Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Skólavörðustíg 22 / www.agustav.is / s.8230014
Handgerð íslensk húsgögn
Opið 12-16 í dag, laugardag.
Hlökkum til að taka á móti þér.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Viðræður eru hafnar milli fjár-
málaráðuneytisins og Reykjavík-
urborgar um að ríkið kaupi lóð við
Kleppsspítala undir nýja löggæslu-
og björgunarmiðstöð Íslands, sem
hlotið hefur heitið Löggarðar.
Ekki liggur fyrir hvenær vænta
má niðurstöðu í þeim viðræðum,
samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu.
Umrædd lóð er skammt ofan
Sundahafnar, milli Klepps og
verslunarmiðstöðvarinnar Holta-
garða, og var í eigu Faxaflóahafna.
Ekki var hægt að ráðstafa lóðinni
fyrr en skýrðist hver yrði endan-
leg lega Sundabrautar, en þessi
leið var ein af þeim staðsetningum
sem komu til greina. En nú hefur
óvissunni verið eytt og Sunda-
brautin verður lögð á Holtavegi,
sunnan við Holtagarða.
Tillaga þess efnis að Faxaflóa-
hafnir úthluti lóð á Kleppssvæðinu
undir Löggarða til Reykjavíkur-
borgar var samþykkt á fundi
stjórnar hafnanna 19. febrúar sl.
Jafnframt var borginni heimilað að
framselja lóðarréttindi sín til rík-
isins, og eru þær viðræður hafnar
eins og fyrr segir.
Stjórnvöld áforma að byggja
sameiginlega björgunarmiðstöð
fyrir allt landið og yrði hún stað-
sett á höfuðborgarsvæðinu. Nið-
urstaða frumathugunar Fram-
kvæmdasýslu ríkisins á valkostum
fyrir sameiginlega björgunar-
miðstöð var sú að allir viðbragðs-
aðilar verði saman í einu húsnæði
með lögreglustöð. Þessi kostur er
talinn uppfylla best þau markmið
sem hafa verið sett fyrir verkefnið.
Hin nýja miðstöð fyrir allt Ísland
hefur fengið skammstöfunina
HVH, húsnæði viðbragðsaðila á
höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis-
þörf var talin um 25 þúsund fer-
metrar.
Framkvæmdasýsla ríkisins aug-
lýsti í lok júní í fyrra eftir upplýs-
ingum um 30 þúsund fermetra lóð
eða húsnæði fyrir sameiginlega að-
stöðu löggæslu- og viðbragðsaðila
landsins. Þetta eru: Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu, ríkislög-
reglustjóri, Landhelgisgæslan,
Slysavarnafélagið Landsbjörg, toll-
gæslan (Skatturinn), Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins og Neyð-
arlínan 112. Flestar þessar stofn-
anir eru nú að hluta til með aðset-
ur í björgunarmiðstöðinni í
Skógarhlíð, en ekki á einu gólfi.
Viðbragðsaðilar eru í dag með hús-
næði víða á höfuðborgarsvæðinu,
samtals 36.300 fermetra, og 1.273
starfsmenn.
Sú krafa var gerð að lögregla
komist á innan við átta mínútum
frá HVH að Alþingisreit, miðbæ
og Stjórnarráði, og ljóst er að
þessi lóð við Klepp uppfyllir þau
skilyrði. Stjórnendur fyrrgreindra
viðbragðsaðila eru byrjaðir að
funda með sérfræðingum til und-
irbúnings björgunarmiðstöðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lóðin sem um ræðir Hún er milli Kleppsspítala og Holtagarða, sem sjást neðst á myndinni. Sundahöfn er þar fyrir neðan. Stutt verður upp á Sæbraut, þaðan sem leiðir liggja til beggja átta.
Ræða lóðakaup fyrir Löggarða