Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Úlpuveður Sumarið er víst komið, en samt ekki alveg. Þessi Skagakona fór nýverið í sumarlega göngu með fram ströndinni á Akranesi, rétt klædd. Kristinn Starf umboðsmanns Alþingis var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru. Fjórar um- sóknir bárust og fjöl- miðlar greindu að sjálf- sögðu frá því. Eftirfarandi fyrir- sagnir voru þá meðal þeirra sem hægt var að velja um: Fjögur sóttu um starf umboðsmanns Alþingis Fjórar sóttu um starf umboðs- manns Alþingis Fjórir sóttu um starf umboðs- manns Alþingis Væntanlega eru flestir lesendur sammála um að þessar fyrirsagnir séu ekki jafngildar. Flestir myndu væntanlega skilja fyrstu fyrirsögn- ina (Fjögur sóttu …) þannig að verið væri að segja að umsækjendahóp- urinn hefði verið blandaður. Hún væri þess vegna út í hött ef síðan kæmi t.d. í ljós í fréttinni að umsækj- endur hefðu allir verið konur. Á sama hátt felur önnur fyrirsögnin (Fjórar sóttu …) í sér að umsækjendur hafi allir verið konur og hún væri villandi ef síðan segði t.d. í fréttinni að hópur umsækjenda hefði verið blandaður. Þriðja fyrirsögnin (Fjórir sóttu …) gæti á svipaðan hátt merkt að allir umsækjendur hefðu verið karlar. En hún þarf ekki að merkja það. Fyrir- sögn af þessu tagi væri líka eðlileg ef bara væri verið að nefna fjölda um- sækjenda, t.d. vegna þess að ekkert annað væri vitað um hópinn eða þá vegna þess að fréttamaðurinn væri bara að draga það að gefa nánari upplýsingar um umsækjendur. Nú vill svo til að í frétt á mbl.is 29. mars sl. var einmitt notuð fyrir- sögnin Fjórir sóttu um starf umboðs- manns Alþingis. Með því var ekki verið að segja að allir umsækjendur hefðu verið karlar, aðeins segja frá fjölda um- sókna. Í fréttinni sjálfri var hins vegar sagt nánar frá umsækj- endum og þá var það gert á þennan hátt: Fjögur gáfu kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis og síðan voru þau talin upp, þrír karl- ar og ein kona. Það sem nú var rakið varpar nokkru ljósi á verkaskiptingu kynjanna í íslensku máli, en í fram- haldi af nýlegri umræðu um kyn hér í Morgunblaðinu og víðar er ástæða til að lýsa henni dálítið nánar til skýr- ingar. Í íslenskum mállýsingum er jafnan sagt frá því að í málinu séu þrjú kyn, karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Þetta komi annars vegar fram í því að nafnorð séu ýmist karl- kyns, kvenkyns eða hvorugkyns og hins vegar í því að lýsingarorð, tölu- orð og fornöfn beygist í kynjum. Kyn orða sem beygjast í kynjum getur þá lagað sig að kyni nafnorða sem þau eiga við, sbr. tveir (kk.) pennar (kk.), tvær (kvk.) bækur (kvk.), þrjú (hk.) blöð (hk.) o.s.frv. Þetta kynja- samræmi kemur líka fram í persónu- fornöfnum sem eiga við nafnorðin, sbr. penninn … hann (kk.), bókin … hún (kvk.), blaðið … það (hk.). En málið er ekki alveg svona ein- falt eins og sjá má ef eftirfarandi dæmi eru borin saman: Forsætisráðherra stýrir fundum ríkisstjórnar, enda er hann sá ráð- herra sem … Forsætisráðherra kom á fundinn, enda hefur hún mikinn áhuga á … Fyrra dæmið gæti verið tekið úr stjórnarskránni. Þar er málfræði- legt samræmi milli kynsins á for- nafninu hann og málfræðilega kyns- ins á nafnorðinu forsætisráðherra. Þetta er almennt ákvæði, ekki vísað í neinn tiltekinn einstakling og þá er þetta eðlilegt mál. Í seinna dæminu er hins vegar alveg eðlilegt að nota fornafnið hún ef verið er að vísa til ákveðinnar persónu sem er kona, eins og forsætisráðherra Íslands er núna. Til aðgreiningar frá því mál- fræðilega kyni sem lýst er hér fram- ar er stundum talað um líffræðilegt kyn í þessu sambandi (eða eðliskyn eða raunkyn) en kannski væri skýr- ara að tala um vísandi kyn vegna þess að það felur jafnan í sér að vísað er til tiltekinna einstaklinga í sam- hengi af þessu tagi. En hvernig tengist þetta áður- nefndri frétt um umboðsmann Al- þingis? Jú, tengslin eru þau að hvor- ugkynið fjögur í Fjögur sóttu … og kvenkynið fjórar í Fjórar sóttu … hlýtur að vera vísandi, þ.e. það vísar í líffræðilega kynjasamsetningu hóps- ins. Þess vegna myndi það t.d. koma alveg flatt upp á okkur ef fyrirsögn fréttar væri Fjögur sóttu um starf umboðsmanns Alþingis og síðan kæmi fram í fréttinni að allir um- sækjendur hefðu verið konur, eins og bent var á hér framar. Hvorugkynið er sem sé ekki kynhlutlaust í þessu samhengi heldur vísandi, hlýtur að vísa í blandaðan hóp. Karlkynið fjórir getur líka verið vísandi í þessu sam- hengi, þ.e. vísað til þess að allir um- sækjendur hafi verið karlar og það kæmi þá fram í fréttinni. En það get- ur líka verið kynhlutlaust og aðeins átt við fjöldann – eins og reyndar var raunin í fyrirsögninni í mbl.is sem sagt var frá hér framar. Ástæðan fyrir þessum mun er sú að málfræðilegt karlkyn er hlutlaust eða sjálfgefið þegar um er að ræða töluorð, óákveðin fornöfn eða lýsing- arorð sem ekki laga sig að neinu til- teknu nafnorði og vísa ekki heldur í tiltekna einstaklinga. Hvort sem okkur líkar betur eða verr kemur þetta víða fram í málinu, t.d. í orða- tiltækjum og málsháttum (Margur (kk.) verður af aurum api, Þjóð veit þá þrír (kk.) vita), líka þegar talað er um hópa fólks eins og ríkir (kk.), fá- tækir (kk.), aldraðir (kk.) og sömu- leiðis þegar við teljum upphátt (til dæmis í leikjum) án þess að við séum að telja nokkuð sérstakt (einn, tveir, þrír, fjórir …) o.s.frv. Í engu þessara dæma sem hér voru talin laga orðin (töluorðin, fornöfnin, lýsingar- orðin …) sig að neinu sérstöku orði í kyni og þau vísa ekki heldur í tiltek- inn hóp með ákveðinni kynja- samsetningu þótt þau standi öll í málfræðilegu karlkyni. Þau hafa bara almenna, kynhlutlausa merk- ingu. Þess vegna myndi það ekki þjóna neinum tilgangi, t.d. í nafni jafnréttis, að reyna t.d. að setja hvor- ugkynsmyndir orðanna í staðinn, enda gengur það yfirleitt alls ekki. Munurinn á kynhlutlausri al- mennri merkingu og vísandi merk- ingu kemur líka skýrt fram ef við berum saman dæmi eins og Allir græða á verðbólgunni annars vegar og dæmi eins og Þið græðið öll á verðbólgunni. Í fyrra dæminu hefur karlkynið allir kynhlutlausa merk- ingu í almennri staðhæfingu en í því síðara vísar hvorugkynið öll í þann hóp sem verið er að ávarpa og geng- ur því aðeins að hópurinn sé bland- aður. Við slíkar aðstæður væri auð- vitað óeðlilegt að nota karlkynið. En er þetta ekki bara málvenja sem einfalt er að breyta eins og ýms- um öðrum venjum? Svarið er nei, þetta er hluti af málfræðilegu kerfi sem síast inn í okkur þegar við til- einkum okkur málið. Það væri óráð að ráðast á einhvern anga af þessu kerfi og ætla sér að breyta honum „með handafli“, eins og það er stund- um orðað. Þess vegna hljómar það einkennilega í eyrum margra, kannski flestra, þegar sagt er – eða skrifað – í fjölmiðlum Þrjú greindust með kórónuveiruna á Keflavíkur- flugvelli í gær og síðan er ekkert sagt meira um smitberana. Í frásögnum af kórónuveirusmitum á landamær- unum er nefnilega bara verið að nefna tölu og ekki verið að vísa í til- tekinn blandaðan hóp. Í slíkum frétt- um hljómar hvorugkynið þrjú ein- kennilega í eyrum margra vegna þess að hvorugkynið þrjú er í eðli sínu vísandi í samhengi af þessu tagi og ekki hlutlaust, eins og þegar var lýst í umræðu um starf umboðs- manns Alþingis hér framar. Þess vegna væri fréttin Þrjú greindust … beinlínis ósönn ef það skyldi nú koma í ljós við nánari athugun síðar að ein- göngu hefði verið um konur að ræða. Svo blasir líka við að í raun og veru er ekki hægt að halda hvorugkyninu til streitu í fréttum af þessu tagi – enginn myndi sætta sig við að sagt væri Eitt greindist með kórónuveir- una … ef bara væri verið að nefna tölu smitaðra, en þar er karlkynið einn augljóslega eðlilegt (Einn greindist …). Á svipaðan hátt kemur það illa við marga þegar sagt er í auglýsingu um einhverja fundi eða mannfagnaði Öll velkomin í stað hins hlutlausa og venjulega Allir velkomnir. Vegna hins vísandi eðlis hvorugkynsins vek- ur öll hér spurningu á borð við Öll hver? í huga margra. Hvaða hóp er átt við? Þetta getur meira að segja hljómað útilokandi fyrir einhverja: Er víst að ég sé hluti af þessum til- tekna hóp sem verið er að vísa til? Eftir Höskuld Þráinsson »Kyn orða sem beygj- ast í kynjum getur þá lagað sig að kyni nafnorða sem þau eiga við Höskuldur Þráinsson Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli. Umboðsmaður Alþingis og verkaskipting kynjanna Einn af mælikvörð- um á gæði samfélags er að fólk fái að eldast með reisn, hafi greiðan aðgang að þeirri þjón- ustu sem það þarf en fái að halda sjálfstæði sínu eins lengi og mögulega er unnt. Árið 2016 samdi rík- ið í fyrsta sinn með heildstæðum hætti um rekstur og þjónustu hjúkrunarheim- ila. Þetta var mikið framfaraskref og sýnir skýran vilja Sjálfstæðisflokks- ins til að standa myndarlega að þess- um málum. Samningurinn rennur út í lok árs og óvíst um framhaldið, eins og raun- ar á við um fjölmarga samninga rík- isins við einkaaðila í heilbrigðisgeir- anum. Starfshópur heilbrigðis- ráðherra metur halla hjúkrunar- heimila á árunum 2017-2019 um 3,5 milljarða. Kostnaðurinn mun svo enn aukast vegna hækkandi launakostn- aðar og fjölgunar eldri borgara. Nýtum fjármagnið og tæknina sem best fyrir eldri borgara Það er alveg ljóst að þörfin er mik- il og mikilvægt að fjármagn sem veitt er í málaflokkinn nýtist sem best. Ég þreytist seint á því að halda þeim skoðunum mínum á lofti að mikilvægast sé að við leggjum til hliðar pólitískar kreddur og lítum til þess hvað gagnast þeim sem þiggja þjónustuna best. Á sömu lund ítreka ég enn þörfina á að gera greinarmun á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og því að einkaaðilar sjái um tiltekna þjónustu á vegum ríkisins. Í því sam- hengi má nefna að hjúkrunarheimilið Grund er elsta starfandi heimili fyrir aldraða á Íslandi og hefur alla tíð verið sjálfseignarstofnun, rekin af einkaaðilum með samningi við ríkið hin síðari ár. Það er mikið áhyggjuefni ef rekstr- arform sem á að stuðla að betri þjónustu, betri rekstrarkunnáttu og þar með betri meðferð fjármuna verði fórn- arlamb afvegaleiddar pólitískrar umræðu hvort sem það er vísvitandi eða ekki. Það nefnilega gerist reglulega, árið 2017 gagnrýndi ég á þingi t.a.m. Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, þegar hann vísvitandi notaði rangt og villandi orð um einkarekst- ur. Þar gagnrýndi ég að það sé ótækt ef við fulltrúar löggjafarvaldsins not- um villandi orð sem seytla þannig inn í fjölmiðla og þaðan til fólks og valda því óþarfa ótta um að einka- rekstur sé eitthvað annað en hann er. Framþróun og nýsköpun í heil- brigðisþjónustu er mikil, tækifærin eru óteljandi og það er mikilvægt að fyrirtæki í velferðarþjónustu fái tækifæri til að bjóða þá þjónustu en þar hefur einmitt obbinn af nýj- ungum komið fram. Ég vil sjá meiri áherslu á betri tækni og gervigreind til að auðvelda fólki lífið auk áherslu á meiri og betri heimahjúkrun. Flestir eldri borg- arar vilja einmitt búa á heimilum sín- um sem lengst. Slíkar áherslur held ég séu heilladrýgri en að byggja hjúkrunarrými fyrir alla sem á þurfa að halda í dag. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna hina svokölluðu dönsku leið, „lev og bo“. Þar eiga íbúarnir rétt á að lifa sem fullgildir meðlimir í samfélaginu með sveigj- anleika og frelsi til að velja. Lögð er áhersla á sjálfræði og að heimilis- menn séu þátttakendur í ákvarð- anatökum. Þessi hugmyndafræði er vissulega til staðar á einhverjum hjúkrunarheimilum landsins en ég vildi gjarnan sjá hana víðar. Gerum fólki kleift að halda sjálfstæði sem lengst Önnur leið er að breyta kerfinu á þann veg að lífeyrisgreiðslur til þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum renni beint til einstaklinganna í stað þess að fara í gegn um Trygginga- stofnun. Auðvitað þarf að tryggja að allir fái þá þjónustu sem þeir þurfa en við eigum líka að geta boðið eldri borgurum að velja hvaða þjónustu þeir vilja. Þannig getum við stuðlað að því að fólk haldi sjálfstæði sínu lengur. Það eru forréttindi að búa í ríki þar sem ríkir þverpólitísk sátt um mikilvægi góðs heilbrigðiskerfis fyr- ir alla. En við þurfum að gera enn betur og það er mikilvægt að við höf- um hagsmuni eldri borgara og ólíkar þarfir þeirra í huga þegar við tökum ákvarðanir og lítum til mögulegra lausna með opnum hug. Vinnum á vanda hjúkrunarheimilanna Eftir Hildur Sverrisdóttir Hildur Sverrisdóttir » Auðvitað þarf að tryggja að allir fái þá þjónustu sem þeir þurfa en við eigum líka að geta boðið eldri borg- urum að velja hvaða þjónustu þeir vilja. Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, aðstoðarmaður ráð- herra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.