Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, reiknar með að fleiri sjávarútvegs- fyrirtæki muni feta í fótspor Síldar- vinnslunnar og skrá sig á markað á næstu misserum. Síldarvinnslan var í fyrradag hringd inn í kauphöllina við hátíðlega athöfn um borð í togaranum Berki II NK við frystihús félagsins í Nes- kaupstað. Norðfjörður skartaði sínu fegursta. Hægviðri var og heiður himinn og töluðu heimamenn um að sumarið væri loksins komið. Mikil umframeftirspurn mynd- aðist eftir bréfum í Síldarvinnslunni og leyndi sér ekki að létt var yfir Þor- steini Má eftir orrahríð í málefnum Samherja síðustu mánuði. Gleðidagur og mikill áhugi „Ég var afskaplega ánægður með þennan dag eins og marga aðra daga sem tengjast Síldarvinnslunni. Það var gott veður og þetta gekk vel og það var ánægjulegt að sjá áhugann á útboðinu. Hann sýnir að margir hafa áhuga á sjávarútvegi. Eftir það mót- læti sem við hjá Samherja höfum orðið fyrir að undanförnu getum við að sjálfsögðu glaðst yfir því hversu vel þetta tókst. Þannig að verandi hér í Neskaupstað get ég ekki annað en leyft mér að vera stoltur af því sem maður hefur áorkað með góðu starfsfólki Síldarvinnslunnar og góð- um stjórnarmönnum í gegnum árin,“ segir Þorsteinn Már og bendir á að 6.500 nýir hluthafar eigi nú hlut í Síldarvinnslunni. „Mér finnst það mjög ánægjulegt. Það er víða áhugi á sjávarútveginum og íslenskur sjávarútvegur er mjög þróaður og tæknivæddur og hefur verið óhræddur við að takast á við breytingar. Allt byggist þetta á því að eiga viðskiptavini erlendis sem vilja borða fisk og stöðugt þarf að þróa lausnir varðandi veiðar og vinnsluna sem eru áhugaverðar fyrir neytendur. Við þurfum gríðarlega marga viðskiptavini og fyrirtækin þurfa sífellt að vera að aðlaga sig þessum breytingum á markaði, þróa vörurnar, finna nýja viðskiptavini og svo framvegis. Þetta tel ég að ís- lenskum sjávarútvegi hafi tekist á sama tíma og hann hefur átt veru- legan þátt í að þróa íslenskan iðnað.“ Verða að vera á tánum – Í fjárfestakynningu vegna út- boðs Síldarvinnslunnar er vikið að möguleikum til innri og ytri vaxtar. Telurðu að fyrirtækið geti haldið áfram að þróast jafn mikið og það hefur gert síðan þú komst inn í stjórn þess um aldamótin? „Maður verður að hafa trú á því; ef maður hefur ekki trú á því á maður að hverfa af braut. Þetta er svo lif- andi grein og neysluvenjur breytast svo hratt. Fyrirtækin þurfa helst að vera á undan markaðnum og bjóða upp á eitthvað nýtt, því kröfur við- skiptavina eru stöðugt að breytast. Þannig að ég hef trú á því að við mun- um ekki upplifa minni breytingar á næstu árum en við höfum upplifað á síðustu árum. Íslenskur sjávar- útvegur mun áfram þurfa að þróa sig og þróast með íslenskum iðnaði eins og hann hefur gert síðustu ár.“ Mun þola sveiflurnar – Telurðu að reksturinn verði áfram jafn ábatasamur? Hagnaður- inn var um fimm milljarðar í fyrra. „Ég trúi því að hann verði ásætt- anlegur. Félagið hefur yfir að ráða góðu starfsfólki og góðum tækjakosti og er með sterkan efnahag. Þannig að það þolir sveiflurnar sem hafa allt- af verið í sjávarútvegi og verða alltaf í sjávarútvegi. Við munum alltaf upp- lifa góð ár og léleg ár í sjávarútvegi.“ – Hvernig myndirðu staðsetja Síldarvinnsluna meðal uppsjávar- félaga? Hversu framarlega í heim- inum er fyrirtækið? „Ég tel að það sé með þeim fremstu í heiminum. Auðvitað eru margir í fyrsta sætinu – þú setur ekki einn í fyrsta sætið – en Síldar- vinnslan er í efsta gæðaflokki. Það er að sjálfsögðu líka áhugavert að hún er eina fyrirtækið sem er skráð í kauphöllina í dag sem er með höf- uðstöðvar utan höfuðborgarsvæð- isins.“ Hluti af því að skapa meiri sátt – Er skráningin vísir að því sem koma skal? Gæti skráning slíkra sjávarútvegsfyrirtækja á markað, og dreifðari eignaraðild í kjölfarið, verið liður í að skapa meiri sátt um grein- ina? „Já, það er hluti af því. Íslendingar eru mjög framarlega í sjávarútvegi og hafa staðið sig vel í að þróa sig sjálfir. Við erum þrátt fyrir allt eyja úti í hafi og framleiðum ekki mikið magn sjávarafurða miðað við margar þjóðir. Þannig að okkur hefur tekist að nýta sjávarfang okkar vel og von- andi verður svo áfram. Ég held að út- boð Síldarvinnslunnar verði svolítill prófsteinn á það hvort fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi fylgja í kjölfarið. Ég held að það gerist ekki næstu mán- uðina en kannski innan næstu tveggja ára,“ segir Þorsteinn Már. Prófsteinn fyrir markaðinn - Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, fagnar skráningu í kauphöll - Útboðið sé prófsteinn á hvort fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi fylgi í kjölfarið og leiti skráningar Morgunblaðið/Baldur Blíða Veðrið lék við heimamenn þegar Síldarvinnslan var hringd inn í kauphöllina um borð í Berki II í fyrradag. Ljósmynd/Austurfrétt/Gunnar Samherjar Þorsteinn Már og Gunnþór Ingvason um borð í Berki. E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Verð frá: 33.900 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Fram kom í fjárfestakynningu vegna útboðs Síldarvinnslunnar að fyrir dyrum standi fjárfesting upp á 40 milljónir bandaríkjadala við fiski- mjölsverksmiðjuna, eða fyrir sem sem nemur um 4,8 milljörðum króna. Framkvæmdatími sé um þrjú ár. Markmiðið til lengri tíma er að sækja meiri verðmæti í afurðirnar. Fram kemur á vef Síldarvinnslunn- ar að meðal annars hafi verið fjárfest í tilraunabúnaði fyrir rannsóknar- aðstöðu sem staðsett verður í fiski- mjölsverksmiðjunni í Neskaupstað. Sú tilraunastöð er sögð reist í sam- starfi við Matís sem hafi undanfarið verið að efla starfsemi sína úti á landi í takt við áherslur atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytisins. Skili verðmætari afurðum „Þar er ætlunin að sinna rannsókn- um, t.a.m. á sviði fiskimjölsiðnaðar og taka skref í þá átt að vinna annars konar og verðmætari afurðir úr hrá- efni sem nú er nýtt til framleiðslu á hefðbundnu fiskimjöli og lýsi. Nú þegar hafa verið gerðar ýmsar tilraunir í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað og hefur þá að hluta til verið notast við litla verksmiðju í eigu vélsmiðjunnar Héðins. Búnaður sá sem Matís er að fjárfesta í kemur til viðbótar þeirri verksmiðju og ætti að auðvelda allar rannsóknir á þessu sviði og færa menn skrefi nær mark- miði sínu,“ segir meðal annars á vef fyrirtækisins um þessa þróun. Uppbygging hjá Síldarvinnslunni - Milljarðar í nýja vinnslutækni Morgunblaðið/Baldur Steypa grunn Framkvæmdir stóðu yfir við verksmiðjuna í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.