Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 11

Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell loft- hreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 37.560 Verð kr. 16.890 Verð kr. 59.100 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Audley mokkasíur 28.990 kr. Ný sending frá Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Vandaðar mokkasíur frá Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Sumardressið færðu í Laxdal Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Atli Rúnarsson, fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar, vinnur nú að því að skrá allar forn- minjar í Hafnarfirði. „Ég byrjaði á þessu verkefni í ágúst í fyrra. Það var búið að skrá einhverjar forn- minjar áður en ekki svona heild- stætt,“ segir Atli. Verkefnið er hluti af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Þúsundustu skráðu fornminjarnar voru skýli í móbergshelli við gamla þjóðleið. Atli segir að á svæðinu sé að finna allt frá víkingaaldarminjum til vatnsveitu- minja frá 20. öld. Stundum er um að ræða heil bæjarstæði en í öðrum til- fellum leynast smá hleðslur á milli húsa. Þá skrái hann einnig staði tengda þjóðsögum. Einn slíkur er í Vala- hnúkum, en sagan segir að tröllafjöl- skylda hafi orðið að steini þar eftir að hafa farið frá Kerlingahnúk til Hafn- arfjarðar að sækja hval og tafist á bakaleiðinni. Skráði bæ langömmu sinnar Atli hefur persónulega tengingu við verkefnið því langamma hans ólst upp á stað sem hann skráði, Óttars- stöðum eystri. Húsið var byggt árið 1883 og stendur enn. Hann segir mikilvægt að skrá fornminjar. „Fornleifaskráning er mjög mikilvægur partur í verndun menningararfsins, við getum ekki verndað það sem við vitum ekki um. Samkvæmt lögum um menningar- minjar verður fornleifaskráning að fara fram áður en ráðist er í nokk- urskonar framkvæmdir og það má ekki hrófla við minjum nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.“ Gengur tugi kílómetra á dag Aðspurður hvernig hann kortlegg- ur og skráir fornminjarnar segir Atli að hann byrji á að fara yfir heimildir um byggð á svæðinu og skoði loft- myndir. Svo fari hann einfaldlega á vettvang og gangi. „Við skiptum bæjarlandinu upp í tólf svæði. Svæðið sem ég er að skrá núna er 40 ferkílómetrar,“ segir Atli. „Ég gekk 30 kílómetra í gær. Það var í meira lagi. Þetta eru um 15-20 kílómetrar á dag.“ Atli segir að gögnin verði aðgengi- leg á kortasjá bæjarins. Þá skrifi hann skýrslur sem eru settar á heimasíðu Byggðasafnsins. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um það bil ár og að því ljúki undir lok sumars. Atli hefur gaman af verkefninu og nýtur útiverunnar. „Ég er mikið einn að þessu og nýt þess líka, að vera einn úti í náttúrunni,“ segir hann. Þúsundustu fornminjarnar skráðar í landi Hafnarfjarðar - Skýli í móbergshelli var númer þúsund - Verkefnið er á vegum Byggðasafnsins Ljósmynd/Atli Rúnarsson Óttarsstaðir eystri Atli skrásetti húsið sem langamma hans ólst upp í. Ljósmynd/Atli Rúnarsson Fornminjar Tröllafjölskyldan á Valahnúkum telst til fornminja. Atli Rúnarsson Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Fordæmið er gott og alfarið að frumkvæði ríkisendurskoðanda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon for- seti Alþingis við opnun skrifstofu Ríkisendurskoðunar á Akureyri í gær. Skrifstofan er til húsa á fjórðu hæð við Glerárgötu 34 og þar munu verða fjórir til fimm starfsmenn í upphafi. Undirbúningur embættisins varð- andi opnun skrifstofu utan Reykja- víkur hefur staðið yfir um skeið. Því ferli lauk í gær með formlegri opnun hennar. „Þetta er gleðidagur fyrir Akureyringa,“ sagði Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri við það tækifæri. Verkefni skrifstofunnar verða fjárhagsendurskoðun á ríkisaðilum í A-hluta ríkisreiknings, þ.e. stofnun- um, sem hafa starfsstöðvar á Norð- ur- og Austurlandi. Eru það m.a. ýmsar heilbrigðisstofnanir, sýslu- menn, menntastofnanir, löggæsla og fleiri embætti. Eins munu starfs- menn skrifstofunnar á Akureyri sinna ákveðnum verkefnum fyrir landið allt með rafrænum hætti. Skúli Eggert Þórðarson ríkisend- urskoðandi segir nú þegar unnið að tilteknum stjórnsýsluúttektum norð- an heiða sem varða verkefni á lands- vísu. Búið er að ráða hluta starfs- fólks og segir hann svigrúm til þess að allt að átta manns vinni á starfs- stöðinni á Akureyri. „Akureyringar hafa tekið okkur vel. Það hefur sýnt sig að verkefnin þurfa ekki öll að vera unnin í Reykjavík,“ segir hann. Vonandi er jarðvegurinn frjór Steingrímur sagði að kórónuveiru- faraldur hefði kennt mönnum það að hægt væri að sinna fjölda starfa án sérstakrar staðsetningar. „Það er vonandi að jarðvegurinn sé frjór fyr- ir því núna að störf á vegum ríkis- stofnana dreifist meira um landið,“ segir hann. Steingrímur lauk lofsorði á Skúla Eggert Þórðarson sem hefði unnið að flutningi starfanna án átaka og láta, engin úlfúð hefði skapast um flutninginn svo sem dæmi eru um áð- ur við svipaðar aðstæður. Morgunblaðið/Margrét Þóra Opnun Eyjólfur Guðmundsson háskólarektor, Gunnar Karlsson skattstjóri, Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi og Hilda Jana Gísladóttir bæj- arfulltrúi við opnun skrifstofu Ríkisendurskoðunar á Akureyri í gær. Opnar á Akureyri - Verkefnin þurfa ekki öll að vera unn- in í Reykjavík segir ríkisendurskoðandi Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.