Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Hvað vil ég að
augun mín segi?
"Ég elska þig"
— Keiko
"Ég hef trú á mannkyninu"
— Marion
Hvað vilt þú að augun þín segi?
Segðu okkur með
#AUGUNMÍN
K i 2 7 4 ww a sr nglan 4-1 | s. 5 7-70 0 | w.loccit ne.i
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að undirbúningi lagningar
nýs vegar að Brúarfossi og gerð
bílastæðis þar. Leiðin verður vestan
við ána í landi jarðanna Efsta-Dals
og Hlauptungu og bílastæðið í landi
síðarnefndu jarðarinnar. Vonast er
til að aðstaðan verði tilbúin fyrir
næsta vor.
„Móðir mín, Jóna Bryndís Gests-
dóttir, á Hlauptungu sem var skipt
úr landi Efstadals 1. Hún hefur
áformað að byggja þar hús yfir sig,“
segir Rúnar Gunnarsson, bóndi á
Efri-Reykjum, sem stendur fyrir
lagningu nýju leiðarinnar. Hann
segir að það hafi þótt upplagt að
leggja leiðina að fossinum samhliða
þeim áformum.
Birkiskógur skertur
Efri-Reykir eru austan við Brúará
og landeigendur þar létu gera bíla-
stæði við þjóðveginn og lagfæra
gönguleið upp með ánni að Brúar-
fossi. Hefur hann verið mikið not-
aður, jafnvel svo landeigendum ofar
með ánni hefur þótt nóg um. Vonast
Rúnar til þess að með nýrri leið vest-
an við ána dragi úr umferðinni um
göngustíginn.
Rúnar hefur kynnt áform sín fyrir
Skipulagsstofnun sem hefur fallist á
að ekki þurfi að gera mat á umhverf-
isáhrifum framkvæmdarinnar.
Raunar tekur sú ákvörðun aðeins til
þess hluta leiðarinnar sem fer um
land Hlauptungu en þar þverar veg-
slóðinn sem farið verður eftir
Kóngsveginn svokallaða. Hann ligg-
ur á milli Reykjavíkur og Gullfoss og
var lagður fyrir Íslandsheimsókn
Friðriks áttunda Danakonungs árið
1907. Nýtur vegurinn hverfis-
verndar. Þannig háttar til á þessum
stað að Kóngsvegurinn liggur um
mel, er slitróttur og varla sýnilegur.
Minjastofnun og Skipulagsstofnun
gerðu ekki athugasemdir við að
Kóngsvegurinn yrði þveraður þarna.
Einnig verður um einum hektara
birkiskógar raskað vegna fram-
kvæmdarinnar en Skipulagsstofnun
bendir á að það taki aðeins til um 1%
af skóginum.
Framkvæmt í sumar
Rúnar segir að sækja þurfi um
framkvæmdaleyfi til sveitar-
félagsins og unnið sé að því. Einnig
þurfi eigendur Efstadals 1 og
Hlauptungu að sækja sameiginlega
um lagningu hluta leiðarinnar þar
sem hún liggi um sameiginlegt land.
Það sé einfaldari framkvæmd og
ætti ekki að vefjast fyrir yfirvöldum.
Rúnar hyggst hefja framkvæmdir
í sumar og vonast til að vegurinn
verði tilbúinn fyrir næsta vor ásamt
bílastæði, jafnvel fyrr. Hann reiknar
með að tekið verði gjald fyrir notkun
bílastæðisins til að standa undir
kostnaði við framkvæmdina.
„Þessi leið er hugsuð fyrir þá sem
vilja fara í snögga heimsókn að Brú-
arfossi og spara sér sporin. Þeir sem
vilja nýta gönguleiðina austan við
ána og bílastæðið þar geta gert það
án endurgjalds. Menn munu hafa
þetta val,“ segir Rúnar.
Lagður nýr vegur að Brúarfossi
- Leiðin verður vestan Brúarár og bílastæði í landi Hlauptungu - Fer um slóða sem þverar Kóngs-
veginn - Reiknað með gjaldtöku til að fjármagna framkvæmdina - Gönguleiðin áfram opin
Efstidalur
Efstadals-
fjall
Brúarfoss
Brekkuskógur
Reykjaskógur
Fyrirhugaður vegur
að Brúarfossi
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Brú
ará
B
rú
ar
á
Nýr malarvegur frá
Efstadal að Brúarfossi
Bílastæði
Kóngsvegurinn
Laugarvatn
Geysir
Laugarvatnsvegur
37
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Brúarfoss Margir vilja fara að Brúarfossi og skoða náttúruundrið.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, var í
gær dæmdur í Landsrétti til að
greiða LBI ehf., slitastjórn gamla
Landsbankans,
50 milljónir
króna, auk 21
milljónar í máls-
kostnað. Er um
að ræða skaða-
bætur sem slita-
stjórnin hafði far-
ið fram á vegna
vanrækslu sem
tengist ábyrgð
vegna lánveit-
ingar til félags í
eigu Björgólfs Guðmundssonar,
fyrrverandi stjórnarformanns
Landsbankans.
Dómurinn taldi hins vegar rétt að
fella niður stjórnendaábyrgð sem
tvö erlend tryggingafélög höfðu
veitt þar sem sýnt þætti að Lands-
bankinn hefði veitt ófullnægjandi
eða rangar upplýsingar í umsókn um
tryggingarvernd.
Slitastjórnin krafðist þess í mál-
inu að Sigurjón, auk þeirra Halldórs
Jóns Kristjánssonar, fyrrverandi
bankastjóra bankans, og Sigríðar
Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi
yfirmanns fyrirtækjasviðs bankans,
yrði dæmdur til að greiða 10,5 millj-
arða auk vaxta vegna málsins.
Taldi slitastjórnin að þau hefðu
sýnt af sér vanrækslu við að inn-
heimta bankaábyrgð sem Kaupþing
í Lúxemborg hafði veitt í desember
árið 2007 upp á samtals 18 milljarða.
Ekki hefðu heldur verið gerðar aðr-
ar ráðstafanir til þess að halda
ábyrgðinni við, en hún stóð meðal
annars til tryggingar á peningaláni
Landsbankans til Fjárfestinga-
félagsins Grettis hf., sem Björgólfur
átti.
Lánið var bæði í krónum og evr-
um, en heildarupphæð þess nam
upphaflega 18,4 milljörðum.
Greiði LBI
fimmtíu
milljónir
- Sigurjón Árnason
dæmdur í Landsrétti
Sigurjón
Árnason