fyrst í borg- firsku ánum. Eftir gríðarlega snjó- léttan vetur vestanlands hafa margir áhyggjur að því að árnar verði vatnslitlar. Einar Sigfússon, staðarhaldari við Norðurá, þekkir vel þá umræðu. „Já, heiðarnar eru allar snjólausar. Það eina góða við þetta kalda vor er að sá litli snjór sem er í fjöllum er þar enn. Það verður sæmilegt vatn fram eftir miðjum júní en nú spáir líka rign- ingu og við það lyftist á okkur brúnin. Ég segi þeim sem spyrja að það sé búið að lofa okkur rign- ingasumri! Þó árnar séu vatnslitlar á göngutíma laxins þá gengur fisk- urinn samt – en það getur orðið erfiðara að fá hann til að taka flugur þegar kemur fram á sum- arið. En ég er ekkert svartsýnn – það rigndi alltaf af og til áður og það hlýtur að gerast líka þetta sumarið,“ segir Einar. Laxinn er mættur í Norðurá og hefur sést. „Eins og vatnið er núna þá halda Brotið og Konungs- strengur ekki fiski svo það verður veitt í byrjun við Eyrina. En ég bind vonir við að rigningarnar skili einhverju.“ Einar segir heimsfaraldur veir- unnar hafa þau áhrif að erlendir veiðimenn séu ekki að skila sér jafn vel og þeir gerðu fyrir far- aldur. „Það hefur fyrir vikið verið meiri barningur en áður að selja leyfi en það er enginn barlómur. Júní, ágúst og september eru uppseldir og stærsti hluti júlí. Auðvitað gætir þess að við erum að koma út úr tveimur mjög erf- iðum sumrum, vatnslitlum og fisklitlum í ofanálag.“ 979 laxar veiddust á stangirnar 15 í fyrra. Eftir fundi Einars með veiði- réttarhöfum fyrir þremur árum var ákveðið að ráðast í aðgerðir til að hjálpa seiðabúskap Norður- ár með markvissu ræktunarátaki. „Við verðum að setja okkur metnaðarfull markmið en Norð- urá á að skila 3.000 löxum á sumri. Við þurfum að ná því. Því höfum við nú dregið á og farið með 30 laxa í laxeldisstöðina á Laxeyri, og við munum núna sleppa miklu af sumaröldum seið- um í uppána og lækina þar sem búsvæðin eru ekki fullsetin. Við ætlum svo líka að fá nið- urgönguseiði sem við setjum í sleppitjarnir næsta vor á tveimur, þremur stöðum við ána. Við gröf- um líka hrogn. Þessar ár þurfa allar aðstoð, náttúran er sveiflu- kennd.“ Lax mættur en áhyggjur af vatnsleysi - Laxveiðitímabilið hefst á þriðjudag - Mikill áhugi á stangveiðileyfum við Urriðafoss í Þjórsá - Ræktunarátak hafið í Norðurá, hyggjast sleppa bæði sumaröldum seiðum og niðurgönguseiðum Morgunblaðið/Einar Falur Draumastund Veiðimaður setti í fyrra í sterkan lax við Gömlu brú, einn margra góðra veiðistaða í Haffjarðará. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 LANDSBANKINN. IS Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.