Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 24

Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 29. maí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.27 Sterlingspund 170.41 Kanadadalur 99.49 Dönsk króna 19.728 Norsk króna 14.388 Sænsk króna 14.481 Svissn. franki 133.78 Japanskt jen 1.0996 SDR 173.71 Evra 146.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.6024 Hrávöruverð Gull 1895.05 ($/únsa) Ál 2359.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.78 ($/fatið) Brent « Samkeppniseft- irlitið hefur lagt blessun sína yfir sölu Festar á versl- unum sínum á Hellu og í Nóatúni í Reykjavík til Sam- kaupa. Salan fór fram í viðleitni til þess að fylgja sátt sem Festi gerði við Samkeppniseftirlitið 30. júlí 2018. Líkt og fjallað hefur verið um á síðum Morgunblaðsins hefur það ekki reynst þrautalaust fyrir Festi að losa um Kjarvalsverslun sína á Hellu, sem var skilyrði fyrir sáttinni. Verslunin í Nóatúni var ekki hluti af henni en úr varð að Samkaup keyptu þá verslun einnig, samhliða kaupunum á versl- uninni á Hellu. Festi fær að selja á Hellu og í Nóatúni BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri um- hverfisstjórnunarfyrirtækisins Klappa grænna lausna, segir að með dómi hollensks dómstóls fyrr í vik- unni, þar sem olíufyrirtækið Shell var dæmt til minnka útblástur gróður- húsalofttegunda um 45% fyrir árið 2035, miðað við útblásturinn 2019, hafi almenningur og umhverfisvernd- arsamtök fengið nýtt vopn í hendurn- ar. „Í staðinn fyrir að standa úti á götu og mótmæla í vanmætti hef ég trú á að dómskerfið verði notað í miklu ríkari mæli í framtíðinni til að þrýsta á um aðgerðir í loftslagsmál- um,“ segir Jón Ágúst. Málið er kallað „Fólkið gegn Shell“ og var rekið af 17 umhverfisvernd- arhópum og sautján þúsund almenn- um borgurum. Jón segir dóminn algjöran tíma- mótaúrskurð. „Það má búast við að svipuðum málum fjölgi mjög hratt á komandi árum. Þetta snýr bæði að fyrirtækjum eins og Shell sem vinna jarðefnaeldsneyti en einnig fyrir- tækjum sem nota slíkt eldsneyti og þá ekki síður að stjórnvöldum og þjóð- ríkjum sem hafa samþykkt Parísar- samkomulagið um minnkun útblást- urs gróðurhúsalofttegunda. Þau munu þurfa að standa skil á þeim ár- angri sem þau hafa lofað.“ Allan mælanleika vantar Jón segir að heimurinn sé í dag til- tölulega vanbúinn að svara til um hvernig gangi að uppfylla markmið um útblástur gróðurhúsalofttegunda. Allan mælanleika vanti. „Það sem er algjörlega einstakt við Ísland er að um 400 fyrirtæki og sveitarfélög tengjast vistkerfi Klappa þar sem skráning umhverfismála fer fram miðlægt í gegnum eitt kerfi sem byggist á sautjánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Þannig getum við auðveldlega fylgst með og áttað okkur á hvernig gengur hjá aðilum tengdum vistkerfinu. Þessir aðilar í vistkerfinu hafa náð 16% samdrætti í heildarlosun og 21% samdrætti í hlut- falli af tekjum frá árinu 2015.“ Kostnaður mun hækka mikið Jón segir að kostnaður fyrirtækja, sveitarfélaga og þjóðríkja við kaup á losunarheimildum muni hækka mikið næstu tíu árin. Því sé það allra hagur að ná tökum á útblæstrinum og draga verulega úr honum. „Við erum komin á krítískan punkt varðandi loftslag- ið.“ Þó að 400 fyrirtæki séu komin inn í kerfi Klappa og skrái þar umhverfis- mál starfseminnar er enn langt í land að sögn Jóns. „Við þurfum að ná 60- 70% fyrirtækja, sveitarfélaga og rík- isstofnana inn í kerfið til að sjá með gögnum hvernig Íslandi gengur sem heild á hverjum tíma.“ Jón segir að Klappir séu byrjaðar að breiða tækni sína út til nágranna- landanna. Byrjað sé að byggja upp vistkerfi í Danmörku sambærilegt því sem byggt hefur verið upp á Íslandi. Nú þegar eru þekkt dönsk stórfyr- irtæki komin í viðskipti og unnið er að tengingu kerfa Klappa við innviði í landinu, eins og sorphirðu-, eldsneyt- is-, hitaveitu- og rafmagnsfyrirtæki. „Ísland hefur ákveðið leitogahlutverk í umhverfisstjórnuninni. Okkar árangur við að byggja upp vistkerfi í samstarfi fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkis er til eftirbreytni og við getum miðlað því til annarra þjóða. Á eftir Danmörku munum við halda innreið okkar inn á hin norrænu löndin.“ Jón segir að Ísland geti skapað fjölda starfa í kringum þennan iðnað. 50% möguleikar Um stöðuna í loftslagsmálum heimsins segir Jón að staða koldíoxíðs í andrúmsloftinu á heimsvísu sé í dag 412 pbm en var árið 1988 350 pbm. „Ef þessi tala fer í 450 þá eigum við 50% möguleika á að stoppa hlýnun jarðar í tveimur gráðum, eins og markmið Parísarsamkomulagsins segir til um. Það er þó talið að kostn- aðurinn vegna loftslagsbreytinga verði svo mikill að við munum eiga erfitt með að stoppa á þeim tíma- punkti. Þess má geta að ef gildið fer í 700 verður ólíft á jörðinni. Ástandið er nú þegar orðið mjög alvarlegt því það er ekkert farið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og loftslags- breytingar eru farnar að valda breyt- ingum á hafinu og veðurfari al- mennt.“ Jón segir að hver og einn verði að horfa í eigin barm og skoða sína los- un. Neysla einstaklinga sé það sem á endanum stýri árangrinum í mála- flokknum. Um losun Íslands segir Jón að landið losi mjög mikið miðað við höfðatölu. Mikið verk sé fram undan í skógrækt, landgræðslu og endur- heimt votlendis eigi að nást kolefn- ishlutleysi hér á landi árið 2040 eins og stefnt sé að. Átak í skógrækt Hann segir að losun gróðurhúsa- lofttegunda frá Íslandi sé tæplega 14 mtCO2ígildi en þar af er losun frá landi um 9 mtCO2ígildi og önnur los- un um 5 mt CO2ígildi. Til að ná kol- efnishlutleysi 2040 þurfi stórfellt átak á komandi árum bæði í landbótum, bindingu og samdrætti í losun gróð- urhúsalofttegunda. Engan tíma megi missa í þeim efnum og fara þurfi í stórfellt skógræktarátak til að mark- miðið náist. „Skógræktaráætlun gerir ráð fyrir 500 þúsund tonna bindingu fyrir árið 2040 en í raun þurfum við að tífalda það magn þannig að bindingin verði fimm milljónir tonna árið 2040. Gróðursetja þarf þessi tré fyrir árið 2025 því það tekur fimmtán ár fyrir trén að ná að binda almennilega koltvísýring. Það þarf að fjárfesta í skógrækt fyrir tíu milljarða króna fyrir 2025 ef þetta á að nást.“ Fengu nýtt vopn í hendurnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tré Tífalda þarf skógrækt í landinu ef markmið um kolefnishlutleysi landsins árið 2040 á að nást. Loftslag » Ísland þarf að fjárfesta í skógrækt fyrir tíu milljarða. » Neysla einstaklinga er það sem á endanum stýrir árangri í málaflokknum. » Ef pbm-gildið fer í 700 verð- ur ólíft á jörðinni. » Notendum í kerfum Klappa fjölgaði um 72% á síðasta ári. » Ísland á að verða kolefn- ishlutlaust árið 2040. - Tímamótadómur í máli Shell - Svipuðum málum mun fjölga hratt á næstunni - Heimurinn vanbú- inn - Útrás til Danmerkur - Ísland losar mjög mikið af gróðurhúsalofttegundum miðað við höfðatölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.